Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 Fréttir Fiskveiðibátar frá Kína streymdu inn í Hafnarfjarðarhöfn í morgun: Níu bátar á einu bretti - komu með flutningaskipi eftir 45 daga siglingu Sá einstæði atburður gerðist í Hafnarfjarðarhöfn í morgun að þangað kom flutningaskip alla leið frá Kina með níu vertíðarbáta á dekkinu sem smíðaðir voru fyrir íslendinga. Siglingin sjálf tók um 45 daga en skipið lagði af stað 21. apríl og tafðist um hálfan mánuð í Alsir. Það er fyrirtækið ísbú ehf. í Reykjavík sem hefur haft milli- göngu um smíði bátanna sem hver um sig er um 120 tonn að stærð. Jens'Valdimarsson, einn af eigend- um ísbús, segir skipið hafa tafist á leiðinni til íslands vegna hálfs mánaðar biöar eftir vörum í Alsír. Ætlunin hafi verið að skipið kæmi til landsins 21. júní en raunin varð 10. júlí. Að öðru leyti gekk ferðin vel. „Þetta er í fyrsta skiptið sem slíkur fjöldi vertíðarbáta er fluttur í einu lagi til íslands. Það hefur heldur aldrei gerst í veraldarsög- unni að slíkur fjöldi vertíðarbáta sé fluttur f einu lagi á milli heims- álfa. Það var i sjálfu sér líka mjög óvenjulegt að ná samningum við svo marga útgerðarmenn í einu, en án þess hefði þetta ekki verið mögulegt. Slíkt gerist varla nema einu sinni á öld,“ sagði Jens Valdi- marsson. Hann segir útilokað að ná samkeppnishæfu verði á smíði slíkra báta ef ekki kæmi til rað- smíði eins og þarna var gert. Bát- arnir níu eru allir hannaðir hjá Skipasýn ehf. í Reykjavik. Kranar eru um borð í flutningaskipinu til að lyfta allt að 300 tonnum. Þá eru á því útskjótanlegir flotpúðar líkt og á kranabílum til að tryggja stöð- ugleikann meðan híft er. Eigendur bátanna eru Sigurbjörg Jónsdóttir ehf. á Hólmavík, Ey- vindur ehf. í Keflavík, Guðmundur Gunnarsson í Reykjavik, Vestri ehf. á Patreksfirði, Viðar Sæ- mundsson í Hafnarfirði, Útgerðar- félagið Rún sf. á Seltjarnarnesi, Ýmir ehf. á Bíldudal, Oddi hf. á Patreksfirði og Þorbjörn-Fiskanes hf. í Grindavik. -HKr. Umferðin í Reykjavík: Ökumenn í slag Á fóstudagskvöldið kom maður á lögreglustöðina í Reykjavík og til- kynnti árás ökumanns sem áður hafði keyrt í veg fyrir hann. Hann kvaðst hafa verið í ökuferð og ekið á vinstri akrein þegar ökumaður fyrir aftan hann hefði gefið honum merki um að færa sig yfir á þá hægri. Maðurinn sagðist ekki hafa skipt um akrein enda hefði hann haft i hyggju að taka vinstribeygju innan tíðar. Vissi hann þá ekki fyrr til en að hinn óþolinmóði ökumaður keyrði i veg fyrir hann og réðst því næst á hann. Hvorugur meiddist i slagsmálunum en lögregla vill hvetja menn til að sýna tillitssemi í umferðinni. -aþ Stoltir veiðimenn DVMYND GS Georg Rúnar Ragnarsson og Bene- dikt Vagn Gunnarsson á Unni EA stoltir með höfrunginn sem þeir fengu á handfærin. Höfrungur á línu: Fer beint á grillið DV, FLATEYRI:__________________________ „Við vorum á handfærum um átta sjómílur út af Barðanum þegar skepn- an náði að flækja sig í færunum hjá okkur. Hann náði að vefla sig kirfilega í færi af þremur rúilum og var orðinn skorinn þar sem grannt nælonið var fastast vafið um hann. Hann var að slíta allt niður hjá okkur,“ segir Bene- dikt Vagn Gunnarsson, skipstjóri á Unni EA, þar sem hann var að landa höfrungi á bryggjunni á Flateyri. Hann og Georg Rúnar Ragnarsson sem rær með honum á bátnum segja að mikill bægslagangur hafi verið að inn- byrða höfrunginn enda um væna skepnu aö ræða. Þeir segja þetta skemmtilega viðbót við liðlega 3 tonna þorskafla dagsins og voru að vonum ánægðir með fenginn. „Þetta fer beint á grillið hjá okkur enda er sagt að þetta sé á við besta nautakjöt. Ég borðaði svona kjöt þegar ég var lítill og man að það var mjög gott.“ -GS Össur vill borgarstjóra í landsmálin: Fer ekki í þing- framboð árið 2003 - ad óbreyttu, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Það er algjörlega skýrt í mínum huga, ég fer ekki í þingframboð árið 2003,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísaldóttir, borgarstjóri og leiðtogi Reykjavíkurlistans, vegna þeirra ummæla Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, að hann vildi helst fá borgarstjóra í framboð í næstu þingkosn- ingum. Ingibjörg Sólrún sagðist þó hafa skilning á þessari ósk Össurar sem væri eðlileg. „Ábyrgur stjórmálaleiötogi hlýt- Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. ur að vilja fá sem flesta sterka stjórnmálamenn í slaginn," segir hún. Ingibjörg Sólrún sór og sárt við lagði að hún hefði ekki einu sinni leitt hugann að því að fara í framboð til Alþingis. „Ég er orðin vön þessari umræðu en hef sagt að ég gefi kost á Ossur Skarp- héöinsson. mér til að leiða Reykjavíkurlistann og verða borgarstjóri á næsta kjör- tímabili," segir hún. Aðspurð um það hvort hún geti ekki setið á Alþingi samhliða því að stjórna borginni, segir Ingibjörg Sólrún að það yrði allt of mikið álag. „Slíkt yrði allt of mikil vinna og samræmist ekki nú- timasamfélagi," segir Ingi- björg Sólrún. Aðspurð um það hvað hún gerði ef Reykjavíkurlistinn næði ekki meirihluta í borg- inni, sagði hún að það hefði ýmsar breytingar í för með sér. „Þá verður komin upp ný staða sem vandlega þyrfti að skoða,“ seg- ir Ingibjörg Sólrún. -rt Norðlenska kaupir kjötvinnslur og vörumerki Goða: Bændur kunna að tapa tugmilljónum - nýja félagið með rúmlegga þriggja milljarða veltu Norðlenska matborðið, sem er i meirihlutaeigu Kaupfélags Eyfirð- inga, og Goði hafa undirritað samn- ing um kaup Norðlenska á öllum kjötvinnslum og vörumerkjum Goða. Um er að ræða kjötvinnslur Goða á Kirkjusandi og við Faxafen í Reykjavík auk kjötvinnslu félagsins í Borgarnesi. Velta umræddra kjötvinnslna er um 1.500 milljónir króna á ári og hjá þeim starfa í dag um 140 manns. Við kaupin verður til eitt stærsta kjöt- vinnslufyrirtæki landsins með áætl- aöa veltu upp á rúmlega 3.000 millj- ónir króna. Fyrir rekur Norðlenska kjötvinnslur og sláturhús á Akur- eyri og Húsavík en höfuðstövar fé- lagsins eru á Akureyri. Markmiðið með kaupunum er að ná fram auknu hagræði í kjötvinnslu en hingað til hefur rekstur kjötvinnsla gengið erf- iðlega þar sem m.a. rekstrareiningar hafa verið margar og smáar. Bændur sviðnir Össur Lárusson, framkvæmda- stjóri Landssambands sauðijár- bænda, segir að sauðfjárbændur eigi töluverða fjármuni hjá Goða vegna sláturinnleggja en staða nautgripa- bænda sé hins vegar mun verri, þeir eigi inni mifljónatugi sem erfitt sé að sjá nú hvort þeir fái greiddar. Össur segir að forsvarsmenn Goða hafi tjáð þeim að ekki sé stefnt að því að fara með félagið í gjaldþrot, en ljóst sé að fram undan sé mjög mikil röskun á starfseminni. „Goði mun áfram reka sláturhús, en ekki nema í verktöku, og félagið muni ekki kaupa kjöt í haust af bændum. Ekki verður slátrað í 5 sláturhúsum, en liklegt að slátrað verði að Fossvöllum, Höfn og Hvammstanga, þiggi bændur að það verði gert í verktöku. Það er erfitt að sjá hvert stefnir nú, en líklegast er að bændur sem verða með slátur- fé á áðumefndum þremur sláturhús- um muni stofna félag um afurðasölu til þess að koma kjöti sínu í verð. Það er ljóst að það þurfti að hag- ræða, en þetta er ekki sú staða sem menn óskuðu eftir,“ segir Össur Lár- usson. Erlingur Teitsson á Brún í Reykjadal, stjórmaður í Norðlenska, segir að farið verði valega i flutning starfa norður til aö byrja með, ekki verði um neinar stórbreytingar að ræða í fyrsta kastið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Eirík S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóra KEA, stjórnarfor- mann Norðlenska. -GG Friðrik fær 31 milljón Evrópski kvik- myndasjóðurinn hef- ur ákveðið að veita rúmlega 31 milljón króna í framleiðslu- styrk til Fálka, næstu kvikmyndar Friðriks Þórs Frið- rikssonar. Styrkur- inn er sá hæsti sem Eurimages hefur veitt íslenskri kvikmynd til þessa. Einar Kárason skrifar handritið. Gengi hækkaði Lífleg viðskipti voru með hlutabréf í Lyfjaverslun íslands á Verðbréfa- þingi í gær og hækkaði gengi bréf- anna um 14,81% frá síðasta viðskipta- degi. Alls námu viðskiptin tæpum 40 milljónum króna og endaði gengið í 6,20 á hlut. Björgunarskip sent út Björgunarskipið Hannes Þ. Haf- stein var sent til aðstoðar vélarvana færeysku skipi upp úr kl. 14.30 í gær. Var skipið þá statt um 100 mílur vest- suð-vestur af Reykjanesi. Kall barst frá skipinu eftir hádegi þar sem beð- ið var um aðstoð. Von er á bátunum til hafnar í Sandgerði um hádegið. Gjald á nagladekk Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt tillögur gatnamálastjóra og Heilbrigðiseftir- lits borgarinnar um aðgerðir til að draga úr notkun nagladekkja. Meiri- hlutinn vill að gjald verði lagt á þá sem aka á nagladekkjum. islandspóstur hækkar íslandspóstur hækkar póstburðar- gjöld á morgun um tæp 5% að meðal- tali. Hækkunin nær til bréfa léttari en 51 gramm og bréfa 100-250 grömm. Ástæða hækkunar er sögð almenn kostnaðarhækkun í þjóðfélaginu. í brúðkaup Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff eru á lista yfir þá 500 gesti víða að úr heimin- um sem boðið er í brúðkaup norska krónprinsins 25. ágúst. Þá gengur prinsinn að eiga Mette-Marit Tjessen Höiby. Athöfnin fer fram í dómkirkjunni í Ósló. Sjúkraþjálfari dæmdur Sjúkraþjálfari í Reykjavík var í Héraðsdómi í gær dæmdur til að greiða konu sem leitaði til hans rif- lega 2 1/2 milljón króna í bætur með dráttarvöxtum í þrjú ár. Tollalækkanir virka ekki Kristján Bragason, fulitrúi ASÍ í starfshópi Landbúnaðarráðuneytis- ins um framleiðslu og markaðsmál grænmetis, segir það vonbrigði að ákveðnar grænmetistegundir hafi ýmist hækkað eða staöið í stað eftir tollalækkanir um miðjan júní. InnbrotíIkea Lögreglu var tilkynnt um innbrots- þjófa í versluninni Ikea við Holta- garöa um eittleytið í nótt. Þjófarnir höfðu brotið fimm rúður í bygging- unni norðanverðri og farið um skrif- stofur. Fartölvu og skjávarpa var saknað. Öryggisvörður varö var við mannaferðir en mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. -HKr/aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.