Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Side 24
28 Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 I>V lí f iö Píanó og básúna Þau Þorsteinn Gauti Sigurösson píanóleikari og Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari eru flytjendur á tónleikunum í Sigurjónssafni í Laugarnesi í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir G.Ph.Telemann, Zygismond * Stojowski, Philippe Gaubert og Paul Hindemith. Fundir ■ ÞORBJORN BRODDASON í NORRÆNA HUSINU Þorbjörn heldur fyrirlestur í dag í Norræna húsinu um íslenska fjöl- miölun. Fyrirlesturinn hefst klukkan 13.30 og lýkur kl. 15. Að honum loknum gefst viðstöddum kostur á aö bera fram spurningar. Fyrirlestur- inn verður fluttur á sænsku og er liö- > ur í fyrirlestraröðinni Menning, Mál og Samfélag. Aögangseyrir er 300 íslenskar krónur. Krár ■ STEFNUMOT A GAUKNUM Stefnumót Undirtóna veröur í kvöld á Gauknum. Þrjár ólíkar rokksveitir spila, Það eru Thayer Thayer Thorsteinsson, Bris og Náttfari. Sýningar ■ TÍKK TIKK TÁKK TÁkk í HÚSÍNÚ I borðstofu Hússins á Eyrarbakka er sýning á gömlum klukkum og úrum. Þar er allt frá Bakkaúrum til Borgundarhólmsklukku. Sjálft er Húsið í hópi elstu bygginga á íslandi og geymir merkilega sógu. _ ■ Á FERDINNI í HEILA ÖLP Á *r ystafelli Samgönguminjasafnið á Ystafelli í Köldukinn, S-Þingeyjarsýslu, er eitt þeirra safna sem sprottið hafa upp á síöari árum. Þar er sýning fornra farartækja, eins og nafn safnsins ber með sér, og,er yfirskrift sýningarinnar: „Á feröinni í heila öld.“ ■ RÍKARÐUR JÓNSSON OG RAÐHERRASTOFA A DJUPAVOGI I Löngubúð á Djúpavogi er bæöi ríkulegt safn listmuna eftir Ríkarö Jónsson myndhöggvara og áhöld hans og einnig er þar Ráöherrastofa Eysteins Jónssonar. ■ GALPRASÝNING Á STRÖNPUM Á Galdrasýningunni á Hólmavík á Ströndum er galdrafársins á 17. öld v minnst með ýmsum hætti. Fjölbreytt tækni er notuð til að kynna gestum hugarheim galdraaldarinnar. ■ BIRNA ÁSBJÓRNS í EPEN Birna Asbjörnsdóttir sýnir trúarlegar myndir í Eden í Hveragerði um þessar mundir. Þær eru bæði málaöar á tré og steina. ■ iÓI Á HÓLNUM BÝÐUR HEIM TIL SIN Maður er nefndur Jóhann Friöfinnson. Hann gegnir nafninu Jói á Hólnum og er ekta Eyjapeyi sem hefur notið lífsins og komið víða við. Jóhann er mikill sagnaþulur og býður gestum og gangandi heim á heimili sitt í Vestmannaeyjum gegn ,-v vægu gialdi. ■ KAUPFÉLAGSSAFNH) Á HVOLSVELLI var opnað á Jóns- messu í sumar. Það er til húsa í Sögusetrinu á Hvolsvelli. ■ ARNE í GALLERÍ KLAUSTRI Arne Haraldssson sýnir Ijósmyndir frá sex löndum í Gallerí Klaustri aö Skriðuklaustri þessa dagana. SJá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísi.is Bíógagnrýni Er ekki næsti Terminator Dundee á hálfum hraða Hiimar Karlsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. Sam-bíóin - Krókódíla-Dundee í Los Angeies ★ Búferlaflutningar fyrri tíma kvikmyndaðir Umboðsmenn spennumyndahetj- unnar upprennandi, Vin Diesel, hafa borið til baka þær fréttir að Diesel eigi að taka við hlutverki austuríska búnstsins Arnold Schwarzenegger sem hetjan í þriðju Terminator mynd- inni. Slúðurdálkur í einu Hollywood blaðinu sagði að slíkt væri í deigl- unni. Umboðsmennirnir segja frekar að Vin, sem lék í myndinni Pitch Black, gæti tekið að sér hlutverk and-hetju myndarinnar. Slíkt hafi þó ekki verið rætt af einum né neinum við einn né neinn. Schwarzenegger hefur sjálfur sagt að næsti andstæðingur sinn sé kona. í feðranna slóð: DVrbALVlK: í feðranna slóð er vinnuheiti á heimildarkvikmynd um búferlaflutn- inga fólks úr Svarfaðardal yfir í Skagaíjörð fyrir um einni öld. Það er Jón Garðarsson, bóndi á Neðra-Ási í Skagafirði, sem á hugmyndina. Jón sagði í samtali við DV að á næsta ári verði liðin um 100 ár síðan langafi hans og langamma, Jón Zoph- oníasson og Svanhildur Björnsdóttir, fluttu frá Bakka í Svarfaðardal að Neðra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði og á þeim tíma hafi fólk ekki haft önnur ráð en fara stystu leið með pjönkur sínar og búsmala og í þeirra tilfelli hafi verið yfir Heljardalsheiði að fara sem var raunar leið margra fleiri. Jón segir að sér hafi fyrir löngu dottið í hug að minnast aldarafmælis búferlaflutninganna á einhvern hátt, t.d. með því að fara með afkomendur þeirra Jóns og Svanhildar þessa sömu leið og sjá hvernig til tækist. Síðastlið- inn vetur sótti hann nám við ferða- málabraut Hólaskóla þar sem hann varpaði þessari hugmynd fram og féll hún í góðan jarðveg. í framhaldinu var ákveðið að kanna hvort mögulegt væri að kvikmynda slíka fór sem menningarsögulega heimild um þess- Heiöin fram undan Lagt afstaö yfir Heljardalsheiöi, gömlu fjárhúsin á Atlastööum í Svarfaöardal í baksýn. ar ferðir. Um er að ræða samstarfs- verkefni Jóns, Ferðamálabrautar Hólaskóla, Byggðasafnsins í Glaumbæ og félagsskapar sem kallar sig Búálfa upp auk þess sem verkefnið er stutt af Hestamiðstöð ís- lands. Sl. þriðjudag var svo lagt upp í eins konar til- raunaferð til að skoða hvort unnt væri að gera slíka ferð þannig úr garði að hægt væri að kvik- mynda hana. Allt var svið- sett á sem nákvæmastan hátt. Jón bóndi rölti af stað frá Koti í Svarfaðardal með 2 trússhesta og kvígu í taumi, áleiðis yfir Helju. Upphaf ferðarinnar var kvikmyndað og síðan átti að kvikmynda er hann kæmi niður að vestan- verðu. t vetur verður unn- ið úr myndefninu og þá skýrist hvort af gerð kvik- myndarinnar verður á næsta sumri. Jón sagði að hvort sem af kvikmyndagerð yrði eður ei myndi hann setja ferð fyrir afkomendur Jóns og Svanhildar í júlí 2002 þar sem reynt yrði að hafa allt sem líkast því og var fyrir 100 árum. -Hiá íslandsvinurinn Elton John hélt sína fyrstu tónleika í jómfrúartúr sín- um um Mið-Austurlönd á Beiteddine tónleikahátíðinni í Líbanon. í himin- bláum jakkafötum og með dökk sól- gleraugu heillaði Elton sína líbönsku áheyrendur upp úr skónum með tveggja og hálfs tíma spileríi, án pásu. Þegar kappinn lauk sínu spili ætl- aði allt um koll að keyra í fagnaðarlát- um og kom Elton aftur fram á sviðið og tók þrjú aukalög. Hann var reynd- ar svo ánægður með móttökurnar að hann féllst á að spila á aukatónleikum á sunnudaginn. Fyrir einni öld Jón Garðarsson er hér komin í forfeörabúninginn. DV-MYNDIR HALLDÓR INGI ÁSGEIRSSON J ómf rúarhlj óm- leikatúr Króki og blaöakonan Sue Paul Hogan og Linda Kozlowski eru í hlutverkum ævintýraparsins Mick og Sue. Fyrir fimmtán árum sló ástralska kvikmyndin Krókódíla Dundee eftir- minnilega í gegn og gerði Paul Hogan, sem skrifaði handritið, framleiddi myndina og lék titilhlutverkið að al- þjóðlegri kvikmyndastjörnu og millj- ónamæringi. í kjölfariö kom fram- haldsmynd sem var mun síðri og náði ekki til fjöldans á borð við þá fyrstu. Lítið hefur farið fyrir Hogan í kvik- myndum síðan. Hann hefur þó mörg járn í eldinum og helst vill Ferða- málaráð Ástralíu engan annan hafa í auglýsinum sínum og er Hogan á góðri leið með að verða andlit Ástral- íu. Það kom því flestum á óvart þegar það fréttist að Hogan væri kominn af stað með þriðju Krókódlla myndina og satt best að segja hefði hann betur haldið sig við forna frægð. Krókódíla Dundee í Los Angeles er nánast end- urtekning á fyrri myndum auk þess sem sjálfur Dundee er orðinn svifa- seinni og húmorinn ekki jafn beittur. Sem fyrr er það Linda Kozlowski (eiginkona Hogans), sem leikur hina amerísku Sue Charlton, sambýlis- konu Dundee. Faðir Sue er blaðaútgef- andi og þegar myndin hegst eru kom- in upp vandamál í Englaborginni, sem hann treystir dóttur sinni best til að leysa. Dundee telur þarna komið gott tækifæri til að sýna syni þeirra um- heiminn. Eins og nærri má geta er Dundee nánast eins og maður frá öðr- um heimi þegar hann birtist innan um þotuliðið i Hollywood og þar sem hjálpsemin er honum í blóð borið þá misskilur hann oftar en ekki hegðun náungans og tekur til sinna ráða þeg- ar það á alls ekki við. Hogan kann þó ýmsilegt fyrir sér þegar grunur leikur á að kvikmyndagerðarmenn sem hann hefur fengið vinnu hjá virðast ekki vera með hreint mjöl í pokanum. Krókódíla Dundee í Los Angeles hefur ekki þann frumleika til að bera sem fyrsta myndin hafði og stenst alls ekki þann staðal sem dýrum spennu- myndum eru settar í dag. Myndin er samt ekki síðri en mynd númer tvö og það eru einstaka atriði sem má hafa gaman af, en þau falla inn í allt of hæga atburðarrás sem einkennist af hugmyndaleysi og endurtekningum á átriðum sem allt oft hafa sést áður. Paul Hogan hefur enn mikla útgeislun og hefur furðanlega lítið breyst á fimmtán árum. Það er oftar en ekki nærvera hans semgerir það að verk- um að Krókódíla Dundee er hin sæmi- legasta atþreying þó gölluð sé Leikstjóri:.Simon Wincer. Handrit: Paul Hogan. Kvikmyndataka: David Burr. Tón- list: Basil Poledouris. Aöalleikarar: Paul Hogan, Linda Kozlowski, Jonthan Banks og Aida Turturro. Við mælum með Memento ★ ★★★ Tillsammans ★ ★★ SpyKids ★★★ One Night at McCools ★ ★ ★ Kínverskri kvikmyndahátíð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.