Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Qupperneq 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 X>V___________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Ljós heimsins Tónleikasókn á landsbyggðinni þótt lengi slæm, svo slæm að meira að segja frægt tónlistar- fólk sá ástæðu til að kvarta. Þegar sjálfur Ash- kenazy hélt tónleika í Vestmannaeyjum fyrir um tuttugu og fimm árum komu bara sextán manns til að hlýða á. Einn þekktasti píanóleikari lands- ins spilaði þar á svipuðum tíma, og þá komu að- eins tveir, bæjarstjórinn og kona hans. Á öðrum stöðum var svipað uppi á teningnum, mjög fram- bærilegt píanótríó hélt t.d. tónleika í Stykkis- hólmi, en þá kom enginn nema húsvörðurinn. Þetta á ekki viö um sumartónlistarhátíðir ým- iss konar, sem virðast hafa notið töluverðra vin- sælda í gegnum tíðina. Á Kirkjubæjarklaustri hefur t.d. verið haldin kammertónlistarhátíð á hverju sumri undanfarin ár og þar hefur yfirleitt verið fjölmennt meðal áheyrenda. Sama má segja um aðrar sumarhátíðir, eins og í Reykholti og á Seyðisfirði. Hin árlega sumartónlistarhátíð í Skálholti hefur einnig verið vel sótt frá upphafi. Samræmi og ómþýðar laglínur Skálholtshátíðin hófst í tuttugusta og sjöunda sinn á laugardaginn var. Á fyrstu tónleikunum voru eingöngu verk eftir Jón Nordal, en hefð er fyrir því að hátíðin sé að hluta til helguð verkum tiltekins, íslensks tónskálds, svonefnds staðartón- skálds. Að þessu sinni eru staðartónskáldin tvö, Jón Nordal og Karólína Eiríksdóttir. Tónlist Á tónleikunum voru flutt nokkur kórverk án undirleiks eftir Jón og var það kórinn Hljómeyki sem söng undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Fyrst á efnisskránni var Lux mundi (Ljós heims- ins), tónlist við vers úr Jóhannesarguðspjalli. Tónlistin er látlaus og fallega raddsett, gædd innra samræmi og ómþýðum laglínum. Flutning- ur kórsins var hins vegar ekki nógu góður, kór- meðlimir voru ósamtaka í byrjun og sópranradd- irnar í sterkustu tónunum voru óþægilega sker- andi. Þetta skrifast á taugaóstyrk sem er yfirleitt verstur í upphafi tónleika, þvi í öllum hinum at- riðum dagskrárinnar var söngurinn prýðilegur, styrkleikajafnvægi gott og tónarnir fallega mótað- ir. Hljómburður Skálholtskirkju er ekki auöveld- ur, endurómun skortir til að breiöa yfir klaufa- legan söng eða feilnótur, en eftir fyrsta verkið á efnisskránni gerði það ekkert til. Yfirskilvitlegur friður Á eftir Lux mundi söng kórinn þrjár þjóðlaga- Jón Nordal tónskáld Frumflutt var á tónleikunum verkið Ljósið sanna, við sálminn sem hefst á þessum orðum: „ Gæskuríkasti græðarinn minn gef mér í hjartað andann þinn.“ Þar notar tónskáldið raddsvið kórsins til hins ýtrasta og einkennist tóniistin af dramatískum tilþrífum og markvissri uppþyggingu sem skapaði sterk áhrif. útsetningar úr kvæðabók séra Ólafs Jónsonar á Söndum. Fyrsta lagið var tiltölulega rólegur sálmur, en sá næsti var fjörlegri og grundvallað- ist á einfaldri, meitlaðri hrynjandi sem kórinn út- færði sérlega fallega. Siðasti sálmurinn var þó áhrifamestur, þar var tónlistin hljóðlát og hug- leiðslukennd og yfirskilvitlegur friður sveif yfir vötnunum. Eitt verk eftir Jón var frumflutt á tónleikun- um, Ljósið sanna við sálminn sem hefst á þessum orðum: „Gæskuríkasti græðarinn minn gef mér í hjartað andann þinn.“ Þar notar tónskáldið radd- svið kórsins til hins ýtrasta og einkennist tónlist- in af dramatískum tilþrifum og markvissri upp- byggingu sem skapaði sterk áhrif. Sálmurinn Trú mín er aðeins týra var næstur á dagskránni og er hann afar lagrænn og falleg- ur. En Requiem (sálumessa), sem var síðust, var sennilega magnaðasta tónsmíðin á tónleikunum. Hún er margbrotin og skáldleg og hefst á sárs- aukafullum hendingum er umbreytast á snilldar- legan hátt yfir í hástemmda hugarró, eftir dramatíska hápunkta sem eru lausir við hvers kyns tilgerð. Sálumessan var sérlega vel flutt af kórnum, Bernharður stjórnaði hér sem annars staðar af innblásnu öryggi, og er því ekki annað hægt að segja en að þetta hafi verið mergjaðir tónleikar og frábær byrjun á hátíðinni. Jónas Sen Þjóðlagahátíö á Siglufirði hefst í dag: Engin samdrykkjuhátíð í dag hefst á Siglufírði Þjóðlagahátíð 2001. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin á Siglufirði en i fyrra tókst hún með afbrigð- um vel. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson tónskáld og stjórnandi. Lygalaupar og leikjanámskeið Hátíðin skiþtist í tvennt; annars vegar er um að ræða námskeið og hins vegar eru tón- leikar. Námskeiðin eru af margvislegum toga. Til dæmis koma Poul Höxbro og Miri- am Andersen frá Danmörku til að kenna miðaldadansa og miðaldasöngva. Kristin Valsdóttir verður með námskeið sem eink- um er ætlað grunnskólakennurum þar sem hún sýnir hvernig nýta megi þjóðlög, þulur og kvæði í almennu skólastarfi. Gunnsteinn kennir kórstjórum að fást við þjóðlagaút- setningar fyrir barnakóra og blandaða kóra, félagar í Flís-tríóinu kenna þjóðlagadjass og Steindór Andersen kvæðamaður leiðbeinir um rimnakveðskap. Einnig verður hlúð að annars konar íslenskum arfi því fólki verður leiðbeint við jurtalitun og gerð víravirkis is- lenska þjóðbúningsins. Auk þess námskeið um sögu og náttúru Siglufjarðar í umsjá Val- garðs Egilssonar. Mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan geti öll skemmt sér á hátíðinni og eru ókeypis námskeið fyrir börnin. Annars vegar er um að ræða leiklistarnámskeið fyrir börn á aldr- inum 10-12 ára i umsjá Theodórs Júlíussonar og hins vegar leikjanámskeið fyrir níu ára og yngri. Tónleikahluti hátíðarinnar hefst með tónleik- um þjóðlagahópsins Emblu. Norræni dúettinn ALBÁ leikur einnig en hann sérhæfir sig í mið- aldatónlist. Þá spinna Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson út frá fornum sálmalögum, Sláttukvintettinn flytur þjóðlagaútsetningar eftir Jórunni Viðar og fleiri og nemendur á tónlistar- námskeiðum munu sýna afrakstur starfsins á þrennum tónleikum. Sérstakir hátíðartónleikar Gunnsteinn Olafsson, tónskáld og stjórnandi. verða í íþróttahúsinu á laugardaginn 14. júlí að ógleymdri þjóðlagamessu á sunnudag. Einn liður hátiöarinnar vekur sérstaka athygli en það er kvöldvaka þar sem lygalaupar fá tæki- færi til að fá útrás fyrir lygimælgi sína. Þá verð- ur sunginn fjöldasöngur og vísur látnar fjúka. Bjarni á þetta skilið „Félag um Þjóðlagasetur Bjarna Þorsteinsson- ar keypti árið 1999 elsta hús Siglufjarðar sem séra Bjarni Þorsteinsson bjó í fyrst þegar hann kom til Siglufjarðar. Við ætlum að gera það upp og koma á fót Þjóðlagasetri," segir Gunnsteinn en Bjarni bjargaði miklum menningarverðmætum frá glöt- un með söfnun sinni á gömlum þjóðlögum undir lok 19. aldar. „Við höfum einsett okk- ur að hefja endurgerð setursins og liður í fjármögnun endurgerðarinnar er hagyrð- ingamót sem haldið verður á Siglufirði í lok þessa mánaðar þar sem fimm núver- andi og fyrrverandi þingmenn kveðast á.“ Gunnsteinn segir að þjóðlögin séu hluti af tónlistararfi okkar. „Ég hef ekkert heillast meira af islensk- um þjóðlögum en tónlistarmenn yfirleitt. Þetta er bara hluti af því sem viö kynn- umst í tónlistaruppeldinu. Ég tengist mál- inu meðal annars vegna þess að ég er fædd- ur á Siglufirði og hef áhuga á að koma þessu Þjóðlagasetri upp. Það verður ein- hver að draga vagninn og það mun ég gera um sinn. Bjarni vann ákveðið þrekvirki með söfnun sinni og bjargaði miklum menningarverðmætum. Hann skrifaði fólki um land allt og bað það að senda sér lög auk þess að skrá sjálfur niður lög eftir fólki; lög sem lærðir tónlistarmenn töldu ekki ýkja merkileg og tæplega þess verð að þau væru varðveitt. Bjarni á það skilið af okkur íslendingum að við reisum þetta set- ur.“ Alltaf stórkostlegt veður á Siglufirði Gunnsteinn hlær þegar nefnt er að Þjóðlagahá- tíðin sé að umfangi að verða eins og meðal útihá- tíð. „Við reynum að tengja gaman við alvöru svo allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi. Þetta er þó engin samdrykkjuhátíð. Þetta er menningarhátíð sem byggir á grunni íslensku þjóðlaganna með skírskotun til annarra islenskra mennta." Og veðrið? „Það er aUtaf stórkostlegt veður á Siglufirði." -sm Aukasýning á Veginum Nú erukínversk- ir kvikmyndadagar í Háskólabíói. Aukasýning verðúr í Háskólabiói i kvöld kl. 20. á kvik- myndinni „Vegur- inn heim“ (Wo de fu qin mu qin, 1999) sem er nýjasta mynd leikstjórans Zhang Yimou. „Vegurinn heim“ fékk samkirkju- legu verðlaunin (Prize of the Ecumen- ical Jury) og Silfurbjörninn (Jury Grand Prize) á Berlínarhátíðinni árið 2000 (var líka tilnefnd til gullbjamar) og áhorfendaverðlaun á Sundance-há- tíðinni i BNA á þessu ári. Hún var til- nefnd til dönsku Bodil-verðlaunanna sem besta „ekki-ameríska“ myndin 2001. Yimou er einn þekktasti kínverski leikstjóri samtímans. Meðal verka hans sem sýnd hafa verið hér á landi eru „Lifandi" (Huozhe, 1994), Sagan af Qiu Ju (Qiu Ju da guan si, 1992), Rauði lampinn (Da hong deng long gao gao gua, 1991) og Ju Dou (1990). Kynlíf í Kirkjuriti Kirkjuritið, sem gefið er út af Prestafélagi ís- lands, er komið út i annað sinn á þessu ári. Meðal efnis í hinu nýút- komna riti er grein dr. Sólveig- ar Önnu Bóasdótt- ur sem hún kallar Ást og kynlíf í kristinni femínískri siðfræði. Þar er viðruð gagnrýni femínista á hefð- bundin viðhorf kristinnar siðfræði gagnvart samböndum og samlifi fólks og kemst höfundur að þeirri niður- stöðu að margt í femínískri gagnrýni leiði í ljós þekkingu sem nýtist í frels- isbaráttu þeirra sem lifa við hvers konar kúgun á sviði kynlífs, hvort sem um gagnkynhneigða eða samkyn- hneigða er að ræða. Sjálfsmynd kirkjunnar í samtiman- um og framtíðarsýn hennar á hlut- verk sitt í heiminum eru til umræðu í nokkrum greinum um verkefni kirkj- unnar á sviði sálgæslu. Sr. Bragi Skúlason fjallar um þær aðstæður sem kirkjan býr við í sálgæsluhlut- verki sínu á nýrri öld, Már Viðar Másson sálfræðingur skrifar um þroskaferil karla á lífsleiðinni og Ein- ar Arnalds rithöfundur fjallar um reynslu af veikindum frá sjónarmiði sjúklings. í ritinu er einnig viðtal við dr. Ein- ar Sigurbjörnsson, Þorkell Ágúst Ótt- arsson fjallar um spákonur í Gamla testamentinu og prófastur Rangæinga hugsar upphátt. Ritstjóri Kirkjuritsins er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Ofvirknibókin Út er komin Ofvirknibókin - fyrir kennara og foreldra - eftir Rögnu Freyju Karlsdóttur sér- kennara. í formála segir höfundurinn að Of- virknibókin sé til orðin meðfram og í framhaldi af fyrir- lestrum og nám- skeiðum um kennslu barna með AMO (athyglisbrest með ofvirkni). „Hér er fjallað um samskipti fullorðinna, bæði foreldra/forráðamanna og kennara við þessi börn og gerð grein fyrir heppilegum vinnubrögðum, viðmóti og viðhorfum. Þær leiðbeiningar og þau ráð sem hér er að finna henta að sjálfsögðu í umgengni við öll börn en eru sérstaklega mikilvæg þar sem regla og festa þurfa að vera i fyrir- rúmi...“ Höfundur segir að athyglisbrestur með ofvirkni sé þung byrði sem leggst á barnið og geri því oft á tíðum nán- ast ómögulegt að nýta sína góðu hæfi- leika á sama hátt og önnur börn. Höf- undur hefur viðað að sér margvíslegri þekkingu um efnið en segir að bestu kennararnir hafi verið nemendur hennar undanfarna áratugi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.