Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 DV Norðurland 9 Nýtt verslunarhús rís - í miðbæ Akureyrar. Haglcaup væntanlega með verslun í húsinu Umhverfisráð Akureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í erindi Hymis ehf. sem vill byggja stórt verslunar- hús í námunda við Umferðarmið- stöðina á Akureyri, vestan Drottn- ingarbrautar og austan Hafnarstræt- is. Ráðið hefur falið sviðsstjóra tæknisviðs bæjarins og bæjarlög- manni að ganga til viðræðna við lóð- arhafa Hafnarstrætis 82 um breyt- ingar á lóðamörkum á svæðinu. Hymir ehf. er í eigu fjögurra kunnra Akureyringa, Páls Alfreðs- sonar byggingameistara, Péturs Bjarnasonar athafnamanns, Sigurð- ar J. Sigurðssonar, svæðisstjóra Skeljungs og forseta bæjarstjórnar, og Bjarna Reykjalín, deOdarstjóra umhverfisdeildar bæjarins. Hymir ehf. byggði einmitt verslunarhús í Glerárhverfi á síðasta ári þar sem verslun Bónus er til húsa. „Það er meiningin að byggja þarna fjögur þúsund fermetra hús að grunnfleti sem verslunarhús og undir húsinu verður bílageymsla neðanjarðar," segir Páll Alfreðsson byggingarmeistari. Hann segir að ofan á húsið að austanverðu með fram Drottningarbrautinni verði byggðar íbúðir. Húsið verður stað- sett við Umferðarmiðstöðina og nær að norðurhlið Hafnarstrætis 86 í norðurátt. Rætt hefur verið um að Hagkaup hafi áhuga á að flytja verslun sína af Oddeyri nær miðbænum og hafi eig- endur Hagkaups einungis verið að bíða eftir því að finna hentugt hús- næði fyrir verslunina á miðbæjar- svæðinu. Páll Alfreðsson játar þvi að viðræður hafi átt sér stað við Hagkaupsmenn, en segir enga niður- stöðu liggja fyrir úr þeim viðræðum enn sem komið er. Þá sagði hann það ekki liggja fyrir hversu margar verslanir yrðu í nýja húsinu en stefnt sé að því að framkvæmdir hefjist i febrúar eöa mars á næsta ári. Formaður Miðbæjarsamtakanna á Akureyri, sem eru samtök versl- unarmanna í miðbænum, hefur fagnað byggingu nýja verslunar- hússins og segir tilkomu hússins muni styrkja verslun í miðbænum en þegar Glerártorg tók til starfa á síðasta ári veikti það verslun í mið- bænum. Nú gætu verið bjartari tím- ar fram undan en hleypa á umferð bifreiða á göngugötuna í Hafnar- stræti í haust eða vetur. -gk Fermec Hundruð milljóna króna framkvæmdir á sundlaugarsvæðinu: Metaðsókn um helgina - endurbætur fyrir um 450 milljónir króna _ . .. ..... . DV-MYND BRINK Fra sundlaugarsvæðinu a Akureyri. „Sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað á sundlaugarsvæðinu skilar sér nú í mjög aukinni aðsókn, það er enginn vafi á því,“ segir Gísli Kristinn Lórenzson, framkvæmda- stjóri Sundlaugar Akureyrarbæjar, en sundlaugarsvæðinu hefur verið nánast gjörbylt á síðustu árum. Laugarsvæðið þykir nú eitt það allra glæsilegasta á landinu og al- menningur sýnir að hann kann gott að meta og sækir laugarnar og sundlaugarsvæðið sem aldrei fyrr. Gísli Kristinn segir að frá fimmtu- degi til sunnudags um nýliðna helgi hafi um 16 þúsund manns komið í sund í laugarnar, og á sundlaugar- svæöið sem er búið allskyns leik- tækjum hafi sennilega komið eitt- hvað yfir 20 þúsund manns. „Við getum ekki annað en verið ánægð með þess aðsókn en við ráð- um ekki við að taka á móti miklu fleirum eins og staðan er í dag,“ seg- ir Gísli Kristinn. Hann segir að frá því að uppbygging sundlaugarsvæð- isins hófst árið 1994 hafi verið ráð- ist í framkvæmdir á svæðinu fyrir um 450 milljónir króna og líklegt sé að heildarkostnaður framkvæmda þegar þeim lýkur verði kominn í 500 miUjónir. Um þessar mundir er verið að taka í notkun aö nýju efstu hæð gömlu byggingarinnar við laugina eftir gagngerar endurbætur. Þar verða gufuböð og sólarlampar auk aðstöðu fyrir starfsfólk. Af fram- kvæmdum sem eru á döfinni nefnir Gísli Kristinn byggingu öryggis- turns þar sem m.a. yrði fylgst með öllum öryggismyndavélum á svæð- inu. Þá er á dagskrá að taka gömlu laugina í gegn, hana á að stytta úr 33 metrum í 25 metra og við enda hennar verður komið fyrir busllaugum fyrir börnin. Þá liggur fyrir að bæta þurfi aðgengi fatlaðra að svæðinu. -gk minigrafa Fermec 115 minigrafa - árg. 2000 Vinnustundir 300 Verð 1.600.000,- án vsk. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2-Sími 525 8070-Fax: 587 9577 Véladeild - www.ih.is Nýtt deiliskipulag Höepfnersbryggju Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt aö auglýsa tillögu að deiliskipulagi Höepfnersbryggju. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir auk- inni landfyllingu og byggingarreit fyrir nýtt klúbbhús Siglingaklúbbs- ins Nökkva, auk fleiri aðgerða sem ætlað er að bæta aðstöðu Siglinga- klúbbsins og auka gildi svæðisins sem almenns útivistarsvæðis. Þannig er t.d. gert ráð fyrir að utan á austurkant iandfyllingarinnar verði byggður bryggjukantur úr tré en þessar bryggjur eru hugsaöar fyrir stangveiðimenn og til þess að stangveiðimenn geti lagt að þeim. Einnig er gert ráð fyrir nýrri litilli fyllingu sunnan við voginn og verð- ur vogurinn dýpkaður nokkuð frammi fyrir henni þannig að litlir bátar geti verið við legufæri þar og haft nokkuð skjól af aðalfylling- unni. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út þann 17. ágúst. Tlllagan um nýtt skipulag viö Höepfnersbryggju. Vítamin B1 jJQ 440 Pantothenic acid M9 320 Vitamin B2 M9 370_______________Biotin__________________M9 23 Vitamin B6 M9 110_______________Choline ( mg /100 g ) M9 40 Umboðsaðili Kísill ehf., Dreifing: Osta- og smjörsalan sf., sími 551 5960. sími 569 1600. B-carotene M9 107__________________Vitamin PP_____________m9 55 Innihald í 100 g af Parmigiano-Reggiano Vitamin A______m9 270_____________Vitamin B12__________m9 4,2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.