Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 28
ISSAN TERRANO II FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Fylkingum lýstur saman á aöalfundi Lyfjaverslunar íslands í dag: Forstjórinn bjartsýnn - stjómarformaður vonast eftir ró. Sturla ræðir starfslok tapi minnihlutinn Aðalfundur Lyfj a verslunar inn- ar er haldinn í dag. Þar lýstur saman tveimur fylkingum hlut- hafa sem deila hart um hluthafa. Annars vegar þeir sem stóðu að kaup- um á Frumafli og hins vegar þeir sem eru kaupunum andvigir. Minnihlutinn, þar sem Aðalsteinn Karlsson, Margeir Pétursson og Lárus Blöndal fara fyrir, telur kaupin á Frumafli ólögleg eða í versta falli siðlaus. Mjög mjótt er á munum milli þeirra sem deila en nái minnihlutum völdum mun kaupunum á Frumafli verða rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem býr í London, hefur lýst því í fjöl- miðlum að hann standi fast á því að kaupin haldi. „Ég er bjartsýnn á að þeir sem nú skipa minnihluta stjórnar nái meirihluta á aöalfundinum i dag,“ sagði Sturla Geirsson, forstjóri Lyfjaverslunar Islands, i samtali við DV í morgun. Sú ákvörðun Sturlu að mót- mæla harðlega þeirri ákvörðun meirihluta stjórnarinnar aö kaupa fyrirtækið Frumaíl af ein- um stærsta hluthafa Lyfjaverslun- arinnar, Jóhanni Óla Guðmunds- syni, hefur vakið feiknarlega at- hygli. Með afstöðu sinni, sem fram kom í bréfi til stjórnarinnar, hefur Sturla lagt starf sitt að veði. Sturla segir að gangi hallarbylting eftir verði fyrsta verk nýrrar stjórnar að leita allra leiða til að rifta hinum umdeildu kaupum. Hann segir jafnframt að verði nú- verandi minnihluti undir muni starfslok sín efalítið komast á dag- skrá. „Ég mun þá ræða mín mál við stjórnina," segir Sturla. Grímur Sæmundsen, stjórnar- formaður Lyfja- verslunar íslands, var síðdegis í gær hinn rólegasti að semja aðalfundar- ræðuna. „Ég mun gera hluthöfunum grein fyrir málinu sem alls ekki hefur verið reifað með eðlilegum hætti í fjölmiðlum. Ég vonast til að ró komist á eftir fundinn en því er ekki að neita að fjölmiðlafárið kemur illa við fyrir- tækið,“ segir Grimur. Hann ætlar að freista þess að leiðrétta misskilning sem hann segir uppi. Varðandi stöðu for- stjórans sagði Grímur: „Ég skil áhyggjur Sturlu en hef ekkert gef- ið út sem gefur til kynna að hann þurfi að óttast um starf sitt. Sturla málar í bréfi sínu ástandið í allt of dökkum litum. Hann tekur allt of djúpt í árinni," segir Grímur. -rt Grímur Sæmundsen. Sturla Geirsson. ÞRIÐJUDAGUR 10 JÚLÍ2001 Hafernir í Skötufiröi DV MYND GVA Haförninn er tegund í hættu samkvæmt skilgreiningu Náttúrufræöistofnunar ísiands. Einna helst er hægt aö rekast á haförn viö Breiöafjörð og á Vest- fjörðum. Stofninn er lítill og telur aöeins um 250 fugla. DV-MYND KARÓLÍNA Meintir veiðiþjófar Fjórir norskir loönubátar komnir til Seyöisfjaröar í gærkvöid. Norsku loðnuskipin: Skrifaði 80 í stað 800 Alfred Ökland, stýrimaður á norska loðnuveiðiskipinu Magnar- son, sagði í samtali við DV í gær aö skipstjórinn á skipinu hafi gert mis- tök við útfyllingu veiðiskýrslu og skrifað 80 tonn í stað 800 tonna. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumað- ur á ísafirði, mun í dag leggja fram kæru á hendur skipstjóra skipsins fyrir að hafa gefið upp margfalt minni loðnuafla til Landhelgisgæsl- unnar en skipið var með þegar það var tekið og fært til hafnar á ísafirði í fyrrakvöld. Aflanum var landað i Bolungarvík í nótt og reyndist 750 tonn. Þá mun sýslumaðurinn á Seyðis- firði í dag taka skýrslur af skipstjór- um þriggja loðnuveiðiskipa sem færð voru þangað í gær fyrir sömu sakir. Svo virðist sem Norðmenn- irnir, sem eru orðnir kvótalitlir í loðnu í lögsögu islands, hafi ætlað að leika þann leik að veiða óheft en segja að loðnuna hafi þeir fengið handan miðlínunnar, í lögsögu Grænlands. Skipin geta ekki siglt fyrr en mál þeirra hafa verið til lykta leidd en fastlega má reikna með ákærum og í kjölfarið sektum og upptöku veiðarfæra og aflaverð- mætis. Norskir fjölmiðlar hafa fjall- að nokkuð um málið, greint frá staðreyndum þess og rætt við ís- lenska og norska embættismenn. -gk Náttúruvernd segir Kárahnjúkavirkjun ekki umhverfisvæna: Líftími skammur og lónið fyllist af aur - vel ásættanlegur líftími, segir forstjóri Landsvirkjunar Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, segir umfjöllun Náttúrvemdar rík- isins um mat á umhverfis- áhrifum af byggingu álvers í Reyðarfirði eðlilegan þátt í heildarferlinu. Hann telur þó að deila megi um hvort stofn- unin fari ekki á köflum út fyrir sitt starfssvið. Náttúruvernd ríkisins hafnar því í skýrslu sinni að nýting vatnsorku frá Kárahnjúka- virkjun fyrir álver í Reyðarfirði sé umhverfisvæn af þeirri einu for- sendu að betra sé að nota endur- nýjanlega vatnsorku en jarðefna- eldsneyti. Kárahnjúkavirkjun hafi takmarkaðan lífaldur og eftir að- eins 100 ár verði 25% af Hálslóni fullt af jarðefnum og miðlunargeta þess skert. Þá muni virkjunar- framkvæmdir valda gríðarlegum óafturkræfum skemmdum á nátt- úrufari, landslagsheildum og víð- emum. Friðrik Sophusson segir að mið- aö við afskriftir á mannvirkjum og tækjum á um 60 árum þá sé 400 ára líftími lónsins vel ásættan- legur. „Það er gert ráð fyrir athugasemdum varðandi þessar fram- kvæmdir og málið er allt í sínum eðlilega farvegi," segir Friðrik en telur samt aö stofnunin ætti fremur að vega mikilvægi og áhrif hvers þáttar fyrir sig en að snúast gegn líkum framkvæmdum í heild sinni. „Annars lenda þeir í þeirri stöðu að vera alltaf á móti.“ Ámi Bragason, forstjóri Nátt- úruvemdar ríkisins, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði skýrsl- unnar, þar sem málið væri mikið pólitískt hitamál. Náttúruverndarálitið er eitt af fjölmörgum sem lögð eru fyrir skipulagsstjóra sem gefur út sinn úrskurð. Sá úrskurður er síðan kæranlegur til umhverfis- ráðherra. Búist er við að þær niðurstöður liggi fyrir í haust. Friðrik segir að nú sé unnið að undirbúningi framkvæmda eins og lög gera ráð fyrir. „Ég tel að í annan tíma hafi ekki verið betur staðið að mati á um- hverfisáhrifum fram- kvæmda. Þá vonast ég til að sú vinna skili þeirri niður- stöðu að hægt sé að byggja virkjun á þessu svæði.“ Friðrik bindur vonir við að hægt verði að hefja framkvæmdir við virkjunina á næsta vori. Slíkt verði að gerast ef virkjunin eigi að fara að skila rafmagni á síöari hluta ársins 2006. Enginn annar sjáanlegur virkjunarkostur komi í staðin fyrir Kárahnjúkavirkjun. Kostur þessarar virkjunar sé m.a. nálægðtn við Reyðarfjörð þar sem orkan komi til með að verða nýtt. Sjá fréttaljós á bls. 6 -HKr. Friörik Sophusson. Árni Bragason. VBRÐÖR &OÐ\Ð UPP Á RÓANDI? Leiðbeinandi hjá Vinnuskólanum áhyggjufullur: Sprautur og hasstól á Miklatúni - óttast um hag fatlaðra unglinga sem vinna í garðinum „Við byrjum hvem dag á að hreinsa burt alls konar áhöld sem fíkniefnaneytendur skilja hér eftir. Það hefur varla liðið dag- ur að við höfum ekki fundið tól til hassneyslu, álpappír og í síðustu viku fundum við sprautur með öllu tilhe>Tandi við Kjarvalsstaði," segir Dofri Öm Guð- laugsson, leiðbeinandi hjá Vinnuskól- anum í Reykjavík. Dofri hefur umsjón með hópi fatlaðra Hasstól á Miklatúni Þetta „hasslón" fannst í gær. unglinga sem vinna við garðyrkju á Miklatúni i sumar. Hann segir leiðbein- endur áhyggjufulla vegna ástandsins og þau hafi ítrekaö haft samband viö lög- reglu. „Lögreglan virðist heldur lítið geta gert í málinu. Við höfum því grip- ið til þeirra ráða að láta hópinn vinna á öðmm svæðum í garðinum. Það liggur í augum uppi að hér safnast krakkar saman á hverju kvöldi og mér kæmi ekki á óvart að rjóðrið væri dreifingar- staður fyrir eiturlyf enda gott að dyljast umferð þama,“ segir Dofri. Hjá lögreglunni fengust þær upplýs- ingar að tilvik sem þessi væm alltaf skoðuð. „Við hvetjum fólk eindregið til að hafa samband ef það finnur hluti á víðavangi sem tengjast fikniefna- neyslu,“ segir Ámi Vigfússon aðstoðar- yfirlögregluþjónn. -aþ Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 i i i i i i i i i i i i i i i i i i á i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.