Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 Fréttir DV Áfellisdómur Náttúruverndar ríkisins yfir Reyðaráli: Rándýr mengunarvaldur Hugmyndir um byggingu álverk- smiðju Reyðaráls í Reyðarfirði er mikið pólitískt hitamál. Inn í þetta spila byggðasjónarmið, mengunarmál og gríðarlegir peningahagsmunir. Hart er deilt um alla þessa þætti og nýleg skýrsla Náttúruvemdar ríkis- ins virkar í raun sem olía á þann eld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs sagði í samtali við DV fyrir helgi að stóriðjur myndu aldrei leysa heild- arvanda atvinnu- eða byggðamála. Þá segir össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, í DV-yfir- heyrslu að stóriðjuáform ríkisstjórn- arinnar séu verðbólguhvetjandi. Eng- inn stjórnarþingmaður hefur hins vegar fengist til að tjá sig um efni skýrslunnar á þessu stigi. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, telur hins vegar að deila megi um hvort Náttúruvernd ríkisins sé ekki á köflum að fara út fyrir sitt starfssvið. Búist er við að niðurstaða skipu- lagsstjóra á áliti hinna ýmsu álitsgjafa liggi fyrir i haust. Þá tekur við kæru- ferli en það mun koma í hlut Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra að skera endanlega úr um umhverfismat- ið og framvindu virkjunarmála á svæðinu. Hrikalegur mengunarvaldur? Þó að í fyrstu grein umsagnar Nátt- úruverndar ríksins á mati á umhverf- isáhrifum af byggingu álvers í Reyð- arfirði sé ekki gerðar athugasemdir við fyrirhugaðan byggingarreit verk- smiðjunnar þá eru áformin þó í fram- haldinu nánast skotin í kaf. í hverjum kaflanum af öðrum eru rakin hrikaleg dæmi um fjölmarga neikvæða þætti sem slíkt álver myndi valda. Talað er um verulega aukningu á losun meng- unarefna frá íslandi. Segir stofnunin að á fimmtíu ára tímabili sé verið að ræða um tugi, þúsundir og milljónir tonna eftir efnum. Þá hafnar Náttúru- Hörður Kristjánsson blaðamaður vernd því að nýting vatnsorku frá Kárahnjúkavirkjun fyrir álverið sé umhverfisvæn miðað við notkun á jaröefnaeldsneyti. Þar beri að líta á takmarkaðan lifaldur virkjunarinnar og óafturkræfar skemmdir á náttúru- fari. Eins efast NR um að samfélagsleg áhrif af álveri i Reyðarfirði verði já- kvæð fyrir atvinnulífið og byggðina á svæðinu. Of mikið pólitískt hitamál Árni Bragason forstjóri Náttúru- verndar ríkisins sagðist í samtali við DV ekki vilja ræða einstaka efnis- þætti skýrslunnar þar sem þetta væri of mikið pólitiskt hitamál. Hann vildi heldur ekki tjá sig um hvort skýrsla Náttúruverndar væri ekki um leið áfellisdómur yfir stækkun álvera í - skýrslan mikið pólitískt hitamál Reyöarfjöröur Ekki heppilegur fyrir risaálver að mati Náttúruverndar ríkisins. Sigfússon. insson. Hvalfirði og hugsanlega í Straumsvík með tilliti til alþjóðlegra ákvæða um losun mengunarefna. Rætt er um að í fyrsta áfanga verði byggð álver með 280 þúsund tonna framleiðslugetu á ári og í öðrum áfanga er miðað við 420 þúsund tonna álver. í skýrslu NR kemur fram að Reyðarál muni losa sem nemur 520 þúsund tonnum af gróðurhúsaloftteg- undum (C02) á ári miðað við fyrsta áfanga. Við seinni áfanga myndi 420 þúsund tonna álver Reyðaráls losa 770 þúsund tonn af CÖ2 út í andrúmsloft- ið á ári. Það þýðir að á 50 ára tímabili er verið að tala um losun á 26 milljón- um tonna af gróðurhúsalofttegundum miðað við 280 þúsund tonna álver, en 38,5 milljónir tonna miðað við álverið í fullri stærð. Þetta er 11,3 föld heild- arlosun íslendinga á gróðurhúsaloft- tegundum árið 1999. Þó ákvæði rammasamnings Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar sé ekki lagalega bindandi á íslandi er eigi að síður talað um siðferðilegar skyldur íslendinga að halda niðri losun gróð- urhúsalofttegunda. Miðað er við þann útgangspunkt sem er losun gróður- húsalofttegunda áriðl990 sem þá voru 2.982 tonn á íslandi. Miðað við annan áfanga Reyðarálsverksmiðjunnar væri þar verið að tala um 26% aukn- ingu á losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis. Þá á eftir að minnast á aukningu vegna útblásturs annarra álvera, frá ýmsum iðnaði, bílum og skipum. Sophusson. Ekki í samræmi við Kyoto íslendingar hafa enn ekki fengið neinar undanþágur um aukna losun mengunarefna frá því sem svokölluð Kyoto-bókun gerir ráð fyrir. Losun gróðurhúsalofttegunda á íslandi jókst um 14% frá árinu 1990 til 1999 en þá var magnið komið í 3.410.000 tonn. í matsskýrslu um álver i Reyðarfirði er miðað við að undanþágur fáist til að losa 1,6 milljónir tonna til viðbótar en ekki er þó ljóst hvort þar er miðað við árlega losun eða heildarviðbót á skuldbindingartímabili Kyoto-samn- ingsins árin 2008-2012. Ef miðað er við árlega aukningu myndi Reyðarál nýta 48% þess viðbótar-mengunarkvóta. Miðað við losun íslendinga 1999 þýðir 1. áfangi álvers i Reyðarfirði aukn- ingu á gróðurhúsaútblæstri um 15% á ári en 22% miðað við síðari áfanga. 3.500 3.000 2.500 2.000 Samanburður á losun gróður- húsalofttegunda 1.500 1.000 500 Þús. tonn Heildariosun L áfangi 2. áfangi ______ íslendinga Reyðaráls Reyðaráls S3 árið 1999 Náttúruvernd ríkisins segir í um- sögn sinni að varla sé hægt að sjá að Reyðarál geti skýlt sér á bak við það að verið sé að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda um losun gróður- húsalofttegunda. Reyðaráli hafi enn ekki verið úthlutað þessari hugsan- legu aukningu á losun slíkra loftteg- unda auk þess sem fleiri séu þar um hituna. Hvert starf á 600 mil|jónir Þá segir einnig í skýrslu NR að reynt hafi verið að meta hvort 250 til 300 milljarða fjárfesting í álveri, virkj- un, háspennulínum, vegum og fleiri þáttum skili miklum efnahags- og fé- lagslegum gæðum án þess að skerða framtíðarmöguleika komandi kyn- slóða. Þessi fjárfesting þýðir að hvert starf í álverinu kosti um 600 milljónir króna. Stofnunin segir að á grundvelli framlagðra gagna telji hún að mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers i Reyðarfirði sýni að ekki verði þar um sjálfbæra nýtingu vatnsorku ís- lendinga að ræða. Álverið muni valda mikilli mengun og telur Náttúruvernd ríkisins að ekki sé sýnt fram á það í matskýrslu að Reyðafjörður sé heppi- legur fyrir risaálver. Skipting heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda eftir greinum 1999 Skipting lands austan Gljúfrasteins fyrir dómstóla: „Hundleiður á þessu þjarki" - segir Þórarinn Jónasson, hrossabóndi í Laxnesi Þórarinn Jónasson, hestabóndi í Laxnesi í Mosfelldal, hyggst leita rétt- ar síns fyrir dómstólum vegna þess að óskiptu landi austan Gljúfrasteins hef- ur ekki fengist skipt að hans sögn. í siðustu viku lét Mosfellsbær reka hross Þórarins úr friðuðu landi og girða þann hluta af. Laxnesmenn höfðu þá áður klippt á lása og keðjur til þess að reka hrossin þangað. Um- rætt óskipt land, sem er 180 hektarar, er að 25% hlut i eigu Wathne-systra, 25% í eigu Mosfellsbæjar og að 50% hlut í eigu Ragnhildar Jónasdóttur, systur Þórarins, en hestaleiga Þórar- ins er með 10% af þeirri landareign á leigu. „Þrátt fyrir að landinu hafi ekki verið skipt hefur Mosfellsbær leigt 8 hektara af því til trjáræktar sem Land- græðslan hefur verið með og síðustu 28 ár hefur verið dælt vatni þaðan og selt til skattborgara Mosfellsbæjar. Við viljum fá landinu skipt og það girt enda er ég orðinn hundleiður á þessu þjarki.“ segir Þórarinn Jónasson. Jón Ingólfsson hrl„ lögmaður Þórar- ins, segir að þrátt fyrir það að óskað hafi verið eftir þvi af hálfu Lax- nesmanna að eigninni yrði skipt hafi því ekki verið sinnt í neinu af hálfu sveitarfélagsins. „Mosfellsbær getur ekki farið með landið eins og hann eigi það einn,“ segir Jón Ingólfsson hrl. Anna Guðrún Björnsdóttir, bæjar- ritari Mosfellsbæjar, segir að bærinn hafi um árabil knúið á um að gengið verði frá skiptum á umræddu landi en því hafi í engu veriö sinnt af Þórarni í Laxnesi. Landiö sé ofbeitt af Þórami. Hann hafi auk þess með vottaðri und- irskrift skuldbundið sig til þess til að girða friðuð svæði en hafi í engu farið eftir því samkomulagi. -GG Umsjón: Bírgír Guömundsson Heimasíöur sveitarfélaga í pottinum var verið að ræða um gagnsemi heimasíðna hinna ýmsu bæjar- félaga og ber flestum saman um að þar standi menn sig afskaplega misjafnlega. Meðal síðna sem þykja vel heppnaðar, og ávallt með nýjar og gagn- legar uppiýs- ingar, er heimasíða Hafnarfiarðarbæjar en fleiri síður eru vissulega í þeim flokki. Fleiri eru sveitarfélögin hins vegar sem virðast leggja takmarkaðan metnað í stöðugar uppfærslur og er ekki óalgengt að upplýsingar á þessum síðum séu orðnar ársgamlar eða meira. Þannig var pottveiji að skoða heimasíðu Ólafs- fjarðar og smellti á hnapp til að fá upp- lýsingar um hvað væri að gerast þar í atvinnulifinu og fékk þá að vita að með- al þeirra fyrirtækja sem halda uppi at- vinnustarfsemi í plássinu sé Fiskverkun Sæunnar Axels! Eins og kunnugt er fór það fyrirtæki á hausinn fyrir þó nokkrum misserum og hefur lítið gert fyrir atvinnulífið í Ólafsfirði síðan... Útspil vekur litla hrifningu Yfirlýsing össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, í DV í gær um að hann vilji Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í framboð fyrir Samfylking- una í Reykjavík hefur vakið verðskuldaða at- hygli. Ýmsum Reykja- víkurlistamönnum utan Samfylkingar þyk- ir ðssur hafa sýnt mik- ið taktleysi að segja þetta nú, en viðræður um framhald R-listasamstarfs standa nú einmitt yfir og eru að sögn á nokkuð við- kvæmum tímapunkti. Sérstaklega vekur yfirlýsing Össurar athygli í ljósi þess að framsóknarmenn og vinstri grænir í borginni hafa óvænt náð vel saman og jafnvel kvartað yfir því að Samfylkingin sé eitthvað tvístígandi. Útspil formanns Samfylkingarinnar hefur því hellt olíu á eld tortryggninnar í garð Samfylkingar- innar og er fullyrt í pottinum að ýmsir reyndir Reykjavíkurlistamenn kunni Össuri litlar þakkir fyrir þetta framlag... Púðurkerlingar? En ummæli Össurar hafa víðar vakið athygli en í viðræðunum um endurnýjun R-listasamstarfs. Þannig er fullyrt að ýmsum af liösmönnum Össurar í Reykja- vik hafi ekki verið skemmt við lestur yfir- lýsinga hans um að ekkert dygði annað en að fá Ingibjörgu Sól- rúnu í framboð og talið að heldur lítið væri gert úr slagkrafti samstarfs- manna hans í Reykjavík og raunar Reykjanesi líka, kvenna eins og Jóhönnu Sigurðardóttur, Ástu Ragnheiði Jóhann- esdóttur, Bryndísi Hlöðversdóttur, Þór- unni Sveinbjörnsdóttur og Rannveigu Guðmundsdóttur. Raunar mun þetta sjónarmið ná út fyrir raðir Samfylkingar því framsóknarmaður sem ieiö átti í heita pottinn sagðist hafa heyrt Óskar Bergsson, varaborgarfulitrúa framsókn- armanna, undrast ummæli Össurar með þeim orðum að svo virtist sem Össur teldi sig ekki vera í flokki með pólitísk- um kanónum heldur pólitískum púður- kerlingum... Spenna Mikil spenna er nú fyrir hlutafafund- inn í Lyfjaverslun sem haldinn verður í dag, en þar mun ráðast hvor fylking- anna verður ofan á; þeir sem vilja kaupa Frumafl eöa i: hinir sem ekki vilja það. Fyrir Frumafls- , mönnum fer sem kunn- ugt er Jóhann Óli Guð- mundsson sem eitt sinn var kenndur við Securitas. Ljóst þykir að ef Jóhann Óli verður ofan á mun Sturla Geirsson, núverandi forstjóri, lik- iega hætta (annaö er nánast óhugsandi eftir bréf hans frá því fyrir helgi). 1 pott- inum er fullyrt aö í hans stað muni þá koma Hannes Guðmundsson sem eitt sinn var félagi Jóhanns Óla í Securitas auk þess sem Grímur Sæmundsen mundi koma inn í fyrirtækið sem stjórn- arformaður í fullu starfi. En þetta ræðst sém sé á fundinum í dag...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.