Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 DV Fréttir íslensk efnahagsmál í brennidepli - varnaöarorðin heyrast víöa: Boginn var of hatt spenntur - atvinnuleysi orðið fimmtungi meira á höfuðborgarsvæðinu en á sama tíma í fyrra Efnahagsmál þjóðarinnar og allt sem þeim tengist hefur verið í brennidepli umræðunnar síðustu daga, ekki síst vegna gengislækkun- ar krónunnar síðustu mánuðina, og nú síðast af auknum krafti í kjölfar tillagna Alþýðusambands íslands um aðgerðir sem stuðla ættu að því að viðhalda stöðugleika og verja eða auka kaupmátt, auk þess að styrkja stöðu krónunnar. Tillögunum hefur af flestum verið mjög vel tekið. Aðr- ir hafa fagnað frumkvæði ASÍ en um leið lýst efasemdum um að þær aðgerðir sem ASÍ leggur til skili til- ætluðum árangri. Bæði Davíð Odds- son forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, hafa fagnað frumkvæði ASÍ og Davíð segir þær sýna góðan vilja ASÍ að viðhalda stöðugleikan- um og tillögurnar verði ræddar í ríkisstjóm. Halldór hefur lýst efa- semdum um að sú megintillaga ASÍ að tekin verði erlend lán til að greiða upp innlend lán komi að not- um við að vernda stöðugleikann. Þeirri spurningu hvort við stönd- um frammi fyrir kollsteypu í efna- hagslifinu eða jafnvel hruni, vilja menn leiða hjá sér að svara afdrátt- arlaust, en menn eru ósparir á varn- wsmam^ Gylfi Kristjánsson blaðamaður aðarorðin. Blikur eru vissulega á lofti. Þannig berast fregnir af auknu atvinnuleysi víðs vegar um land og mælist það t.d. um 20% meira á höf- uðborgarsvæðinu en á sama tíma á síðasta ári. Bent er á fjölda upp- sagna vegna rekstrarerfiðleika fyr- irtækja og jafnvel gjaldþrota, og var- að er við versnandi stöðu bygging- ariðnaðar á haustdögum þegar stór- framkvæmdum lýkur, s.s. við bygg- ingu Vatnsfellsvirkjunar og Smára- lindar svo einhverjar framkvæmdir séu nefndar. Aðrir telja reyndar að vegna þenslunnar undanfarin ár hafi ýmsum verkefnum verið slegið á frest, nú gefíst tóm til að sinna þeim og þar sé um mikla vinnu að ræða. Málefnaleg umræða Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segist mjög ánægður með að málefnaleg um- ræða um efnahagsmál hafi átt sér stað í kjölfar tillagna Alþýðusam- bandsins en hann hafi haft áhyggj- ur af því síðustu mánuði hversu lít- il málefnaleg umræða hafi verið Hvenær veröur botninum náö? Þetta er spurningin sem efnahagssérfræðingar landsins spyrja sig þráfaldlega þessa dagana. Hér er varpað Ijósi á stöðu efnahagsmálanna og hvernig komið verði i veg fyrir þann vanda sem við blasir. um hvaða aðgerðir komi til greina í efnahagsmálunum. „Við teljum að í tillögum okkar felist tækifæri til að hafa áhrif á at- burðarásina og mér finnast undir- tektir almennt séð þannig að menn séu okkur sammála. Seðlabankinn er í grundvallaratriðum sammála aðgerðinni hvað varðar hækkun raungengisins, en menn þar á bæ hafa verið fastir á því að hafa ekki viljað ræða lækkun á vöxtum sök- um ofþenslu í hagkerfinu. Um það er ágreiningur hvort samdráttur- inn sé meiri eða minni. Við setjum lika fram það sjónarmið að það taki tíma að sjá áhrif af vaxtalækk- un, það gerist ekki samdægurs," segir Gylfi. Hann var spurður aö því á hvaða leið hann teldi þjóðarbúskapinn vera miðað við óbreytt ástand. „Það er ljóst að viðsnúningur hefur orðið og menn eru farnir að draga saman seglin. Við sjáum þetta m.a. á því að útlánaaukning í bönkunum er að verulegu leyti til komin vegna þess að í samdrætti verður birgðasöfnun i fyrirtækjun- um. Sú birgðaukning kallar á aukna fjármögnun og bankarnir eiga erfitt með að mæta þeirri þörf. Við óttumst það að ofþensla og um- frameftirspurn geti á skömmum tíma slegið í það að verða býsna mikill samdráttur, það getur verið stutt þar á milli. Undirliggjandi þjóðhagsspá sýnist okkur undir- strika það að menn þurfi að koma einhverju öðru í gang.“ Áhyggjur vegna verðbólgu „Menn geta veðjað öllu á að farið verði i gang með álver á Austur- landi og stækkun hjá Norðuráli á Grundartanga en á þessum fram- kvæmdum virðast töluverðar líkur. Það breytir því hins vegar ekki að það þarf að huga að öðrum greinum sem tengjast öðrum landsvæðum og öðrum tækifærum. En við sjáum það, m.a. vegna uppsagna, að spenn- an er að minnka þó menn mæli hana ekki í dag vegna árstíðarbund- innar sveiflu í atvinnulíflnu," segir Gylfi. Forsendur kjarasamninga verða endurskoðaðar næsta vetur. Telur Gylfi að það ástand hafi skapast sem leitt gæti til uppsagnar kjara- liðar samninganna og jafnvel átaka á vinnumarkaði næsta vor? „Við erum með tillögum okkar að lýsa áhyggjum vegna 7-9% verð- bólgu sem er um helmingi hærra verðbólgustig en við síðustu endur- skoðun samninga og að það gæti orðið býsna erfitt að fara í gegnum endurskoðun samninga við þetta verðbólgustig í vetur. Það segir sig sjálft að forsenda kjarasamning- anna var að tryggja stöðugleika og lága verðbólgu auk þess að verja kaupmátt og auka hann. Gangi þessi markmið ekki eftir þá hljóta eðlileg viðbrögð að vera að menn endurskoði það sem gert var,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Boginn of hátt spenntur Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla íslands, er einn þeirra sem ekki hefur trú á til- lögum ASÍ og hefur beinlínis lýst þeim sem fráleitum hér í DV. „Ástandið í efnahagsmálum okkar er erfitt núna, og það á trúlega eftir að versna áður en það byrjar að batna aftur. Óvissan er einkum mik- il í bankamálunum. Skýrsla Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, sem er ný- komin út, dregur upp dökka mynd af ástandinu í bankamálum hérlend- is, og má af því ráða hversu skaðlegt það er að ekki skuli hafa verið fyrir löngu ráðist í nauðsynlegar umbæt- ur á þeim vettvangi eins og vlðar. Vanskil viðskiptavina bankanna fara vaxandi enda segir það sig sjálft að menn geta ekki staðið í skilum með lán með þeim fjallháu vöxtum sem verið hafa í boði að undan- förnu. Það mun þess vegna reyna mjög á banka og aðrar fjármála- stofnanir á næstu mánuðum og misserum," segir Þorvaldur Gylfa- son, prófessor í hagfræði við Há- skóla íslands. Þorvaldur segir erfltt að segja fyr- ir um hversu langan tíma það taki efnahagslífið að flnna botninn áður en það fer að rétta úr kútnum eða hvort „krísa“ sé fram undan. „Um það er ekki hægt að fullyrða, hvorki dýptina á lægðinni sem hafin er eða hversu langan tíma þetta tekur. Þó virðist alveg ljóst að boginn var allt of hátt spenntur undangengin ár, menn lifðu við falska öryggiskennd sem stafaði m.a. af því að hagkerfið var á floti í lánsfé, gengi krónunnar og þá um leið þjóðarbúskaparins í heild var allt of hátt. Nú er leiðrétt- ingin hafin en henni er ekki lokið að mínum dómi. Nú súpum við seyðið af því að hafa ekki ráðist í þær umbætur sem við hefðum þurft að ráðast í um miðjan síðasta áratug. Þar koma bankamálin við sögu en einnig hefði þurft að endurskipu- leggja ríkisfjármálin. Þar er veiði- gjald að sjálfsögðu lykilatriði en einnig hefði verið nauðsynlegt að ráðast í skipulagsbreytingar á vinnumarkaði til þess að draga úr líkum þess að þar fari allt í bál og brand með gamla laginu þegar samningar losna næst eins og ýmis- legt bendir til að geti gerst. í síðasta lagi er landbúnaðarvandinn óleyst- ur enn þannig að til að mynda Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn er farinn að flnna mjög að þvi hversu óhag- kvæm landbúnaðarstefnan er. Mat- vöruverð hér er næstum 70% hærra en í nálægum löndum og leggur enn sem fyrr þungar byrðar á launþega og dregur úr líkum þess að hægt sé að stilla kjarasamning- um í hóf í því árferði sem við stefn- um í. Þetta hangir allt saman,“ seg- ir Þorvaldur Gylfason. Kalla þarf til samstöðu allra „Af bráðaaðgerðum sem æskilegt væri að gripið væri til í efnahags- málum þjóðarinnar mætti nefna það að kalla til samstöðu ríkis, sveit- arfélaga, aðila vinnu- markaðarins og fleiri að- ila,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna. Steingrímur segir að úrræði sem þessir aðilar gætu haft til um- fjöllunar gætu t.d. varðað stóraukið verð- lagseftirlit en það sé ljóst að menn noti sér ekki það að los sé komið á hlutina og fari að lauma í gegn verðhækkunum til að vega á móti auknum rekstrarkostnaði. „Síðan eru auðvitað aðgerðir í opinber- um fjármálum eins og að halda gjaldskrár- hækkunum i lágmarki eða helst að hafa þær engar. Það er hægt að hafa uppi að- gerðir sem myndu hvetja til aukins sparn- aðar og jafnvel tímabundnar ivilnanir i þvi sambandi. Ég útiloka ekki aðgerðir í ríkisíjármálum og bendi á að Norðmenn voru að lækka virðisaukaskatt á matvæl- um til að draga úr verðþenslu þar í landi. Til lengri tíma litið þarf að móta hér framsýnni og víðsýnni stefnu í efnahags- og atvinnumálum þar sem aukin áhersla yrði lögð á menntun og rannsóknir og fjöl- breytni i atvinnulífinu. Leggja áherslu á að styðja við bakið á litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem skilar meiru en stóriðj- an. Byggðaröskunin er líka hlutur sem ná verður tökum á sem lið i því að koma á betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum,“ sagði Steingrímur Steingrímur J. Sigfússon. Slæm áhrif gengisbreytinga „Ég bind vonir við að gengið muni hækka á næst- unni en það eru ekki for- sendur fyrir því eins lágu og það hefur verið," segir Vil- hjálmur Egilsson, formaður Efhahagsnefndar Alþingis. „Rekstur fyrirtækja er al- mennt séð í þokkalegu horfi en gengisbreytingarnar hafa þó haft slæmar afleiðingar á afkomu margra fyrirtækja og víða eru efnahags- reikningarnir ekki allt of glæsilegir. Hvað varð- ar það sem menn eru að ræða, s.s. aukið at- vinnuleysi og hugsanlegan samdrátt í bygging- ariðnaði tel ég að það séu hlutir sem muni rétta við. Mér sýnist bankarnir vera að bregðast rétt við með að auka eigið fé sitt með útgáfu víkjandi lána og þá er ég að tala um Búnaðarbanka og ís- landsbanka. En menn verða að gæta þess að bankamir lokist ekki vegna breytinga á eigin- fjárhlutfóllum sem gerast með gengisbreyting- um. Ef sá þáttur verður í lagi á ekki að þurfa að koma til alvarlegs samdráttar. Mesta áhyggjuefnið er í rauninni spá varð- andi næsta ár en það þarf að róa að því öllum árum að koma í veg fyrir áframhaldandi sam- drátt á næsta ári og koma efnahagslifmu aftur í gang. Ég er frekar bjartsýnn á að okkur muni takast að rétta okkur af. Það versta í gengismál- unum er yfirstaðið og útkoman hjá fyrirtækjun- um á að vera betri síðari hluta ársins. Almennt séð eru ekki mikil vandamál í rekstrinum sjálf- um. Það er helst að menn séu að velta því fyrir sér hvað gerist hjá versluninni þegar Smáralind verður opnuð en þá verður mjög mikið framboð á verslun og sú aðlögun sem þá þarf að fara fram mun taka einhvern tíma,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur Egilsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.