Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 15
14 -F ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 2001 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 Utgáfufélag: Utgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Andhvetfir ólympíuleikar Spilltu gamlingjamir í alþjóða ólympíunefndinni munu koma saman á fóstudaginn til að ákveða, að andhverfa gríska ólympíuandans og helztu óvinir mannkyns um þessar mundir fái að halda ólympíuleikana í Peking árið 2008 og blakkeppnina á Torgi hins himneska friðar. Ólympíuleikarnir eru grísk arfleifð með rætur í opnu og gegnsæju þjóðfélagi laga og réttar, dreifðu valdi og vel skilgreindum mannréttindum. Þeir eru samofnir lýðræð- inu, sem var fundið upp í Grikklandi hinu forna og hefur löngu síðar blómstrað á Vesturlöndum og víðar. Gríski andinn blómstrar hins vegar engan veginn í Kina, lokuðu eins flokks ríki, þar sem valdi er safnað á einn stað og stjórnað með gerræði, aftökum og pyndingum í stærri stíl, en þekkist annars staðar í heiminum og þar sem stjórnvöld eiga í útistöðum við nágrannaríkin. Harðstjórar á borð viö stjórnendur Kína hafa alltaf vilj- að fá tæki til að breiða yfir muninn á stjórnarfari þeirra og vestræna lýðræðinu frá Grikklandi ólympíuleikanna. Frægasta dæmið um það er Hitler, sem tókst að halda ólympíuleika nazismans í Berlln árið 1936. Þrátt fyrir mótbyr í árangri Jesse Owens tókst Hitler í stórum dráttum ætlunarverkið. Hann auglýsti þjóðskipu- lag nazismans heima og erlendis, þjappaði þjóðinni í kringum sig og veikti mótstöðuvilja annarra stórvelda. Ólympíuleikar hans voru upphaf stríðsins mikla. Stjórnarfarið í Kína fer versnandi um þessar mundir. Ráðamenn hafa alveg afklæðst gamalli hugmyndafræði og stefna nú eingöngu að varðveizlu valda sinna. Þeir óttast, að tilslakanir i stíl Gorbatsjovs muni leiða til valdamissis og þess vegna herða þeir tökin jafnt og þétt. Ofsóknir gegn trúuðu fólki fara vaxandi, einkum gegn kristnum kaþólikkum og Falun Gong. Fylgismenn slíkra hreyfinga eru fangelsaðir hundruðum saman og láta lífið í pyndingum tugum saman. Ofsóknir eru nýlega hafnar gegn vísindamönnum, sem hafa vestræn sambönd. Kinastjórn berst líka gegn Internetinu og leggur mikla áherzlu á að loka aðgangi að vefútgáfum vestrænna fjöl- miðla og samtaka, sem hafa pólitískt gildi. Hún lítur á alla samkeppni um trú, þekkingu og skoðanir sem árás á valdastöðu sína. Hún er óvinur mannkyns númer eitt. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs lét ógnarstjórnin í Kína taka 1.780 menn af lífi, miklu fleiri en teknir voru af lífi í öðrum hlutum heimsins samanlagt. Hún lætur setja sjálfstætt hugsandi fólk á geðveikrahæli, þar sem persónur þeirra eru eyðilagðar með lyfjagjöf. Meðferðin á Tíbetum er vel þekkt um heim allan, sömu- leiðis ágengni Kínastjórnar gagnvart nágrannaríkjunum, einkum þeim, sem eiga lönd aö Kínahafi. Kínastjórn er ekki aðeins ógnarstjórn inn á við, heldur einnig friðar- spillir og óróaafl í fjölþjóðlegum samskiptum. Tákn stjórnarfarsins í Kina eru skriðdrekarnir, sem óku yfir friðsama mótmælendur á Torgi hins himneska friðar fyrir tólf árum. Hafa má það til marks um niðurlæg- ingu ólympíunefndarinnar, að ætlunin er að hafa keppn- ina í blaki ofan á tannaförum skriðdrekanna. Alþjóða ólympiunefndin er heimskunn fyrir spillingu og mútuþægni, einkum á valdaskeiði núverandi for- manns, Juans Antonio Samaranch, sem hefur breytt þeim í fjárhagslegt hóruhús, þar sem hlaupið með ólympíueld- inn er selt á 3.000 dollara kílómetrann. Þetta alþjóðlega einkennistákn spillingar mun á föstu- daginn kunngera, að það ætli að leyfa hættulegustu harð- stjórum heims að endurtaka leikana frá 1936. Jónas Kristjánsson 19 DV Skoðun Obbbeldisfræðin víkur Guðmundur Ólafsson hagfræOingur Ólína Þorvaröardótt- ir verður skólameist- ari á ísafirði og er það vel, þótt svo hennar verði saknað í Reykja- vik. Björn Teitsson, hinn hægláti heiðurs- maður, hverfur nú til hægari verka eftir langan og farsælan skólameistaraferil. Tvennt er það sem vek- ur athygli við þessi mannaskipti. Hið fyrra er að Björn tekur nú þann kost að láta af störfum áður en hann þrýtur að starfskröftum við að stjórna hin- um stóra skóla, sem hefur vaxið mjög í hans tiö. Oftar en ekki þráast menn við að sitja í stöðum sínum fram í gráa elli, löngu eftir að allt er orðið vitlaust í kring um þá, stofnunum oft til tjóns. Sjálfsagt valda kjarasamningar hér einhverju, menn eiga oft erfitt með að lækka í launum, en fordild einnig. Margir telja sig ómissandi. Nikita Krútsjov sagði við son sinn Andrej, að hans merkasta framlag til sovéskrar sögu væri að komast lifandi á eftir- laun. Þetta mættu sumir íslenskir stofnanaforstjórar athuga, þó svo kost- irnir sem Krútsjov átti við hafi verið ögn harðari en venja er hér. t Leyfisbréf Hitt sem vekur athygli við þessi skipti er afgreiðslan á obbbeldisfræðinni, sem á hátíð- legra máli er oft nefnd „uppeldis- og kennslufræði". Lagaskylda er að allir kennarar og skólastjórar hafi lokið námi i þessum fræð- um eigi þeir að fá fasta stöðu við framhaldsskóla og eru því þessi fræði nefnd obbbeldisfræði. Svo vill til að Ólína hefur ekki mátt vera að því að sitja yfir þeim enda hefur hún alið upp fiölda barna, er með doktorspróf í þjóðfræði og hefur kennt út og suður lengi, í grunnskóla, framhaldsdeildum og háskólum. Ölinu var samt veitt leyf- isbréf sem framhaldsskólakennara á grundvelli menntunar og starfs- reynslu og getur því tekið við skóla- meistaraembættinu. Samt sem áður fylgir skólameistarastöðunni engin kennsluskylda sem lýsir vel hringa- vitleysunni í tengslum við þessi lög um embættisgengi kennara. Lítilsvirðing við reynsluna Þessi lög eru frá þeim tíma þegar Björn Teitsson, fráfarandi skólameistari á ísafirði, og Ólína Þorvarðardóttir, nýr skólameistari. - „Tvennt er það sem vekur athygli við þessi mannaskipti. Hið fyrra er að Björn tekur nú þann kost að láta af störfum áður en hann þrýtur að starfskröftum við að stjórna hinum stóra skóla, sem hefur vaxið mjög í hans tíð. “ kennarar héldu að formleg starfsrétt- indi að hætti iðnaðarmanna mundu tryggja þeim skárri kjör. Gallinn við þessa hugsun er aðallega sá að nám i þessum fræðum breytir ekki vond- um kennara í góðan og breytir trú- lega góðum kennara sáralítið. Hér er ekki verið að halda því fram að þessi vísindi geti ekki verið góð og gild, aðeins að þau gagnast ekki við að búa til góða kennara. Þar er reynsl- an og traust menntun á kennslu- Tekið í arf Nú er uppi sú tíð í þjóðmálaum- ræðunni, að illt er að vera ihald. Öll spjót standa á manni, hvort um er að ræða kvótamál eða vaxtamál. Mér er nærri að halda, aö allir vilji kenna mínum fróma flokki um allt sem miður fer. Hinir sanngjörnustu menn fara hamíorum og væla yfir hinum aðskiljanlegu kerfum, sem við sjálfstæðismenn áttum lítinn þátt í að koma á. Eina, sem með sanni er hægt að hengja á Gránu gömlu er, að íhaldið hefur ekki haft til þess styrk, að fella úr gildi lög sem tekin hafa verið í arf frá vinstrimönnum. Þar eru helst, Ólafslög um verðtryggingu og lög um stjórnun fiskveiða. Sú mannlega art Létt verk væri og auðvelt, að fella Ólafslögin úr gildi og banna allar breytingar á vöxtum eftir að lánveit- andi og lántaki hafa undir pappírana skrifað. Þá væri eftir einhverju að slægjast að taka lán, þegar vaxtapró- sentan er hagfelld og þá fyrst færi að virka svonefnt „hagstjórnartæki“ sem þeir brúka i Seðlabankanum og nefnist vaxtabreytingar. Nú virkar þetta ekki, þar sem lítt stoðar að taka lán þegar það er hagstætt, því allt er bara í plati og vextir breytast nánast að geðþótta lánveitanda. Ég segi „nánast", þar sem eitthvað hafa þeir þar um að véla hjá Seðla- banka en eins og menn vita, er þó nokkur samgangur milli þeirra, sem þar fara með mannaráð og kollega þeirra hjá viðskiptabönkunum. Einnig er á allra vitorði sú art mann- leg, að vilja ekki láta vinum sínum liöa báglega. Það er því brýnt mál, að taka þessa kaleiki frá stjórnendum bank- anna. Ekki býst ég við að nokkrir aðrir en sjálfstæðismenn vilji yppa ábyrgð einstaklingsins á þann veg, að hann hafi eitthvað um örlög sin „Kynslóð okkar má ekki verða til þess að brjála svo þann grunn sem hin íslensku gildi hvíla á að ekki verði vettvangur fyrir afkomendur okkar á landi hér. - Ekkert gæti komið sér betur fyrir ungmennin en að hreinsað verði til í lagabálkum okkar..." að gera i fiármálum og ef hann skrifar undir lága vexti, verði þeir áfram lágir en hækki ekki. Verra er meö þorskinn Þar er komið kerfi sem illt verður að koma fyrir kattarnef. Koma þar til nokkrir eölisþætt- ir mannskepnunnar, nefnilega græðgi, dramb og nokkrir aðr- ir, sem alla er að finna i höfuð- syndunum sjö. Þeir sem njóta, vilja áfram fá og hinir sem mært hafa kerfið, vilja ekki viðurkenna fyrir framan alþjóð — glámskyggni sína um langt skeið á þetta bévaða skömmtunarkerfi. Sjálfstæðismenn sem hafa látið blekkjast til fylgilags við þetta kerfi eru komnir langt frá grundvelli sjálf- stæðisstefnunnar um frelsi einstak- lingsins og eru því í ófærum, þegar þeir reyna að bera fyrir sig gamal- kunnug rök vinstrimanna um nauð- syn skömmtunar og úthlutana. For- ystusveit okkar sjálfstæðismanna hefur líklega, eins og Ólafur Liljurós, verið ærð og særð af gígjum. Ekki er nema von, að tekið sé mark á því sem hvað stífast var fram haldið af langskólagengnum fræðingum Svo fór Norðdal í stafn þeirrar nefndar sem endurskoða átti og koma á sáttum um stjórnunarkerfi í fiskveiðum. Sami Norðdal var einn aðalhugsuður og höfundur núgild- andi laga og því ekki við að búast, að hann vilji gera miklar breytingar á fyrri hugverki sínu, lái honum hver sem er. Líkur á sátt eru því hverf- andi Margir skömmtunarstjórar Davið Oddsson sagði í ræðu sinni, Bjarni Kjartansson verkefnisstjóri þegar hann kvaddi skól- ann sinn eitthvað á þessa leið: „Hérna heima þykir það engin goðgá, þótt einn sé meiri framsóknarmaður en annar. Við erum nægjusöm þjóð, sem eitt sinn var hnípin og átti í vanda, en er nú sperrt og öllum fremri í hand- bolta. Að visu eru smá- skitirí eins og skólamál í ólagi, Háskólinn hlægilegur og nefndir á hverri þúfu. Menningarmálin dofin, skáldin hætt að skrifa og byrjuð að bulla og skreiðin selst ekki lengur. En nú er farið að vora og við erum vormenn íslands, svo vandinn ætti að leysast". Og enn eru nefndir á hverri þúfu. Kerfið leitast við að ganga milli bols og höfuðs á hinni nýju aldamótakyn- slóð og leggja á hana helsi skömmt- unar og sérhyglis. Það stuðlaberg sem Sjálfstæðisflokkurinn er grund- vallaður á, er frelsi einstaklingsins til athafna en einnig er grópað í all- ar kennisetningar okkar, að frelsi eins má ekki vera helsi annars. Því er brýnt, nú sem aldrei fyrr, að höggva á hlekki framsóknar- mennsku ofantalinna laga. Kynslóð okkar má ekki verða til þess að brjála svo þann grunn sem hin íslensku gildi hvíla á að ekki verði vettvangur fyrir afkomendur okkar á landi hér. - Ekkert gæti komið sér betur fyrir ungmennin en að hreinsað verði til í lagabálkum okkar og fenginn „Magnús lagabæt- ir“ til liðs við menn í þeirri viðleitni. Bjami Kjartansson Spurt og svaraö Er framtíð öruggra samgangna landsins fólgin í gerð jarðgangna s< Egill Jónsson, tannlœknir á Akureyri: Tengja jarðgöng ogflug „Ég var staddur á Faskrúðs- firði um síðustu helgi. Þar von- ast íbúamir til að næsta jarð- gangnagerð á íslandi verði milli Fáskrúðsfiarðar og Reyðarfiarðar fyrir 4 milljarða króna. Það auðveldar þeim að komast í flug upp á Egilsstaði en flugsamgöngur þangað munu væntanlega halda áfram þrátt fyrir niðurskurð, því flug mun aldrei leggjast alveg af. Þannig tengist hag- kvæmni jarðgangna og flugs. Ég sé ekki að jarð- gangnagerð muni leysa af flug i nánustu framtíð en ég vildi að það yrði lögð aukin áhersla á heils- árs hálendisveg. Það yrði gríðarleg samgöngubót fyrir allflesta íbúa þessa lands." Albert Eymundsson, bœjarstjóri á Homafirði: Samrœmd áœtl- un aðkallandi „Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að það eigi að leggja vinnu í það að gera samræmda samgöngu- áætlun fyrir allt landið sem næði til samgangna á landi, lofti og á sjó. Það er stærsti hluti raunhæfrar byggðastefnu og þar verði jarögangagerð betur skil- greind og henni betur forgangsraðað en verið hefur hingað til. Jarðgöng eru dýr framkvæmd og því þarf að skilgreina hvaða jarðgöng eigi rétt á sér. T.d. er Al- mannaskarð erfiðasta brekkan milli Reykjavíkur og Egilsstaða og sjálfsagt að jarðgöng þar séu framarlega á listanum. Flutningar eru að færast af sjó yfir á vega- gerð og landsmenn eiga aö njóta þess í öruggara sam- göngukerfi sem m.a. felst í gerð jarðganga." Þórir Jónsson, formadur UMFÍ Ekki grafa sund- ur hvem hól „Jarðgöng breyta gríðarlega miklu og mundu gera marga staði landsins mun byggilegri. Þetta er dýr framkvæmd af opinberu fé sem ekki verður gerð nema á mörgum áratugum hjá fámennri þjóö. Ég hins vegar óttast að ef áætlunarflug leggst af mun straumur fólks á suövesturhorn landsins aukast til muna og finnst mér þó nóg um. Ég er ekki að segja að það eigi að grafa sundur hvern hól en bendi á að jarðgöng á norðanverðum Vestfjörðum hafa breytt gríðarlega miklu fyrir íbúa þar. Flug t.d. til ísafiarð- ar verður þó að halda áfram svo best væri ef hægt væri aö samræma samgöngur á landi og í lofti með einhverjum hætti sem víðast.“ greininni aðalatriðið. Stærðfræði- kennari verður fyrst og fremst góður ef hann hefur trausta þekkingu á þeirri stærðfræði sem hann á að kenna og að hann hafi opinn huga fyrir þeirri reynslu sem hann aflar sér í kennslu. Nú eru menn píndir til að sitja í þessú gagnslitla námi, flestum til sárra leiðinda. Auk þess er uppeldis- fræðinni varla greiði gerður að láta hana standa í þessari kúgun. Trúlega yrði báðum greiði gerður, uppeldis- fræðingunum og kennurunum, ef þessi lög yrðu afnumin. Gera ætti kröfur um að kennari kunni sína fræðigrein og öðlist full réttindi eftir þriggja ára reynslutíma. Eftir sem áður mætti umbuna þeim sem áhuga hafa á að nema uppeldisfræöi en við þær aðstæður væri hún ekki lengur obbbeldisfræði. Áskell Harðarson, stærðfræði- kennara í MR, er gott dæmi um fá- ránleika þessara laga. Hann hefur mátt búa við skert starfsöryggi og laun árum saman þrátt fyrir góða menntun og að öllum beri saman um afburða árangur hans i starfi. Mál er að linni þessari lítilsvirðingu sem skólakerfið sýnir þannig reynslunni. Guðmundur Ólafsson Ummæli Ríki og kirkja „Oft er árangursríkasta leiðin til að koma auga á nauðsyn þess að að- skilja ríki og kirkju sú að lesa mál- flutning þeirra sem eru mótfallnir slíkum aðskilnaði. Biskupinn yfir þeirri trúarstofnun sem ómaklega hefur verið kennd við alla íslensku þjóðina, Karl Sigurbjörnsson, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum um aðskilnað ríkis og kirkju. Hvað merkir aðskilnaður rikis og kirkju með þjóð þar sem níu af hverjum tiu tilheyra kirkjunni, níu af hverj- um tíu börnum eru skírð í þjóð- kirkjunni, ámóta mörg eru fermd og nánast allir kvaddir hinstu kveðju innan vébanda hennar? Það merkir einfaldlega að borin er virðing fyrir þeim sem eru í minnihluta, algjör- lega óháð því hve fiölmennur eða fá- mennur sá minnihluti er. Myndi biskupinn og trúbræður hans sætta sig við að búa á íslandi ef Allah sæti í því hásæti sem Guð situr í.“ Siguröur Hólm Gunnarsson á politik.is. Neðan virðingu okkar „Gallinn á evrunni er sá að við megum ekki taka hana upp sem gjaldmiðil nema með leyfi Evrópu- sambandsins og það fáum við ekki nema við sækjum um og fáum fyrst aðild að téðu sambandi. Ástæðan fyrir því er sú að við íslendingar höfum hingað til talið þaö fyrir neðan virðingu okkar að vera í selskap með þjóðum eins og Þjóðverjum, Frökkum, Eng- lendingum, Dönum og Svíum og kjósum heldur að vera í kompaníi með forfeðrum okkar í Noregi og Lígtensteinungum. “ Þráinn Bertelsson I Fréttablaöinu. Grétar Marjónsson, forseti FFSÍ Hválfjarðargöng hagnaður allra „Það er löngu orðin aðkallandi þörf á bættu vegakerfi á íslandi og hluti þess er að grafa jarðgöng þar sem það er nauðsynlegt og hagkvæmt. Þaö má hins vegar ekki bruðla í því sambandi. Það kemur vel til greina að greiða toll fyrir það að aka um jarðgöng svipað og í Hvalfirði en tilvist þeirra jarðgangna er hagnaður fyrir alla þjóðina. Ráða- menn landsins þurfa að sýna það frumkvæði að ráðast í hálendisveg sem yrði fær allan ársins hring. Flutningar eru að færast í auknu mæli á vegina og t.d. bendi ég á að mest af öllum fiski landsmanna stoppar í Borgamesi á flutningabíi- um en þar er sem kunnugt er engin útgerð." Orkulausnir í einum pakka o ■ t/ DWt- BV T1WUN& VéWÁ Innflutningur á forstjórum? 41 Rekstur Rugfélags íslands gengur llla og hefur forstjóri fyrirtækisins ságt að hugsanlega veröi aðeins flogið til þriggja staða frá Reykjavík. jasl Stjórn Samtaka atvinnu- lífsins ályktaði um efna- hagsmál á dögunum og greinilegt að þar á bæ hafa menn áhyggjur nokkrar af þróun mála og framtíðar- horfum. Og kemur auðvitað flatt upp á ýmsa sem hafa ekki heyrt annað af munni forsætisráðherra lengi en aö allt sé í stakasta lagi í þessu besta af öllum hugsanlegum löndum. Áhyggjurnar sem eru að sliga samtakamenn atvinnu- lífsins eru m.a. vegna gengislækkun- ar krónunnar, vaxandi verðbólgu og versnandi afkomu fyrirtækja. Þá minnir stjórn Samtakanna á aö „launakostnaður islenskra fyrir- tækja hafi vaxið mun meira en í ná- grannalöndunum og jafnframt hrað- ar en framleiðni fyrirtækjanna". Þessi síðasti söngur hefur stund- um heyrst áður. Sem sé að þegar illa árar í efnahagslífinu og fyrirtæki skila ekki viðunandi arði þá er jafn- an farið að tuða um að víða um heim séu launþegar að skila meiri fram- leiðni og á lægri launum en islensk- ir launamenn. Og skilaboðin auðvit- að sú að það verði lítið að sækja til atvinnulífsins i launahækkunum á næstunni ef húðlatur og hyskinn verkalýður stendur sig ekki betur í stykkinu og framleiðir meira fyrir minna. Naflaskoöun Nú er það auðvitað hárrétt að það skilar ekkert fyrirtæki hagnaði sem ekki hefur á að skipa traustu og dug- legu starfsfólki. Og fyrirtæki standa ekki undir hvaða launum sem er. En það eru auðvitað margir samverk- andi þættir sem stjóma því hvort fyrirtæki ganga vel eða illa. Við- skiptaumhverfið, stjórnvaldsaðgerð- ir, þróun peningamála, breytingar á markaði, tískusveiflur og svo mætti lengi telja. Og síðast en ekki síst skiptir máli hvernig fyrirtækjum og stofnunum er stjórnað. Hið síðastnefnda atriðið er reynd- ar ekki oft nefnt í ályktunum Sam- taka atvinnulífsins og sambærilegra battería. Og er yfirleitt ekki mikið rætt í kjaraviðræðnum þar sem heildarlaunagreiðslur og framleiðni virðast ævinlega skipta sköpum. Samt er það viðtekin sannleikur í samfélaginu að það skipti gríðarlegu máli hverjir stjórni og hvernig. Þetta Jóhannes Sígurjónsson skrifar: er augljóst í pólitíkinni og raunar í atvinnulífinu einnig á stundum, þ.e. þeg- ar vel gengur. Fram koma stjörnur og snillingar i fyr- irtækjarekstri sem verða eftirsóttir og geta valið úr störfum og nánast ákveðið sín laun sjálfir. Þess vegna er það auðvit- að undarlegt að stjórnendn- ur atvinnulífsins skuli aldrei fara í smánaflaskoð- un og spyrja spurninga á borð við: Getur verið að það séu ekki aðeins launamennirnir sem eru orsök óviðunandi fram- leiðni? Er það kannski fræðilegur möguleiki að íslenskir forsfiórnar og stjórnendur fyrirtækja séu bara ekki nógu góðir? Puö og penlngar íslensk fyrirtæki hafa stundum notið góðs af ágætri framleiðni lág- launaþræla erlendis. Og auðvitað er það draumur allra atvinnurekenda að hafa á að skipa lúsiðnum bónus- berserkjum sem eru tilbúnir til að puða fyrir sem minnstan pening. En fyrst stjórn Samtaka atvinnu- lífsins er farin út í samanburðarfræði á launum og framleiðni íslenskra launþega við erlenda er þá ekki eðli- legt að gerð verði úttekt á íslenskum forstjórum og frammistöðu þeirra í samanburði við kollega sína erlendis? Og ef niðurstaðan yrði nú sú að for- stjórar á íslandi séu afskaplega slakir og standist engan veginn samanburð við starfsbræður sína í Singapore Hong Kong eða Japan hlýtur i fram haldinu mega ræða innflutning á er lendum forstjórum til að leiða ís lenskt atvinnulíf, auka framleiðni hækka laun og þar með kaupmátt. Þeir íslensku forstjórar sem ekki stæðust gæðamat og þyrftu að vikja úr störfum fyrir sér færari mönnum frá Austurlöndum gætu svo sem best fengið vinnu við færiböndin í verk- smiðjunum og þar með lagt sitt lóð á vogarskálar framleiðninnar og stuðlað um leið, á grundvelli reynslu sinnar af rekstri fyrirtækja, að hóflegum kaup- kröfum félaga sinna á færibandinu. Og skilaboðin auðvitað sú að það verði lítið að sœkja til atvinnulífsins í launahœkkunum á nœstunni ef húðlatur og hyskinn verkalýður stendur sig ekki betur í stykkinu og framleiðir meira fyrir minna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.