Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 DV Chandra Levy Lærlingurínn átti í ástarsambandi viö þingmann. Uppnám vegna horfins lærlings Þingmaður Demókrataílokksins í Bandaríkjanum er flæktur í rann- sókn á hvarfi lærlings hans. Þing- maöurinn Gary Condit, 53 ára gam- all giftur maður með tvö börn, hef- ur játað að hafa átt í ástarsambandi við hina 24 ára gömlu Chöndru Levy. Hún hvarf þann 30. apríl síð- astliðinn. Condit segist engan þátt eiga í hvarfi lærlingsins og lögregl- an segir hann ekki vera grunaðan. Málið er enn þá meðhöndlað opin- berlega sem mannshvarf en margt bendir til þess að glæpur hafi verið framinn. Litlar líkur eru taldar á því að Levy hafl framið sjálfsmorð og í ferðatösku hennar var einungis pakkað niður til hálfs. Foreldrar hennar hafa krafist þess að Condit þingmaður taki lygamælingapróf. Hann hefur veitt fulla samvinnu við rannsókn lögreglunnar á málinu. Kóngafólki boðið aftur til Belgrad Útlægum krónprinsi Júgóslavíu hefur verið boðið að snúa aftur með íjölskyldu sína í konungshöllina i Belgrad. Fyrir 60 árum var faðir hans gerður brottrækur úr opin- beru aðsetri sínu í borginni. Eignir kóngafólksins í Serbíu og Svart- fjallalandi voru gerðar upptækar þegar kommúnistar komust til valda. Að sögn breska blaðsins The Times hitti Alexander Karadjor- djevic krónprins Zoran Djindjic, for- sætisráðherra Serbíu, og var hon- um boðið að koma aftur. Hann mun vera að gera sig tilbúinn fyrir end- urkomu. Karadjordjevic var fæddur i Lundúnum 1945 og er sonur Péturs annars, síöasta konungs Júgóslavíu. Hann starfar nú sem viðskiptamað- ur í Lundúnum. Augusto Pinochet Viröist ætla aö sleppa sökum aldurs. Óeirðir í Chile Lögregla í Chile beitti vatns- þrýstibyssum og táragasi gegn hundruðum mótmælenda í miðborg Santiago, höfuðborg Chile, í gær. Fólkið var að mótmæla ákvörðun áfrýjunarréttar frá því í gærmorgun um að Augusto Pinochet, fyrrver- andi einræðisherra Chile, sé óhæfur til að svara til saka. Pinochet er ákærður fyrir morð og pyntingar á andstæðingum sín- um á meðan hann var við völd í Chile. Lögfræðingar og læknar Pin- ochet telja hann hins vegar þjást af elliglöpum. Taldi ekki fram fjáröflunarfé Michael Portillo, eitt af fimm leið- togaefnum íhaldsflokksins breska, neitar öllum ásökunum um að hafa svikið undan skatti. Ásakanirnar koma sama dag og fyrsta umferð í vali íhaldsflokksins á leiðtogaefni fer fram. Breska dagblaðið The Guardian heldur því fram í dag að Portillo hafi ekki tilkynnt breska þinginu um meira en 20.000 pund (tæpar þrjár milljónir króna) sem hann safnaði fyrir flokk sinn með ræðu- höldum á samkomum. Blaðið held- ur því fram að peningana hefði átt að tilkynna til þingsins. Portillo þvertekur fyrir það að hafa gert neitt rangt. Það sé viðtek- in venja að þingmenn íhaldsflokks- ins safni peningum með þessum hætti. Hann segir enn fremur að hér sé líklega um ófrægingarherferð að ræða frá blaðinu sem styður Verka- mannaflokk Tony Blair. Michael Portillo Segir fullkomlega eölilegt aö gefa ekki upp fjáröflunarupphæöir til þingsins. Þingmenn íhaldsflokksins kjósa í fyrstu umferð um leiðtogaefni flokksins í dag. Breskir stjórnmála- skýrendur segja að Portillo komi til með að tapa einhverjum atkvæðum. Aðstoðarmenn hans eru hins vegar taldir reyna að snúa þessu Portillo í hag og segja að Verkamannaflokk- urinn hræðist Ihaldsflokkinn undir stjórn Portillos. Einn frambjóðandi af fimm í leið- togakjöri íhaldsflokksins dettur út í fyrstu umferð. A.m.k þrjár umferð- ir þarf til að útiloka alla nema tvo. Almennir flokksmenn, sem telja um 300.000, kjósa um tvö seinustu leiðtogaefnin. Michael Portillo og Kenneth Clarke eru af mörgum taldir sigur- stranglegastir í forkosningunum og Iain Duncan Smith kemur stutt á eftir. Bæði er það skoðun stjómmála- skýrenda og enskra veðbanka. Líftækni í landbúnaði mótmælt Þessar tvær taílensku bóndakonur sitja fyrir utan ráðstefnu um líftækni í mat og uppskeru sem haldin er í Bangkok á vegum OECD. Taílenskir bændur eru ósáttir viö erföabreytta matarframleiðslu. Þeir segja þaö uppfinningu ríkra þjóöa sem komi niöur á fátækari þjóöum heimsins. Einingarsamtök Afríku verða Afríkusambandið Fyrrverandi utanríkisráðherra Fílabeinstrandar, Amara Essy, var í gær kosinn ritari Einingarsamtaka Afríku á fyrsta degi þriggja daga ráðstefnu samtakanna í höfuðborg Zimbabwe, Lusaka. Þetta er seinasta ráðstefna hinna 38 ára gömlu samtaka í þessari mynd. Undir stjóm Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, hef- ur verið ákveöið að breyta hlut- verki Einingarsamtaka Afríku úr eiginlegu samráðsvettvangi Afríku- ríkja yfir í eiginlegt stjórnmála- og efnahagsbandalag á borð við Evr- ópusambandið. Líbía hefur þegar lagt fram eina milljón dollara til fjármögnunar uppbyggingu slíks bandalags. Amara Essy mun leiða samtökin í gegnum þær breytingar. Nýju bandalagi er ætlað ýta undir aukna Amara Essy Kjörinn til aö leiöa Einingarsamtökin yfir í Afríkusambandiö. efnahagslega þróunarvinnu og vel- megun og samvinnu á meðal þjóða Afríku. Kofi Annan, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, ávarpaði ráðstefnuna í gær. Hann hvatti leiðtoga Afríku- ríkja til að binda enda á deilur sin- ar og koma einingu á í heimsálf- unni. Hann sagði að flest stríð í Afr- íku mætti rekja til leiðtoga sem vildu eða gætu ekki sett þarfir fólks- ins í fyrirrúm. Á ráðstefnunni verður helsta mál- ið að skipuleggja stofnun Afríku- sambandsins. Talið er að höfuð- stöðvarnar verði í höfuðborg Eþíóp- iu, Addis Ababa, þar sem samtökin voru upphaflega stofnuð. Einnig sendi ráðstefnan frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún gagnrýnir af- skipti Breta af landtökumálunum í Zimbabwe. Estrada mætir fyrir rétt Joseph Estrada, fyrrverandi forseti Filippseyja, mætir fyrir rétt í dag vegna ásakana um að hafa dregið sér fé í forsetatíð sinni. Lög leyfa að hann verði tekinn af lífi fyrir glæp sinn. Hermannaveiki á Spáni 53 hafa greinst með hermanna- veiki í borginni Murciu á Spáni. 100 til viðbótar eru grunaðir um að vera haldnir veikinni, sem getur verið banvæn. Loftræstikerfi eru grunuð um að hafa dreift veikinni. Ofbeldi í Úsbekistan Margar konur í fyrrum sovétlýð- veldinu Úsbekistan eru barðar og þeim nauðgað af eiginmönnum sín- um. Oft leiðir þetta konurnar út i sjálfsmorð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fóru um land- ið síðasta ár og tóku viðtöl. Leitar bandamanna Ivica Racan, forætisráðherra Króatíu, kallaði í gær eftir nýjum bandamönnum til að forða ríkis- stjórn landsins frá fafli. 4 ráðherrar sögðu af sér um helgina eftir að rík- isstjórnin ákvað að framselja tvo meinta stríðsglæpamenn til Haag. Mikii fíkniefnaneysla Samkvæmt könnun breska rikis- ins neytti þriðjungur fólks á aldrin- um 16 til 24 ólöglegra lyfla síðastlið- ið ár. Kannabis var vinsælast. Vill enga dauðarefsingu Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagðist í gær ætla að viðhalda banni á dauðarefsingar. Bannið var sett á fyrir 5 árum til að mæta kröfum ESB á Rússa svo að þeir gætu tekið þátt í fundum Evrópu- ráðsins. 80 prósent Rússa vilja af- nema bannið. Uppþot á Jamaíku Yfirvöld í karabisku eynni Jama- íku báðu í gær um aðstoð erlendra ríkja til að koma böndum á óeirðir i landinu, sem hafa orðið 20 manns að bana síðustu 3 daga. Harrison með heilaæxli Bítillinn George Harrison hefur greinst með heila- æxli. Hann hefur undanfarið leitað sér meðferðar á krabbameinshæli í Sviss. Harrison lék á gítar með Bítlun- um og þekktur sem þögli Bítillinn. Hundur sækir messur Portúgalskur hundur vekur mikla athygli fyrir guðrækni sína. Hann hefur sótt messu á hverjum sunnudegi síðustu 3 ár. Hundurinn lætur 26 kílómetra leiö ekki aftra sér, er alltaf mættur á réttum tíma. Friðlaust í Bradford Óeirðir héldu áfram í borginni Bradford í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð. 10 manns voru handteknir í gærkvöldi. Talað er um að týnd kynslóð afkomenda innflytjenda standi i óeirðunum, auk hvítra þjóð- ernissinna. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.