Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2001, Blaðsíða 12
12 ____________ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2001 Skoðun DV Hvað er skemmtilegast á leikjanámskeiðinu? María Björk, 8 ára: Aö vera úti. Andrea, 8 ára: Aö vera úti. Jakob Ýmir, 7 ára: Mér finnst skemmtilegast aö vera inni. Hringur, 6 ára: Þaö er skemmtilegast aö vera úti. Sunneva, 6 ára: Aö búa til gogga. Margrét Sól, 6 ára: Vera úti. Sorphreinsunar- stöð í Helguvík Frá Helguvík á Reykjanesskaga „ 777 að komast í Helguvík þurfa sorphiröingabíiar varnarliösins aö aka 8 km um Flugstöðvarveg, yfir Sandgerðis- og Garöveg í Helguvík. “ Nú hefur verið ákveðið að reisa nýja stöð við Helguvík til forg- unar á sorpi fyrir byggöarlögin á Suðurnesjura og fyrir varnarliðið. Tvær hugmyndir voru í gangi, að aka öllu sorpi til Reykjavíkur eða þá að reisa nýja stöð. Öllu rusli frá Suðurnesjum, nema frá varnarliðinu, hefur verið ekið til Reykjavíkur því stöð sú er nú er not- uð hefur verið meira bíluð en í gangi. Hún var reist 1978 og greiddi vamarliðið 60% af stofnkostnaði en hefur ekki verið eignaraðili heldur greitt brennslugjöld samkvæmt vigt. Árið 1983 varð sprenging í stöð- inni og brennsluofninn varð ónýtur. Sagt var að gashylki hefði komið í rusli frá varnarliðinu en -það var ekki rétt. Varnarliðið greiddi aftur háa upphæð til að endurnýja stöð- ina. Þeir fjármunir og stofngjald eru sagðir álíka og kostar að tvöfalda Reykjanesbrautina, frá Hvassaleiti að Fitjum. Og framlag varnarliðsins tii nýju stöðvarinnar er sagt duga til að tvöfalda brautina alla leið í Mjódd. - Örlátir menn sem ráða fjármálum flotans í Norfolk í Banda- ríkjunum. Sorpa getur tekið við þessu rusli og þar nýtist það líka til framleiðslu á gasi sem nota má á bíla. Varnar- málaskrifstofa lét hafa eftir sér að sorpi frá vamarliðinu yrði að eyða á vamarsvæðinu því í því væru matarleifar frá Bandaríkjunum og fleiri löndum. Sannleikurinn er þó Varnarliðið greiddi aftur háa upphœð til að endur- nýja stöðina. Þeir fjármun- ir og stofngjald eru sagðir álíka og kostar að tvöfalda Reykjanesbrautina, frá Hvassaleiti að Fitjum. sá að allar matarleifar frá mötu- neyti varnarliösins, klúbbunum og skyndibitastöðum þess eru settar í sérstakar hakkavélar og síðan dælt út í holræsakerfi herstöðvarinnar. Svo hefur verið sl. 14 ár. Áður fóru þær til svínabúsins á Vatnsleysu- strönd en fara nú í Stakksfjörðinn við Fitjar. Það er með eindæmum hvemig á þessum málum hefur verið haldiö og hvað vamarliöið veitir fé í. En nú er sparnaður á döfinni í varnar- liðsstöðinni í næstu samningum. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. - Til að komast í Helguvík þurfa sorphirðingabílar vamarliðs- ins að aka 8 km um Flugstöðvarveg, yfir Sandgerðis- og Garðveg í Helgu- vík. Töluverð umferð varnarliðsbila er frá hinum ýmsu deildum varnar- liðsins. Ekki kemur til greina að beina henni út af svæðinu. Varnarliðið er tilneytt til að bjóða út alla sorphirðu á vellinum til is- lenskra aðOa og koma sér upp mót- tökustaö á rusli frá smærri aðilum, líkt og gerist i Reykjavík .Verktaki á Suðumesjum sér um alla sorphiröu sunnan Straumsvíkur og hefur stað- ið sig vel. Hann gæti tekið að sér sorphirðu fyrir varnarliðið væri áhugi fyrir hendi þar á bæ. Ljóst er þó að með útboði mun vamarliðið spara stórfé við sorphirðu hjá sér. Skarphéöinn Etnarsson skrifar: Hér á Litla-Hrauni „En hvemig eigum við að hafa efni á þessum hlutum sem eru okkur nauðsyn þegar dagpeningar eru 2.300 kr. á viku? - Fáum aðeins fimm daga greidda. “ Fangt á Litla-Hrauni sendir þessar línur:_________________ Hér á Litla-Hrauni er nú þannig háttað að fangar sem vilja fá vinnu þurfa oft að bíða í marga mánuði eft- ir því að fá hana og launin sem við fangar hér fáum nægir varla fyrir öll- um þeim nauðsynjum sem við þörfn- umst tU að geta lifað sæmUegu lífi og þrifalegu. Úr því ég er kominn að hreinlæt- inu finnst mér upplagt að segja frá því að fangelsið á að skaffa föngum nauðsynlegar hreinlætisvörur (vísa líka til evrópskra fangelsisreglna þar að lútandi). En hvernig eigum við að hafa efni á þessum hlutum sem em okkur nauðsyn þegar dagpeningar eru 2.300 kr. á viku? - Fáum aðeins fimm daga greidda. Af þessum dagpeningum okkar er dregið fyrir síma- og vídeókostnað. Halda stjórnendur Litla-Hrauns að við þurfum ekki líka að lifa um helg- ar? Ég tek dæmi: Ef fangi reykir einn pakka af sígarettum á dag, kostar það hann u.þ.b. 2.800 krónur á viku; taki ég svo simakostnað i dæmið, þá er hann um 1000 kr. á viku. Fari fangi til tannlæknis þá er dregið af honum í kringum 500 eða 1000 kr. á viku, að ógleymdum hreinlætisvörunum. Kostnaður af þessu öllu getur orðið um 5000 kr. á viku, svo dagpeningar nægja engan veginn. Og annað: Þegar fangar eru í vinnu býðst aukavinna með þeirri vinnu sem þeir stunda en með þeim hætti að þeir eru að taka þá vinnu sem aörir atvinnulausir fangar gætu haft tekjur af. Mér finnst satt að segja óskiljanlegt hvernig fangelsið mis- munar föngum hér. Ég vænti úrbóta á málum okkar. Pólitískt uppistand össur Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar, setur fram athyglisverðar yfirlýsingar í DV í gær. Tvennt vekur þó mesta athygli hjá for- manninum og lýtur hvoru tveggja að hans eigin flokki. í fyrsta lagi lýsir hann því yfir að hann vilji fá svilkonu sína og samherja í pólitík, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, í fram- boð fyrir flokkinn við næstu alþingiskosningar. I sjálfu sér kemur þessi yfirlýsing sem slík ekki á óvart og myndi að öðru jöfnu vera til marks um að Össur hafi játað sig sigraöan, að hann væri að viðurkenna að hann hafi ekki náð því mark- miði sem hann setti sér með Samfylkinguna. Hann nái einfaldlega ekki að stýra henni til flugs. Með því væri Össur einfaldlega að viður- kenna ákveðnar staðreyndir - Samfylkingin mælist fylgislitil í könnunum og er af einhverj- um ástæðum ekki að gera sig á þann hátt sem menn höfðu vonast eftir. Vissulega er enn tími til stefnu og því væri það út af fyrir sig ekki óeðlilegt þó Össur teldi heppilegra að bakka út nú og gefa nýjum foringja tækifæri áður en of stutt verður í næstu kosningar. Ekki allt sem sýnist En Össur er alls ekki að bjóðast til aö víkja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, síður en svo. Hitt at- hyglisverða atriðið sem hann segir í viðtalinu er nefnilega að þrátt fyrir slakt fylgi hafi hann alls ekki hugleitt að draga sig í hlé sem karlinn í brúnni! Þannig er Össur að lýsa því yfir að Ingi- björg Sólrún eigi aö yfirgefa skipstjórastólinn á Reykjavíkurlistaskútunni, þar sem hún hefur setið sem einn fengsælasti aflaskipstjóri á félags- hyggjukantinum og notið virðingar og hylli, til þess að gerast háseti á dekki hjá Össuri á Sam- fylkingarskútunni þar sem trolliö er dregið gauðrifið og í henglum upp eftir hvert skoðana- kannahalið á fætur öðru. Enda er sjaldnast neitt i fylgispokanum annað en lítils háttar skaufi. Hugmyndin gengur sem sé út á að Ingibjörg Sól- rún gerist pólitísk Florence Nightingale sem gangi með lampann góða á milli særðra í Sam- fylkingunni og afli þeim fylgis. Djarft teflt Garri verður að gera þá játningu að hann setti hljóðan eftir lestur viðtalsins við Össur. Þetta er trúlega eitthvert djarfasta útspil sem sést hefur lengi í íslenskri pólitík og eitt andartak velti Garri því fyrir sér hvort það gæti verið að það væri svo djarft að það gengi upp. Aö fá sigursæl- an herforingja til að kasta frá sér pólitískri stöðu og beygja sig undir húsbóndavald einhvers sem er að tapa sinni eigin orr- ustu! Gæti þetta ekki geng- ið upp með öf- ugum formerkj- um hjá Sjálf- stæðismönnum lika? Þeir fengju þá Davíð Oddsson til að gerast háseti á skútunni hjá Ingu Jónu t Reykjavík og Inga Jóna segði einfaldlega aö hún hefði ekki hugleitt að hætta?! En svo áttaði Garri sig á þvi sem hér var að gerast. Össur er annálaður húmoristi og þetta var auðvitað bara djók! Aug- ljóst er aö formaður Samfylkingarinnar er undir verulegum áhrifum frá þeim Fóstbræðrum Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni, húmorinn er alla vega ekki ósvipaður - fáránleikinn er klædd- ur í hversdagslegan búning og frá honum sagt eins og um háalvöru væri að ræða. Fínt uppistand, Össur! Garri I Héraðsdómi Fráleitur dómur fyrir hrottalega árás. Einn smánardómur Kristinn Sjgurösson skrifar: Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi nýlega karlmann í 3 ára fangelsi fyrir nauðgun og hrottalega líkamsárás. Mér finnst þessi dómur til skammar fyrir Hér- aðsdóm. Og eina milljón króna í skaðabætur á fómarlambið að fá!. Nauðgununni einni hefði átt að mæta með 3 ára fangelsi. En til viðbótar kemur svo hin hrottalega árás, sem hjúkrunarfræðingur einn segir dæmalausa hér. Tíu til fimmtán ára dómur hefði verið við hæfi í þessu til- viki. Þrjú ár og líklega lausn eftir helming tímans (t.d. vegna góðrar hegðunar) er fráleitur dómur. Dómar- ar í Héraðsdómi eru, að mínu mati, sekir um vanrækslu og um að halda verndarhendi yfir illþýði. Fréttir Stöðvar 2 Ragnheiöur skrifar: Ég er ein af mörgum sem horfði alltaf á fréttir Stöðvar 2, fannst þær skemmtilegar og lifandi, og bera af fréttum RÚV. Núna sé ég aldrei frétt- imar vegna þess að ég er yfirleitt að koma heim eftir vinnu eða að elda. Ég á bágt með að trúa því að könnunin sem Stöð 2 lét gera fyrir sig og fram kom að flestir væru komnir heim á þessum tíma og búnir að henda sér í sófann til þess að horfa á ísland í dag og fréttirnar sé rétt. Ef ég er svo hepp- in að vera tilbúin um sjöleytið þá stilli ég alltaf á RÚV vegna þess að þar heyri ég og sé eitthvað af þeim fréttum sem eru það kvöldið. Ég vona því sannarlega að þetta verði skoðað, því annars er áskriftin farin líka. Samgöngur í lofti missa flugið Betri vegir myndu bæta þaö upp. Ekki meiri ríkisstyrk A1yr£vini!£ skhf?r: Ég tek undir með samgönguráð- herra um að ekki veröi veitt frekari fjármunum hins opinbera til reksturs innanlandsflugs Flugfélagsins. Ég skil vel sárindi Húsvíkinga og fleiri sem verða af beinum flugsamgöngum en þetta ætti að verða til þess aö vega- framkvæmdum verði flýtt til Húsa- víkur og til fleiri staða sem hafa við- miðun við Húsavík. Með góðum vegi og göngum undir Vaðlaheiði væri leikur einn að sameina flug frá Húsa- vík t.d. við flugið frá Akureyri. Við núverandi ástand í samgöngum verð- ur ekki búið mikið lengur en umfram allt: ekki meiri rikisstyrk í flugið. Eitt prósent ofstæki Vilhjálmur Alffeösson skrifar: Gyðingar og múslímar eru enn að berjast og litlar líkur á því að sú bar- átta sé í rénun. Ég er viss um að svo sem 99% af þessu fólki þarna eystra vilja halda friðinn og lifa saman i sátt og samlyndi. En það er alltaf þetta eina prósent sem annað hvort vill eða getur það ekki. Það kom fram í alþjóðlegri umræðu um erfðafræði fyrir þó nokkru hvort deyða ætti ófætt barn vegna sýni- legs ofstækiseðlis í fóstri. Auðvitað vaknaði gífurleg siðgæðisumræða um málið. - En ég spyr: Hverjum datt í hug að fátækur sveitastrákur -frá Austur- ríki myndi setja heiminn á hvolf og af- leiðingamar yrðu svo hrikalegar? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.