Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 Fréttir Þýska tryggingafélagið Allianz á íslenskan fasteignamarkað: Líftryggingin fjár- magnar húsakaup - allt klárt og aðeins beðið ákvörðunar Búnaðarbanka íslands Hestaslys í Landsveit: Sjo ara drengur slasaðist Sjö ára drengur var fluttur meö sjúkrabifreið úr Landsveit á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi i gær. Drengurinn haföi verið í út- reiðartúr ásamt föður sínum þegar hann féll af baki. Hesturinn fældist og tók á rás en annar fótur drengs- ins sat fastur í ístaðinu. Hann dróst um eitt hundrað metra með hestinum áður en hann losnaði. Drengurinn slasaðist illa á fæti og að sögn lögreglu var það mat lækn- is að flytja þyrfti hann til Reykja- víkur. -aþ DV-MYND GVA Fallstykkið á Skansinum Eyjapeyjarnir Elvar Þór og Sveinn Ágúst sátu á fallbyssunni á Skansinum í Vestmannaeyjum í góða veðrinu á dögunum og virtust i alvarlegum samræðum um framtíðina. Báðir eru þeir 13 ára og sögðust hafa alið mestallan aldur sinn í Vest- mannaeyjum. „Það er stundum fínt að búa í Eyjum, en þó ekki alltaf. Það er svo mikið rok hérnasögðu félagarnir. Annars sögðu þeir það merkilegt að þegar þeir ætluðu að fljúga flugdrekum sínum, þá dytti allt í dúnalogn. Á brimbrjótnum á Skansinum sögðust vinirnir hafa krabbagildrur í sjó og voru einmit nýbúnir að vitja og fengu fimm krabba og tvo þorska. Allianz ísland hf„ sem er útibú frá þýska tryggingafélaginu Allianz, vinn- ur nú að því að geta boðið íslenskum viðskiptavinum lán til fasteignakaupa. Að sögn Árna Gunnars Vigfússonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs, er nú aðeins beðið ákvörðunar Búnaðarbanka íslands en Allianz er að öðru leyti tilbúið til að hefja þessa þjónustu. „Okkur íslendingum býðst þessi kostur, að taka húsnæðislán i gegnum fyrirtækið í Þýskalandi. Þetta þarf þó að gerast í gegnum banka hér heima og er verið að skoða það í gegnum Búnaðarbankann sem hluthafa í AIli- anz ísland hf.,“ sagði Ámi Gunnar. Hann sagði spurninguna snúast um hvort þetta reyndist hagkvæmt en lán- in eru í evrum. Hann sagði Allianz þó hafa mikinn áhuga á að ná þessu í gegn. Lánin byggjast á því að trygging- artakar safna í sjóð með kaupum á líf- og slysatryggingu. Á lánstímanum greiðir lántakinn einungis vexti en lánin eru með veði í viðkomandi eign. Að lánstíma loknum greiðir sjóður tryggingartakans síðan niður höfðuð- stólinn. „Áttatíu og flmm prósent þeirra sem keyptu sér húsnæði í Þýskalandi á síð- asta ári fóru þessa leið,“ segir Ámi Gunnar. Lánin em til um flmm ára í senn en að þeim tíma loknum er hægt að endumýja samninginn. Einnig er ir og ailt klárt frá okkar hendi. Við ætl- um okkur að gera þetta og það var m.a. tilgangurinn með því að fá nýja fjár- festa inn i félagið í fyrra,“ segir Ámi Gunnar Vigfússon. Öflugt félag Tryggingafélagið Allianz var stofnað í Berlín 5. febrúar 1890. Fyrirtækið er í dag mjög öflugt og er orðið stærsta tryggingasamsteypa veraldar. Það er með starfsemi í 77 þjóðlöndum, 113 þúsund starfsmenn og um 60 milljónir viðskiptavina. í Þýskalandi einu era yfir 8 milljónir líftryggingasamninga hjá Allianz Lebenversicherungs-AG. Allianz opnaði skrifstofu á íslandi í nóvember 1994, að undirlagi Atla Eð- valdssonar knattspymumanns. f dag býður félagið íslendingum líf- og slysa- tryggingar í gegnum Allianz Leben og Allianz Versicherung í Stuttgart. Skrif- stofa Allianz ísland er síðan beintengd við höfúðstöðvar Allianz í Stuttgart. Allianz er vel þekkt fyrir áreiðan- leika og traust og í júni á þessu ári fékk það hæstu einkunn, AAA, hjá hinu virta matsfyrirtæki Standards & Poors. Ekkert íslenskt fyrirtæki eða stofnum hefur fengið þessa einkunn. Allianz á, að hluta eða í heild, fjölmörg tryggingafélög, endurtryggingafélög, banka og stórfyrirtæki innan og utan Þýskalands, eins og Deutsche Bank, BASF, Dresdner Bank, MAN og Siem- ens. -HKr. Ibúöakaup eru stór þáttur Sterkar líkur eru nú á að nýr kostur í fjármögnun íbúða verði að veruleika. hægt að gera samning til lengri tíma, t.d. 30 ára, og miðast lánstíminn þá við aldur viðkomandi einstaklings. „Þetta er í góðum farvegi. Það er í raun bara ákvörðunartakan sem er eft- íslendingar lenda í miklum mótbyr á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins: Þá skiptir engu rétt eða rangt - lögfræðin eins og vísindin virt að vettugi, segir Árni Mathiesen „Þessir hlutir eru nú að geijast, bæði hvemig við metum stöðuna og hvernig hvalfriðunarsinnar meta hana,“ sagði Árni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra í samtali við DV í gærkvöld. Umsókn íslendinga um að- ild að Alþjóða hvalveiðiráðinu, með fyrirvara um að ísland viðurkenndi ekki hvalveiðibannið, var í raun hafnað í á 53. fundi ráðsins í London í gær þegar 19 aðildarþjóðir greiddu atkvæði þeirri lagatúlkun að fundur- inn sem slíkur gæti greitt atkvæði um fyrirvara íslendinga. Átján þjóðir tóku hins vegar undir máfflutning ís- lendinga og töldu fúndinn ekki hafa lagaheimild til þess. í framhaldinu greiddu síðan þessar sömu 19 þjóðir til- lögu frá Áströlum og Bandaríkjamönn- um um að hafna fyrirvaranum atkvæði sitt en aðrar þjóðir sátu hjá, flestar á grundvelli þess að um ólöglega atkvæða- greiðslu væri að ræða. „Þetta er griðar- lega veik niðurstaða og veikur meiri- hluti og skilur mál- ið eftir í mjög sér- stakri stöðu,“ segir Ámi. Tvær fylkingar Með þessari málsmeðferð er fundur ráðsins klofinn nánast í tvo álíka stóra hluta og er sú staða afar sér- kennileg. í gær tóku íslendingar þátt í störfum fundar- ins og greiddu þar m.a. atkvæði um hvort Rússar mættu taka þátt þrátt fyr- ir skuldir. Forseti fúndarins úrskurðaði hins vegar gegn íslendingum varðandi atkvæðagreiðsluna og sagði atkvæðið ógilt en önnur ríki mótmæltu því og héldu því fram að atkvæðið væri gilt. Eftir fýrsta dag ársfundarins er því enn ekki fyllilega ljóst hvort ísland er aðili að ráðinu eða ekki. „Við munum aðeins hinkra og sjá hver framvindan verður," sagði Árni Mathiesen i gær, „okkur ligg- ur í rauninni ekkert á. í raun hefur þessi tiltekna deila á fundinum í London enga séstaka praktíska þýðingu fyrir ákvörðunartöku um hvalveiðar - hvenær eða hvernig við hefjum hval- veiðar. Fyrirvari okkar snýr einungis að hvalveiðum í atvinnuskyni. Raunar skiptir máli að vera meðlimur í hval- veiðiráðinu ef við myndum vilja hefja vísindaveiðar en ef það væri á dagskrá gætum við gengið inn án fyrirvara en þá yrði Alþingi að taka ákvörðun um það enda værum við þá að afsala okkur ákveðnum yflrráðum yfir landhelg- inni,“ segir Ámi. Lagalega rétt Árni segir ljóst að lagalega hafi ís- lendingar haft réttinn sín megin en það komi hins vegar í ljós að innan hval- veiðiráðsins skipti ekki máli hvað sé rétt og hvað sé rangt. Áður hafi íslend- ingar fengið að kynnast því að það skipti ekki máli hvað væri rangt eða rétt varandi vísindalegar upplýsingar innan ráðsins og nú komi einfaldlega í ljós að það skipti ekki heldur máli hvað sé lagalega rétt eða rangt. Hann segir að það verði vissulega kannað hvort hægt sé að skjóta málinu til einhvers úr- skurðaraðila eða dómstóls, en hvaða að- ili það gæti verið liggi ekki fyrir á þess- ari stundu. Slík leið sé hins vegar alltaf mjög tímafrek. Hann segir það hins veg- ar áhugaverðan flöt á málinu að ýmsar þjóðir sem séu yfirlýstar hvalfriðunar- þjóðir, s.s. Sviss og Frakkland, hafi tek- ið afstöðu með íslendingum í fyrri at- kvæðagreiðslunni og sitji síðan hjá i þeirri síðari. Austurríki hafi hins vegar setið hjá í báðum atkvæðagreiðslunum. Ámi telur að þetta sé athyglisvert í ljósi þess að engilsaxnesku þjóðimar, sem við allajafnan höfum fylgt að málum, láta sig engu varða hvað sé rétt og rangt lagalega í þessu máli. -BG Arni Mathiesen sjávarútvegsráö- herra. Mestar launahækkanir -----— Launahækkanir á íslandi hafa að jafn- aði verið tvöfalt eða ■Í?' J þrefalt meiri en í helstu viðskiptalönd- y; um okkar á síðustu F" f árum, segir Hannes Sigurðsson, hagfræð- ingur hjá Samtökum atvinnulífsins, á heimasíðu samtak- anna. Fjárfestir ekki í álveri Ekki er einhugur í stjóm Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) um að sjóðurinn taki þátt í samstarfi fjár- festa um rekstur og uppbyggingu ál- vers á Reyðarfirði. Verður LSR því að óbreyttu ekki með í samstarfi nokk- urra stærstu lífeyrissjóða landsins um frekari könnunarviðræður. Hægir á íbúðasölu Lán til byggingaaðila frá íbúðalána- sjóði hafa aukist um 36,8% meðan sam- dráttur er á lánum til kaupa á eldra húsnæði. Þetta þýðir að þeir sem byggja og selja húsnæði fjármagna í auknum mæli sjálfir byggingar sínar.. Barði fermingarsystur Nítján ára isfirskur piltur hefur ver- ið kærður fyrir líkamsárás á jafnöldra sína. Þau vora saman í tjaldi í Dýra- firði að halda upp fimm ára ferming- arafmæli sitt. Vörður í nýjum garði Guðbjörg Gunnarsdóttir landfræð- ingur hefur verið ráðin þjóðgarðsvörð- ur í hinum nýja þjóðgarði á Snæfells- nesi. Aðsetur hennar verður í Snæ- fellsbæ. Úrskurður úr gildi Páil Pétursson fé- lagsmálaráðherra hefur með úrskurði fellt úr gildi þá ákvörðun heilbrigð- isnefndar Vestur- lands, frá 13. sept. 2000, að haína því að taka til efnislegrar af- greiðslu umsókn Stjömugríss hf. um starfsleyfi fyrir stækkun svínabús síns á Melum. Er þetta gert samkvæmt úr- skurði Hæstaréttar. Fallist á framsal Hollenskur dómstóll hefur fallist á að framselja hingað til lands 36 ára ís- lenskan karlmann sem grunaður er um aðild að hvarfi Valgeirs Viðissonar fyrir sjö áram. Maðurinn hefur þó áfrýjað framsalinu til æðra dómstigs en hann situr í hollensku tugthúsi fyr- ir fikniefnabrot. Hættuleg tískubóla Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vöku- deild Landspítalans, segir að fæðingar í heimahúsum og vatni geti verið stór- hættulegar. Hann vonar að slíkar fæð- ingar leggist af áður en meiri háttar slys hljótist af. Sjónvarpið sagði frá. Nýtt olíufélag Nýtt olíufélag, íslandsolia, tekur tU starfa hér á landi í byrjun næsta árs. Jón Gunnar Aðils, forsvarsmaður fé- lagsins, segir að undirbúningur hafi staðið í eitt og hálft ár. Félagið hyggst flytja inn gasolíu til stómotenda á inn- lendum markaði og mun væntanlega hafa aðstöðu í Helguvík. 430 milljóna tap Tap Goða í fyrra var 430 milljónir króna og eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var orðið lágt um síðustu áramót. Goði fór fram á greiðslustöðvun í gær. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.