Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 I>V Fréttir Háhyrningsævintýrið í Vestmannaeyjum hefur kostað milljarð: Keikó kemur alttaf aftur - þjálfunin komin á lokastig, segir Hallur Hallsson Umsjón: Birgir Guömundsson Fjölmiðlafárið í heita pottinum hafa menn veriö að ræða um fjölmiðlaumræðuna um „fjölmiðlafárið" i kringum mál Áma Johnsens og greinilegt er að sitt sýnist hverjum. Ung- ir framsókn- armenn eru hins vegar dómharðir og senda Morgunblaðinu tóninn í gær á vefsíðu sinni, Maddömunni. Þar segir vegna dúkafréttarinnar: „Það hefði í sjálfu sér mátt fyrirgefa blaðinu að birta ranga frétt enda er ljóst að Mogginn var í góðri trú þegar hann birti fréttina. En þegar leiðarahöfund- ur Morgunblaðsins fer að hrósa blað- inu fyrir að hafa ekki hlaupið á eftir „óstaðfestum sögusögnum" og blaðið hafi þar að auki lagt áherslu á „ítar- lega og upplýsandi umflöllun" um málefni Árna Johnsens þá fer satt að segja renna tvær grímur á jafn trygg- an lesenda Morgunblaðsins og Maddaman þó er“... Grænlenska leiðin Það hefur vakið athygli Græn- landsvina á íslandi að fyrram vara- borgarstjóri og stórpólitíkus á Grænlandi, Inga Dóra Guðmunds- dóttir, virðist ætla að fara „öf- uga“ leið á frama- brautinni, miðað við það sem geng- ir og gerist á ís- andi. Inga Dóra er námi í fjölmiðlafræöi og hætt í borgarpóli- tíkinni. Nú starfar hún á sem blaðamaður á öðru af tveimur græn- lensku blöðunum. Reiknað er með að kraftakonan Inga Dóra eigi eftir að ná skjótum frama í grænlenskum fjölmiðlaheimi og ritstjórastóll sé ekki langt undan... Arnar á þing? í Vestmannaeyjum heyrast nú raddir um að byggðarlagið hafi misst þungavigtarþingmann með af- sögn Árna Johnsens og eru sumir farnir að velta fyrir sér hvernig bregðast eigi við þvi. í pott- inum er talað um að nú sé komið að þvi að gera Arnai Sigurmundsson a£ þingmanni fyrir flokkinn enda sé ómögulegt að hafa „tvo bændur ofan af landi“ sem þingmenn. Er þá verið að vísa til þeirra Drífu Hjartar- dóttur og Kjartans Ólafssonar. Aðrir telja að hugsanlega þurfi að leita eftir því við aðra flokka að fá þungavigtina frá þeim til Eyja. Þannig greinir pressan.is frá þvi í gær að raddir séu um að fá samfylk- ingarmanninn Ágúst Einarsson til að flytja til Eyja á ný og hella sér út i uppbyggingu atvinnulífs og fara í þingmennsku. Sá galli er þó á þess- ari gjöf Njarðar að fyrir er í fleti Samfylkingar á Suðurlandi Eyjapey- inn Lúðvík Bergvinsson sem er af mörgum talin ein helsta vonar- stjarna flokksins... Uppreisn kvenna Talsvert er nú rætt um hver muni fá samgöngunefndarformennsku hjá sjálf- stæðismönnum í haust þegar embætt- um Áma Johnsen verður útdeilt. Þingmaður sjálf- stæðismanna lýsti því yfir í heita pott- inum að ugglaust yrði nokkur slagur um sætin í fjárlaga- nefnd og mennta- málanefnd en hins vegar væri alveg ljóst að formennsku i samgöngunefnd myndi Ambjörg Sveinsdóttir fá. í haust væri tími hinnar miklu uppreisnar kvenþjóðar- innar í Sjálfstæðisflokknum, ekki ein- asta myndi Ambjörg verða formaður samgöngunefndar heldur yrði Drífa Hjartardóttir líka gerð að formanni landbúnaðamefndar... Guðjón Hjörleifsson. Lokaspretturinn í þjálfun háhym- ingsins Keikós stendur nú yfir. í sum- ar hefur verið reynt til þrautar að kenna Keikó að spjara sig í náttúr- legu umhverfl en á þessari stundu er óvist hvort það tekst innan þeirra tímamarka sem menn hafa sett sér. Heildarkostnaður við Keikóverkefnið nemur nú um einum milljarði ís- lenskra króna. Hallur Hallsson, talsmaður Ocean Future-samtakanna, kveðst hæfilega bjartsýnn og segir þjálfunina hafa gengið með ágæt- um í sumar. „Við höfum verið að ná mikl- um árangri það sem af er sumrinu og menn era mjög sáttir á þessari stundu. Keikó hef- ur dvalið á hvala- slóðum löngum stundum og haft töluvert mikil samskipti við aðra háhyrninga. Það hefur verið mikill viðbúnaður, við höfum notað þrjá báta og auk þess þyrluna, en með henni höfum við getað fylgst með ferðum annarra há- hyrninga," segir Hallur. Keikó hefur í sumum ferðanna far- ið nokkrar sjómílur frá bátunum og verið í námunda við aðra háhyrninga svo klukkustundum skiptir. Hann skilar sér hins vegar alltaf aftur og í því felst vandi þjálfaranna. „Það er rétt, Keikó kemur alltaf aft- ur og stundum hafa háhyrningar fylgt honum alveg að bátnum. Það hefur verið mikill leikur þeirra á milli," segir Hallur. m Hallur Hallsson. Innlent fréttaljós K Arndís Þorgeirsdóttir blaöamaður Kraftur og elnbeiting Háhymingurinn Keikó kom hing- að til lands í september 1998. Kostn- aður við uppihald og þjálfun hefur verið í kringum 30 milljónir á mán- uöi, fyrir utan kvina í Klettsvik sem kostaði tæpar sjötíu milljónir. Heildarkostnaðurinn nemur því um milljarði króna og verkefninu ekki lokið. Um þrjátíu manns hafa haft starfa að því að líta eftir og annast háhyminginn en sú tala mun að lík- indum lækka í næsta mánuöi þegar formlegri þjálfun Keikós verður hætt. DV-MYND TOM ORDWAY/OCEAN FUTURE Keikó á fullri ferö Þjálfun Keikós hefur staöiö yfir sleitulaust í sumar. Á myndinni, sem tekin er skammt frá Eyjum, er Keikó ásamt Stephen Clausen frá Ocean Future-samtökunum en hann er um borö í einum þeirra þriggja þáta sem fyigja háhyrningnum á æfingum. Hallur segir mikinn kraft vera í þjálfuninni nú og menn einbeiti sér að því að ljúka verkefninu. „Markmiðið hefur alltaf verið að Keikó yfirgefi kvína, hverfi til hafs og lifi það sem eftir er í sínu náttúr- lega umhverfi. Við höfum alltaf ver- ið þess áskynja að þetta er ekki létt verk og líkumar ekki endilega okk- ur í hag. Mannskepnan er samt þannig að hún vill takast á við verk- efni þótt ekki sé fyrir fram vitað hver niðurstaðan verður. Við ger- um allt sem í mannlegu valdi stend- ur til að skapa þær aðstæður að Keikó geti yfirgefið okkur og lifaö sínu lífi í sjónum. Hvort hann getur það er spuming sem viö ætlum að svara játandi eða neitandi um miðj- an ágúst. Ef hann fer sína leið þá er svarið einfalt. Kjósi hann að fara hvergi er ljóst við að við þurfum að endurmeta stöðuna," segir Hallur. Fluttur í haust Að sögn Halls hafa samtökin skuldbundið sig til að tryggja vel- ferð háhymingsins svo lengi sem hann lifir. Keikó er þrítugur en það þykir ekki ýkja hár aldur háhyrn- ingsins enda eiga þeir auðveldlega að ná sextugsaldri. „Fari svo að Keikó kjósi að vera þá munum við sjá um hann áfram," segir Hallur. Ocean Future-samtökin verða að öllum líkindum flutt úr Klettsvík- inni í haust enda fyrirhugað að DV-MYND TOM ORDWAY/OCEAN FUTURE Á hvalaslóöum Aö sögn Halls Hallssonar er allt gert sem í mannlegu valdi stendur til aö skaþa þær aöstæöur aö Keikó geti snúiö aftur til sinna náttúrulegu heimkynna. koma þar upp laxeldi. Hvort Keikó verður fluttur á annan stað við Vestmannaeyjar eöa eitthvað annað er spurning sem Hallur segir ómögulegt að svara á þessari stundu. „Þaö er of snemmt að full- yrða nokkuð um hvort og þá hvert hann verður fluttur. Við höfum p . -f JU' f\f ’Zmf: pJ, r Heimill Kelkós í Klettsvík Kvíin veröur aö öllum líkindum flutt burt í haust en fyrirhugaö er aö hefja laxeldi á þessum slóöum. skoðað nokkra staði hérlendis og einnig erlendis. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þessu sambandi og engra að svara að vænta fyrr en í næsta mánuði. Ég geri þó frekar ráð fyrir að Keikó verði áfram hér við land,“ segir Hallur. Eftirsóknarveröur sem sýningardýr Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, kveðst lítið vita um framtíðaráætlanir Keikómanna. „Viö erum í biðstöðu og vitum ekki meira en það sem stendur í fjölmiðl- um. Keikóverkefnið hefur hins veg- ar verið jákvætt fyrir bæjarfélagið - þetta er öflugt og gott fyrirtæki. Samskiptin hafa verið góð og Keikó hefur fært okkur góðar tekjur. Ég held að Eyjamenn myndu sakna Keikós ef hann færi, þetta hefur lífg- að mjög upp á bæinn og verið okk- ur lyftistöng," segir Guðjón. Páll Pálsson, sem rekur ferðaþjónustu í Eyjum, myndi einnig sakna Keikós. „Það væri slæmt ef Keikó færi, ekki bara vegna ferðaþjónustunnar heldur einnig vegna þeirra fjölmörgu sem hafa haft atvinnu af verkefninu," segir Páll. Hann segir ferðaþjónustu í Eyjum hafa notið góðs af Keikó í gegnum óbeinar auglýsingar. „Ferðamenn sem hingað koma vita flestir aö þeir fá ekki að sjá Keikó og mörgum dugir að sjá „heimili" hans í Klettsvíkinni. Ef það gengur hins vegar ekki upp að sleppa honum á haf út þá gæti hann orðið sýningar- dýr. Þá er ljóst að möguleikamir eru miklir og hann yrði án vafa mjög eftirsóknarverður. Ég vil ekki fyrir nokkra muni að Keikó yfirgefi Vestmannaeyjar og finnst að bæjaryf- irvöld eigi að róa að því öllum árum að halda honum. Það er aldrei að vita nema Flugfélag íslands myndi endur- skoða flug til Eyja ef Keikó verður hér áfram og til sýnis fyrir ferða- menn,“ segir Páll Pálsson. Framtíð Keikós er óráðin á þess- ari stundu en margt bendir til að ekki takist að aðlaga hann lífi í nátt- úrulegu umhverfi á þeim örfáu vik- um sem eru til stefnu. „Við ákveð- um þetta ekki heldur veröur það Keikó sjálfur sem velur. Ef hann ákveður að lifa áfram meðal manna þá stendur sú ákvörðun,“ segir Hall- ur Hallsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.