Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 I>V Grimmd og grallaraskapur Gullasnans „Er ekki alltaf þörf fyrir skemmtilegar bækur," segir Bjarki Bjarnason, rithöfundur og þýðandi, þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að þýða Gullasnann yfír á hið ylhýra, nú þegar tæp tvö þúsund ár eru liðin frá því að sagan var skrifuð. „Gullasninn er ákaflega merkileg og skemmtileg bók, fyrir utan hvað hún er bók- menntasögulega merkileg. Hún hefur verið lesin af mennta- mönnum um alla Evrópu um mörg hundruð ára skeið og var sérstaklega vinsæl á miðöldum en sagan er ein af þeim fyrstu sem getur með réttu kallast skáldsaga, ásamt Satyricon sem hefur þó ekki varðveist í heilu lagi. Það skapaðist ekki skáld- sagnahefð í heiminum fyrr en löngu seinna. Grikkir og Róm- verjar skrifuðu leikrit og ljóö en skáldsöguna létu þeir eigin- lega alveg vera.“ Bjarki segir aö þýðingarferlið spanni í raun tæp þrjátíu ár. „Ég heillaðist af sögunni um gullasnann þegar ég var við lat- ínu- og grískunám í Þýskalandi á áttunda áratug síðustu aldar. Ég byrjaði að þýða hana og studdist einkum við latneska textann en leitaði einnig í þýsku þýðinguna. Þetta handa- verk mitt lá síðan í skúffu þar DV-MYND BRINK Bjarkl Bjarnason, þýöandi Gullasnans og rithöfundur „Það er auðveldlega hægt aö lesa Gullasnann þó aö maöur viti ekki neitt um fornbók- menntir og kunni ekki staf í latínu. “ til að ég dustaði af því rykið í fyrra og hóf endurbætur." Bjarki segir að hann hafi tek- ið þá ákvörðun meðvitað að hafa ekki langan formála að sögunni um gullasnann, eða textaskýr- ingar aftan við, eins og þó er hefð fyrir með svo gamlar og klassískar bókmenntir. „Ég vildi undirstrika að það er auðveldlega hægt að lesa Gullasnann þó að maður viti ekki neitt um fornbókmenntir og kunni ekki staf í latínu. Sag- an byggist á sniðugri hugmynd; maður breytist í asna og þvælist um Grikkland í því líki, sem reynist heldur óskemmtilegt. Asninn hefur mannlegar kennd- ir en mennirnir koma - eins og gefur að skilja - fram við hann eins og asna.“ Að sögn þýðandans er sagan mjög skemmtileg, létt og allt að því kæruleysisleg, þó að hún hafi að sjálfsögðu töluvert heim- ildagildi. „Sagan er djörf og grótesk á köflum og í henni eru fjölmarg- ar hliðarsögur, eða „sögur í sög- unni“, og sennilega er sagan af Amor og Psyche þeirra þekkt- ust. 1 Gullasnanum er líka fullt af grimmd og graUaraskap, óeðli og erótík, eða í stuttu máli sagt; öUu sem prýða má góða sögu,“ segir Bjarki Bjarnason að lok- um. Hvernig Einsemdin varð til I danska Weekendavisen mátti um helgina síð- ustu ekki aðeins lesa firnalanga og fyndna niðgrein HaUgríms Helgasonar um brölt okkar íslendinga hér á skerinu - einkum gerir hann napurt grín að sjálfskipuðum verndurum hálendisins - heldur einnig langa (þó ekki eins langa) grein eftir kól- umbíska Nóbelsverðlaunahöfundinn Gabriel García Márquez í tUefni af því að 21. september verður haldið uppboð á fyrstu próförk af frumútgáf- unni á Hundrað ára einsemd. Alls eru þetta 180 arkir og 1026 leiðréttingar, skrifaðar eigin hendi höfundar. Á próforkinni er þar að auki handskrifuð tUeinkunn tU vinanna sem fengu hana forðum að gjöf: „TU Luis og Janet. Frá vininum sem þykir vænst um ykkur í heiminum. Gabriel García Márquez, 1967.“ Nærri búinn að keyra á kú Márquez segir í greininni skemmti- lega frá sköpunarsögu þessarar sinnar frægustu skáldsögu, sem kom seinna út í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar og sló í gegn hér heima eins og annars staðar. Hún tók hann átján mánuði að skrifa frá því að frásagnarhættinum eða aðferðinni við að segja hana sló niður í hann eins og eldingu niður í fíl (eins og Einar Már myndi orða það) þar sem hann var að aka með fjölskylduna í helg- arfrí snemma árs 1965. Hann hafði lengi gengið með þessa miklu sögu í maganum en aldrei vitað hvernig hann átti að byrja á henni. Þarna í bílnum kom fyrsta setningin tU hans og honum brá svo óskaplega að nærri lá að hann dræpi kú sem var á leið yfir þjóðveginn, og eldri drengurinn þeirra Mercedes hróp- aði glaöur: „Þegar ég verð stór æUa ég lika að drepa kýr á þjóðveginum!" Ekki sama sagan Gabriel var svo gagntekinn af sögunni sinni að hann átti bágt með að gera nokkuð annað og af því leiddi alvarleg blankheit. Þegar húseigandinn hringdi tU að minna á þriggja mánaða leiguna sem þau skulduðu brá Mercedes hendi yfir símtólið og spurði mann sinn hvenær hann byggist við að klára bókina. Hann giskaði á sex mánuði, og Mercedes sagði saUaróleg við húseigandann: Við borgum aUa skuldina eftir sex mánuði, þér megið treysta því. Húseigandinn tók þessu eins og maður, og þá var bara maturinn eftir. Þau seldu smám saman aUar eigur sem þau máttu vera án; Mercedes tókst ótrúlega vel að framlengja láns- traustið í búðunum í kring, en mest stoð var að vin- unum öUum sem komu í heimsókn með mat í körfum og snæddu með fjölskyld- unni. En i staðinn vUdu þeir fá að heyra söguna sem Gabriel var að skrifa. Hana gat hann ekki sagt þeim þvi hann trúði því að þá hyrfu töfrarnir, og í staðinn spann hann upp aUt aðra sögu sem var svo skemmtUeg að UjóUega fór hann að heyra hana í ýms- um útgáfum út um aUan bæ! Þegar vinur- inn Álvaro Mutis var búinn að lesa hand- ritið að sögunni sjálfri hringdi hann fjúk- andi reiður yfir að hafa verið hafður að fifii: „Þetta er ekkert sagan sem þú sagðir okkur!" Svo skeUti hann upp úr og bætti við: „En þessi er miklu betri!" Próförkina sem verður boðin upp 21. september gaf Márquez vinahjónum sínum sem höfðu verið einkar iðin við að bjóða Gabriel og Mercedes í mat hina mögru mánuði. Þetta voru sárafátæk hjón sem nú eru bæði látin, en þó að þau vissu vel hvers konar dýrindi þau geymdu á kistubotnin- um datt þeim aldrei í hug að selja pappírs- bunkann með öUu krotinu. Það er fóstur- Gabriel García Márquez sonur þeirra sem hagnast á sölunni, en af Márquez segir í greininni skemmtitega frá sköpunarsögu þessarar sinnar greininni má ráða að Gabriel telji hann frægustu skáidsögu. Hún tók hann átján mánuöi aö skrifa frá því aö frá- eiga aUt gott skilið. sagnarhættinum eöa aöferöinni viö aö segja hana sló niöur í hann eins Loks má geta þess fyrir áhugasama að og eldingu niöur í fíl þar sem hann var aö aka meö fjöiskylduna í helgar- próförkin verður boöin upp á bókamess- frí snemma árs 1965. unni í Barcelona. -SA Bókmenntir Rímgallar og grín í Árbók Akurnesinga Árbók Akurnesinga er kom- in út. Hugmyndin að baki henni er að „bóka“ sem flesta Skagamenn og ekki síst þá sem muna tímana tvenna og hafa frá einhverju skemmtilegu að segja. í tilkynningu segir að ár- bókinni sé „ætlað að vera safn tfi samtímasögu og þar verði haldið til haga ýmsu úr lífi fólksins sem kannski þykir ekki aUtaf fréttnæmt úti í hinum stóra heimi.“ Efnið er af ýmsum toga, viðtöl, þættir, annál- ar, æviágrip látinna Akumesinga. Árbókin telst líka vera hefðbundið héraðsrit þar sem fjaUað er um sögu og mannlíf tiltekins héraðs eða bæjarfé- lags. Meiri rækt er þó lögð við samtímann en gengur og gerist í sambærilegum ritum og enn- fremur lagt meira upp úr viðtölum og myndefni. Meöal efnis í árbókinni eru viðtöl við Ingi- björgu Pálmadóttur, fv. ráðherra, Inga Steinar Gunnlaugsson, skáld og skólastjóra, og Sigurð Brynjólfsson í Gerði, bónda og grjóthleðslu- mann. Bragi Þórðarson, bókaútgefandi með meiru; skrifar þátt af Ólafi Kristjánssyni í Mýr- arhúsum og sérstæðum kveðskap hans, en um Ólaf var sagt: „Ég held að hann hafi aldrei gert hundrað prósent rétt rímaða vísu. Ef stuðlar og höfuðstafir voru rétt settir voru aukaatkvæði eða orðskrípi notuð til þess að hafa endarímið í lagi. En það eru einmitt rímgallamir og þetta meinlausa grallaragrín sem gera kveðskap hans svo skemmtilegan.“ Fjölmörg dæmi eru tekin úr kvæðum Ólafs og hér skal birt eitt sem hann orti á ferð um Skafta- fellssýslu: Sólin bak við hreyjist ský margt er sem vió hugsum alíslenskum er ég í ullarreyfisbuxum. Ljóð eru birt eftir Gyrði Elíasson og Sigur- björgu Þrastardóttur og rætt við þjóðsagnaper- sónuna Stjána meik sem segir m.a. að „kratarí- ið“ sé að verða alls ráðandi í Evrópu og bætir við: „Það eru bara tvær íhaldsstjómir í Vestur- Evrópu. Önnur er norsk og hin heitir Davíð Oddsson." Ritstjóri Árbókar Akurnesinga er Kristján Kristjánsson og í útgáfustjórn sitja Bragi Þórðar- son, Jón Allansson og Sigurður Sverrisson. _____________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Slæleg háttvísi Helga H. Út er komin að nýju hjá Máli og menningu bókin Slettireka eftir Helga Hálfdanarson. Hér er á ferðinni safn greina um vísur og kvæði úr íslendinga- sögunum, m.a. ýmis frægustu kvæði fornra bókmennta eins og Sonatorrek og Höfuðlausn Egils Skalla- grímssonar. Höfundur segir m.a. í for- mála: „Árið 1954 birtist á prenti undan- fari þess samsetnings sem hér getur að líta, þar sem fjallað var á sama hátt um flest hin sömu atriði og hér. Það plagg hefur verið ófáanlegt um langt skeið, og hafa ýmsir undan því kvartað. Því er þessi endurútgáfa farin á flot, um nokkur atriði lítið eitt lagfærð". í fréttatilkynningu með bókinni segir aö í henni varpi einn mikilvirkasti ljóða- þýðandi okkar tíma, ljósi á ýmsa myrka og torlesna staði í gömlum kvæðahandritum og iðulega verði merking þeirra mun skýrari í meöfór- um hans. Þar njóti sin yfirburðaþekk- ing Helga á ljóðmáli og næm tilfinning fyrir kveðskap fornskáldanna Egils, Hallfreðar og Kormáks. Ennfremur er þar sagt að Slettireka merki múrskeið, notuð til að fylla upp í feyrur í stein- steypu. Helgi sjálfur er hins vegar hógværð- in uppmáluð og segir í greinargerð: „Það kann aó þykja slœleg háttvísi að ólœróar manneskjur leggi orð í belg um svo frceðibundið efni sem vora fornu kveóskaparíþrótt, ekki sizt ef tekið er til að rázka með dvergamjöð sjálfs Egils Skalla-Grímssonar, Hallfreóar Vand- rœðaskálds og annarra snillinga gull- aldarinnar. Hins vegar hefur það löng- um þótt loöa við Frónbúann aó vera hvað mœlskastur um þaó sem hann hef- ur minnst vit á, enda telja margir fram- hleypni og slettirekuskap til íslenzkra þjóðareinkenna, sem leggja beri rœkt við. “ Sunna Gunnlaugs hjá Eddu Hjá Eddu miðlun og útgáfu hefur ver- ið tekinn til dreifing- ar nýr diskur Sunnu Gunnlaugsdóttur, sem hélt nýlega tón- leika fyrir fullu húsi í Múlanum. Diskur- inn ber nafnið Mindful og semur Sunna öfi lögin auk þess að leika á píanó, en ásamt henni leika Tony Malby á saxa- fón, Drew Gress á bassa og Scott McLemore á trommur. Sunna Gunn- laugs er búsett í New York og þar er hún virkur þátttakandi í tónlistarlíf- inu. Heitur tenór „Heitasti tenór landsins, Jóhann Frið- geir Valdimarsson, heldur tónleika á Ak- ureyri um verslunar- mannahelgina, nánar tiltekið í Deiglunni að kveldi laugardagsins 4. ágúst kl. 21.“ segir í fréttatilkynningu frá Listasumri á Ak- ureyri. Undirleikari á tónleikunum er Jónas Þórir píanóleikari og verður dag- skrá tónleikanna í léttum dúr m.a. rjóminn af ítölsku aríunum. Forsala að- göngumiða er hafin í Deiglunni og er miðaverð á tónleikana 2000 krónur. Jóhann Friðgeir hefur sungið ein- söng með Karlakómum Fóstbræðrum, Karlakór Reykjavíkur, Skagfirsku söngsveitinni, kór Bústaðakirkju, Sin- fóníuhljómsveit íslands og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, auk þess sem hann kom fram á tónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Laugardalshöllinni sl. vetur. Jóhann Friðgeir hefur haldiö einsöngstónleika bæði í Langholts- kirkju og í íslensku óperunni og sung- ið sem einn af „tenórunum þremur" sem hafa viða komið fram frá því um síðustu jól þegar þeir sungu fyrir borg- arbúa á svölunum á ganila Málarahús- inu í Bankastræti. Á ítaliu hefur Jó- hann Friðgeir víða komið fram og feng- ið mjög jákvæða gagnrýni. Hann er nú með umboðsmann á Ítalíu og hefur þeg- ar fengið mörg verkefni fyrir komandi ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.