Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 Skoðun iOV Spurning dagsíns Hver er draumaferðin þín? Valgerður Gísladóttir bóndakona: Þaö væri yndislegt aö fara til Fær- eyja, þaö er mjög fallegt þar. Asta Hjaltalín: Ég myndi vilja fara til Kína því þang- aö hef ég aldrei komiö. Inga Sverrisdóttir: Ég myndi vilja fara til Hawaii og synda í tærum sjónum meö fiskunum. Rúnar Óskarsson hljóðfæraleikari: Hef búiö erlendis svo lengi aö ég myndi helst vilja fara í Skaftafell og er reyndar aö fara þangaö. Jón Ágúst Eggertsson, nemi: Ég myndi vilja fara til Ítalíu því þar er svo sætar stelpur. Ingveldur Sigurðardóttir og Rakel: Mig hefur alltaf langaö aö fara til Sydney í Ástralíu til þess aö skoöa óperuhúsiö þar. Ur þingsölum / þágu almannaheilla. Réttlát reiði almennings Sú athyglis- veröa staða hefur komið upp að ár- vekni almennings hefur leitt til að upp komst um óæskilegt atferli opinbers starfs- manns, sem síðan hefur leitt til að hið opinbera eftir- litskerfi hefur tekið við af full- um þunga og rannsókn er hafin. Þetta er í raun rós í hnappagatið fyrir almenning því þegar kemur að meintum afbrotum þá er honum af málsmetandi mönnum jafnan líkt við sauðsvartan almúga miðalda sem aldrei getur gert annað en dæma menn rangt og langt út fyrir tilefnið. Ónefndur sölumaður BYKO hefur fengið hrós fyrir borgaralega löggæslu sína og er það vel. En af fréttum að dæma var það vörubíls- stjóri á Þrótti sem var í fastaverk- efnum en neitaði að skrifa upp á af- hendingarseðil, heldur vildi að díd „Þá er spurningin að hve miklu leyti líkleg afbrot hans sem formanns bygging- arnefndarinnar tengjast stöðu hans sem þingmanns. “ díd gerði það, sem virðist hafa leitt til að upp komst um opinberan aðila sem aðeins átti að sitja á flnum stól innan um háttsetta aðila og plan- leggja viðhald og viðgerðir. Árangurinn er orðinn sá að ríkis- saksóknari er farinn að fylgjast með málinu. Þá er spurningin að hve miklu leyti líkleg afbrot hans sem for- manns byggingarnefndarinnar tengjast stöðu hans sem þingmanns. Samkvæmt þjóðleikhússtjóra gerði hann margar athugasemdir við starfshætti Árna sem formanns en guggnaði smám saman í krafti stöðu Áma sem þingmanns í mörg- um nefndum og þeirrar virðingar sem þvi tengdist. Því má rökstyðja að virðingin við hann hafi leitt tO að aðrir nefndarmenn minnkuðu aðhaldið og því fór sem fór. Þó Árni kunni að hafa verið kos- inn af kjósendum í Vestmannaeyj- um og á Suðurlandi þá verður að hafa í huga að eftir að hann kemst inn á þing á hann að starfa í þágu almannaheilla. Þetta þýðir að það skiptir þjóðina máli hvernig honum hefur tekist til við það í raun. Einnig hvort hún treysti honum til þess áfram. Jafnvel þó enn eigi eftir að koma niðurstaða úr rannsókn þá hefur Árni sagt það mikið í fjölmiðl- um sem stangast á við áreiðanlegri framsögn annarra og viðurkennt að hafa skrökvað, að hinn réttláta reiði almennings hefur nú þegar gefið honum til kynna hver afstaða margra er. Fólk vill að þingmaður gæti virðingar sinnar, einnig í hlið- arstörfum og hvemig það tengist persónulegu lífi viðkomandi. í þetta sinn er reiðin réttlát,- þótt mikil sé og ýmsir óstilltir fari út fyrir rammann. Því eru auknar líkur á að allt fari vel að lokum, þjóðinni til heilla. Guötnundur Rafn Getrdal félagsfræöingur skrifar: Hvað hefur komið fyrir Árna? Fréttir af Árna Johnsen alþm. undanfarið vekja upp spurningar í huga manns um heilbrigði hans. Skynsemiskortur- inn er á svo háu stigi að það er ekki einleikið. Árni er ekki svona illa gefinn að hann hafl ekki mátt sjá afleiðingar gerða sinna fyr- ir. Fréttamiðlar hafa leitað með log- andi ljósi að meiri sökum hjá Árna „Leitinni að sakarefni þarf því að fylgja leit að heilbrigði Árna og ef þar reynist vera galli á þá ætti brotthvarf Árna frá Alþingi að heita veikindafrí en ékki afsögn. “ og nú hefur ríkiskerfið hafið leitina ásamt bæjarkerfinu í Vestmanna- eyjum. Ámi hefir verið í miklum bygg- ingarframkvæmdum fyrir opinbera aðila og hafa verkefnin verið mikil og álagið á hann sömuleiöis. Hátta- lag okkar tekur á sig ýmsar myndir þegar það gerist og því gæti þetta hafa gerst hjá Árna. Getur verið að einhvers staðar á þeirri örðugu leið hafi einhverjir þræðir heilsunnar bilað sem kemur svo út sem mikil ásókn í byggingarefni af ýmsum toga? Leitinni að sakarefni þarf því að fylgja leit að heilbrigði Áma og ef þar reynist vera galli á þá ætti brotthvarf Árna frá Alþingi að heita veikindafrí en ekki afsögn. Fjölskylda og velunnarar ættu að fá Árna til þess að fara í rannsókn til þess að fá úr því skorið hvernig þess- um málum er háttað hjá honum. Brynjóifur Brynjólfsson skrifar: Garri Innblástur frá Olsen Garri er í sjöunda himni þessa dagana - alveg í „seventh heaven" eins og Jón Páll heitinn sagði á sínum tíma. Garri tilheyrir nefnilega þessum skelfilega hópi sem hvarvetna í heiminum er sagður orsök alls þess sem miður fer og er jafn- framt sá hópur sem enginn telur nokkra þörf að gera nokkuð fyrir. Garri er miðaldra hvítur karl- maður, og sem slikur því dæmdur óalandi og óferjandi í meðvitaðri umræðu í þjóðfélaginu. Fullyrt er að þetta sé hópurinn sem kúgar konur og heldur niðri kaupi alþýðunnar, að þetta sé hópurinn sem heldur um valdatauma samfélags- ins og véli um veraldarráð í bakherbergjum og laxveiðitúrum. Þess vegna þurfi aldrei að gera neitt sérstakt fyrir þessa menn. En ekkert er fjær sanni! Miðaldra hvítir karlar eru flestir ósköp venjulegir launaþrælar, sem engu ráða og engan kúga og fá sínar lífsnautn út úr því að sofna á hverju kvöldi yfir sjónvarpsfréttunum eftir eril- saman vinnudag. Hjá þeim breytist ástandið lítið, einfaldlega vegna þess að þeir eru upp til hópa of uppburðarlitlir til að gera neitt í því. Olsenbræður Það gladdi Garra því óumræðilega í þar síðustu Evróvision að sjá að fulltrúar þessa ofmetna en vansæla hóps sigruðu í keppninni. Augljóslega höfðu Olsenbræðumir dönsku kveikt í mönnum samstöðuna - loksins skyldi þessi úthrópaði hóp- ur fá uppreisn æru. Sigur þeirra var sigur allra miðaldra karla! Og nú munu þeir heiðra okkur ís- lendinga með nærveru sinni. Þeir munu halda langþráða tónleika í Reykjavík og eflaust verður það fyrir fullu húsi. Það er löngu tímabært að aflétta æskudýrkuninni úr dægurlagaheiminum og hleypa fulltrúum miðaldra manna upp á svið. Hver veit líka nema sú vakning sem greinilega er í þessum málum geti orðið til að létta undir hug- arangur þeirra sjálfstæðismanna og stærri tæki- færi skapist fyrir þá félaga Árna Johnsen og Geir Haarde að syngja saman á hljómplötum. Þær plöt- ur yrðu þá vissulega að vera framleiddar með samhljóm við skattalögin að þessu sinni, en jafn- vel það er á sig leggjandi fyrir slíkt framlag! Hljómar En sérstaka ánægju vekur það þó að sjá að eftir tónleika þeirra Olsenbræðra mun önnur hljóm- sveit miðaldra hvítra karla sjá um stuðið á balli þar sem miðaldra hvítir karlmenn verða eflaust í aðalhlutverki á dansgólfinu. Hljómsveitin Hljómar mun fylgja tónleikum Dananna eftir. Það er mikið fagnaðarefni hversu hress sú hljómsveit er þótt hún sé vissulega komin af léttasta skeiði. Svona uppákomur virka að sjálfsögðu hvetjandi á aðra miðaldra karlmenn og Garri veltir nú fyrir sér möguleikanum á að stofna samtök miðaldra hvítra karlmanna. Þar gæti verið komið kærkom- ið tækifæri til að láta langþráðan draum Garra rætast, semsé þann að verða formaður í félagi og fá jafnvel við sig viðtal í fjölmiðlum um hags- munamál miðaldra karla. Þaö eru víða starfandi kvenfélög, æskulýðsfélög og félög eldri borgara og þau fá öll pláss í fjölmiðlum. Þvi þá . ekki félög miðaldra karla? Gðfll Jórvík á Reykjavíkurflugvelli Annaö Loftleiöaævintýri? Jórvík - Loftleiðir Gunnar Sigurðsson skrifar: Nú harðnar í ári í innanlands- fluginu. Flugfélagið beitir hagræð- ingu og uppsögnum. Það er ekki ámælisvert í sjálfu sér en eitthvað verður til bragðs að taka. Lítið flug- félag, sem nefnist Jórvík, hefur haslað sér völl í flugi til Patreks- ijarðar - og nú til Bíldudals. Mér er sagt að þetta litla félag sé skipað úr- valsmönnum sem hafi síður en svo í huga að gefast upp. Enda nokkrir frumkvöðlarnir kunnir að öðru - þeir voru meðal þeirra sem stuðl- uðu að uppgangi Loftleiða á sínum tíma. Yfirmenn samgöngumála í fluginu eiga að gefa þessu félagi gaum. Kannski er hér komið nýtt Loftleiðaævintýri. Starfsemi Loft- leiða hófst á innanlandsmarkaði sem það þurfti að vísu að hrökklast út af einmitt vegna Flugfélags ís- lands. Nú er þörf fyrir knáa menn í fluginu. Fari í endurskoðun GTsli Gislason skrifar: Ég tek undir skynsamleg skrif Einars Karls Haraldssonar í Frétta- blaðinu sl. föstudag. Hann ræðir þar mál Eyjaþingmannsins undir yfir- skriftinni „Skóari, vertu við þinn leist!“ Þar segir að mál Eyjaþing- mannsins gefi tilefni til allsherjar endurskoðunar á starfsháttum þings og stjórnsýslu. Þetta taka flestir undir. Furðulegt hve stjórn- arandstaðan dregur við sig umfjöll- un um spillingu innan stjómsýsl- unnar. Helst er það formaður Vinstri grænna sem blæs. En var ekki eitt sinn tekið dæmi af honum sjálfum þegar umræðan um búsetu- styrk þingmanna gekk yfir, að hann skráði sig til heimilis hjá foreldrum norðanlands til að fá styrkinn? Margt á því eftir að fara ofan í og verði það þjóðinni til blessunar. Á ísafirði Versnandi flugþjónusta. Léleg þjónusta Stúlka á ísafirði hringdjj Ég er afar óánægð með versnandi þjónustu Flugfélags íslands vegna Þjóðhátíðar i Eyjum. - Undanfarin ár hefm verið hægt að kaupa í einum pakka flugferðir til Eyja og aðgang að þjóðhátíöarsvæðinu með umtalsverð- um afslætti. Nú er pakkinn aðeins seldur á milli Reykjavíkur og Eyja en kaupa verður sérstaklega ferðirnar milli ísafjaröar og Reykjavíkur. Flug- félagið gefur enga skýringu á þessum breytingum. Ég vil taka fram að það em margir hér á ísafirði sárir vegna þessara breytinga. Sparar efniskostnaö Kristinn Ágúst Eggertsson skrifar: Því hefur Árni Johnsen alþm. ekki sagt af sér enn þá? í dag þegar þetta er ritað (19.7.) er hann enn þá alþing- ismaður. Hvernig dettur honum í hug að hann þurfi að hugsa sig um hvort hann segir af sér eða ekki? Ekki mun ég kjósa hann og veit ekki um neinn sem það mun gera. Idv Lesendur Lesendurgeta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.