Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 tölvu-i taskni v í sinda Tölvuleikjanörda-ímyndin rifin niður: Leikjaunnendur í góðum málum - hæfilegt spil eykur andlegan mátt Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sýna að krakkar sem spila hæfi- lega mikið af tölvuleikjum hafa mun hærra stig samhæfingar og einbeitingar en jafnaldrar þeirra. í rannsókninni, sem framkvæmd var fyrir bresk yfirvöld, voru um 100 tölvuleikjaspilarar látnir fylla út spurningalista og taka ýmis sál- fræðipróf. Niðurstöðurnar voru síö- an bornar saman við niðurstöður svipaðra prófa frá atvinnuiþrótta- mönnum og öðrum hópum. Saman- burðurinn leiddi í ljós að stig sam- hæfni og einbeitingar var á svipuðu róli og hjá atvinnuíþróttamönnum og einnig geimförum þar sem lífið veltur á góðri einbeitingu og sam- hæfni hugar og handar. Þessi kost- ur tölvuleikja hefur ekki farið fram hjá íþróttamönnunum sjálfum. T.d. nýtti Rubens Barrichello, Formúlu 1-bílstjóri hjá Ferrari, sér vinsælan formúluleik til að undirbúa sig undir Malasíukappakstur- inn sem hann hafði aldrei tekið þátt i áður. Haft var eftir þeim sem rannsóknina framkvæmdu að þátt- takendur í rannsókn- inni spiluðu að meðal- tali um 18 tíma á viku. Það telst í efri mörkunum. Hins veg- ar kom í ljós að þessir sömu eyddu svipuð- um tíma í aðrar at- hafnir, eins og t.d. að lesa, umgangast vini og stunda iþróttir. Ofan á þetta reyndust hóflegir tölvu- leikjafíklar eiga fleiri vini en þeir sem ekki spiluðu tölvuleiki eða spiluðu of mikið. Sú ímynd hefur oft verið að tengd tölvuleikjaunnendum að þeir loki sig af frá umheiminum og sökkvi sér í gerviheiminn sinn, séu nördar. Önnur nýleg könnun á vegum breskra yfirvalda sýndi hins vegar fram á þeir sem byrja ungir að spila reglulega hina ýmsu leiki séu lík- legri til að fara í háskóla og ná þ.a.l. í betri störf seinna meir, auk þess sem tölvuleikjakrakkar séu yfirleitt gáfaðari. Haft var eftír þeim sem rannsoknína framkvæmdu að þátt- takendurí rannsókn- ínni spíluðu að meðal- tali um 18 tíma á viku. Það telst í efrí mörk- unum. Hins vegar kom í Ijós að þessir sömu eyddu svipuðum tíma í aðrar athafnir, eins t.d. að lesa, umgangast vini og stunda íþróttir. Ný gerð af tölvuormi komin á kreik: Bæði ormur og vírus Þeir sem láta sig heilsufar tölva þessa heims varða klóra sér nú í hausnum samkvæmt vefriti tímaritsins Wired. Ástæðan er SirCam, splunkuný gerð af svokölluðum tölvupóstsormi. Þessi nýi ormur er i raun bæði ormur og tölvuvirus, nokkuð sem ekki hefur þekkst áður. Þeir sem ekki nota Outlook-tölvupóstforritið frá Microsoft eru óhultir fyrir ormin- um. SirCam virkar þannig að þegar það er opnað af grunlausum tölvu- notanda hleður það sér niður í tölv- una. Þar næst gerir það tvennt. Annars vegar sendir SirCam afrit af sjálfu sér á öll tölvupóstföng sem það finnur í tölvunni. Fyrir hvern póst sem sendur er velur SirCam Sérfræðingar í vírus- vömum segja að SirCam sé afar vel skrifaður. Svo vel gerður er hann að flest vírusvarnarforrit geta ekki afmáð hann úr tölvum. Ástæðan fyrir þvi er að vírusinn felur nokkrar skrár inni í ruslafötunni (e. recycle bin). Virusvamarforrit leíta sjaldan íþeirri möppu. skjal úr My Documents-möppunni og sendir með. Á þennan hátt er um venjulegan orm að ræða. Á hinn bóginn er SirCam líka vírus. Þegar vírusinn hefur komið sér fyrir getur hann valið um að gera tvennt; ann- aðhvort fylla allt laust pláss á harða diskinum með texta eða eyða öllu út af honum. Sérfræðingar í vírusvörnum segja að SirCam-vírusinn sé afar vel skrifaður. Svo vel gerður er hann aö flest vírusvarnarforrit geta ekki af- máð hann af tölvum. Ástæðan fyrir því er að hann felur nokkrar skrár inni í ruslafötunni (e. recycle bin). Vírusvamarforrit leita sjaldan í þeirri möppu. Um helgina var SirCam kominn í toppsætið yfir hættulegustu tölvuvírusana. Þeir sem nota Outlook-tölvupóstforritið SirCam afritar sig og sendir áfram eins og ormur og getur svo annaö- hvort fyllt harða diskinn meö texta eöa eytt öllu út af honum. þurfa því að vera vel á verði gagn- vart öllum pósti og helst að athuga hjá sendanda hvort hann hafi sent eða ekki áður en póstur er opnaður. Góöar fréttir fyrir tannlæknastofugesti: Leysigeisli í stað tannlæknaborsins Bandaríkjamað- urinn Richard Hansen, sér- fræðingur í tannlækningum, verður sjálfsagt tekinn í dýrlingatölu hjá gestum tannlækna ef uppfinning hans kemst á markað. Hansen segist nefnilega hafa fundiö nýja aðferð til að redda tann- skemmdum sem ná niður í taugarn- ar. Yfírleitt eru hinir óvinsælu bor- ar notaðir til að komast að skemmd- unum og fjarlægja þær. Flestir þarfnast deyfinga og finnst mörgum ekki nóg gert. Hansen hefur hins vegar komiö með algerlega sársaukalausa leið til að fjarlægja skemmdar taugar. Vopn hans er sérhannaður leysigeisli sem eyðir skemmdum taugum. Hansen hefur nú þegar not- aö leysigeislann á hátt í 600 sjúk- linga, sem hefðu þurft á bor að halda, með góðum árangri. Geislinn bjargar ekki bara sjúklingnum frá leiðindasársauka og slöppum and- litsvöðum hálftíma eftir tannlækna- heimsókn sökum deyfingar. Ólíkt hættunni með borinn er lítil hætta á að skemma óskemmdar taugar með geislanum. Einnig geta tennur orðið veikari eftir borinn og fengið á sig léiðinlegan gulan lit. Leysigeislinn hefur verið gagn- rýndur af sumum kollegum Han- sens. Hann er sagður kosta mikið í uppsetningu og notkun. Auk þess fer mikill tími í nota hann. Hansen viðurkennir að aðgerðin taki aðeins meiri tíma með geislanum. Hins vegar sé hún kostnaðarminni þar sem ekki þurfi að fylla upp í holur eftir borana. Hansen ætlar aö birta niðurstöður úr prófunum á leysigeislanum síðar á þessu ári. Geislinn bjargar ekki bara sjúklingnum frá leíðindasársauka og slöppum andi’itsvöðum hálftíma eftir tann- læknaheimsókn sök- um deyfingar. Ólíkt hættunni með borinn er lítil hætta á að skemma óskemmdar taugar með geislan- um. Langstærstur hluti fólks væri feginn því aö sleppa viö borinn ógurlega hjá tannlækninum. Bananinn „afhýddur" Nú þegar búið er að kortleggja genamengi músa, manna og hrísgrjóna er bananinn næstur á dagskrá. Með kortlagningu bananans er ætlunin að gera ræktun hans auðveldari og áreiðanlegri. Ban- anar eru einstaklega viðkvæmir ávextir og þola illa hvers kyns sjúkdóma og skordýr. Þetta þýð- ir að mikið þarf að úða á ban anaekrum. Á Kosta Ríka þarf t.d. að úða vikulega en 4-5 sinn- um á ári er nóg í ræktun flestra annarra ávaxta og grænmetis. Kortlagning bananans á að taka um 5 ár og verða upplýsingarn- ar látnar ræktendum banana i té að þeim loknum gegn gjaldi. Tilboö vikunnar á Netinu Nafnleynd á Net- inu er umdeild en um leið möguleg. Þar getur misjafn sauður skrifað inn misvitur Iskilaboð og ef vel er gert finnur enginn út hvaðan skilaboðin komu. Vefrit timaritsins New IScientist segir frá leigumorð- ingja einum í rússneska þorp- inu Samara. Hann setti inn aug- lýsingu á einhverri siðlausri síðu þar sem hann bauð þjónustu sína gegn hóflegri greiðslu. Lögieglan í Rússlandi komst á snoðir um auglýsing- una. Leigumorðinginn náðist skömmu síðar eftir að lögreglu- menn höfðu náð sambandi við hann á Netinu og narrað hann j til að halda að þeir væru mögu- legir viðskiptavinir. Rússneska lögreglan hefur fengið veður af því að leigumorðingjar skiptist á upplýsingum á Netinu. Þetta er hins vegar í fyrsta skiptið sem lögreglan nær slíkum í gegnum auglýsingu. Teflonpönnur menga Hópur kanadískra vís- indamanna frá háskóla í Toronto hefur komist að þvi að steikarpönnur sem auglýstar eru með þann eiginleika að matur festist ekki við þær, eins og teflonhúðaðar pönnur, mengi. Við hitun mynd- ar teflon og önnur álíka efni efn- ið TFA. TFA er ákveðin sýru- tegund sem er einstaklega lífseig í umhverfinu. TFA brotn- ar hægar niður en hvert þeirra efna sem sitja í 12 efstu sætum svarts lista Sameinuðu þjóð- anna yfir hættuleg efni. Talið var aö TFA kæmi frá efnum í úðabrúsum sem tóku við af ósoneyðandi klórflúor-efnasam- bandanna. Magn í regnvatni í Toronto var ekki útskýrt með notkun úðabrúsa. Rannsóknir á loðfríum pönnum sýndu hins vegar samsömun milli magns TFA í regnvatni og notkunar pannanna. TFA er, eins og áður sagði, mjög lengi að brotna nið- ur. Það er aftur á móti skaðlaust fólki og hefur aðeins væg eitr- unaráhrif á plöntur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.