Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 24
28 Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 DV lí f iö í- F i I I! V I M N U Kvöldganga um Viðey Gengið verður um norðurströnd Viðeyjar í kvöld og komið á þann stað sem hefur að geyma áletraðan stein frá 19. öld. Hluti af listaverki hins spænsk- bandaríska listamanns Richard Serra verður skoðaður á leiðinni. Farið verður með Viðeyjarferjunni kl. 19.30 og tekur gangan um tvo tíma. KLASSÍK ■ SÖNGUR OG PÍANÓLEIKUR í SIGURJONSSAFNI Þær Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópran og Iwona Osp Jagla píanóleikari koma fram á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Olafssonar í kvöld. Þær flytja Ijóðaflokkinn Frauenliebe und Leben eftir Robert Schumann og verk eftir tónskáldin Alessandro Parisotti, Jórunni Viðar, Gösta Nystroem, Ture Rangström og Jean Sibelius. Einnig flytja þær óperuaríur eftir Camille Saint-Saens og Georges Bizet. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 Göngur IKVOLDGANGA UM ELLHOAARPAL Göngu- og fræösluferö veröur um Elliöaárdalinn í kvöld á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Leiðsögumenn verða Helgi M. Siguröarson, sagnfræðingur og ritstjóri bókarinnar Elliðaárdalur - land og saga, Einar Gunnlaugsson jarðfræðingur og Krlstinn H. Þorsteinsson garöyrkjustjóri. Allir eru þeir gjörkunnugir dalnum, sögu hans og náttúru. Gangan hefst kl. 19.30 við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal og þaöan verður gengið sem leið liggur upp í Árbæjarsafn. Rokk ■ ULPA, FLUGA OG PIKTA A GAUKNUM Eðalrokk veröur í kvöld á Gaukl á Stöng. Þar koma fram hljómsveitirnar Úlpa, Fluga og Plkta. Úlpu þarf vart aö kynna. Hún hefur nú þegar skapað sér nafn sem ein helsta rokkhljómsveit landsins. Fluga er enginn nýgræðingur i bransanum heldur. Þeir Gústi og Pétur voru kjarninn í „Pornopopp". Þeir félagar eru nú að skríða út úr hýði þar sem þeir hafa verið við æfingar. Dikta er ungliöasveitin þetta kvöldið. Hún tók þátt í síðustu Mísíktilraunum og gekk vel. Sýninjgar ■ MARGAR SYNINGAR I ARBÆJARSAFNI I Arbæjarsafni standa yfir nokkrar sýningar. í Lækjargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli tll borgar. í Kjöthúsi er sýningin Saga bygglngartækninnar. í Líkn er sýnignin Mlnningar úr húsi. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfirskriftina Til feguröarauka. Sýnlng á útsaumi og hannyröum og í Efstabæ má sjá hvernig tvær flölskyldur komu sér fyrir í húsinu um 1930. ■ PAUL-ARMANP í UOSAKLIFI Sýning franska mynlistarmannsins Paul-Armand Gette, „Mind the vocano! - What volcano?", stendur yfir í Ljósaklifl, vestast í Hafnarfirði. ■ STIAN RÖNNING í GALLERÍ GEYSI Stian Rönning hinn norski sýnir í Gallerí Geysl við Ingólfstorg. Sýningin hefur yfirskriftina Sérö Þú þaö sem Ég sé? Þar eru Ijósmyndir sem tekna/ eru á Taílandi, í Laos, Noregi og íslandi. ■ ÞÓRÐUR Á MOKKA Þórður Ingvarsson sýnir tölvugrafíkmyndir á Mokkakaffi um þessar mundir. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Bíógagnrýni an—niiiiiiiiniMiiii>iiii|iiiiiiii iiiiiiini in n 'i mm . , Sam-bíöin/Laugarásbíó/Háskólabíó - Skrekkur: ★ ★ ★ Götudans í Reykjavík: Nýtt verk á tveggja vikna fresti Skemmtilegur Skrekkur *=s Langaöi aö dansa meira ívar Örn Sverrisson, leiklistar- og listdansnemi, segir að tilgangurinn hjá hópnum sé að geta dansað meira og skemmt fólki um leið. menningarsjóður fyrir ungt fólk. Hitt húsið sér um ráðgjöf varðandi sjóðinn og við fengum aðstoð hjá því.“ Á fund meö borgarstjóra „Þaö skipti miklu máli fyrir okk- ur að geta borgað öllum í hópnum laun en styrkurinn frá Ungu fólki í Evrópu nægði ekki til þess. Við fór- um því á fund hjá borgarstjóra sem tók vel í málið og vísaði því á Hitt húsið og þannig gekk dæmið upp.“ Strákamir í hópnum hafa allir áhuga á dansi en eru með mismun- andi bakgrunn. „Þrir okkar eru úr Listdansskólanum, þrír leggja stund á samkvæmisdans, einn er jassball- ettdansari en við fundum þann síð- asta á götunni - hann er götustrák- ur.“ Nóg að gera Að sögn ívars er nóg að gera hjá þeim. „Við komum fram með nýtt verk á tveggja vikna fresti og tökum ekkert gjald fyrir sýningarnar.“ Strákarnir í götudanshópnum eru þegar búnir að sýna þrjú verk og ætla að frumsýna það fjórða á Ing- ólfstorgi klukkan 13.00 og 18.00 i dag. -Kip í sumar hafa átta ungir menn á aldrinum sautján til tuttugu og fimm ára unnið fyrir sér með því að skemmta Reykvíkingum með götudansi. Strákarnir í hópnum heita Ásgeir Magnússon, Hannes Þórður Þorvaldsson, Bjartmar Þórðarson, Hákon Atli Halldórs- son, Gunnar Hrafn Gunnarsson, ívar Örn Sverrisson, Hannes Þór Egilsson, Ronald Rodriguez Leona. Ungt fólk í Evrópu ívar Örn Sverrisson, leiklistar- og listdansnemi, sem er i forsvari fyrir hópinn, segir að hann hafi byrjað að dansa samhliða námi 1 leiklist. „Ég fékk strax mikinn áhuga á dansi og mig langaði til að dansa meira. Hug- myndin á bak við götudansinn varð til í Listdansskólanum. Mig langaði að búa til eitthvað pródégt þannig að við gætum dansað meira. Ég fékk félaga mína úr skólanum með í þetta og við byrjuðum á að sækja um styrk í sjóð sem heitir Ungt fólk í Evrópu sem er stór evrópskur Götudansarar Strákarnir í hópnum hafa allir áhuga á dansi en eru meö mismunandi bakgrunn. Þrír eru í Listdansskólanum, þrír leggja stund á samkvæmisdans, einn er jassballettdansari og einn er götustrákur. Skrekkur og félagi hans Tveir góöir saman sem lofa að bjarga fallegri stúlku úr klónum á eldspúandi dreka. Einu sinni var stór, grænn og ljót- ur tröllkarl sem hét Skrekkur. Allir voru óskaplega hræddir við hann af því hann var svo stór og ljótur og hann bjó aleinn og einmana úti í mýri. Skrekkur var náttúrlega ekk- ert vondur heldur ágætisstrákur og listakokkur í þokkabót en það komst aldrei neinn að því vegna þess að allir voru að flýta sér svo mikið í burtu frá honum. Þangað til dag einn þegar Skrekkur hittir hinn málglaða asna Asna sem er á flótta undan hermönnum Farquaad lá- varðar. Lávarður þessi er pínulítill fýlupúki sem vill reka allar ævin- týralegar persónur úr skóginum sínum vegna þess að þær fara í taugarnar á honum - flytja persón- ur sem allir kannast við, eins og Úlfinn, Öskubusku, Gosa, dvergana sjö með Mjallhvíti í kistunni o.fl., í mýrina til Skrekks, honum til mik- ils ama. Til að losna við „ævintýra- hyskið" af landareign sinni lofar Skrekkur lávarðinum að ná í Fíónu prinsessu fyrir hann, gullfallega stúlku sem er í haldi hjá eldspúandi dreka. Skrekkur fer létt með verk- efnið, ásamt sjálfskipuðum besta vini sínum, Asnanum, því Skrekkur er bæði hugdjarfur og hugmynda- ríkur þótt hann sé grænn og eyrun á honum í laginu eins og lítil trompet. Það sem enginn reiknaði meö (nema náttúrlega við áhorfend- ur) er að tröllið og prinsessan verða soldið skotin hvort í öðru þrátt fyr- ir útlitsmuninn og hvað er þá til bragðs að taka? Fallegar prinsessur geta ekki elskað ljót tröll eða hvað? Ævintýrið um Skrekk vekur upp minningar um ýmis önnur ævin- týri, kvikmyndir og sögur. Sagan um Fríðu og dýrið kemur vissulega upp í hugann, þótt allur texti, per- sónusköpun og svo maður tali nú ekki um endinn, sé af allt öðru tagi. Einnig dettur manni í hug leikgerð- in af bamabókinni vinsælu Skila- boðaskjóðunni eftir Þorvald Þor- steinsson. Hún gerist í ævintýra- skóginum eins og Skrekkur og not- ar persónur úr þekktum ævintýrum sem aukapersónur og kómískt punt. Mest á Skrekkur þó sameiginlegt með kvikmyndinni The Princess Bride (1987), ævintýrakvikmynd sem jafnframt því að vera góð sem slík gerði nett grín að tegund sinni (hér eru lika fjölmörg skot á vel- þekktar Disneymyndir en öll fyrir ofan beltisstað). Skrekkur er ein af þessum örfáu bamamyndum sem fullorðnir hafa líka gaman af. Allur texti hefur tvöfalda meiningu þannig að yngri og eldri áhorfendur hlæja (jafnmikið) en að mismun- andi hlutum. Skrekkur er tölvuteiknuð eins og t.d. Toy Story-myndirnar tvær en fer langt fram úr þeim í tækni. Persónurnar í Skrekk eru kannski ekki raunverulegar (enda hvað væri skemmtilegt við það?) en svo lifandi og hver andlitsdráttur svo listileg- ur, hver hreyfing svo ekta að það út af fyrir sig er ævintýralegt. En ef tæknin væri það eina sem gerði myndina athyglisverða hefði hún ekki haldið manni jafnhugfóngnum og hún gerði. Sagan er einfaldlega skemmtileg og afskaplega vel skrif- uð. Handritshöfundarnir, Ted Elliott og Terry Rossio, passa að handritið höfði til allra aldurshópa og aðrir handritshöfundar barna- mynda ættu að geta lært sitthvað um húmor af að horfa á Skrekk - hér er nefnilega ýmislegt annað á borð boriö en prump, kúkur og piss (þótt það sé vissulega með líka). Ég verð að játa að ég valdi, í sam- ráði við ungan fórunaut minn, að sjá myndina með ensku tali og tal- setningin er frábær. Mike Myers talar fyrir Skrekk og gefur honum léttan skoskan hreim sem fer prýði- lega við útlitið og leikur hann hreint og beint og án tilgerðar. Cameron Diaz leikur prinsessuna Fíónu, er fín blanda af ofurróman- tískri stúlku og töffara og alls ekki öll þar sem hún er séð. John Lith- gow leikur lávarðinn fúla og gerir hann snobbaðan og heimskan og afar hlægilegan. En stjömuna fær Eddie Murphy sem leikur hinn kjaftaglaða Asna og er svoooo fynd- inn. Ég vona að íslenska talsetning- in sé jafnskemmtileg. Sem sagt: Alvöru fjölskyldumynd, meira að segja getur unglingurinn farið með. Góða skemmtun! Raddir: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz, John Lithgow o.fl. Leik- stjórar: Andrew Adamson og Vicky Jen- son. Handrit: Ted Elliott og Terry Rossio, eftir bók William Steig Tónlist: Harry Gregson-Williams, John Powell.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.