Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgðfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fjárreiður stjómmálaflokka „Skortur á vönduðum vinnubrögðum í stjórnmálum og stjórnsýslu leiðir oft til trúnaðarbrests milli stjórnvalda og fólksins í landinu. Margt bendir til að ekki gæti nægilega faglegra vinnubragða í stjórnsýslu og stefnumótun hins op- inbera á íslandi." Svo segir m.a. í greinargerð með laga- frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns um starfsemi og fjárreiður stjórnmálaflokka. Frumvarp þetta hefur þingmaðurinn flutt mörg undanfarin þing án þess að það hafi náð fram að ganga. Þegar mesta fjaðrafokinu vegna misferlis Árna Johnsens alþingismanns er lokið, hann hefur boðað afsögn sína og rannsókn á meðferð hans með opinbera fjármuni er hafin, er ástæða til að staldra við og hugleiða hvaða lær- dóm megi draga af uppákomunni. Eftirlit með viðamikilli umsýslan alþingismannsins brást. Hann fékk að valsa óáreittur og afleiðingarnar eru að koma í ljós. Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlögmaður segist í DV á föstudag vona að mál þetta verði gagnlegt að því leyti að menn fari að líta á umhverfi stjórnmálamannanna og flokkanna og settar verði lýðræðislegar reglur um fjármálalegt umhverfi þeirra. Það drægi úr líkunum á að svona gerðist. Það er löngu tímabært að settar verði siðareglur í stjórn- málum og ekki síður að fjárreiður stjórnmálaflokkanna veröi gerðar opinberar. Siðareglur stjórnmálamanna, hvort heldur er þingmanna eða sveitarstjómarmanna, ættu að nýtast sem tæki gegn spillingu. Þá væri síður vafa undirorpið hvað má gera og hvað ekki. Mál Árna Johnsens, alvarlegt sem það er, sýnir hvað getur farið úr- skeiðis. Stjórnmálaflokkar hér á landi em bókhaldsskyldir en hvorki framtalsskyldir né skattskyldir. Því hvílir leynd yfir flárframlögum til þeirra. Starfsemi flokkanna er nauð- syn í þjóðskipulagi okkar og þeir þurfa eðlilega fjármagn til þess að standa undir henni. Leyndin skapar hins vegar tortryggni í garð flokkanna og skaðar þá. Því er eðlilegt að opna bókhald þeirra. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka eru sjálfsagðir enda ber okkur skylda til þess að styrkja þenn- an undirstöðuþátt lýðræðisins. Jafnframt er vitað að ein- staklingar og fyrirtæki styrkja stjórnmálaflokkana fjár- hagslega, einkum í tengslum við kosningar þegar útgjöld- in eru mest. Þessar styrkveitingar eiga að vera uppi á borðinu. Al- menningur á rétt á að að vita hverjir styrkja stjórnmála- flokkana og hve háir styrkimir eru. Eru styrktaraðilarnir margir og smáir eða fáir og stórir? Kjósendur verða að geta gert sér grein fyrir þvi hvort einstaklingar, fyrirtæki eða hagsmunahópar leggja til stórar upphæðir í því skyni að skara eld að eigin köku. Ragnar Aðalsteinsson bendir á í fyrrgreindu viötali að Árni Johnsen og aðrir þingmenn sem um áratugaskeið sitji á Alþingi séu gjarnan að hafa milli- göngu um mikið fé frá fyrirtækjum til flokka. Hættunni sé boðið heim með lokuðu bókhaldi stjórnmálaflokkanna. Barátta Jóhönnu Sigurðardóttur, og meðflytjenda henn- ar, vegna lagasetningar um starfsemi og fjárreiður stjórn- málaflokkanna hefur verið lík eyðimerkurgöngu undanfar- in ár. Jafnvel þótt því sé haldið fram að gjörðir Árna Johnsens hafi verið persónulegar en ekki flokkslegar ættu þær að opna augu manna fyrir því að aðgerða er þörf. Þrautseigja Jóhönnu er kunn og því verður fróðlegt að sjá hvernig henni verður tekið á þinginu í haust þegar hún leggur væntanlega enn af stað með hið tímabæra siðbótar- frumvarp sitt. Jonas Haraldsson I>V Skoðun Harmatölur um hátt verðlag Þaö er fastur liður í fjöl- miðlum að kvarta yfir verö- lagi á íslandi. Inn- kaupakarfan er alltaf dýr- ust hér. Næst koma önnur Norðurlönd og Japan - en Bretar eru í sjötta sæti og þykir það jafn illt og okkur að vera í því fyrsta. Breskar verðlagssyndir Það er fróðlegt til saman- burðar að skoða sára um- kvörtun um hátt verðlag á Bretlandi sem birtist nýlega í The Guardian. Líka vegna þess að þar er reynt að skoða ástæður þess að flest kostar þar meira en í öðrum aðildar- ríkjum Evrópusambandsins á megin- landinu og svo í Bandaríkjunum. Er verðlag hátt vegna hárra skatta eða hárra launa? Nei, segir greinarhöf- undur: skattheimta er lægri í Bret- landi en annars staðar og laun yfir- leitt lægri en t.d. á meginlandinu. Hann beinir spjótum sínum í aðra átt: aö fyrirtækjunum sjálfum: Breskum fyrirtækjum sé illa stjórn- að, þau reyni með öllum ráðum að sneiða hjá samkeppni (m.a. með duldum einokunartilburðum) og þau fórni hagsmunum við- skiptavina sinna fyrir það sjónarmið að skammtíma- gróði hluthafa gangi fyrir. Þetta sem nú síðast var nefnt kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Voru ekki Bretar lengst af for- göngumenn í markaðs- frelsi? Endurreisti frú Thatcher ekki dyggðir sam- keppninnar? Hefur Tony Blair ekki fylgt í fótspor hennar? Og er það ekki trú- arjátning nýfrjálshyggjunnar um all- an heim að stjórnendur fyrirtækja hafi einmitt fyrst og fremst skyldur gagnvart hluthöfum - og þar með hljóti arður af þeirra bréfum að hafa algjöran forgang? Mikill herkostnaður Vikjum nú heim til Islands með dýrtíðarvangaveltur. Við heyrum það líka oft að hátt verðlag hér stafi einkum af háum sköttum og álögum - en sýnir ekki nýleg könnun að í raun séu skattar hér lægri en víða annars staðar, einkum af fyrirtækj- um? Það er kvartað yfir of háu kaupi - en um leið erum við alltaf að frétta að laun hér séu lægri en í samanburðarlöndum. Þaö er grátið hátt yfir græn- metistollum og þeir hafa vissulega sitt að segja. En það er skrýtiö að einatt er látið sem lifskjör á íslandi fari eftir verði á papriku. Meðan óhagstæðasta þróun sem átt hefur sér stað í verði á nauðsynjum tengist hinum daglega fiski: hvað skyldi fiskverð til neytenda hafa rokið hátt upp í hlut- falli við allt annaö eftir að það var gefíð frjálst? Sumt verður ávallt dýr- ara hér en annars staðar vegna smæðar markaðarins og flutningskostnaðar. Það vita allir. En ef við viljum fá fleiri svör við verðlags- spurningum, verðum við að snúa okkur að kaupsýslunni sjálfri. í fyrsta lagi skulu menn muna að markaðurinn ætlar sér alltaf að setja skammtímagróða eigenda fyrirtækja ofar öðru. Það er hans trúarjátning. Markaðurinn mun alltaf fara eins hátt og hann kemst. Og á íslandi spil- ar hann að sjálfsögðu á það að íslend- „Meðati óhagstœðasta þróun sem átt hefur sér stað í verði á nauðsynjum tengist hinum daglega fiski: hvað skyldi fiskverð til neyt- enda hafa rokið hátt upp í hlutfalli við allt annað eftir að það var gefið frjálst?“ ingar eru vanir verðbólgu, þeim finnst líka ómerkilegt að prútta, kunna ekki þá list og svo eru þeir nýjungafíklar: verða að komast yfir hverja neyslunýjung með hraði og spyrja þá síður um verð en aðrir menn. í þessu andrúmslofti eiga kaupmenn lika auðveldara með þá list sem kallast „ruglandi verðlagning" sem felst í hröðu samspili tilboða og hækkana sem valda því að enginn hendir reiður á þvi hvað hlutimir kosta (enda hafa menn sem betur fer margt betra við tímann að gera). Það er líka ómaksins vert að rýna í mikinn herkostn- að við kaupskap á íslandi. Hefur nokkur borið saman auglýsingakostnað hér og í samanburðarlöndum? Eða fjárfestingar í nýju verslun- arhúsnæði? Eða verslunar- pláss í fermetrum á hvert mannsbarn? Trúir því nokkur maður að Smára- lindin risavaxna í Kópavogi muni „með aukinni sam- ___ keppni lækka vöruverð"? - eins og framkvæmdastjórinn sagði í viðtali um daginn. Og svo er annað: eru ekki fleiri verslanir hér opnar miklu lengur og svo til alla daga árs- ins en tíðkast allt í kringum okkur? Halda menn að sá lúxus að alltaf er opið kosti ekki neitt? Árni Bergmann Bölvaður þorskurinn Hafró liggur nú undir ágjöf vegna síðustu ráðgjafar þar sem eitthvað virðist hafa farið milli mála í stofn- stærð. Menn skamma hana blóðug- um skömmum vegna ætlaðrar óná- kvæmni i stofnmati og margur sem áður mærði stofnunina fyrir ná- kvæmni og fagleg vinnubrögð hegg- ur nú enn sárar en hinir sem varleg- ar hafa farið í skjalli. Jafnvel Mogginn Vísindamennimir benda í austur og benda í vestur, benda bara á aðr- ar skýringar en vitrænastar teljast að mínu mati. Þeir færa til breytt veiðarfæri sem veiða betur og einnig hugsanlega aukið brottkast. Eitthvað voru menn að tala um breytingar á ástandi sjávar en gerðu ekkert með breytingar á botni og lífkerfi hans. Sumir kenna selnum og hvalnum um mikil afioll. Jafnvel var grein í Mogganum um að togveiðar hefðu ekki nein áhrif á botninn. Að vísu var i greininni vísað til athugana á áhrifum veiðarfæra á sand og aur- botn. En af fyrirsögn mátti ráða að alhæft væri um sjávarbotninn. Framleiðsla á skötu Rök eru þau helst að á þeim ör- stutta tíma sem ég hef fylgst með út- vegi landsmanna hafa framfarir í tog- veiðum verið slíkar að vel mætti tala um byltingu. Núverandi veiðarfæri eru bæði stærri og sterkari en áður þekktust og togskipin hafa getu til að toga á miklu dýpra vatni en áður. Togkraft- urinn er marg- faldur og er með algerum ólík- indum ef miðað er við brotkraft stærstu jarð- ýtna. Nevtonin hlaðast upp þeg- ar strekkist á togvímum og fyrirstöður á botni eru muld- ar mélinu smærra. Skjól fyrir smádýr hverfur og kór- allar drepast og eru muldir nið- ur, fæða fiska er þannig minni og minni. Gott dæmi um verulegar breytingar á lífríkinu er framleiðsla á stóru skötu. Hér fyrir um það bil 20 árum var yfrið af slíkum kvikindum um allan sjó fyr- ir Vestfjörðum. Siðan komu skuttogarar inn á hvern fjörð og vel það, þeir fóm auðvitað til veiða á heima- mið og sóttu stíft - svo stíft að vart hafðist undan að vinna aflann í landi. Þá var ofgnótt af skötu og verð féll mikið, auðvelt að fá börð gefin til kæsingar. Eitthvað hefur breyst og líklega mun svipað uppi með stórlúðuna, svonefnda spröku, örlög hennar er líklega sömu og skötunnar, menn verða bara að gera sér tindabikkjur að góðu. Kvótakerfið er nefnilega heilagt. Ótrúlegt er aö menn sem kenna sig við vísindi skuli ekki grennslast fyrir um hverju þetta sæt- ir, að módel þeirra geti „týnt nærri helmingi veiðistofnsins. Minnugir þess að ítrekað hefur seiðatalning gefið til kynna verulegan bata og menn vonuðust til þess að gósentíð væri fram undan. Þegar seiði þessi urðu ekki að veiðanlegum þorski hefðu menn átt að doka við og skoða sviðið; var um að ræða að stærri þorskur æti þann minni eða var hér eitthvað annað á ferðinni? Það er alkunna að allt sem lifir þarf fóður, þorskurinn er ekki nein undantekning. Ef menn ætla sér að koma á legg einhverju magni af nytjafiski verður að vera til staðar matur fyrir kvikindin. Þvi er grund- vallaratriði aö banna með öllu tog- veiðar á þeim svæðum sem kórallar og klungur hafa verið og einhenda sér í, að koma aftur upp einhverju skjóli fyrir smádýrin. Fiski- menn þekkja hversu mikið líf er oft í kringum skipsflök og með þá þekkingu að vopni væri gráupplagt að sökkva slíkum úrgangi á slóðina eftir að búið væri að hreinsa flökin af öllum spilliefnum. Tæknilegar útfærslur Kvótakerfið er á síðustu leggjun- um og menn munu koma sér inn í kerfi sem byggist á framleiðslugetu lífríkisins og munu leyfa veiðar með þeim veiðarfærum sem ekki brjála lífrikið á hverjum stað fyrir sig. Tæknin er fyrir hendi með gervi- hnöttum, siritum og tölvutækni. Hægt er að hólfa niður miöin í kring- um landið og stjórna því hvaða veiðarfæri eru leyfð í hverju hólfi. Sendar um borð í veiðiskipum kæmu í veg fyrir að skipstjómendur létu undan freistingum því auðvelt væri að prenta út stöðu og hraða hvers skips á gefnum tíma. Ekki er nokkuð að vanbúnaði að leggja af kvótakerfið þar sem sjálfur sjávarútvegsráöherra hefur lýst því jdir í viðtali við DV 23. maí sl. að trillúkarlar sem fjárfestu án tillits til anda laga um stjómun fískveiða geti ekki gert neinar kröfur um bætur eða aðstoö. Eitt skal yfir alla ganga og þeir bankar og fjárfestar sem fjár- fest hafa í kvóta og slíku geta bara sjálfum sér um kennt og eiga ekki nokkrar kröfur um bætur. Bjami Kjartansson „Ef menn œtla sér að koma á legg einhverju magni af nytjafiski verður að vera til staðar matur fyrir kvikindin. “ Bjarni Kjartansson verkefnisstjóri Umtnælí Fáir virkir gegn spillingu „Spilling valdhafa er eitt meginstef um- ræðunnar í nágranna- löndunum. Hérlendis er ekki rík hefð fyrir slíku. Vilmundur Gylfason gerði þessi mál marktæk í ís- lenskum stjórnmálum fyrir um aldar- fjórðungi með hvassri gagnrýni á margs kyns spillingu í samfélaginu en spilling er m.a. misbeiting valds. Þótt dæmi séu um það hérlendis að opin- berir valdamenn hafi misnotað að- stöðu sína til að auðgast persónulega, en annað orð yfir það er þjófnaður, hafa þeir ekki sætt ábyrgð. Þegar slíkt gerist í einkafyrirtækjum eru menn nær undantekningarlaust reknir sam- stundis en í hinu opinberu lífi gilda oft önnur lögmál. Eftirlit með opinber- um aðilum er ekki mikið. Helst er það Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Al- þingis og fjölmiðlar en það er athygl- isvert að mjög fáir alþingismenn eru virkir i baráttu gegn spillingu." Ágúst Einarsson á heimaslöu sinni Síöasta vígið „í gangi er alþjóðlegt samsæri gegn grilluðum mat en útigrillið er síðasta vígi karlmennskunnar fyrir okkur sem ekki eigum fjallajeppa. Látum ekki kvenþjóðina klæða okkur úr grillsvuntunni. Snúum vöm i sókn. Grillum fisk í staðinn fyrir þetta eilífa verksmiðjumaríneraða ket. Grillaðan þorsk stenst engin kona. Norrænar konur hafa bundist samtökum um að koma grillmat úr tísku. Þær hæðast á prenti að grillmáltíðum, segja að eng- in leið sé eins örugg til að eyðileggja gott hráefni og að karlmaður leggi þaö á grill. Þessu mótmæli ég harðlega." Þráinn Bertelsson I Fréttablaöinu Spurt og svaraö mun löuum nofuöoorgarsvœótstns jjoiga Páll Magnússon, upplýsingafulltrúi ÍE Ekki áhyggjur afhöfuðborg „Það hljóta einhverjir út- reikningar og spár að liggja á bak við þessa tölu, þá með hlið- sjón af þróun síðustu ára og jafnvel áratuga. Mönnum hefur enn ekki tekist að setja í það gat sem flóttinn af landsbyggðinni er en ég ætla að vona að þar leggist ekki allt í auðn þvi þá værum við virkilega illa stödd. Án þess að hafa sett mig kirfilega inn í málin þá finnast mér tillögur um uppbyggingu tiltölulega fárra sterkra kjama- svæða á landsbyggðinni það skynsamlegasta sem hefur komið sem andóf í þessari þróun. Ég hef ekki áhyggjur af því hvemig mál muni þróast á höfuðborgarsvæöinu þrátt fyrir þessa f]ölgun.“ Herdís Sœmundardóttir, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði Eins og lífs- mynstrið er „Almenna tilhneigingin er sú að íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga í náinni framtíð. En ég held hins vegar að við munum jafnframt leita ákveðins jafnvægis í þessu, aö á vissum þéttbýlis- stöðum úti á landi muni íbúum fjölga og byggðin styrkjast. Hinar afskekktustu byggðir munu áfram hopa og ísland áfram stefna í átt til þéttbýl- issamfélags. Ég vil gjarnan sjá allt landið í byggð - en ég geri mér einnig grein fyrir að eins og lífs- mynstur nútímafólks er þá verður ekki flúin sú þróun að sífellt fleiri kjósi sér að búa í þéttbýli. En jafnframt munu margir sækja í kyrrðina á landsbyggðinni - og eiga þar sinn samastað." Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnamesi Þrjú kjama- svœði mótvœgi „Ég vona að svo verði ekki, að það verði aðeins meira jafn- vægi í þróuninni en spár þessar gera ráð fyrir. Ýmsar mótvægisaðgerðir gegn þessu og til styrkingar landsbyggðinni eru til og þar nefni ég meðal annars tillögur þær sem við í byggðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga vorum að kynna fyrir um mánuði. Megintillag- an þar er uppbygging þriggja kjamasvæða á landsbyggðinni; það er Eyjafjarðarsvæðisins, Mið-Héraðs og ísafjarðar. En einnig þurfum við að styrkja höfuðborgarsvæðiö og það er mikil- vægt, ætlum við ekki aö missa unga fólkið okk- ar úr landinu." Karl Bjömsson, bœjarstjóri í Árborg. Endurskoðum svœðamörk „Ég hef ekki forsendur til þess að rengja spár sérfræðinga í þessum efnum. Þessi þróun hefur einnig átt sér stað hér í Árborg, þar sem fólk getur valið um búsetu á öflugum þéttbýlis- stað eins og á Selfossi, minni stöðum við sjávar- síðuna, eins og á Eyrarbakka og Stokkseyri, eða sveitinni þar á milli. Fólk flytur hingað alls staðar frá, m.a. frá höfuðborgarsvæðinu. Það svæði er nú farið i raun aö spanna yfir stærri heild en áður með bættum samgöngum. Þessi þróun gefur okkur líka tilefni til þess að endur- skoða mörk skipulagssvæða enda er allt breyt- ingum undirorpiö." Gert er ráð fyrlr þessu í nýju svæðasklpulagi höfuðborgarsvæðsins sem kynnt var í fyrri viku. ~t=a:i>—g| MIUARÚUR KDMINN1 KEUÓ..C í X ÍSKJÓUÍS- I LENDINÖA I Háaloftiö Björn Bjamason mennta- málaráðherra segir í viðtali i DV að hann sjái enga þörf á því aö opna bókhald stjómmálaflokkanna með hliðsjón af Árna málum Johnsens. Og vissulega er það rétt að málið tengist ekki þeirri staðreynd að fjárreiðum flokkanna er að hluta til haldið leyndum fyrir almenningi. Hins veg- ar hlýtur mál Árna Johnsens, með óbeinum hætti, að hafa áhrif á um- ræðuna um bókhald stjóm- málaflokka á íslandi og auka þrýst- ing á að þar verði allri hulu af svipt. Davíð Oddsson, sem hefur tekið skynsamlega á Árnamálinu og kom- ið þar fram sem yfirvegaður og traustur leiötogi, hefur meðal annars sagt að samband stjórnmálamanna og kjósenda snúist fyrst og fremst um traust. Ef stjórnmálamaður glati trausti fólksins sé hann í raun búinn að vera í þessu starfi. Þetta er að sjálfsögðu hárrétt og mergurinn málsins. Og þess vegna skiptir ekki bara máli að búa svo um hnútana í stjórnsýslunni að sem minnstar lík- ur séu á að pólitíkusar láti freistast og álpist út i forarvilpur spillingar heldur þarf ekki síður að auka eftir- lit og aðhald innan flokkanna sjálfra og efla upplýsingastreymi frá þeim til almennings. Gjafir og gjöld Leyndin sem hvílir yfir fjármálum flokk- anna býður grun- semdum heim og dregur óhjákvæmi- lega úr trausti kjós- enda á kjörnum full- trúum sínum. Þaö gefur augaleið að að almenningur, hvar sem er í heiminum, hlýtur ávallt að álykta sem svo að það sé samband á milli leyndar og ljós- fælinnar starfsemi. Að menn séu ekki að fela eitthvað ef þeir hafa ekkert að fela. Það er sömuleiðis alveg ljóst að rekstur stjómmálaflokka byggist alltaf að hluta tÚ á styrkjum og fjár- hagsstuðningi fyrir- tækja og einstaklinga. Og í þriðja lagi vita það auðvitað allir sem vilja vita að æ Jóhannes Sigurjónsson skrifar: sér gjöf til gjalda. Það er yf- irleitt ekki gert ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnan- ir styrki tiltekin stjórn- málaöfl af hugsjónaástæð- um einum saman, menn vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn. Erlendis, þar sem eftirlit með fjárreiðum stjórnmála- flokka er víöa mun strang- ara en hérlendis, eru dæm- in legíó um spillingu, sem tengjast fjárstuöningi fyrir- tækja við stjórnmálafLokka, og síðan pólitiska fyrir- greiðslu flokkanna á móti. Sumum finnst þetta eðlilegt og sjálfsagt, aðr- ir nefna þetta mútur. Skuggaráöuneyti? Á meðan bókhald íslensku flokk- anna er „lok, lok og læs og allt í stáli“ liggja allir flokkar undir grun um spillingu og það er í raun óhjá- kvæmilegt. Kjósendur eiga heimt- ingu á að vita hverjir styðja hverja og hvað þeir fá í staðinn eða hvort alls ekki sé um slíkt að ræða til þess einfaldlega að eyða grunsemdum um spillingu, nepotisma og ólýðræðis- lega stjórn peningaaflanna á bak við tjöldin þar sem eins konar „skugga- ráöuneyti" auðmagnsins kippir I spotta svo kjömir fulltrúar fólksins sprikli. I ljósi síðustu atburða i íslenskum stjómmálum er nauðsynlegt að auka traust kjósenda á stjórnmálamönn- um. Björn Bjamason menntamála- ráðh'érra, sem hefur réttilega firrt sig ábyrgð á gjörðum Árna Johnsens, hefur varað pólitíska and- stæðinga sína við að notfæra sér hneykslismálið í pólitískum tilgangi því; „Slíkt er vandmeðfarið, sérstak- lega fyrir þá sem eru í glerhúsi.“ Þarna er Björn að gefa í skyn að spilling kunni aö leynast víðar en á sjálfstæðisheimilinu. Og stjórnmála- flokkarnir eru allir í sama bókhalds- glerhúsinu á meðan þeir eru ekki til- búnir til að leggja spilin á borðin. Pólitíkusar tala gjarnan um þjóð- arvilja og það er sá vilji sem þeir þykjast flestir vilja gera að sínum með einum eða öðrum hætti enda skilar það sér í atkvæðum í kosning- um. Það er alveg ljóst að yfirgnæf- andi meirihluti kjósenda vill að bók- hald flokkanna sé öllum sem opin bók. En því miður, þama fer ekki saman þjóðarvilji og flokksvilji. Ef menn hafa ekkert að fela í flokkunum eiga þeir að opna allar gáttir og það fyrr en seinna því trausts er þörf. Þangað til hljóta kjósendur að trúa þvi að sitthvað sé rotið í bókhaldinu bak viö tjöldin. Því það ætti öllum stjórnmálamönn- um að vera ljóst að þeir fá aldrei að njóta vafans. Þama er Bjöm að gefa í skyn að spilling kunni að leynast víðar en á sjálfstæðisheimilinu. Og stjómmálaflokkamir eru allir í sama bókhaldsglerhúsinu á meðan þeir eru ekki tilbúnir til að leggja spilin á borðin. Trausts er þörf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.