Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 29 Tilvera Bíófréttir Risaeðlurnar vinsælli en Julia Roberts Það þurfti engan Steven Spielberg til að koma Jurassic Park III á toppinn. Joe Johnston (Hon- ey, I Shrunk the Kids, Jumanji) sá um það og þurfti samt að keppa við Juliu Roberts sem setti nýjustu kvik- mynd sína, The Anniversary Party, á markaðinn á sama tíma. Vinsæld- ir Jurassic Park hafa verið gífurleg- ar síðan hún var frumsýnd um miðja síðustu viku og það mun að öllum líkindum ekki taka hana nema rúma viku að komast yfir 100 millj- ón dollarara markið. Ef marka má sýnishornið úr myndinni eru ekki miklar breytingar frá fyrri mynd- Jurassic Park III Kunnuglegar skepnur hrella mannskepnuna í þriöju risa- eölumyndinni. um. Eyjan þar sem tilraunir með risa- eðluræktun hefur verið við lýði með að- stoð genatilrauna er heimsótt enn á ný . Þar kemur í ljós að eðlumar hafa þróast áfram og eru farnar að hugsa og orðnar mun hættulegri en áður þóttu þær nú ekki árennilegar. Miðað við að hér er um framhaldsmynd sem býður nánast upp á það sama og er í tveimur fyrirrennur- um hennar þá hafa gagnrýnendur tekið henni nokkuð vel, telja hana spennandi og vel gerða. Aðalhlutverkið leikur Sam Neil, sem lék í fyrstu myndinni en var ekki í númer tvö. -HK HELGIN 20. 22. júli AILAR UPPHÆÐIR I PUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O Jurassic Park III 50.771 81.385 3434 O America’s Sweethearts 30.181 30.181 3011 O 1 Legally Blonde 11.103 43.488 2695 O 2 The Score 10.762 37.162 2160 O 3 Cats & Dogs 6.814 72.420 3040 O 6 The Fast and Furious 5.327 125.087 2744 o 5 Scary Movie 2 4.523 61.823 2802 o 7 Dr. Dolittle 2 4.400 93.283 2444 : o 4 Final Fantasy: The Spirit Within 3.660 26.856 2649 0 8 Kiss of the Dragon 2.916 29.661 1658 © 11 Shrek 2.275 251.992 1551 0 9 A.l. Artificial Inteliigence 2.168 74.522 2315 © 10 Tomb Raider 1.880 126.235 1348 © 12 Atlantis: The Lost Empire 1.226 77.497 1279 © 13 Baby Boy 1.158 26.648 637 © 14 Pearl Harbor 1.077 192.166 892 © 18 Sexy Beast 414 4.564 188 © 17 Moulin Rouge 410 53.345 379 © 16 Swordfish 348 68.400 383 © The Closet 335 1.277 65 Vinsælustu myndböndin: Mannrán tekur óvænta stefnu FYRRI VIKA TTTILL {DREIHNGARAÐILI) Ný kvikmynd á myndbandi, The Way of the Gun, fer beint í efsta sæti myndbanda- listans þessa vikuna. Um er að ræða harðsoðna glæpamenn þar sem nánast allar persónurnar, sem koma við sögu, eru röngu megin við lögin. Parker og Longbaugh eru kaldrifjaðir atvinnuglæpamenn. Dag einn dettur þeim í hug að ræna ófrískri konu sem á stutt eftir í barnsburð og heimta lausnar- gjald frá verðandi fóður. Á teikniborðinu hjá þeim félögiun er þetta auðveld aðgerð. Ann- að á eftir að koma í ljós. Fyrstu aðvörunar- ljósin kvikna þegar annar þeirra, Parker, verður hrifinn af stúlkunni. Vandamálin fara þó ekki að hrannast m, i M i ......... upp fyrr en komið er f með lausnargjaldið. Þá kemur í ljós að þeir sem það eiga að af- : henda eru í Mafíunni. j Það má þvi nærri geta j að mikið á eftir að j ganga á þar til friður kemst á og segja má að \ eini sakleysinginn í j myndinni sé hið ófædda bam sem fær : þó að líta dagsins ljós ; áður en hamagangur- inn er úti. í hlutverk- ' um Parkers og Long- j baughs eru Ryan Phil- ippe og Benecio Del i Toro sem er eftir j frammistöðu sína í : Traffic og öll verðlaun- j in sem fylgdu i kjölfar- : ið sá leikari í j HoUywood sem aUir leikstjórar vUja fá í j kvikmyndir sínar. Way of the Gun Glæpamenn gegn glæpa- mönnum. VIKUR ÁUSTA 1 3 2 7 4 5 6 8 10 9 15 12 13 14 17 16 19 11 The Way of the Gun isam myndbönd) 1 Vertical Limit iskífan) 3 IVIeet the Parents isam myndböndj 5 Billy Elliot (SAM MYNDBÖND) 1 Unbreakable (sam myndbönd) 4 Pay It Forward (sam myndbönd) 2 Crouching Tiger Hidden Dragon iskífani 5 Wonder Boys (sam myndbönd) 5 Chill Factor (sam myndbönd) 4 Bless the Child (skífan) 2 0 Brother Where Art Thou? (háskólabíó) 9 The Family Man (sam myndböndi 8 Friends 7, þættir 21-24 (sam myndbönd) 2 Friends 7, þættir 17-20 (SAM MYNDBÖND) 2 Friends 7, þættir 13-16 isam myndbönd) 2 Sugar & Spice imyndform) 5 Little Nicky imyndform) 8 The The Yards igóðar stundiri 4 Bedazzled iskífan) 10 The 6th Day iskífani 7 DVJYIYNDIR EINAR J. Með orfi og Ijá Árbæjartúniö var slegiö meö gamla laginu á sunnudaginn. Með hrífu í hendi Jafnt ungir sem aldnir tóku þátt í heyskapnum. Hrihnn af hænunum Trausti Marel Þorsteinsson, 1 árs, hreifst mjög afgömlu íslensku hænsnunum sem eru til sýnis á safninu. Dansað á línu Erla Rán heitir þessi stúlka sem hér leikur jafnvægis- listir í þrautabraut skáta í Árbæjarsafni. Heyskapur í Árbæ Fjöldi manns sótti Ár- bæjarsafn heim um helg- ina en þar voru tún slegin með orfi og ljá likt og tíðk- aðist fyrr á tímum. Gekk heyskapurinn vel og greiölega enda vaskir menn og konur sem stóðu að honum. Veður var með eindæmum gott og því fátt betra en að njóta útiveru og hreyfingar í fallegu um- hverfi. Þeir sem ekki höfðu áhuga á heyskapn- um gátu rölt um safnið og rifjað upp liðna tíma eða notið harmoníkutónlistar yfir rjúkandi kaffibolla í Dillonshúsi. Fjör á kassabíl Féiagarnir Leifur og Ari skemmtu sér konunglega í þessum kassabíl og þustu á ógnarhraöa eftir stígum safnsins. DV-MYNDIR DVÓ Körfuboltinn á leið á Skagann Einn af mörgum frískum drengjum sem röktu boltann. Hressir körfuboltastrákar: Röktu bolta frá Reykjavík til Akraness DV, AKRANESI:_________________ Tuttugu strákar úr Körfuknatt- leiksfélagi Akraness tóku sig til síðastliöinn laugardag og röktu körfubolta frá Reykjavík til Akra- ness til fjáröflunar fyrir félagið. Ferðin hófst kl. 6.00 að morgni laugardags við Ártúnshöfða og röktu strákarnir boltann þaðan fyrir Hvalfjörð og að stjórnýslu- húsinu á Akranesi þar sem ferð- inni lauk eftir níu tíma. Strákarnir sögðust ekki vera mjög þreyttir, þetta væri góð æfing fyrir keppnistímabilið næsta vet- ur. Að sögn forsvarsmanns Körfuknattleiksfélagsins var ekki alveg ljóst á laugardaginn hvað strákamir hefðu aflað mikils fjár meö ferðinni en hann hélt að það væri ekki fjarri því að vera um hálf milljón króna. Ekki amalegt fyrir peningalitla körfuknattleiks- Anægðir körfuboltastrákar Hluti strákanna sem röktu körfubolta á milli Reykjavíkur og Akraness. deild sem er búin að greiða niður stefnir á að halda útgjöldunum í næstum allar skuldir fyrri ára og samræmi við tekjur. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.