Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 Fréttir I>'V’ Guðmundur Árni Stefánsson, varaforseti Alþingis: Dapurleg frammistaða Framkvæmdasýslu Bréf frá Áma Johnsen, 1. þingmanni Suðuriands, þar sem hann segir af sér þingmennsku hefur ekki borist forseta Alþingis að sögn Guðmundar Áma Stef- ánssonar, 1. varaforseta Alþingis. Hail- dór Blöndal, forseti Alþingis, er á ferða- lagi um sitt kjördæmi, Norðurlandskjör- dæmi eystra, og ekki væntanlegur á skrifstofu sína tyrr en í næstu viku. Guðmundur Ámi segist eiga von á því að Ámi muni afhenda Halldóri upp- sögnina persónulega og hún taki gildi frá og með þeim degi. Ámi Johnsen á rétt á 6 mánaða biðlaunum frá þeim degi. Verksvið Framkvæmdasýslu ríkis- ins hefur verið mjög til umræðu eft- ir umsvif Áma Johnsens sem for- manns byggingarnefndar Þjóðleik- hússins þar sem eftirlitið var nánast ekkert. Forstjóri Framkvæmdasýsl- unnar lýsti því í DV að hlutverk stofnunar hans væri að „kvitta og Árni Johnsen. Björn Bjarnason. tlokka reikninga" en ekki taka ábyrgð með uppáskrift sinni. Guðmundur Ámi segir að það hafi komið upp allt of mörg dæmi um slæ- legt eftirlit í stjómsýslu á íslandi þar sem menn hafi misst fótanna varðandi endurbætur og nýbyggingar. Hlutverk Framkvæmdasýslunnar sé ákaflega veigamikið og alvarlegt ef þvi sé ekki sinnt. Það á að hafa eftirlit og bera ábyrgð á undirbúningi framkvæmda Geir Haarde. Guðmundur Árni Stefánsson. sem og aðdraganda og síðan með fram- kvæmdunum sjálfum. Óvenjuleg aðferðafræði „Þjóðleikhúsmálið er mjög sértækt því yflrleitt hefur Framkvæmdasýslan framkvæmdina með hendi, ræður eftir- litsaðila og býður út verkþættina en þama var greinilega allt annað uppi á teningnum. Það kann að vera að FVam- kvæmdasýslan hafl ekki getað fótað sig gagnvart bygging- amefnd Þjóðleik- hússins en þetta er óneitanlega óvenju- leg aðferðafræði," segir Guðmundur Árni. „Hún hafði eftir- lit með byggingu Alþingis í Austur- stræti sem fór langt fram úr áætlun. Nú er hafin viðbygging við Alþingis- húsið sjálft, bilakjallarabyggmgu lokið og þar gegnir Framkvæmdasýslan al- gjöm lykilhlutverki við gerð útboðs- gagna og gerð útboðsins sjálfs. Eftir fremur dapurlega reynslu í þessum efn- um gagnvárt eftirliti og að áætlanir standi þyrfti að fara yfir lagaumgjörð- ina. Hún er stundum dálítið flókin og erfitt að greina kjarna máls. Aðkoma þess sem borgar brúsann og ábyrgð, Framkvæmdasýslan Þykir hafa brugöist hlutverki sínu á mörgum sviðum. eins og t.d. Alþingis, gagnvart bygging- unni í Austurstræti, þarf að vera mun skýrari og að forsvarsmenn viðkomandi stofnunar vakni ekki upp við vondan draum þegar reikningurinn reynist helmingi hærri en búist var við. Það þarf að skerpa þær línur. Þessi mál hafa verið rædd fram og til baka f forsætis- nefnd Alþingis og hvemig koma megi í veg fyrir að svona mistök éndurtaki sig. „Við erum einmitt að vanda til verka gagnvart þessari nýbyggingu enda ljóst að það er ekki ailt með fefldu i þessum málum sem snúa að Framkvæmdasýslu ríkisins," segir Guðmundur Ámi. Fram kom í yfirheyrslu DV yfir Bimi Bjamasyni menntamálaráðherra á laug- ardag að Framkvæmdasýsla ríkisins væri á ábyrgð fjármálaráðuneytisins. Ekki hefur náðst í Geir Haarde fiár- málaráðherra til að inna hann eftir því hvort málefni stofnunarinnar séu til skoðunar þar á bæ. -GG/rt Ríkisendurskoðun skoðar pappíra tengda Árna Johnsen: Miðborgin: Tímaspursmál hvenær sakarannsókn hefst „Við fylgjumst með rannsókn Ríkis- endurskoðunar. Það er að aðeins tíma- spursmál hvenær okkar rannsókn hefst,“ segir Bogi Nilsson ríkissak- sóknari um mál Áma Johnsens alþing- ismanns sem uppvís hefur orðið að því að svíkja út vömr í nafni Þjóðleikhúss- ins og hagnýta sér sjálfur. Bogi sagðist ekki óttast að bið á rann- sókn gæti leitt til þess að gögn spifltust. Hjá Ríkisendurskoðun er rannsókn- in á frumstigi. Bókhaldsgögn hafa streymt inn en í gær hafði bókhaldið vegna framkvæmda við Þjóðhfldar- kirkju og bæ Eiríks rauða á Græn- landi enn ekki borist embættinu. Um að ræða framkvæmdir sem Ámi Johnsen, formaður byggingar- nefndar, stjómaði einn. Þingmaðurinn úthlutaði ístaki hf. verkinu sem unnið var á ábyrgð Vest- norræna þingmannasambandsins þar - segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari sem Árni var einnig formaður. Ámi fór með prókúm og annað- ist greiðslur en framkvæmdastjóri þingmannaráðsins sá um bókhalds- færslur. Fram- Bogi kvæmdastjórinn _ _ Nilsson skilaði Áma bók- nkissaksóknari. haldinu eftir vígslu mannvirkjanna í Brattahlíð sl. sumar. Þrátt fyrir að verkið hafi byrjað árið 1999 var ekki búið að endurskoða neina reikninga. Eins og DV upplýsti í síðustu viku er þeim íslensku þingmönnum sem sæti eiga í ráðinu ásamt Áma alls ókunnugt um það hvemig fiárreiðum verkefnisins, sem kostaði yfir 70 millj- ónir króna, var háttað. Þrjú þjóðlönd, ísland, Færeyjar og Grænland, stóðu að framkvæmdunum en að auki styrktu stórfyrirtæki fram- takið. Framlag íslands kemur frá forsætis- ráðuneytinu og var ákveðið í kjölfar þess að Davíð Oddsson forsætisráð- herra fór í opinbera heimsókn til Grænlands í ágúst 1999. Alls lögðu ís- lendingar 20 milljónir króna til verks- ins sem greiddar vora í þrennu lagi; 9 mifljónir króna vora greiddar inn á reikning Vestnorræna þingmanna- ráðsins í Landsbanka íslands í maí 1999 og samsvarandi upphæð í júlí sama ár. Lokagreiðslan fór fram árið 2000. Byggingamefhdin í Brattahlíð var skipuð árið 1997 af Vestnorræna þing- mannaráðinu og grænlensku land- stjóminni. Grænlensku nefndarmenn- irnir tveir voru aðeins „til skrauts" eins og annar þeirra, Rie Oldenburg, orðaði það í samtali við DV. Tengsl Áma Johnsens og ístaks eru ekki til sérstakrar skoðunar en upplýst hefur verið að ístak gerði Árna Johnsen ýmsa greiða. Enn hefur Páll Sigurjónsson forstjóri, þrátt fyrir loforð, ekki getað sýnt DVreikninga um að þingmaðurinn hafi einhvem tímann verið rakkaður um greiða. I gær upplýsti Stöð 2 að Ámi hafi tekið út sturtubotn og fleira hjá Tengi og framvísað beiðni frá ístaki. -rt Beraði kynfæri sín Lögreglan í Reykjavík þurfti um helgina að hafa afskipti af manni sem hafði berað sig að neðan. Mað- urinn, sem samkvæmt dagbók lög- reglu er utanbæjarmaður, gekk þannig ber að neðan um Austur- stræti og sýndi kynfæri sín. Hann gaf sjálfur þá skýringu á athæfi sínu að honum hefði hugnast aö hafa þvaglos. Lögregla benti mann- inum á að salemi hefðu ýmsa kosti í því sambandi. -aþ Reykjavík: Tíð innbrot í bíla Um helgina var tilkynnt um tíu innbrot í bíla víðs vegar um borg- ina. Að sögn lögregiu voru verð- mæti í öllum bílunum áberandi og því freistandi fyrir þjófa. Þá var maður handtekinn við Bergþóru- götu þar sem hann var að brjótast inn í bíl. I vörslu hans fundust far- sími, myndavél og geisladiskar sem hann gat ekki gefið skýringu á. Hann gisti í fangageymslu lögregl- unnar. Lögregla hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart innbrots- þjófum, skilja ekki eftir verömæti í bílum og láta vita um grunsamlegar mannaferðir. -aþ Vcðriö í kvöld f3 10°. 12* -V/' ár Hætt við skúrurn Noröan og norövestan 8-13 m/s og rigning og súld á Noröur- og Austurlandi en norðlæg eöa breytileg átt, 5-8 m/s, og úrkomulítið víðast , annars staöar, þó hætt við skúrum sunnanlands fram eftir degi. Hiti 7-15 stig, hlýjast sunnan til. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 22.57 23.04 Sólarupprás á morgun 04.12 03.57 Síödegisflóö 21.22 13.34 Árdegisflóö á morgun 09.53 01.55 Skýrlngs? á vsðurtéknum ^VINDATT 10V-HITI -10" ^VINDSTYRKUR VrDncr í mfitrum á sekóndu rKU&I & HEIÐSKÍRT LETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ö' AISKÝJAÐ öl Ö" * ö RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA == ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Léttir smám saman til Norövestan 5-10 m/s og minnkandi rigning noröan- og austanlands en hægari norölæg eöa breytileg átt og léttir smám saman til í öörum landshlutum. Hiti á bilinu 7-15 stig, hlýjast sunnan til Fímmtudagt Vindur: 3-8 m/» Hiti 6* til 15” V-læg eða breytlleg átt, yflrleitt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og hætt vlð skúrum, elnkum suðaustanlands. Hltl 6 til 15 stig- Fóstud Vindur: 'K 3-13 m/& ' Hiti 8” tii 17“ Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og rignlng sunnan- og vestanlands en hægari og úrkomutítið norðan og austan tll fram eftlr degi. Hlýnandl veður. Laugardagt Vindur: 3—6 in/i Hiti 10” «117' Suðvestlæg átt og rigning meö köflum sunnan- og vestanlands en lengst af þurrt norðaustan tll. Hltl 10-17, hlýjast á Noröausturiandl. Veðrið AKUREYRI alskýjaö 9 BERGSSTAÐIR skýjaö 8 BOLUNGARVÍK skúr 7 EGILSSTADIR 7 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK skýjaö 10 RAUFARHÖFN úrkoma 1 gr. 7 REYKJAVÍK úrkoma I gr. 10 STÓRHÖFÐI skýjaö 9 BERGEN skýjaö 15 HELSINKI léttskýjað 21 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 19 ÓSLÓ alskýjaö 17 STOKKHÓLMUR 21 ÞÓRSHÖFN skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 15 ALGARVE þokumóöa 18 AMSTERDAM þokuruðningur 17 BARCELONA skýjaö 20 BERLÍN léttskýjaö 21 CHICAGO skýjað 24 DUBLIN skýjaö 13 HALIFAX heiöskirt 16 FRANKFURT skýjaö 20 HAMBORG skýjaö 18 JAN MAYEN skýjaö 7 LONDON skýjaö 14 LÚXEMBORG hálfskýjað 18 MALLORCA léttskýjaö 20 MONTREAL heiöskírt 28 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 5 NEWYORK heiðskírt 26 ORLANDO alskýjaö 23 PARÍS heiöskírt 17 VÍN rigning 17 WASHINGTON heiöskírt 23 WINNIPEG heiöskírt 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.