Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SIMiNN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 Gunnar Birgisson: Framkvæmda- sýslan brást Gunnar Birgis- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að Ríkisend- urskoðun komi með sinn dóm um byggingamefnd Þjóðleikhússins, og hann vilji bíða með sinn dóm um þátt Framkvæmdasýslu ríkisins þar til hann liggur fyrir. í vor voru sam- þykkt ný lög um Framkvæmdasýsl- una eftir að efnahags- og viðskipta- nefnd hafði farið vandlega yfir stöðu Framkvæmdasýslu rikisins. „Ég tel stöðu Framkvæmdasýsl- unnar nú nokkuð vel skilgreinda, •r en það er greinilegt að t.d. við bygg- ingu Alþingis yfir þingmenn i Aust- urstræti hefur ekki verið fylgst nógu vel með kostnaðinum. Um- sjónaraðilinn er að fá kröfur úr ýmsum áttum vegna ýmissa verk- þátta, og menn þurfa að vera mjög vel vakandi til þess að missa þessa hluti ekki úr böndum. Eftirlits- skylda Framkvæmdasýslunnar brást augljóslega við Austurstrætis- bygginguna. Samkvæmt nýju lögun- um geta þeir fengið aðra í eftirlitið, s.s. verkfræöistofur. Ef það gengur j* ekki er eitthvað mikið að i kerfmu,“ segir Gunnar. -GG Nánar um Framkvæmdasýslu á bls. 4 Uppboðsmarkaðir: Funda um samráð Stjórnendur uppboðsmarkaða á ís- landi munu í dag ræða um leiðir til að tryggja eðlilega verðmyndun á fiski á fiskmörkuðunum. Er þetta gert í kjöl- far frétta um að ólöglegt samráð fisk- kaupenda hafi leitt til verðfails á ^ markaði sem sagt var frá í DV í gær. Rætt er um að takmarka þann fjölda númera sem einn maður getur keypt út á. 1 viðtali við Braga Bjarnason, út- gerðarmann á Homafirði, í DV kemur fram að verð á ufsa féll úr 60 krónum kílóið í 30 eftir að einn maður í Kefla- vík hafði tekið að sér að bjóða í fyrir aðra fiskkaupendur. Ásmundur Frið- riksson, fiskverkandi í Vestmannaeyj- um, sagði í samtali við DV í morgun að slíkt samráð væri fáheyrt. Þá hefur verið haft eftir Agli Jóni Kristjáns- syni, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Homaíjarðar, að ekkert í lögum um fiskmarkaði banni samráð af þessu tagi. Sigurjón Aðalsteinsson hjá eftir- litssviði Fiskistofu sagði hins vegar í samtali við DV að allt slikt samráð ■» væri brot á reglum um fiskmarkaöi og klárlega óheimilt. -HKr. Gunnar I. Birgisson. Ferðamenn við Gullfoss ov-mynd þök Mikill fjöldi feröamanna er á landinu um þessar mundir. Hvert sem litiö er sjást túristar sem skoöa land og þjóö meö öörum augum en innfæddir. Þaö væri gaman aö geta lesiö hugsanir þessa pars sem var aö skoöa sig um viö Gullfoss. - Svipurinn á fólkinu gefur hugmyndafluginu lausan tauminn. ^ Kyoto-samkomulaginu bjargað en ýmis frágangur eftir: Islenska ákvæðið afgreitt á föstudag - Árni Finnsson harmar framgang ákvæðisins og reynir að fá því breytt Birtir til TÖLVUTEIKNING Veröi íslenska ákvæðiö samþykkt geta íslensk stjórnvöld staöfest Kyoto-þók- unina og haldiö áfram meö uppbyggingu stóriöju í landinu, bæöi áform um um stækkun áivera og byggingu álvers í Reyöarfiröi. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fagnar því sam- komulagi sem náðist i gær í Bonn um út- færslu á Kyoto-bók- uninni um loftslags- mál. Hún segir að nú séu raunar sögu- legir tímar í um- hverfismálum því auk þessa samnings, sem náðist í höfn í gær, hafi fyrr í sumar verið undirritaður samningur um lifræn þrávirk efni í sjó sem líka skipti miklu máli, bæði fyrir alþjóða- samfélagið og ekki siður fyrir ísland og sjávarútveginn. „Það gefur manni aukna von þegar tveir svona mikilvægir alþjóðlegir um- hverfissamningar nást með svona skömmu miliibili," segir Siv. Aðspurð hvað þetta þýði fyrir ís- land segir Siv að íslenska ákvæðið, sem svo hefur verið kallað, sé ekki komið í gegn um loftslagsfundinn en hún reiknar með að það verði tekiö fyrir á fóstudag. Fyrr vill hún ekki hrósa sigri en neitar því ekki að hún sé vongóð um að það.náist. Umhverfis- ráðherra segir vaxandi skilning á sér- stöðu íslendinga og að embættismenn, sérfræðingar, hún sjálf og aðrir ráð- herrar hafi látlaust unnið að því að út- skýra sjónarmið íslendinga á erlend- um vettvangi og það segi allt til sín. Is- lenska ákvæðið, sem felur í sér að sér- stakt tillit sé tekið til þess að ein fram- kvæmd i litlu hagkerfi geti framkallað mjög mikla hlutfallsaukningu í losun gróðurhúsalofttegunda, hefur nú þeg- ar verið afgreitt i gegnum vísinda- og tækninefnd loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna en á eftir að fá endan- legt samþykki. Fari svo að það verði samþykkt geta íslensk stjórnvöld stað- fest Kyoto-bókunina og haldið áfram með uppbyggingu stóriðju í landinu, bæði áform um stækkun álvera og byggingu álvers i Reyðarfirði. Að- spurð hvort ísland muni staðfesta bók- unina ef íslenska ákvæðið verður ekki inni segir Siv svarið að finna í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segi að stefna beri að því að staðfesta þessa bókun svo framarlega sem ís- lenska ákvæðið náist fram. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruvemdarsamtaka íslands, sem nú er staddur í Bonn, fagnar sam- komulaginu sem gert var í gær. Hann harmar hins vegar að íslenska ákvæð- ið skuli vera nánast komið í gegn en kveðst munu halda áfram að benda fólki á gallana sem í því felast. Sér- staklega segist hann hafa hug á að reyna að lækka það þak sem sett er í því ákvæði en samkvæmt ákvæðinu geta íslendingar losað 1,6 milljón tonna af gróðurhúsalofti á ári utan sviga í nýrri stóriöju. Hann bendir á að Reyðarál hafi ekki í hyggju að gera neitt til að vega upp á móti auknum útblæstri og með lægra þaki væri hugsanlegt að knýja fyrirtækið til þess. -BG Fjölónæmar bakteríur á Landspítala: Læknir bar bakteríuna - kerfið brást, segir lækningaforstjóri „Þetta á ekki að fara eftir stéttum heldur hinu hvaðan fólk er að koma,“ segir Jóhannes M. Gunnars- son, lækningaforstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, um uppnám sem orðið er eftir aö fjölónæmar bakteríur fundust við skoðun á lækni sem starfar á svæfingadeild sjúkrahússins. Læknirinn hafði ver- ið við störf á deild sinni í þrjár vik- ur eftir Bandaríkjaferð þaðan sem að líkindum má rekja bakteríuna. Það var ekki fyrr en starfsfélagi læknisins benti honum á útbrot sem hann bar að læknirinn fór í sýna- töku með fyrrgreindum árangri. Landspítalinn viö Hringbraut Uppnám vegna fjöiónæmra baktería. Starfsfólk sjúkrahússins er mjög á varðbergi gagnvart bakteríum sem þessum en þykir mörgum að læknar sýni ekki næglega aðgæslu. „Þarna hefur kerfið bersýnilega brugðist," segir lækningaforstjórinn. Starfsfólk svæfinga - gjörgæslu- deildar Landspítalas við Hringbraut bíður nú fyrirmæla sýkingavarnar- nefndar sjúkrahússins um aðgerðir sem geta reynst dýrkeyptar. Jó- hannes M. Gunnarsson segir að þriggja daga stöðvun á vinnuferli sé dýrt og einnig hitt ef brenna þarf allar dýnur og skipta öllu út. Enn sem komið er hefur ekki verið grip- ið til slíkra ráðstafana en stefnt er að því að opna fyrrgreindar deildir á morgun ef sýnatökur sem nú fara fram gefa ekki tilefni til frekari að- gerða. -EIR Joppurinn á ísnum Premier Jói útherji Knattspymuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.