Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001___ DV__________________ Útlönd Vanan starfsmann vantar í gestamóttöku við bókunar- og stjórnunarstörf á stóru hóteli í Reykjavík. Svar sendist Auglýsingadeiid DV fyrir 28. júlí 2001, merkt „Hótel- 3220“ Sher Bahadur Deuba Setur lausn uppreisnar maóista á oddinn sem forsætisráöherra. Átök stöövuð Nepölsk yfirvöld og fulltrúar skæruliöa maóista tilkynntu í gær að vopnahlé hefði tekið gildi milli stríðandi fylkinga. Þetta er gert til að liðka fyrir friðarviðræðum sem ætl- að er að binda enda á fimm ára bar- áttu maóista fyrir kommúnísku ríki. Að sögn Sher Bahadur Deuba, forsætisráðherra Nepals til tveggja daga, hefur her- og lögreglumönn- um verið fyrirskipað að halda að sér höndum ef þeir verða varir við skæruliða. Sömuleiðis hvatti Prachanda, leiðtogi stjórnmála- flokks maóista, skæruliða að hætta vopnaðri baráttu til að skapa af- slappað andrúmsloft fyrir viðræður. Deuba, sem tók við embætti for- sætisráðherra fyrir þrem dögum, hefur sett lausn uppreisnarinnar á oddinn i starfi sínu. Uppreisnin hef- ur nú kostað um 1750 manns lífið. Maóistar hafa sett fram kröfugerð þar sem þeir fara fram á að fá upp- lýsingar um týnda félaga, auk þess að fá félaga lausa úr fangelsi. í stað þess munu þeir láta lausa lögreglu- menn sem skæruliðarnir halda í gíslingu. Ofan á þetta vilja þeir að felld verði úr gildi lög sem fyrrum ríkisstjórn setti, í sambandi við harða baráttu gegn uppreisn maóista. Von er um árangur þar sem Deuba er talinn mun sveigjan- legri en fyrirrennari hans. Kláðaduft notað gegn nasistum Njósnarar á vegum Breta beittu Þjóðverja ýmsum bellibrögðum í síðari heimsstyrjöldinni, sam- kvæmt nýrri bók sem byggð er á gögnum úr stríðinu. Njósnararnir notuðu meðal annars kláðaduft til að koma höggi á þýska hermenn. Þvi var ýmist dreift á rúmföt eða nærfót hermannanna, en einnig þekktist að dreifa því á getnaðar- varnir sem fluttar voru á vinsæl vændishús þýskra hermanna. Um 7000 manns sóttu breskan æfinga- skóla fyrir njósnir, flestir frá lönd- um hersetnum af Þjóðverjum. Þeim var kennt aö dulbúast, skera her- menn á háls án hávaða, nota ósýni- legt blek og þekkja sögu nasismans. Wahid neitar að yfir- gefa forsetahöllina Japan biðlar enn Sjö ára drengur grætur þar sem hann bíöur í biöröö eftir mat á bráðabirgöaskýli fyrir heimilislausa í borginni Mata- galpa í Nikaragúa i gær. Um 12 þúsund manns, heimilislaust og atvinnulaust bændafólk, hefur leitaö athvarfs í skýl- um sem þessu í kjölfar hruns í kaffiiönaðinum. Indónesía: Megawati Soukarnopoutri, dóttir fyrsta forseta Indónesíu, fetaði í fót- spor fóður síns í gær þegar hún varð fjórði forseti landsins. Indónesíska þingið kaus Megawati sem forseta nokkrum klukkustund- um eftir að Abdurrahman Wahid, fyrrverandi forseti, lýsti yfir neyð- arástandi og fyrirskipaði upplausn þingsins. Þeim aðgerðum var ætlað að stöðva framgang ákærumáls á hendur honum. Svo virtist hins vegar sem Wahid hefði ekki fengið nóg af forsetastóln- um og neitaði hann að yfirgefa for- setahöllina í gær. í morgun hitti hann nokkra embættismenn og lét sem ekkert hefði ískorist. Þessi hegðun þykir einkennandi fyrir þrjósku hans þann 21 mánuð sem hann var við völd. Nýi forsetinn Megawati hefur Abdurrahman Wahld Varpaö af stóli en er enn þá í forsetaleik. ekki gefið frá sér yfirlýsingu varð- andi þaulsætni Wahids. Hún situr áfram í varaforsetahöllinni og bíður þess enn að flytja inn í forsetahöll- ina, æskuheimili sitt þegar faðir hennar Sukarno var við völd. Ráða- menn í Indónesíu forðast bein átök við Wahid, eitt sinn virtan múslímaklerk, en nú hálfblindan og heilsuveilan. Vonast er til þess að Wahid fari að fikra sig út úr höllinni í næstu viku, en talsmanni forseta var ekki kunnugt um áætlanir þess eðlis. Hallarinnar er vandlega gætt. Wa- hid sást síðast á tröppum fyrir utan höllina í gærkvöld. Hann veifaði til stuðningsmanna sinna, íklæddur sandölum, stuttbuxum og bol. Hann segist hafa verið rekinn af fólki í til- fmningauppnámi og hyggst ekki svara með sama hætti. IJTSALA !! Hercules Terra Trac OTR verð með afslætti Stærð Verð 30- 9.50R15 11,990 31- 10,5R15 12,990 31- 11,5R15 15,295 32- 12,5R15 14,990 33- 12,5R15 15,990 33-12,5R16,5 17,920 225/70R16 13,770 235/85R16 14,690 245775R16 15,750 265775R16 14,990 285775R16 20,430 ^VDO) Vegmúla 2 Sími 588 9747 www.vdo.is til Bandaríkjanna Þrátt fyrir að Japan hafi að lok- um samþykkt að staðfesta Kyoto- sáttmálann án þátttöku Bandaríkj- anna hefur landið ekki gefist upp á að reyna að vinna Kanann aftur inn í sáttmálann. Forsætisráðherra Jap- ans, Junichiro Koizumi, fagnaði í gær samkomulaginu sem náðist á loftslagsráðstefnunni í Bonn. Hann ítrekaði hins vegar þá stefnu jap- anskra stjórnvalda að reyna gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Bandaríkin til aö taka þátt í Kyoto-sáttmálanum. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, tilkynnti í mars að Bandaríkin myndu ekki staðfesta Kyoto-sáttmálann þar sem hann væri skaðlegur bandarískum efna- hag. Eftir það var Japan í lykilstöðu. Ef japönsk yfirvöld staðfestu þá myndu önnur stór iðn- ríki fylgja i kjölfarið. Koizumi er talinn vera undir mikilli pressu vegna málsins. Frá Evrópusambandinu hefur hann verið undir pressu frá þeim sem vilja staðfesta Kyoto- sáttmálann. Áhinn bóg- inn er Koizumi illa við að einangra náinn bandamann eins og Bandaríkin. Einnig set- ur sáttmálinn álögur á japönsk fyrirtæki sem skekkja samkeppnis- stöðu þeirra gagnvart bandarískúm vörum. Samtök fyrirtækja í Jap- an eru talin hafa ýtt á Koizumi um að reyna ES haföi betur gegn USA Margot Wallstrom, yfirmaöur umhverfismála hjá Evrópusam- bandinu, var ánægö meö útkomu Bonn-ráöstefnunnar þrátt fyr- ir fjarveru Bandaríkjanna. áfram að fá Bandaríkin með. Bandaríska sendi- nefndin, sem sat fundi á loftslagsráðstefnunni í Bonn, tók ekki þátt í maraþonviðræðum sem að lokum björguðu Kyoto- sáttmálanum, sem mörg- um umhverfisvinum þyk- ir heldur útþynntur. For- maður sendinefndarinnar bandarísku, Paula Dobri- ansky, segir aö Bandarík- in muni ekki breyta ákvörðun sinni þrátt fyr- ir samkomulagið. Bush forseti samþykkti á G8- fundinum um helgina að vinna að að draga úr los- un gróðurhúsaloft- tegunda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.