Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 22
26 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára_________________________________ Unnur Guöjónsdóttir, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Jóhannes Kr. Árnason, Efstahjalla 25, Kópavogi. Hann dvelur á sjúkrahúsi á afmælisdaginn. Guömundur Guömundsson, Álfhólsvegi 72, Kópavogi. 75 ára_________________________________ Ásta Kristný Guðlaugsdóttir, Strandaseli 9, Reykjavík. Sigurður H. Sigurösson, Hábæ 41, Reykjavík. 7P ára_________________________________ Edda Ingólfsdóttir, Skipholti 21, Reykjavik. Evanghelos Moustacas, Hringbraut 50, Reykjavik. Anna Margrét Albertsdóttir, Fellsmúla 18, Reykjavik. Friögeir Bjarnar Valdimarsson, Hamrageröi 22, Akureyri. Hann og eiginkona hans, Gyða H. Þor- steinsdóttir, taka á móti gestum í hús- næöi Fiölarans á 4. hæö frá klukkan 17 til 21 i dag. Guömundur Hannes Sigurjónsson, Miötúni 11, Seyðisfirði. 60 ára_________________________________ Sigurður Ben. Jóhannsson, Þórsgötu 12, Reykjavík. Vilberg Jóhannesson, Heiöarhrauni 6, Grindavik. Kristinn Jón Friöþjófsson, Háarifi 5 Rifi, Hellissandi. Erlendur F. Magnússon, Hveramörk 3, Hveragerði. 50 ára_________________________________ Bogi G. K. Halldórsson, Óðinsgötu 18a, Reykjavík. Eiríkur Þorbjörnsson, Safamýri 91, Reykjavik. Jónína Ingibjörg Gunnarsdóttir, Sogavegi 164, Reykjavík. Valgerður Sveinsdóttir, Skógarhliö 7, Hafnarfirði. Bragi Vignir Jónsson, Litlabæjarvör 5, Bessastaðahreppi. Lilja Björk Sigurðardóttir, Hamragaröi 10, Keflavik. Gautur Hansen, Skipholti 5, Ólafsvík. Ljósbrá Guömundsdóttir, Miötúni 8, Seyðisfirði. Siguröur R. Óttarsson, Bakkatjörn 3, Selfossi. 40 ára_________________________________ Gísli Björgvinsson, Fífuseli 34, Reykjavík. Eggert Árni Gíslason, Suöurhúsum 13, Reykjavík. Elín Ósk Óskarsdóttir, Strandgötu 37, Hafnarfirði. Sigurbjörn Guömundsson, Tjaldanesi, Mosfellsbæ. Jakobína K. Jóhannesdóttir, Norðurbrún 1, andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 20. júlí. Garöar Agnarsson, Freyjugötu 10, lést á heimili sínu þriðjudaginn 17. júlí. Sigurður M. Jónsson, Stekkjarholti 13, Akranesi, lést á heimili sínu aöfaranótt laugardagsins 7. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guöbjörg Albertsdóttir lést á heimili sínu föstudaginn 20. júlí. Sæmundur M. Bjarnason, fyrrverandi skólastjóri, Kjarnalundi, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 20. júlí. Sveinn Pálsson, Sundstræti 24, Isafirði, lést þriðjudaginn 17. júlí. Sveinn M. Eiðsson, Þórólfsgötu lOa, Borgarnesi, lést fimmtudaginn 19. júli. Siguröur Þorsteinsson bóndi, Vetleifs- holti, Ásahreppi, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi aö morgni 20. júlí Trausti Jónasson, bóndi, Hvalshöfða, Hrútafirði, andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness fimmtudaginn 19. júlí ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 DV Helga Þ. Bachmann leikkona og leikstjóri Helga Þ. Bachmann, leikkona og leikstjóri, Suðurgötu 31, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Helga fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og i Skálholti. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Hallormsstaðar- skóla 1948 og stundaði síðan nám við Leiklistarskóla Lárusar Pálsson- ar í tvö ár og hjá Gunnari R. Han- sen í eitt ár. Helga hóf að leika hjá LR 1952 og var þar fastráðinn leikari 1962-76 en hefur frá þeim tíma verið fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið. Þá hefur hún sett upp og stjórnað leikritum fyrir bæði leikhúsin. Einnig hefur Helga verið leikari og leikstjóri hjá RÚV, útvarpi og sjónvarpi. Hún samdi leikgerð úr sögum Ástu Sig- urðardóttur (Reykjavíkursögur Ástu) og einnig nýtt stytt handrit að Marmara eftir Guðmund Kamban. Helga var fyrsti formaður Hlað- varpans og hefur tekið þátt í Friðar- samtökum listamanna. Hún var varaformaður skólanefndar Leik- listarskóla íslands 1983-92 og hefur átt sæti í verkefnavalsnefnd Þjóð- leikhússins. Helga hlaut silfur- lampann 1967 og var sæmd fálkaorð- unni 1986. Fjölskylda Helga giftist 28.11. 1954, Helga Skúlasyni, f. 4.9. 1933, d. 30.9. 1996, leikara og leikstjóra. Hann var son- ur Skúla Oddleifssonar, umsjónar- manns í Keflavík, og Sigríðar Ágústsdóttur húsmóður. Dóttir Helgu er Þórdís Bach- mann, f. 18.11. 1949. Börn Helgu og Helga eru Hallgrímur H. Helgason, f. 22.12. 1957, Skúli Helgason, f. 15.4. 1965; Helga Vala Helgadóttir, f. 14.3. 1972. Systkini Helgu eru dr. Jón G. Hallgrímsson, f. 15.1. 1924; Halla Bachmann, f. 7.9. 1925; Helgi Bach- mann, f. 22.2. 1930; Hanna Bach- mann, f. 20.11. 1935. Foreldrar Helgu voru Hallgrímur Bachmann, f. 4.7. 1897, d. 1.12. 1969, ljósameistari Þjóðleikhússins, og kona hans, Guðrún Þórdís Jónsdótt- ir Bachmann, f. 24.11. 1890, d. 16.4. 1983, húsmóðir og kjólameistari. Ætt Hallgrímur var sonur Jóns Bach- mann, b. í Steinsholti, bróður Borg- þórs, foöur leikkvennanna, Önnu, Þóru og Emelíu Borg. Jón var sonur Jósefs, b. í Skipanesi, Magnússonar og Halldóru Guðlaugsdóttur, b. á Geitagerði, Sveinbjörnssonar. Móð- ir Halldóru var Sigríður Bachmann, systir Ingileifar, móður Hallgríms landsbókavarðar. Hálfbróðir Sigríð- ar var Jón Borgfirðingur, afi Agn- ars Klemenzar Jónssonar ráðuneyt- isstjóra. Sigríður var dóttir Jóns Bachmanns, prests á Klausturhól- um, Hallgrímssonar, læknis í Bjarn- arhöfn og ættfóður Bachmannsætt- arinnar. Móðir Jóns var Halldóra Skúladóttir landfógeta Magnússon- ar. Móðir Sigríðar var Ragnhildur Björnsdóttir, systir Sigurðar Thor- grímssonar landfógeta. Móðir Hallgríms ljósameistara var Hallfríður ljósmóðir Einarsdótt- ir, útvegsb. í Nýjabæ á Akranesi, Einarssonar, útvegsb. þar, Þorvarð- arsonar. Móðir Hallfríðar var Ingi- björg, dóttir Ingjalds, b. á Bakka, Ingjaldssonar, og Margrétar Bjama- dóttur frá Brekku á Kjalarnesi. Meðal bræðra Guðrúnar var Gísli alþingismaður og Guðmundur Kamban rithöfundur. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Litlabæ á Álftanesi, hálfbróður Stefáns, föður Eggerts söngvara og Sigvalda Kaldalóns. Jón var sonur Hallgríms, b. i Smiðjuhóli á Mýrum, Jónssonar og Guðrúnar, systur Stefáns, langafa Gauks Jörundssonar. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Höll í Þverárhlíö, bróður Eggerts, langafa Jens Waage, fóður Indriða leikara, fóður Hákonar leikara. Jón var sonur Guðmundar, b. á Arnarhóli í Reykjavík, Vigfússonar, og Guðrún- ar Þorbjömsdóttur ríka, ættfóður Skildinganesættarinnar, Bjarnason- ar. Móðir Þorbjörns var Guðríður Tómasdóttir, ættföður Arnarhóls- ættarinnar, Bergsteinssonar. Móðir Guðrúnar í Smiðjuhóli var Halldóra Auðunsdóttir, systir Björns, sýslu- manns i Hvammi, ættfóður Blön- dalsættarinnar. Móðir Guðrúnar var Guðný Jónsdóttir, b. í Grashús- um á Álftanesi, Pálssonar. Sjötug Björg Ragnheiður Árnadóttir Björg Ragnheiður Árnadóttir, Digranesvegi 20, Kópavogi, er sjö- tug í dag. Starfsferill Björg fæddist í Hjallabúð í Fróð- arhreppi á Snæfellsnesi og ólst þar upp til sex ára aldurs. Hún flutti með foreldum sínum til Reykjavíkur 1937 og síðan til Ólafsvíkur 1940. Þar dvaldi Björg til 1947 og flutti þá 16 ára gömul í Kópavog og hefur búið þar síðan, lengst af á Digranesvegi 64 en býr nú á Digranesvegi 20. Björg stundaði nám við Hérað- skólann að Laugarvatni. Hún vann við húsmóður- og verslunar- stjórastörf fram til ársins 1969. Björg var með dagvistun barna á heimili sínu í tvö ár. Árið 1971 fékk hún löggildingu sem fisk- matsmaður og hóf störf hjá Út- gerðarfélaginu Barðanum í Kópa- vogi og var þar verkstjóri/fisk- matsmaður í 18 ár. Auk starfa ut- an heimils hefur Björg veitt heim- ili sinu forstöðu og sinnt uppeldis- störfum barna sinna og barna- bama með miklum sóma. Árið 1991 var KEFAS, kristið samfélag stofnað og var Björg í fararbroddi og einn af stofnendum þess og hef- ur verið í stjóm samfélagsins frá byrjun. Fjölskylda Björg giftist 24. júlí 1953 Ár- manni J. Lárussyni, byggingar- verkamanni og fv. glímukappa, f. 12. mars 1932. Foreldrar hans voru Lárus Salomonsson yfirlögreglu- þjónn, f. 11. september 1905, d. 24. mars 1987 og Kristín Gísladóttir húsmóðir, f. 18. júní 1908, d. 20. apríl 1983. Böm Bjargar og Ármanns eru Sverrir Gaukur Ármannsson, skrifstofumaður og margfaldur bridgemeistari, f. 9. febrúar 1952, og Helga Ragna Ármannsdóttir, iþróttakennari og fer fyrir KEFAS kristnu samfélagi, f. 9. apríl 1955, gift Ráli Eyvindssyni flugmanni, f. 4. júlí 1951. Barnabörn Bjargar og Ármanns eru: Björg Ragnheið- ur, f. 17. mars 1976, Ármann Jakob, f. 28. febrúar 1980 og Sverr- ir Gaukur, f. 5. apríl 1981. Systur Bjargar eru: 1) Ragnheiður Dóróthea, skrifstofumaður, f. 1. september 1939; 2) Ingibjörg, hjúkrunarfræðingm-, f. 26. septem- ber 1935. Foreldrar Bjargar eru Árni Kristinn Hansson húsasmiður, f. 5. desember 1907, dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavik og Helga Tómasdóttir, húsmóðir, f. 24. sept- ember 1908, d. 15. júní 1990. Ætt Ámi var sonur Hans Bjarna Ámasonar (1883-1958), bónda og sjóróðraformanns í Holti i Fróðár- hreppi, síðar á Kaldalæk i Ólafs- vík, og konu hans Þorbjargar Þór- kötlu Ámadóttur, (1878-1969). Hans Bjarni var sonur Áma Árna- sonar (1832-1902), bónda á Holti og þriðju konu hans Kristrúnar Oddsdóttur, (1848-1940). Þorbjörg Þór- katla var dóttir Áma Björnssonar (1825-1899), bónda i Stapabæ á Arnar- stapa og seinni konu hans, Guðríðar Einars- dóttur (1842-1899). Helga móðir Bjargar var dóttir Tómasar Sigurðssonar (1865-1952), bónda og sjómanns í Bakkabúð, Tungukoti og víðar í Fróðár- hreppi, síðar í Ólafsvík, og konu hans, Ragnheiðar Árnadóttur (1879-1973). Tómas var sonur Sig- urðar Pálssonar (1819-1883), bónda á Búlandshöfða í Eyrar- sveit, og seinni konu hans, Jó- hönnu Sigurðardóttur (1829-1901). Ragnheiður var dóttir Áma Jón- assonar (1848-1900), bónda á Kára- stöðum í Helgafellssveit, og konu hans, Kristrúnar Sigurðardóttur (1850-1940). Afmælisbarnið fagnar tímamót- unum í faðmi fjölskyldu og vina í Félagsheimili Kópavogs kl. 20.00 í kvöld, eifmælisdaginn. Merkir Islendingar Sigurður Thoroddsen verkfræðingur, yngri, var fæddur 24. júlí 1902. Foreldrar hans voru Skúli Thoroddsen, alþingis- maður og ritstjóri, og kona hans, Theó- dóra Thoroddsen skáldkona. Sigurður var bróðir Bolla Thorodd- sens verkfræðings og bróðursonur Sig- urðar Thoroddsens eldra, verkfræð- ings og yfirkennara við Menntaskól- ann í Reykjavik. Sonur Sigurðar frá fyrra hjónabandi var Dagur Sigurðar- son skáld. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik 1919, cand.phil. prófi frá Háskóla íslands 1920 og prófi í byggingarfræði frá Danmarks Tekniske Hojskole í Kaupmannahöfn 1927. Siguröur S. Thoroddsen Sigurður stofnaði verkfræðistofu 1932 og starfrækti hana til 1961 en stofnaði þá ásamt samstarfsmönnum sínum Verk- fræðistofu Siguröar Thoroddsen sf. og var framkvæmdastjóri hennar til 1974. Sigurður er án efa einn þekktasti verkfræðingur þjóðarinnar, fyrr og siðar. Hann hafði geysileg áhrif á sviði verkfræði og mannvirkjagerðar. Sig- urður gerði uppdrætti og áætlanir fyr- ir fjölda stórframkvæmda, til að mynda vatnsveitur, dráttarbrautir, bryggjur, holræsagerð og fjölda virkj- anaframkvæmda. Sigur var einnig listfengur og hélt m.a. fjölda myndasýninga. Hann lést 29. júlí 1983. Sigmar Sigfússon rennismiöur, Laugar- ási, Biskupstungum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju miðvikudaginn 25. júlí kl. 14.00. Guöbjörg Sigurðardóttir, Langholtsvegi 14, Reykjavík, veröurjarðsungin frá Mosfellskirkju fimmtudaginn 26. júlí kl. 13.30. Ebba Guðmundsdóttir frá Búðarnesi, Hörgárdal, verður jarðsungin frá Akureyr- arkirkju föstudaginn 27. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður að Myrká.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.