Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 DV Norðurland Viðræður við ráðuneyti um framhald reynslusveitarfélagsverkefna: Heilsugæslan verði í verktöku bæjarins - Akureyri vill auka við heilsugæsluþjónustuna, segir Oktavía Jóhannesdóttir Viðræður standa nú yfir milli Ak- ureyrarbæjar annars vegar og heil- brigðis- og félagsmálaráðuneyta hins vegar um framhald reynslusveitarfé- lagsverkefna en lögin um reynslu- sveitarfélagsverkefni munu falla úr gildi að óbreyttu um næstu áramót. Akureyrarbær hefur verið með reynslusveitarfélagsverkefni frá báð- um þessum ráðuneytum, heilsugæslu og öldrunarmál frá heilbrigðisráðu- neyti og málefni fatlaðra frá félags- málaráðuneyti. Reynslan af því að vista þessi verkefni hjá Akureyrarbæ hefur verið góð að flestra mati og miðað við orð Okatvíu Jóhannesdótt- ur, formanns félagsmálaráðs Akur- eyrarbæjar, eru horfúr á að þessi verkefni muni áfram verða á verk- sviði bæjarins. Hún segir að í viðræð- unum við ráðuneytið verði gert ráð fyrir að bærinn verði áfram með þessi verkefni hjá sér en í stað þess að þetta verði skilgreint sem reynslu- sveitarfélagsverkefni muni Akureyr- arbær hafa þau í verktöku. Sem kunnugt er lýsti félagsmála- ráðherra því yfir í vor að horfið yrði frá áformum um flutning á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga og enn hefur ekki orðið nein breyting þar á. Hins vegar er þekkt, t.d. úr Þingeyjarsýslu og Húnavatnssýslu, að þessi mála- flokkur sé í verktöku sveitarfélagsins og segir Oktavía að einhvers konar útfærsla á slíku fyrirkomulagi sé lik- Heilsugæsla aukln Hugmyndir eru uppi um aö auka viö þjónustu á Heilsugæslustööinni á Akureyri og aö heilsugæslan, eins og málefni fatlaðra, veröi rekin á verktakasamningi bæjar og ríkis. legust á Akureyri. Hún ítrekar þó að þrátt fyrir að félagsmálaráðuneyti hafi tekið umleitunum bæjarins vel þá standi viðræður við ráðuneytið enn yfir og engin niðurstaða sé kom- in í þær. Samkvæmt hugmyndum Akureyr- arbæjar yrði líka gerður einhvers konar verktakasamningur við heil- brigðisráðuneytið um heilsugæslu- og öldrunarmálin en engin fordæmi munu þó vera til um slíkt. Viðræður eru komnar af stað og hefur félags- málaráð bæjarins viðrað ýmsar hug- myndir um að auka og bæta þjónust- una á sviði heilsugæslunnar sem rík- ið myndi þá taka þátt í að fjármagna. „Þetta eru hugmyndir um eflingu þjónustunnar á heilsugæslustöðinni þar sem ber hæst fjölskylduvernd og fyrirbyggjandi aðgerðir," segir Oktav- ía. Aðspurð segir hún það ekki óskylt hugmyndafræðinni bak við hið svo- kallaða „Nýja barns“-verkefni sem verið hefur í gangi á heilsugæslustöð- inni en það er þverfaglegt verkefni þar sem reynt er að taka með heild- stæðum hætti á öllum þeim vanda- málum sem kunna að fylgja því að barn fæðist. Verkefnið hefur fengið mikla athygli hér heima og erlendis og m.a. fengið alþjóðlega viðurkenn- ingu. Oktavía segir þessi mál öll í vinnslu og menn hafi farið snemma af stað í von um að lenda ekki í tíma- hraki í vetur, t.d. við að semja um fjárhagslega þætti þessara mála. Lögfræðingar arkiteka ítreka athugasemd um Skátagil og Ráðhústorg: Hugmyndir varöandi Skátagil stangast á - bæjaryfirvöld vilja grænt gil og gras en tillaga gerir ráð fyrir grárri stétt Lögfræðingar Batterísins, arki- tektastofu sem vann verðlaunasam- keppnina um hönnun Ráðhústorgs- ins og Skátagilsins á sínum tíma, hafa ítrekað fyrirspumir sínar til bæjarráðs Akureyrar um hvort til standi að breyta hönnun á þessum stöðum og fá til þess aðra og óskilda arkitektastofu. Er bent á það í bréfi til bæjarráðs að um þessa hönnun gildi lögvemdaður höfundarréttur og að komið hafi verið á samningur um hönnun Skátagilsins og Ráð- hússtorgsins. Segja þeir að krafist verði skaðabóta ef á þennan rétt sé gengið. Mál þetta kom fyrst upp fyr- ir um ári eftir að skipulagsyfirvöld á Akureyri ákváðu að tími væri kominn til að gefa miðbænum and- litslyftingu og fengu arkitektur.is til að gera tillögur um breytingar. Þessi síðasta ítrekun Batterísins fel- ur í sér fyrirspurn um framkvæmd- ir nú og var málinu vísað til bæjar- Skátagil Enn er í gangi málavafstur vegna hugsaniegra brota á höfundarétti viö endurskipulagningu í miöbæ Akureyrar. lögmanns á síðasta fundi bæjarráðs. Að sögn Vilborgar Gunnarsdóttur, formanns Umhverfisráðs Akureyr- ar, er að öllum líkindum um mis- skilning að ræða því í ár sé ekki hugmyndin að hreyfa neitt við Ráð- hústorginu sjálfu né Skátagilinu. Framkvæmdir þessa árs séu bundn- ar við göngugötuna sjálfa og ef eitt- hvað verði gert varðandi Ráðhús- torgið verði settur þar meiri gróður í kerjum en slíkt væri þá í samræmi við upphaflegu tillöguna. Víðtækur höfundarréttur Það vekur athygli að í bréfi lög- manns Batterísins er litið svo á að höfundarréttur þess nái ekki ein- vörðungu til þess sem búið er að framkvæma heldur líka til teikn- inga, uppdrátta og líkana af skipu- lagstillögum. Spurð út í þetta segist VUborg lítið geta tjáð sig um þetta tiltekna lagaatriði, enda sé bæjar- lögmaður kominn meö málið. Hins vegar bendir hún á að aldrei hafi verið gerður á sínum tíma samning- ur viö Batteriið um framkvæmdir og hönnun í SkátagUinu, eingöngu um Ráðhústorgið. Hún segist því ekki vUja trúa því aö óreyndu að bærinn sé bundinn af tillögum Batt- erísins í Skátagilinu eingöngu á þeirri forsendu að um verðlaunatU- lögu hafi verið að ræða. Grænt eða grátt Raunar kemur fram hjá Vilborgu að hugmyndir núverandi skipulags- yfirvalda um það hvernig Skátagilið eigi að vera gangi þvert á þá tillögu sem Batteríiö vann til verðlauna fyrir á sínum tíma. í dag vUji menn hafa SkátagUið sem náttúrulegast og grænt en tiUagan geri ráð fyrir því í sama anda og Ráðhústorgið, þ.e. hlaðinni stétt og afar gráu. Ljóst er því að lögfræðingar munu þurfa að skera úr um hversu langt þessi höfundarréttur nær og hvort bær- inn er bundinn af tiUögum Battarís- ins um SkátagUið fyrir næsta sum- ar en hugmyndin mun vera að ráð- ast í framkvæmdir þar að ári ef fjár- veitingar fást tU þess. Jóhann Frlö- geir Valdi- marsson. Tenór á Listasumri Einn heitasti tenór landsins, Jó- hann Friðgeir Valdimarsson, heldur tónleika á Listasumri á Akureyri um verslunarmannahelgina. Tónleikarnir verða í Deiglunni og er undirleikari Jóhanns píanóleikar- inn Jónas Þórir. Söng- skrá tónleikanna mun verða í léttum dúr, m.a. margar þekktar italskar ariur. Tónleik- amir verða haldnir laugardaginn 4. ágúst og er miðaverð 2000 krónur. Jóhann Friðgeir hefur sungið ein- söng með Karlakórnum Fóstbræðrum, Karlakór Reykjavíkur, Skagfirsku söngsveitinni, kór Bústaðakirkju, Sin- fóníuhljómsveit fslands og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, auk þess sem hann kom fram á tónleikum Kristjáns Jóhannssonar i LaugardalshöUinni sl. vetur svo og í sjónvarpi. Jóhann Frið- geir hefur haldið einsöngstónleika bæði í Langholtskirkju og í íslensku ópemnni og sungið sem einn af „tenór- unum þremur" sem hafa víða komið fram frá þvi um síðustu jól þegar þeir sungu fyrir borgarbúa á svölunum á gamla Málarahúsinu í Bankastræti. Á Ítalíu hefur Jóhann Friðgeir víða kom- ið fram og fengið hreint frábæra gagn- rýni. Hann er nú með umboðsmann á Ítalíu og er þegar kominn með mörg verkefni fyrir komandi ár. Slagurinn um þátttakendur á útihátíðum að hefjast: Fjölskylduhátíðin „Ein með ölluM á Akureyri - markmiðið að allir fari ánægðir heim Fjölskylduhátíðin „Ein með öllu“ verður haldin á Akureyri um verslun- armannahelgina. Mikið verður um að vera í bænum alla helgina og boðið er upp á dagskrá fyrir alla aldurshópa. Það eru hagsmunaaðilar á Akureyri, þ.e. verslanir, veitinga- og skemmti- staðir og ýmis önnur fyrirtæki í bæn- um, sem standa að hátíðinni, með fúll- tingi Akureyrarbæjar. Stærstu stuön- ingsaðilar hátíðarinnar eru verslan- imar Bónus, Hagkaup og 10-11, auk SS. Fremri - kynningarþjónusta hefur haldið utan um alla framkvæmd, auk þess að vera í forsvari fyrir hátíðina. „Ein með öllu“ mun væntanlega keppa um hylli landsmanna við Þjóöhátíð í Vestmannaeyjum og Eldborgarhátíð á Mýrum en þangað er helst reiknað með að straumurinn liggi. Margir þekktir listamenn koma fram, s.s. fjöllistahópinn Circus Atlant- is frá Akureyri, Blöðrutrúðamir, hljómsveitin Útrás og Hera Björk og Friðrik. Meðal þekktu nafnanna má finna hljómsveitimar Skítamóral, Greifana og trafár; Helgu Brögu, Bjarna töframann, Latabæ, Ávaxta- körfuna, brúðuleikhús Helgu Amalds og dúettinn Hund í óskilum. Unglingadansleikir verða haldnir í KA-heimilinu fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld þar sem stórhljóm- sveitimar Skítamórall, Sálin hans Jóns mins og Greifamir leika hver sitt kvöldið. Sálin mun jafnframt leika í Sjallanum á föstudags- og sunnudags- kvöld en Greifamir á laugardagskvöld og aðrir skemmtistaðir bæjarins bjóða líka upp á flottar hljómsveitir og/eða plötusnúða um helgina. Boðiö verður upp á skemmtidagskrá á tjaldsvæðinu að Hömrum, leiktæki verða sett upp í miðbænum og ekki má gleyma öllu því sem er í boði á Lista- sumri, í kvikmyndahúsum bæjarins og hinum ýmsu söfnum. Sundlaugar á Akureyri og nágrenni verða opnar alla helgina sem og flestar verslanir. Út- varpsstöðin Ljósvakinn FM 93,9 mun DV-MYND GG Forsvarsmenn „Elnnar meb öllu“ kynna hátíöina í veöurblíöunni á tjald- svæöinu aö Hömrum en þar veröur hægt aö tjalda Einnig á tjaldsvæöinu viö Þórunnarstræti, á Þórsvellinum auk svæöa utan Akureyrar. Ekki veröur leyft aö tjalda í Kjarnaskógi. F.v.: Tryggvi Marínósson, skátaforingi og forstööumaöur Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Sigurbjörn Sveinsson, veitingastjóri Greifans, Bragi Bergmann, Fremri - kynningarþjón- ustu, og Ingþór Ásgeirsson, forsvarsmaöur Miöbæjarsamtakanna. útvarpa frá hátíðinni alla helgina. Á sunnudagskvöld verður efnt til skrúðgöngu frá þremur stöðum í bæn- um og göngumar sameinast síðan á homi Þórunnarstrætis og Glerárgötu og hersingin heldur sem leið liggur á Akureyrarvöll. Þar verður boðið upp á grillaðar pylsur og kók með. Síðan mun dúettinn Hundur í óskilum stjóma brekku- og stúkusöng gesta. Hann verður kyijaður við langeld sem tendraður verður við völlinn. Kvöldhá- tíðinni lýkur síðan laust fyrir mið- nætti með stórkostlegri flugeldasýn- ingu. Ekkert aldurstakmark er á hátíð- ina en landslögum verður að sjálf- sögðu fylgt á Akureyri eins og á öðrum útihátíðum landsins. Áhersla er lögð á góða samvinnu við bæjaryfirvöld, lög- reglu, foreldravaktina og aðra sem koma að gæslu og öryggismálum. Gler- flöskur verða bannaðar á tjaldsvæðum og hefur sérstakt merki verið hannað til að vekja athygli á banninu. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.