Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Blaðsíða 10
10 -T Utlönd ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 I>V Peter og Joanna Peter er enn ófundinn og er talinn látinn. Handtekinn vegna manns- hvarfs Ástralska lögreglan handtók raann í morgun vegna hugsanlegs morös á Peter Falconio, 28 ára Englendingi sem var á ferðalagi um Ástralíu með unnustu sinni, Joanna Lees. Lögreglan handtók manninn skammt fyrir utan Sydney. Það er um 1600 kílómetra frá staðnum þar sem atburðurinn átti sér stað í óbyggöum norðurhluta Ástralíu fyr- ir tíu dögum. Lögregla hefur enn ekki beint tengt manninn við hvarf Falconio. Bíll mannsins og maður- inn sjálfur svara hins vegar til lýs- ingar lögreglunnar í Alice Springs, í norðurhluta Ástralíu. Verið er að yfirheyra manninn. Ferðamenn í hryðjuverkaárás Skæruliðar tamíla á Sri Lanka eru taldir hafa staðið á bak við árás á eina alþjóðlega flugvöll Sri Lanka í gær. Þrír hermenn og níu skæru- liðar létu líftð í árásinni, auk þess sem 13 flugvélar skemmdust. Þetta eru fyrstu alvarlegu átökin á eyj- unni í nokkurn tíma. Talið er að skæruliðar hafi misst þolinmæðina í samningaviðræðum við yfirvöld á Sri Lanka. Nokkuð af ferðamönnum var statt á flugvellinum og áttu þeir fótum fjör að launa, sumir þurftu að henda sér í skurði til að forðast sprengju- vörpur og byssukúlur. Flugvélar voru einnig í lendingu á meðan sprengjum rigndi yfir völlinn. Eng- in ferðamaður særðist. Gao Zhan Dæmd í fangelsi vegna kínversks ríkisborgararéttar. Fangelsi vegna njósna DómstóU í Kína dæmdi í morgun Gao Zhan, prófessor við bandarísk- an háskóla, tU tíu ára fangelsisvist- ar fyrir njósnir fyrir Taívan. Sönn- unargögnin eru sögð úrklippur úr bókum og blöðum sem eru ríkis- leyndarmál í Kína. Zhan hefur búið í Bandaríkjun- um síðustu 12 ár og á eiginmann og son með bandarískan ríkisborgara rétt. Hún fær fangelsi ólíkt Li Sha- omin sem einnig var dæmdur fyrir njósnir. Shaomin er hins vegar bandarískur rikisborgari var því gerður brottrækur úr Kína. Vopnahlé rofið í Makedóníu Átján daga vopnahlé í Makedóniu er í mikiUi hættu eftir að átök brutust aftur út í landinu í gær, annan daginn í röð. 12 ára stúlka lést í sprengjuvörpuárás í bænum Tetovo. Makedóníumenn hótuðu skæruliðum Albana í gær að hyrfu þeir ekki frá þeim svæðum sem þeir hernámu áður en vopnahléið 5. júlí hófst, væri allsherjarárás make- dónska hersins yfirvofandi. Skæru- liðarnir sýndu ekki á sér fararsnið í gær og hemámu þeir meöal annars fótboltaleikvang Tetovo. Að sögn lögregluforingja í bæn- um voru hermenn Makedóníu 50 metra undan og skiptust fylkingarn- ar á skothríð. „í dag höfum við raunverulegt stríð í Tetovo," hefur Reuter-fréttastofan eftir íbúa i bæn- um. Að minnsta kosti 24 óbreyttir borgarar og 5 makedónskir her- menn slösuðust í gær. Vestrænir erindrekar segja átök- in minnka verulega vonir um að stríðandi fylkingar náist aö samn- Boris Trajkovski Forseta Makedóníu viröist ekki vera aö takast hiö öröuga verkefni aö sameina þjóöarbrotin tvö í landinu. ingaborðinu. Phillip Reeker, tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, fordæmdi vopnaskakið í gær og sagði allt brot á vopnahléinu vera óásættanlegt. „Það er engin hemaðarleg lausn á vanda Makedóníu," sagði hann. Átökin eru á sama tíma og sendi- menn Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins búa sig undir að hitta Boris Trajkovski forseta í dag. Von- ast þeir til þess að hleypa nýju lífi í friðarviðræðurnar sem hafa látið standa á sér upp á síðkastið, þrátt fyrir tiltölulega viðvarandi vopna- hlé. Albanar berjast fyrir auknum réttindum í Makedóníu. Þeir vilja að albanska verði viðurkennd sem opinbert tungumál á eftir makedónsku, en það geta ekki allir Makedóníumenn sætt sig við. Tetovo er óopinber höfuðborg al- banska minnihlutans í landinu, sem er um þriðjungur íbúanna. Katherine Graham kvödd Ben Bradlee, varaforseti Washington Post, strýkur í burtu tár viö jaröarför fyrrverandi yfirmanns síns og eiganda Washington Post, Katherine Graham. Viö vinstri hliö Bradlees stendur eiginkona hans, Sally Quinn. Til hægri stendur Alexandra Schlesinger, eiginkona Arthurs Schlesingers. Graham lést af áverkum sínum eftir að hafa dottiö á gang- stétt. Skotbardagi á milli Palestínumanna Skotbardagi hófst í morgun milli palestínskrar lögreglu og palest- inskra byssumanna í borginni Gaza. Skotbardaginn hófst eftir að allt að 1000 manns höfðu safnast saman fyrir framan hús Moussa Arafat, yfirmanns hemjósna í Gaza. Fólkiö er talið vera stuðningsfólk hinnar svokölluðu Almennu and- spyrnuhreyfingu. Þrír meðlimir hreyfingarinnar voru særðir af palestínskum lögreglumönnum á sunnudaginn. Samkvæmt yfirlýs- ingu frá hreyfingunni voru menn- irnir að koma úr hernaðarlegum leiðangri gegn landnemabyggð ísra- ela þegar lögregla skaut á þá. Talsmenn lögreglunnar segja lög- reglumennina hafa talið mennina vera útsendara ísraela eftir að hafa fengið veður af ferðum slíkra. Tals- menn félaga hinna særðu segja hins Heitt í kolunum Palestínskir unglingar taka þátt í sumarþúöum hjá Fatahsamtökunum á Vesturbakkanum. vegar að lögreglan hafi vitað hverj- ir mennirnir voru en samt skotið á þá. Palestínsk yfirvöld eru undir miklum þrýstingi frá ísraelskum stjórnvöldum um að taka hart á hryðjuverkastarfsemi á yfirráða- svæði sínu. Það ýtir undir ásakanir líkum þeim sem áttu sér stað í morgun. ísraelsher felldi tvo Palestínu- menn í gær. Einn var 15 ára ung- lingur og hinn var grunaður um að- ild að sprengjutilræði sem upp komst áður en af þvi varð. Javier Solana, yfirmaður utanrík- ismála hjá Evrópusambandinu, er nú komin til Líbanon. Hann ítrek- aði tillögu Evrópusambandsins um nauðsyn á hlutlausum eftirlitsaðila á mörkum ísrael og heimastjómar- svæðis Palestínumanna. ísrael leggst enn eindregiö gegn slíku. Arafat fær stuöning Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, fékk 450 milljóna króna fjár- stuðning frá Sádi- aröbum í gær, auk pólitískrar stuðn- ingsyfirlýsingar. Arafat ræddi við konung og krónprins landsins um hvernig sameina mætti Araba gegn ágangi ísraelsmanna. Köttur í örbylgjuofni Bresk kona játaði fyrir rétti í gær að hafa hitað kött sinn í örbylgju- ofni í ölæði og reiðikasti. Konan missti stjórn á sér þegar fló af kett- inum beit hana. Olíuboranir við Færeyjar Færeyskt olíuævintýri virðist á næsta leiti eftir aö olíufyrirtækin British Petrolium og Shell hófu oliu- leit suðaustur af eyjunum í fyrrinótt. Kinaforseta mótmæit Jiang Zemin Kínaforseti heim- sótti Möltu í gær. Útlægir meðlimir hinnar bönnuðu Falun Gong-hreyf- ingar mótmæltu forsetanum og voru sex þeirra handteknir af lög- reglu. Kók neitar ákæru Gosdrykkjaverksmiðja Coca-Cola- fyrirtækisins í Kólumbíu neitar bandarískri ákæru um að hún hafi látið ólöglegar hersveitir myrða verkalýðsfélaga í landinu. Móðgar Indverja Flokkur þjóðern- issinnaðra hindúa í Indlandi skírði hvolp eftir George W. Bush Banda- ríkjaforseta i lit- ríkri athöfn í gær. Gjömingnum var ætlað að mótmæla nafngift gælukattar Bush, en hann heitir India. Krafist afsagnar yfir G8 Stjórnarandstaðan í Ítalíu krefst afsagnar innanríkisráðherra lands- ins í kjölfar þess að mótmælandinn Carlo Guiliani var drepinn af lög- reglu fyrir utan G8-fundinn í Genúa á helginni. Hugsanlegt er að lög- reglumaðurinn sem drap Guiliani verði kærður fyrir morð. Fordæmir stofnfrumufikt Jóhannes Páll páfi annar fordæm- ir tilraunir banda- rískra vísinda- manna með stofn- frumur úr fóstur- vísum. Hann varaði Bush Bandaríkja- forseta við hinu illa í tilraununum. Sprengt á Korsíku 14 lögreglumenn slösuðust lítil- lega þegar sprengja sprakk á lög- reglustöö í þorpi á frönsku Miðjarð- arhafseyjunni Korsíku i gær. Vopn- um búnir aðskilnaðarsinnar heimta sjálfstæði eyjunnar frá Frökkum. Hamborgarar og Netið MacDonalds veitingastaður í ísra- el býður upp á 20 nettengdar tölvur fyrir viðskiptavini sína. Þetta er fyrsti nethamborgarastaöurinn í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.