Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 25
LAUGARD AGU R 28. SEPTEM BER 2002 H&lgctrblað I>’V 25 DV-myndir E.Ól. Anna Vala mælir með chiliá- vexti með lifrinni og chiliið sker hún smátt áður en hún kryddar með því. Ekki er sama hvernig matur er reiddur fram. Anna Vala býr sig undir að skreyta diskinn og gera matinn með því lystugri. Steikt lifur er fljótlagaður mat- ur enda á hún að stoppa stutt á pönnunni. Þegar þessi réttur er útbúinn er því best að byrja á að sulta rauðlaukinn. Einstakt bragð frá Bordeaux og ávaxtaríkt frá Suður-Afríku - er val Ómars og Steinþórs hjá Rafkóp-Samvirki Það kann að hljóma undarlega en það er ekki oft sem vín frá Frakklandi hafa verið til umfjöll- unar á þessum vettvangi, landi sem öðru fremur hefur verið tengt vínframleiðslu. Áherslan hefur gjarnan verið á vín frá ítaliu og Spáni auk vína frá Chile, Ástralíu og Bandaríkjunum. Enda úr- valsvín sem þaðan koma og falla landanum vel í geð. En nú bregðum við okkur í franskar stelling- ar og skellum okkur til Bordeaux, þar sem vín- hjartað slær. Þeir Ómar S. Gíslason og Steinþór Einarsson hjá Rafkóp-Samvirki sögðust ekki í vafa þegar DV leitaði til þeirra, hugurinn leitaði strax upp í hlíð- ar Saint Germain í Bordeaux. Þaðan kemur úr- valsvínið Chateau Jonqueyres sem er djúprautt að lit, með fjólubláum kanti. Hinn heimsþekkti vínmeistari Michel Rolland hefur nostrað við þetta einstaka vín líkt og gert er við stóru Bor- deaux „boltana" þar sem berin eru handtínd í litl- ar körfur á besta þroskastigi. Blanda af Merlot og Cabernet Sauvignon þrúgum er látin liggja á eik- artunnum í eitt ár og síðan síuð með eggjahvítu. Vínið hentar mjög vel með lambakjöti og smellpassar með lambalifur. Það yfirgnæfir ekki villibráðarbragðið af lambakjötinu, sem er mikil- vægt, en bætir við þessu einstaka bragði sem frönsk vín eru þekkt fyrir og allt of margir hafa gleymt. Chateau Jonqueyres er verðugur fulltrúi franskrar víngerðar á veisluborðum vetrarins. Chateau Jonqueyres fæst í flestum verslunum ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu og kostar flaskan 1.350 krónur. Frá Frakklandi liggur leiðin langt í suður, til Suður-Afríku. Edonia Ruby Cabernet er vín sem kemur frá Coastal Region i Suður-Afr- íku, frá svæði þar sem heitt Indlandshaf- ið og kalt Atlantshafið mætast. Þessar andstæður móta veðurfar svæðisins og gróður þess og hentar Ruby Cabernet þrúgunni mjög vel. Edonia Ruby Caber- net hefur i meðallagi opinn og unglegan ilm. Soðnir ávextir og kirsuberjasulta koma gjarnan upp í hugann. Vinið ein- kennist annars af mjúku tanníni og endist þægilega án þess að yfirgnæfa matarbragð- ið. Það fer vel með rauðu kjöti og grillmat. Suður-afrísk vín hafa verið á mikilli upp- leið undanfarin ár og falla þau unnendum góðra vína vel í geð. Edonia Ruby Cabernet er i sölu í flestum verslunum ÁTVR og kostar 1.300 krónur. í báðum tilfellum er að um að ræða vin í verðflokki þar sem gera má sannkölluð kjarakaup, fá hreint út sagt afbragðsvin miðað við verð. Umsjón Haukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.