Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Qupperneq 30
30 H&lgarblað JOV LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Verður Leeds hindrun fyrir Arsenal? Milan Baros hefur verið að fá tækifæri með Liverpoolliðinu og nýtt þau með því að skora nokkur inörk. Verður Leeds einhver hindrun fyrir Arsenal? Pat- rick Viera, leikmaður Arsenal, hefur í það minnsta ekkert sérstakar áhyggjur af þvi og segir að Arsenal geti unnið hvaða lið sem er. Liðin mætast á Elland Road í dag en Arsenal verður án Martins Keowns, sem er meiddur, en i hans stað mun koma Pascal Cygan sem leikur þar með sinn fyrsta leik fyrir fé- lagið. Þá verður Dennis Bergkamp ekki með vegna meiðsla. Hjá Leeds-liðinu koma þeir Matteo og Kewell aftur inn og þá verður Alan Smith með þrátt fyrir að hafa meiðst í tapleiknum gegn Blackbum. Liverpool mætir sínum gamla liðsmanni Kevin Keegan og lærisveinum hans í Man. City í Manchester. Leikmannahópur Liverpool er ekki árennilegur en þeir mæta með sitt sterkasta lið, fyr- ir utan að Smicer er meiddur, en þrátt fyrir þennan sterka hóp hefur liðið ekki náð að sýna það sem í því býr. Það eru skörð í liði Man. City þar sem fyrirlið- inn Ali Benarbia er í leikbanni og þeir Richard Dunne og Shaun Goater eru meiddir. Man. Utd heldur til London þar sem það mætir Charlton. Undir flestum kringumstæðum ætti Charlton ekki að vera nein fyrirstaða fyrir fyrrum meistarana en eins og Man. Utd hefur verið að leika er ekkert öruggt. Jesper Blomquist verður hugsan- lega í leikmannahópi Charlton en talsverð meiðsli hrjá leikmenn liðsins. Það er áfall fyrir Man. Utd að þeir Veron og Silvestre verða ekki með vegna meiðsla en það gæti þýtt að Scholes verði dregin á lappir og látinn leika í dag. Lið Tottenham er smám saman að skríða saman en sjúkralisti liðsins er búinn að vera mjög langur. Að öllum líkindum kemur Christian Ziege aftur inn i liðið og þeir Steffen Freund og Sergei Rebrov léku með varaliðinu í vikunni. -PS Leikir laugardags Leeds-Arsenal Bolton-Southampton Charlton-Man.Utd Chelsea-West Ham Everton-Fulham Man. City-Liverpool Sunderland-Aston Viila Tottenham-Middlesbro Birmingham-Newcastle Samningar um byggingu nýs Wembleys í höfn: Kostnaður slagar upp í kostnað við 10 velli á HM Nú liggur loks fyrir að nýr þjóðarleikvangur Englend- eru síðan umræður og undirbúningur vegna bygging- inga verður byggður í stað Wembley-leikvangsins ar nýs Wembleys hófst. Nýi völlurinn mun bera sama sem þegar hefur verið rifinn niður að hluta. Sjö ár nafn og fyrirrennari hans og kosta um 100 milljarða Tölvumynd af nýjum Wembley. íslenskra króna. Samningar um byggingu leikvangs- ins glæsilega voru undirritaðir í gær og fjármögnun byggingarinnar er tryggð. Þetta er stór dagur fyrir knattspyrnuáhugamenn í Englandi því að undan- förnu hefur þurft að leika marga af stærstu leikjun- um þar í landi í Wales. Um er að ræða glæsilega byggingu en það er ljóst að eitt helsta sérkenni gamla Wembleys, turnarnir tveir, munu ekki prýða nýja völlinn heldur verður um að ræða glænýja hönnun sem hefur tekið miklum breyt- ingum á hönnunartímanum, enda hefur áætlaður kostnaður þrefaldast. Það þótti við hæfi að völlurinn hefði eitthvert sérkenni, þannig að ákveðið var að reisa risastóran stálboga yfir endilangan völlinn. Nýr Wembley mun taka 90 þúsund áhorfendur sem er næstum því jafnmikið og gamli völlurinn tók þegar hann var opnaður árið 1923. Nú eru hins vegar allir áhorfendur í sætum sem var ekki um að ræða á þeim tíma. Þegar vellinum var lokað fyrir tveimur árum tók hann 78 þúsund manns í sæti. Þrátt fyrir mikla hamingju margra aðila í Englandi yfir þvi að málið skuli nú vera í höfn eru margar gagnrýnisraddir á lofti, sérstaklega nú. Kostnaðurinn við bygginguna hefur farið fyrir brjóstið á mörgum knattspyrnuáhugamanninum í Englandi, enda ef tek- ið er mið af þeim 120 milljarða kostnaði sem Suður- Kóreumenn lögðu út i byggingu og lagfæringar á alls 10 knattspyrnuvöllum fyrir HM síðastliðið sumar eru kostnaðartölur þessar æði athyglisverðar. Þá þykir tímasetningin óheppileg þar sem peningaflæði innan knattspyrnunnar í Englandi hefur dregist töluvert saman og mörg félög þar í landi eiga í fjárhagserfið- leikum og eru á barmi gjaldþrots. Nefna menn einnig að tekjur úrvalsdeildarfélaganna hafi dregist um allt að 40% á milli ára. Hvað sem allri gagnrýni líður virðist sem ekkert fái stöðvað byggingu þessa glæsilega mannvirkis á grunni þess gamla sem í hugum marga er heimili knattspyrnunnar -PS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.