Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Qupperneq 40
AA HelQarblað DV LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Sakamál Sigtryggur Magnason: I húsi dauðans Saga Eds Gein, hins upprunalega Normans Bates Ed Gein (til hægri) fylgt að dómshúsinu í Waushara árið 1957. Eitt frægasta verk kvikmyndasögunnar er mynd Alfreds Hitchcock, Psycho. Hitchcock gerði Psycho árið 1960 eftir sam- nefndri sögu Roberts Bloch. í myndinni segir frá ungri konu sem flýr með illa fengið seðlabúnt á vit drauma og frelsis en er svo óheppin að fá gistingu á móteli Normans Bates. Við fyrstu kynni virðist Norman vera venjulegur feiminn ungur maður. Fljótlega koma í ljós sérkennilegar hliðar á honum og lífi hans í húsinu á hæðinni. Sérstaklega vekur móðir hans athygli en hún les yflr honum fyrir að hafa of náin afskipti af þessari ungu konu. Til að gera langa sögu stutta fer það svo að Norman, í gervi móður sinnar, drepur konuna i sturtuatrið- inu fræga, felur lik hennar í skotti bíls hennar og sökkvir honum í vatn í nágrenninu. Þegar aðstand- endur konunnar hefja leit að henni og finna Norm- an kemur í ljós að hann á sér leyndarmál; móðir hans er löngu dáin en hann hefur lík hennar enn í ruggustól auk þess sem hann klæðist fötum henn- ar þegar hann fremur ódæði. Þótt þessi saga viröist mjög skáldsagnakennd, sem hún er auðvitað, kemst hún ekki í hálfkvisti við þann raunveruleika sem að baki liggur og var uppspretta Roberts Bloch þegar hann skrifaði sögu sína. Það sem að baki -liggur hefur einnig veitt öðr- um hugmyndir fyrir pervertísk illmenni og má þar nefna óþokkann Buffaio Bill sem fló kvenkyns fórnarlömb sín og saumaði föt úr skinninu í mynd- inni Lömbin þagna. Það sem að baki þessara við- urstyggilegu persóna liggur er saga Eds Gein. Drengurinn sem átti að vera stúlka Edward Theodore Gein var yngri sonur hjón- anna Georges og Augustu. Hann átti einn eldri bróður og hét sá Henry. George hafði ekki átt góða ævi og var mjög uppburðarlítill og veiklyndur. Hann missti foreldra sína og eldra systkini þegar hann var þriggja ára gamall og ólst upp í umsjá móðurforeldra sinna. Hann kynntist hinni nítján ára gömlu Augustu þegar hann var 24 ára. Hún var mjög sérkennileg og strangtrúuð og lagði mikið upp úr því að viðhalda vantrú Georges á sjálfum sér. George var af þeim sökum ekki mikils virtur í bæjarfélaginu og enn síður innan fjölskyldunnar. Fjölskyldan rak verslun og öfugt við það sem tíðkaðist var Augusta með öll ráð í hendi sér hvað varðaði reksturinn; hún hafði töglin og hagldirnar í öllu sem hún kom nálægt. Samlíf þeirra hjóna var ekki upp á marga fiska enda taldi Augusta að kyn- líf væri saurugt og tengt þeim í neðra. Samt sem áður eignuðust þau soninn Henry og siðar, til þess eins að eignast stúlku, hleypti Augusta George í rekkju sína. Ávöxtur þess „ástar“fundar kom í heiminn þann 27. ágúst árið 1906. Það var drengur sem fékk nafnið Edward Theodore. Það var mikið áfall fyrir Augustu að karlkynið hefði enn einu sinni þrengt sér inn í líf hennar. En hún sór að lastafullt líferni og hugsunarháttur karlkynsins skyldi ekki ná að smita þetta barn; þessi drengur yrði öðruvísi. Það reyndist skelfilega rétt. Viðbjóður borgarlífsins Borgarlífið var ógeðslegt í augum hinnar strang- trúuðu Augustu og því brá hún á það ráð að flýja sollinn og hefja nýtt og betra líf í umhverfi sem var hollara guði. Það umhverfi fann hún rétt fyrir utan smábæinn Plainfield í Wisconsin. Þar var lítil jörð sem var í þægilegri fjarlægð frá umheiminum og þar gat hún alið sína karla upp í góðum siðum. Hún hélt áfram að rakka George niður en veik- lyndi hans birtist meðal annars í því að honum hélst illa á vinnu og hann leitaði óspart til flösk- unnar. Hún messaði yfir sonum sínum og þá sérstaklega Ed sem hún sagði að gæti aðeins verið elskaður af móður sinni. Hún lagði mikla áherslu á að konur og kynlíf væru af hinu illa. Því til áréttingar þuldi hún yfir Ed áður en hann fór í háttinn á myrkum síðkvöldum eftirfarandi kafla úr Opinberunarbók- inni: Og hann leiddi mig burt i anda á eyðimörk. Og ég sá konu sitja á skarlatsrauðu dýri, alsettu guð- löstunar nöfnum, og hafði það sjö höfuð og tíu horn. Og konan var skrýdd purpura og skarlati, og var búin gulli og gimsteinum og perlum. Hún hafði í hendi sér gullbikar, fullan viðurstyggðar, og var það óhreinleikur saurlifnaðar hennar. Og á enni hennar var ritað nafn, sem er leyndardómur; Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viður- styggða jarðarinnar. Annar texti úr Biblíunni var henni ekki síður hugleikinn en sá var úr Orðskviðunum: Því að hunangsseimur drýpur af vörum lauslátr- ar konu, og gómur hennar er hálli en olía. En að síðustu er hún beiskari en malurt, beitt eins og tvíeggjað sverö. En hví skyldir þú, son minn, láta léttúðarkonu töfra þig, og faðma barm lauslátrar konu? Hvað á ég að segja þér, sonur minn? Og hvað, sonur kviðar míns? Og hvað, sonur áheita minna? Gef konum ekki kraft þinn, né ástarhót þín þeim er spilla konungum. Ættingjarnir deyja Ed tilbað móður sína og sá í henni hina hreinu mynd gæðanna. En Henry bróðir hans var nokkru raunsærri en Ed. Hann sá brestina í fari móður sinnar og dirfðist meira að segja að gagnrýna hana við Ed. Aö sjálfsögðu sárnuðu Ed mjög orð bróður síns og þótti þau hin mesta firra. Vegna ástarinnar á móður sinni veittist Ed ekki erfitt að takast á við það þegar faðir hans dó þann 1. apríl árið 1940, þá 67 ára að aldri. George hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.