Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Fréttir DV Reykjavíkurlistinn hangir enn á bláþræði: Gagntilboöi Ingibjarg- ar Sólrúnar hafnaö - Samfylkingin segir Framsókn og Vinstri-græna bera ábyrgð á hvernig komið er Stífar samningaviðræður voru í gær um lausn á kreppunni innan Reykjavík- urlistans. Samkvæmt heimildum DV gerðu Framsókn og Vinstri-grænir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur og Samfylk- ingunni tilboð í gær. Borgarstjóri gerði í kjölfarið gagntilboð sem var hafnað. Tilboð Framsóknar og Vrnstri- grænna hljóðaði upp á að Ingibjörg Sól- rún léti af störfum borgarstjóra frá og með 15. janúar þangað til annað yrði ákveðið. Ámi Þór Sigurðsson forseti borgarstjómar (Vinstri-grænum) tæki við starfi borgarstjóra; Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Samfylkingunni) yrði for- seti borgarstjómar og Alfreð Þorsteins- son (Framsókn) formaður borgarráðs. Með tilboðinu gefur þvi Framsóknar- flokkurinn Vinstri-grænum eftir emb- ætti borgarstjóra. „Guð blessi bamið,“ var það fyrsta sem herra Karl Sigurbjömsson, biskup íslands, hafði að segja, spurður um við- brögð sín við þeim fregnum sem bárast frá Bandaríkjunum í gær þess efnis að búið væri að einrækta fyrsta bamið. En biskup segir að þrátt fyrir að þetta sé líf og einstaklingur þá sé því sem fréttinni fylgdi hægt að líkja við martröð. „Eitt er það að það er farið að beita þessari tækni til að íramleiða manneskju og hitt er að þessi fram- kvæmd skuli vera í höndum vitleys- inga að því er virðist. Þetta vekur enn fleiri spumingar um hin siðferðilegu vandamál sem þessu fylgja," segir biskup. Fullyrðingum um klónaðar mann- eskjur er ávallt tekið með fyrirvara en niðurstöður rannsókna á umræddu bami em væntanlegar bman viku. Eitt öflugasta landbúnaðarfyrirtæki landsins, Kjúklingabúið Móar hf. í Mosfellsbæ, fékk í gærdag heimild Hér- aðsdóms Reykjavíkur til greiðslustöðv- unar til 16. janúar næstkomandi. Fyrir dómi var upplýst að skuldir félagsms nema um 1.442 milljónum króna - en bókfærðar eignir em 1.090 milljónir króna. Vandamál fyrirtækisins hafa verið augljós um nokkurt skeið. í beiðni stjómar Móa hf. um greiðslustöðvunina gætir bjartsýni á framtíðina þrátt fyrir eriiða fjárhags- stöðu félagsins. Þar segir að undanfama mánuði hafl verið unnið að því að bæta reksturinn, 8 mánaða uppgjör sýni að framlegð fyrir afskriftir sé jákvæð um 18,5 miiijónir króna og stefni 166 milljón- ir fyrir árið í ár. í fyrra kom árið út í 80 milljóna króna neikvæðri framlegö. Orðalag tilboðsins var með þeim hætti að ekki var útilokað að Ingibjörg Sólrún sneri aftur eftir þingkosningar á næsta ári. Ingibjörg Sólrún gerði gagntilboð þess efnis að hún tæki sér leyfi frá störfum en því var hafnað. „Á ekki afturkvæmt" Ástæða þess að hvorki Framsókn né Vinstri-grænir geta fallist á tilboð Ingi- bjargar Sólrúnar um að hún fari í frí fram yfír kosningar er meðal annars sú, að það fæli i sér að formlega bæri hún eftir sem áður titil borgarstjóra. Þess vegna er gerð krafa um að hún láti formlega af störfum, án þess að útilokað sé svart á hvítu að hún geti snúið aftur eftir þingkosningar. Heimildarmaður DV úr forystusveit Vinstri-grænna sagði hins vegar að slík- skelfílegt. „Stóra spumingnin er hvort okkur sé heimilt að grípa inn í náttúr- una í þessum efnum og gera þannig bamið að framleiðsluvöru," segir bisk- up. Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki við Háskóla íslands, sem hefur kennt námskeið í siðfræði líf- og erfðavísinda, segir að ef ekki sé um gabb að ragða þá sé þetta glapræði. „Klónun manna er vísinda- og sið- ferðilega ábyrgðarlaust athæfi. Klónun- artæknin er enn sem komiö er mjög frumstæð og eru t.d. miklu meiri líkur á vansköpun klóna en þeirra sem em getnir á náttúrulegan hátt. Sauðkindin Dolly, sem var fyrsta klónaða spendýrið, hefur t.a.m. elst hraðar en jafnaldrar hennar," segir Sigríður og bætir við að auk þess sé það siðferðilega mikið álita- mál hvort rétt sé að klóna menn. -vig Helsti eigandi Móabúsins er Krist- inn Gylfi Jónsson frá Brautarholti á Kjalamesi. Hann er víöa með jám í eldinum í matvælageiranum, er einn eigenda Ali-Síld og fiskur, stofnrækt- arbúsins að Þórastöðum II í Ölfusi og Nesbúsins sem er annar stærsti eggja- framleiðandi landsins. „Greiðslustöðvun er ekki veitt fyr- irtæki nema fyrir liggi sannfærandi áætlun um framtíðina. Við erum í fíárhagslegri endurskipulagningu og teljum að við munum komast á réttan kjöl að nýju. Þessi atvinnugrein er í umsköpun, Reykjagarður og ísfugl fóra bæði í greiðslustöðvun, og nú við. Við göngum í gegnum erfitt skeið en munum berjast til þrautar," sagði Kristinn Gylfi Jónsson í gærkvöld. -JBP um „bakdyrum“ yrði aðeins haldið opn- um til að bjarga andliti borgarstjórans. „Það hefur enginn trú á því að hún komi aftur. Menn ganga út frá því að hennar tími sem borgarstjóri sé liðinn og ég tel að hún eigi ekki pólitískt aftur- kvæmt,“ segir þessi heimildarmaður blaðsins. „Framsókn og VG að kenna“ Samfylkingin í Reykjavík fundaði um málið í hádeginu í gær og gaf í kjölfarið út ályktun þar sem áhersla er lögð á að samstarfi um R-listann verði haldið áfram. Ekki er þó hreinn sáttatónn í ályktuninni því að í henni er samstarfs- flokkunum kennt um hvemig komið er, þar sem segir: „Samfylkingin harmar þær harkalegu yfirlýsingar fulltrúa samstarfsflokkanna sem leitt hafa til Útlit er fyrir að ekkert lát sé á þeirri þróun aö sumir höfuðborgarbúar beri á sér eggvopn. Þegar lögregla krefur viðkomandi um skýringar er svarið oftast „til að verja mig“. Þetta á oftar en ekki við í fíkniefhaheiminum. Skarphéðinn Njálsson varðstjóri, sem sér um skráningar skotvopna hjá lög- reglunni í Reykjavík, segir að svo virð- ist sem lagt hafi verið hald á svipað magn skotvopna í ár og á síðasta ári en hins vegar liggi lokatölur ekki fyrir. „Ég held að þetta sé mjög svipað og áður, bæöi með skotvopn og önnur vopn. En þaö viröist orðin lenska hjá mörgum að bera hníf á sér. Ég held að þess að samstarfið um Reykjavíkurlist- ann er nú í hættu.“ Þá segir í ályktuninni að Ingibjörg Sólrún hafi ekki undirgengist neinar skuldbindingar gagnvart flokkunum um að taka ekki frekar þátt í pólitísku starfi. „Þetta er spuming um útfærsl- ur,“ segir Stefán Jón Hafstein spurður hvort borgarstjómarflokkur Samfylk- ingarinnar telji það geta farið saman að vera borgarstjóri og frambjóðandi í þingkosningum. „Ég skil vel að menn vilji fá út að tveir plús tveir séu fíórir, en þegar tveir andstæðir pólar birtast eins og hér gerðist hlýtur að vera milli- vegur. Ef maður setur sig í spor sam- starfsflokkanna - sem maður á að gera - er skiljanlegt að þeir vilji ekki að borg- arsfíóri beiti þunga embættisins í kosn- ingabaráttu gegn þeim.“ -ÓTG ekkert lát sé á slíkum vopnaburði," segir Skarphéðinn. Hann kveðst telja að sennilega fari þeim tOvikum fíölg- andi þar sem skaði verður af notkun eggvopna, oftast hnífa. Þetta er í sam- ræmi við fréttir sem DV hefúr birt á síðasta ári þar sem manndráp vom framin, tilraunir til slíks eða stórfelld- ar líkamsárásir. Skarphéðinn segir að lögreglumemi hafi í starfi sínu æ oftar heyrt um að fólk hafi ógnað öðrum með hnífum. „Þrátt fýrir guðrækni og góða siði þá hefur þetta verið þróunin í þjóðfélagi okkar,“ sagði Skarphéðinn Njálsson. -Ótt Ruslapoki veldur usla Um tólfleytið í gærdag barst Lög- reglunni I Reykjavík tilkynning um að stór kassi héfði verið settur fyrir framan McDonald’s á Suðurlands- braut. Kjartan Örn Kjartansson framkvæmdastjóri segir að hann hafi tekið til þeirra ráða að loka staðnum og var starfsfólki og við- skiptavinum komið út. Því næst var sprengjusérfræðingur kallaður á staðinn til að athuga pakkann. Eng- in hætta reyndist þó vera á ferðum þar sem undarlegi kassinn reyndist vera ruslapoki og var staðurinn opnaður fljótlega eftir atvikið. Fjárskortur Landhelgisgæsluna vantar 100 milljónir króna árlega til að geta sinnt verkefnum sínum. Rekstur flugvélar og björgunarþyrlna hefur reynst erfiður. Ríkisendurskoðun lagði til á fyrra ári að gerðar yrðu breytingar á rekstri stofnunarinnar en ekkert hefur verið aðhafst í þeim efnum. Bíll valt í Öxarfirði Þrennt slapp lítið slasað eftir að bifreið valt i Öxarfirði um hádegis- bil í gær. Hálka var á veginum og missti ökumaður stjóm á bílnum. Vaxtalækkun boðuð Landsbanki íslands hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra inn- lána og útlána um 0,15% frá áramót- um. Stjórnendur Landsbankans telja enn allar forsendur til að lækka frekar verðtryggða vexti á skuldabréfamarkaði á næstu mán- uðum. Minni jólaverslun Allt útlit er fyrir að jólaverslun hafi dregist saman í ár - miðað við síðustu jól. Þetta segir Emil B. Karlsson, hjá Samtökum verslunar og þjónustu, í samtali við mbl.is. Emil segir að verslunin hafi í besta falli staðið í stað en tölur hafa ekki borist samtökunum enn. Bakkabræður kaupa Bakkabræð- ur, sem er fyr- irtæki Ágústs og Lýðs Guð- mundssonar, hefur keypt 55% hlut í Meiði ehf. Meiður er stærsti hluthafinn í Kaupþingi og á tæplega 16% hlut. -aþ/ss í DV laugardaginn 21. desember var greint frá skemmtilegri uppákomu í leik karlaliðs Stjömunnar og ÍR í hand- bolta. Þegar strákamir skunduðu til búningsklefa var staðan 17-11 fyrir ÍR og stefiidi því I stórtap Sfíömunnar. Var sagt að Magnús Andrésson hafi skundað í búningsklefann til að tala yfir hausamótunum á strákunum og í kjölfarið sigldu tvær súludömur frá Geira í Maxím’s. Ætluðu þær að hvefía strákana til dáða með fyrirheitum um ókeypis aðgang og góða fyrirgreiðslu á Goldfinger ef þeir ynnu leikinn. Hið rétta er að það mun hafa verið Magn- ús Magnússon sem þama var að verki. Nafni hans Andrésson er þó mikill stuðningsmaður liðsins en hætti beinum afskiptum af liðinu fyrir meira en ári. Koma súlumeyjanna varð þó til þess að Sfíömustrákar sperrtust allir upp og náðu næstum að meija sigur í leik sem endaði í jafntefli, 30-30. Verð áður kr. 6.990 UNITED Ferðatœki með geislaspilara, segulbandi og útvarpi. RCD3352 Sjönvarpsmiðstöðin RAFTÆKJAVERSLUN • SIÐUMULA 2 * SIMl 568 9090 Fullyrt er að búið sé að einrækta fyrsta barnið: Guð blessi barnið - segir biskup - vekur spurningar DVWND HARI Allir með hliföargleraugu Slysavarnafélagið Landsbjörg og Blindrafélagiö snúa bökum saman fyrir áramótin og dreifa flugeldagleraugum til barna og unglinga. Fyrstu hlíföargleraugun voru afhent í höfuöstöðvum Landsbjargar í gær en alls munu rúmlega 18 þúsund börn á aldrinum 11 til 15 ára fá send heim gjafabréf fyrír hlíföargleraugu. Um síöustu áramót uröu eft- ir því sem félögin komast næst engin augnslys af völdum flugelda og binda menn vonir viö aö áramótin nú veröi einnig slysalaus. Ekkert lát virðist á vopnaburði manna Biskup segir að ef satt sé þá sé þetta Móar hf. fá greiðslustöðvun til 16. janúar: Bjartsýni þrátt fýrir bágan fjárhag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.