Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGU R 28. DESEMBER 2002 H&lgarblað X>V 45 Löggæslan, dómsmálin og fangelsismál á árinu 2002: Fimm manndráp og meiri harka fólks í fíkn Handrukkanir, ekiö viljandi á fólk, keðjusög, hamar og sveðja Þetta var raunveruleikinn á íslandi áriö 2002 en einnig sáust haglabyssur, skammbyssur, hnífar, hafnaboltakylfur og þannig má lengi telja. Fimm manndráp og gríöarlegur fjöldi alvarlegra líkamsárása tengdra fíkniefnum. Frónkexið farið „Árið verður mér sem héraðsdómara minnisstætt af tveimur ástæðum. Ann- ars vegar er það vegna fjölgunar forsjár- mála í Héraðsdómi Reykjaness, sem eru orðin 29 á móti 18 á sama tíma í fyrra - nær 100% aukning á málafjölda milli ára. Seinni ástæðan lýtur að því skiiningsleysi sem stjómvöld og Alþingi hafa sýnt rekstri héraðsdóm- stólanna," segir Jónas Jóhannsson hér- aðsdómari. „Á sama tíma og dómsmál- um hefur fjölgað umtalsvert og auknar kröfur hafa verið gerðar til skilvirkni dómstólanna hefur sjálfstæði þeirra ver- ið skert með lágum fjárveitingum og skilaboðum um að herða sultarólina enn frekar. Þannig urðum við í héraðs- dómi fyrr á þessu ári að sjá á eftir Frón- hundakexinu með kaffinu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég held það verði að segjast umbúðalaust að brýna nauðsyn beri tii að slá skjaldborg um starfsemi héraðsdómstólanna og forða þeim frá þeim dauöa sem er öllum dauðdaga óvirðulegri - hordauðanum." NATO-fundurinn „Mér er efst í huga eitt stærsta verk- efni lögreglunnar í seinni tíð sem var öryggisgæsla á NATO-fundinum í maí. Kom þá i ljós hversu vel þjálfuð og skipu- lögð íslenska lögregl- an er. Leysti hún þetta verkefni ein- staklega vel svo eftir var tekið,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. „Þá er mér einnig ofarlega í huga, þó svo að ég hafi ekki komið að því verkefni, heimsókn forseta Kína mánuði siðar. Reyndi þar verulega á þátt lögreglunnar sem stóð sig afar vel við erfiðar aðstæður. Lögreglumenn hafa verið afar virkir í að taka á alvarlegum umferðarlagabrot- um sem hefur skilað árangri því alvar- legum slysum hefur fækkað í umdæm- inu og er það meginmarkmið starfs okk- ar. Þá finnst mér samvinna og samstarf við fjölmiðla hafa verið að færast í gott horf og bind miklar vonir við áframhald á þvi og ekki síst að fjölmiðlar ýti enn frekar undir jákvæða umræðu um lög- gæslumálin.“ Nýr sýsluvettvangur „1. júlí voru hðin 10 ár frá aðskilnaði dómsvalds og lögæslu. Lítið fór fyrir þessu merkisafmæli. f upphafi ársins skipti ég um starfsvettvang og hóf kunn- ugleg störf í nýju og reyndar gamalkunnu umhverfi, Ámes- sýslu,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður. „Um- ferðareftirlit í sýsl- unni hefur verið hert af illri nauðsyn. Al- varleg umferðarslys kalla á það. Stóru „fikniefhamáT ársins standa upp úr, að ógleymdu stórverkefhi lögreglunnar á ís- landi í tengslum við NATO-fúndinn í maí. Dómstólar og lögregla á íslandi virðast á réttri leið þrátt fyrir vaxandi álag. Kröfur almennings til réttarvörslukerfisins aukast stööugt og sem betur fer fylgir því aukið traust á störf þess. Viðfangsefnin sýna glöggt að ísland er í þjóðbraut heimsins og lögreglan má hvergi slaka á, eins og raun ber vitni.“ Sýknudómar „f haust voru kveðnir upp fjórir dómar í Héraðsdómi Reykjavikur í nauðgunarmálum þar sem sakfeht var i einu en sýknað í þremur. Hvernig stendur á að Ríkis- saksóknari hefur aðra sýn á þessi mál, þar sem sýkn- að var, en fjölskip- aður dómstóll?" seg- ir Hilmar Ingi- mundarson hæsta- réttarlögmaður. „Samkvæmt lögum um meðferð opin- berra mála á ekki að gefa út ákæru nema ákæruvaldið telji að það sem fram er komið sé nægilegt eða líklegt til sakfellis. Einnig má í þessu sam- bandi benda á að fjórir af fimm í máli Árna Johnsens hlutu sýknudóm." íslendingar hófu árið friðsam- lega sín á milli þrátt fyrir tug- milljóna króna sprengigleði á gamlárskvöld og nýársnótt. En ólaetin og gauragangurinn sem fylgdu knallinu voru ef til vill fyr- irboði þess sem einkennt hefur árið 2002 þegar lög og regla eru annars vegar. Fimm manns var banað á árinu. í eitt skiptið var þolandinn barn. Hálfur tugur er metjöfnun í mann- drápum á íslandi því jafnmörg voru framin þúsaldarárið 2000. ís- lendingum fækkaði um fimm af völdum sex meintra gerenda. í eitt skiptið voru það tveir ofstækis- fullir ofbeldismenn (Hafnarstræti) í annað skiptið var geðsjúkur fik- ill grunaður (Klapparstígur), fyrsta manndráp ársins var framið af veruleikafirrtum fikli með alvæpni (Víðimelur) og í fimmta skipt'i átti geðsjúk móðir í hlut (Breiðholt). Foreldrar hins geðsjúka manns hörmuðu Klapp- arstígsatburðinn opinberlega og upplýstu alþjóð um að þeir hefðu margoft varað stjórnvöld og heil- brigðisyfirvöld við. Aldrei áður hefur ríkissaksókn- ari gefið út eins margar ákærur fyrir misnotkun gegn börnum og á árinu sem nú er að líða og ofbeld- ismálin einkenndust mörg hver af háttsemi sem gjarnan hefur sést í svæsnustu Hollywood-myndum - eða hinum umdeilda tölvuleik, Grand Theft Auto. í fréttum síðasta árs urðu hand- rukkarar æ meira áberandi og seint á árinu var 31 árs karlmaður af er- lendu bergi brotinn handtekinn eft- ir að hafa verið með 13 ára pilti úr Vesturbæ Reykjavíkur í söluferð með fikniefni á Norðurlandi. Bíómyndaofbeldið í einu ofbeldismáli ársins var vélsög í gangi notuð, hafnabolta- kylfa, steypuskófla og hnífur - þetta segir sina sögu um aðfarir og hugsunarhátt hluta hinnar ungu íslensku þjóðar. Þarna fékk meintur handrukkari fangelsis- dóm fyrir að berja fatlaðan mann með skóflunni en sá síðarnefndi var dæmdur fyrir að stinga hinn. í öðru máli var ungur maður ákærður fyrir að skjóta 8 sinnum úr skammbyssu í áttina að fólki og í öðru tilfelli braut maður sér leið inn í hús í Álfheimum með haglabyssu og lét vaða á gestkom- andi mann sem náði að flýja út um glugga. Nokkrum sinnum voru svo menn ákærðir fyrir að aka á aðra - já, keyra viljandi á fólk - en einn hlaut dóm fyrir manndráp af gáleysi - ökumaður bíls sem ekið var á ofsahraða á Nesjavallavegi þar sem þrennt fórst - sjálfur var hann með fíkni- efni á sér. í eitt skipti var maður numinn á brott úr Hveragerði, límband sett um hann og honum hótað með hamri á leiðinni að höf- uðborgarsvæðinu. Þessar aðfarir eru ef til vill dæmigerðar fyrir ýmsar sem eru uppi á borðinu á íslandi i dag, ekki síst þegar fíkniefni eru ann- ars vegar. Skuggalegir harmleikir Ungur og stórefnilegur maður leiddist út í mikla kókaínneyslu í upphafi árs og varð síðan strætis- vagnabílstjóra að bana á leið að innbrotsstað í Vesturbænum. Hann lenti i ógæfunni sem fylgir fikniefnunum - einn af hundruð- um slíkra en neyslan virðist greinilega vera að harðna. Slag- hamar, kjöthnífur og sveðja var það sem maðurinn hafði meðferð- is á innbrotsstað en fyrir þessum vopnum varð hinn blásaklausi strætisvagnabilstjóri sem þekkti ekki til árásarmannsins. Fíklinum fannst sér ógnað! Þetta leiðir hugann að því að eng- inn er óhultur á götu í Reykjavík. Víðimelsmálið var aðeins eitt af stöðugt fjölgandi manndrápum á íslandi þar sem fíkniefni eru í spilinu - í þremur af fimm fram- angreindum manndrápum, sem öll voru framin í höfuðborginni, vofði skuggi fíkniefnanna yfir. Frá því í júlí 1999 hafa 13 mann- dráp verið framin hér á landi. Fram að því var ekki óalgengt að menn segðu að manndráp heföi verið framið annað hvert ár að jafnaði á íslandi - fimm á áratug. En nú - á einu ári - voru þau fimm. Er ekki nokkuð ljóst hvað er að gerast? Þingmaður og ... Mál Árna Johnsen var það saka- mál sem fékk mesta umíjöllunina á árinu - hann var dæmdur fyrir ýmis auðgunarbrot ekki síst sem formaður bygginganefndar Þjóð- leikhússins. Jú, vissulega var um þingmann að ræða sem sagði af sér og var sakfelldur fyrir hátt í tvo tugi ákæruliða og fékk 15 mán- aða fangelsi í héraði - hann hefur áfrýjað. Þegar litið er yfir farinn veg kemur Árnamálið fyrst upp í huga margra á árinu en þegar mann- drápsmálin og metárið er skoðað ásamt árinu 2000 er eins og komi á daginn að athygli og aðgerðum virðist ekki beint á þróunina sem er að eiga sér stað - fíkniefna- vanda, aukningu á harðara of- beldi, ógnunum, hótunum og vopnaburði. Að minnsta kosti fékk hin al- menna lögregla ekki meira svig- rúm til að vinna sína vinnu þegar fjárlög voru afgreidd - þeir sem ^ eiga að vernda hina almennu borgara meðal annars fyrir hand- rukkurum, grófara ofbeldi og til að mynda að rannsaka hátt í tiu þúsund innbrot og þjófnaði á ári. Hve margir landsmanna eru þolendur í öllum þeim málum? Ekki fleiri fanga Þetta víkur svo talinu að þeirri stofnun sem á að hýsa, fæða og sjá um hina dæmdu - gera þá að betri mönnum. Snemma á árinu varð Fangelsismálastofnun að grípa til þeirra óyndisaðgerða að hætta að boða dómþola í afplánun vegna fjárskorts. Þá voru í raun jafn- margir dæmdir menn sem áttu eft- ir að fara inn og taka út dóma og - þeir sem voru inni. Loka þurfti álmu á Litla-Hrauni í sparnaðar- skyni og hætt var að boða menn inn vegna fjárskorts. Þetta er „ekki í samræmi við mannrétt- indi,“ sagði Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Og fangar komast heldur ekki lengur í meðferð hjá SÁÁ í lok afplánunar. Hvort sem það er ástæða þess að fangar fóru í hunguverkfall í lok árs - neituðu að borða af mat- seðli sem gjarnan sést á hótelum - þá er engu að síður ljóst aö per- sónur og leikendur á sögusviði löggæslu og dómsmála virðast verða æ erfiðari viðfangs þar sem stjómvöld eiga fullt í fangi með að <- láta kerfið fylgja. Stórviðburðir og makalaus umræða - segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen Umfangsmesta einstaka löggæslu- og örygg- isverkefni lögreglu til þessa. „Undirbúningur lögreglunnar og skipulag vegna fundar utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og samstarfsrikja þess er liklega umfangsmesta einstaka löggæslu- og öryggisverkefni til þessa. Hnökralaus löggæsla sem byggðist á vel heppnuðu skipulagi og þjálfuðu lögregluliði. Fróölegt var að sjá hvernig danska lögreglan notaöi sömu aðferða- fræði við undirbúning að fundi Evrópusambands- ins í Kaupmannahöfn í desember en Danir gengu mun lengra í öryggismálum. Heimsókn Kínafor- seta til landsins kallaði á aðra aðferðafræði en viö- höfð var vegna NATO-fundarins. Lögreglan tókst á við þessi tvö ólíku verkefni af þeirri festu og ábyrgð sem krafist er nú um stundir. Stjórnvöld sýndu að íslendingar geta borið ábyrgö á slíkum stórviðburðum, eins og aðrar sjálfstæðar þjóöir sem taka virkan þátt í heimsmálum. í annan stað þykir mér eftirminnileg sú makalausa umræða sem kviknaði skyndilega í ágúst um hlutverk lög- reglunnar við rannsóknir sakamála og hvernig ein- hverjir héldu því fram í fullri alvöru aö lögreglan mætti rannsaka sum mál en önnur ekki. Umræða sem segir margt um þá sem á henni bera ábyrgð eða tóku þátt í henni. Viðkomandi hafa hins vegar ítrekað fengið svör í niðurstöðum Hæstaréttar ís- lands að undanförnu." Jónas Jóhannsson. Olafur Helgi Kjartansson. Hilmar Ingimundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.