Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 42
Helqarblað H>'Vr LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 A-€> 'l Góöir gestir íslendingar nutu góðs af gesta- komum merkra listamanna á ár- inu sem er að líða. Snemma árs hélt Marc Almond tónleika hér á landi og í kjölfarið fylgdu New York-rokkararnir The Strokes með eftirminnilega tónleika á Broadway. Godspeed You Black y Emperor! gerðu mikla lukku og fjölmargir sáu Travis i Höllinni. Á Airwaves gat fólk barið listamenn eins og Fatboy Slim, The Hives og Blackalicious augum og í haust mættu svo bæði Stereolab og The Apes. Þá var desembermánuður eftirminnilegur með tvennum tón- leikum Nick Cave og stórtónleik- um Coldplay og Ash í Laugardals- höll. Þá eru ótaldir þeir Jarvis Cocker úr Pulp og Tim Burgess úr Charlatans sem spiluðu hér sem plötusnúðar, og nokkrir minni spámenn. Merkar útgáfur Nokkuð var um endurútgáf- ur á árinu og fjölmargir sendu frá sér safnplötur. Fyrst ber að nefna einstak- lega vel heppnaða endurútgáfu á fyrstu plötum Megasar sem hafa verið ófáanlegar lengi. Þeim var svo fylgt eftir með glæsilegri safn- plötu í tilefni af 30 ára ferli kappans. Þá voru gefnar út safn- , plötur með Þrem á palii og Ríó tríói sem gerðu mikla lukku hjá eldri kynslóðinni og ekki skemmdi fyrir að báðar sveitir komu fram í tilefni af útgáfunni. Aðrir sem sendu frá sér safnplötu voru Trúbrot, Jóhann Helgason, Hörður Torfason, Jet Black Joe, GCD og sjálfur Björgvin Halldórs- son svo eitthvað sé nefnt. Björk tekur til á háaloftinu Björk Guð- mundsdóttir fagn- aði glæsilegum ferli sínum með stórútgáfu á ár- inu. Hún tók til á háaloftinu sínu, eins og hún orð- aði það sjálf, og sendi frá sér tvær safnplötur. Önnur er safn uppáhaldslaga aðdáenda hennar, hin persónulegt ferðalag hennar sjálfrar um ferilinn fram að þessu. Greatest Hits inniheldur þau 14 lög sem fengu flest atkvæði í kosningu aðdáendanna á vefsíð- unni hennar í vor og eitt nýtt lag, It’s In Our Hands, sem hún gerði með San Francisco raftónlistar- dúóinu Matmos í fyrra. Family Tree inniheldur 12 uppáhaldslög Bjarkar sjálfrar af plötunum * J hennar fimm og svo fimm smá- diska með illfáanlegum eða áður óútgefnum upptökum. Hver þeirra hefur að geyma 4-5 lög. Óneitan- lega skemmtilegt hjá Björk okkar. íslensk tónlist á árinu 2002: Stórir hlutir í meikinu Sveitaballasveitir og rapparar í sviðsljósinu Það má með sanni segja að árið 2002 hafl verið ár írafárs, í poppheiminum að minnsta kosti. írafár hefur í nokkur ár verið vinsæl sveitaballasveit en lítið meira en það. Eitt og eitt lag hafði heyrst í útvarpi en það var ekki fyrr en í ár að sveitin stimplaði sig inn. Ævin- týrið byrjaði með laginu Ég sjálf sem fór í spilun í vor og vinsældir þess hafa lít- ið dalað síðan. Samfara stífri spila- mennsku bættu þau við lögunum Stórir hringir og svo Allt sem ég sé nú í haust. Vinsældimar voru ógurlegar og brátt voru ungar stúlkur famar að skarta fléttum eins og söngkonan Birgitta Haukdal. Fyrsta plata írafárs kom út á haustdögum og er mest selda plata árs- ins. Þegar þetta er skrifað er búist við því að hún selist í 14-15 þúsund eintök- um og hefur engin plata selst eins hratt siðan Jólastjama Diddúar kom út 1997. Þar með braut sveitin algenga venju að Bubbi sé sjálfskipaður í efsta sæti sölu- listans. Misgóðar sveitaballasveitir Aðrar sveitaballasveitir vora áber- andi á árinu enda gáfu óvenjumargar þeirra út plötur. Á móti sól lifði á vin- sældum plötu sinnar frá því fyrra en miklar vonir vom bundnar við Land og syni. Mikið hafði verið rætt og ritað um meikdrauma þeirra í Bandaríkjunum og þeir stigu skref i þá átt með plötu sem sungin var á ensku. Bandarískur Hreimur fór þó ekkert sérstaklega vel i landann, platan fékk misjafha dóma og salan hefur ekki verið neitt sérstök. í svörtum fótum sendi frá sér samnefnda plötu sem notið hefur talsverðra vin- sælda. Hóað var i samverkamenn á borð við Magnús Þór Sigmundsson og Stefán Hilmarsson til að gera plötuna „alvöra" og það tókst bærilega. Daysleeper er ný sveit sem hefur verið ótrúlega dugleg við að senda frá sér ný myndbönd og lög í útvarpsspilun. Fyrsta platan fékk aftur á móti slæma dóma. Heldri menn á góðu róli Bubbi var á rólegu nótunum í ár með plötunni Sól að morgni. Henni hefur verið hampað sem einni af hans bestu verkum og auðvitað hefur hún selst sem Apparat attl gott ár, spilaði a Hróarskeldu og gáf út fína plötu. Arið 2002 var svo sannarlega ár Irafárs. Birgitta og félagar sendu frá sér lagiö Eg sjálf um vorið og síðan þá hafa ungar stúlkur sungið með og greitt hárið í fléttur. Höskuldur Daði Magnússon blaðamaöur slík. Stórsveitin Ný dönsk gaf út af- bragðsplötu sem fékk nafnið Freisting- ar. Þar tóku þeir félagar nokkur af sín- um uppáhaldslögum og settu í nýjan búning í tilefni af 15 ára afmæli sveitar- innar. Gamli söngvarinn Daníel Ágúst syngur á plötunni sem er stórgóð og án efa ein af plötum ársins. Aðrir heldri menn vora einnig í góðum gír. Rúnar Júlíusson sendi frá sér nýja plötu og Stuðmenn tónleikaplötuna Stuðmenn á stóra sviðinu. Þá átti KK vinsældum að fagna með plötu sinni og ævisögu sem Einar Kárason ritaði. Þá ber að geta tveggja ungra söngkvenna sem skriðu út úr skelinni - þær Hera Hjartardóttir og Þórunn Antonia era greinilega fram- tiðarmanneskjur. Aldrei fleiri rappplötur Rapptónlistin var líka óvenjusterk á árinu. í fyrra var brotið blað þegar fyrstu rappplötumar sem eingöngu vora fluttar á íslensku voru gefnar út og í ár varð sprengja. Afkvæmi guðanna, XXX Rottweiler og Sesar A gáfu aftur út plötu og nýliðar á borð við Bent & 7berg, Kritikal Mazz, Móra og Bæjarins bestu stigu fram á rímnavöllinn. Þá var gefm út platan Rímur og rapp sem inni- heldur upptökur frá Menningamótt þeg- ar nokkrir af helstu spámönnum okkar í rappheiminum mættu þekktum kvæðamönnum. Ekki verður enn séð Rólegt rokkar en bjart fram undan Það var hins vegar rólegt yfír rokkheimin- um á þessu ári. Það eina sem gladdi eyrun fram- an af ári voru skífur frá Fídel og rokkröppur- unum I Qu- arashi. Búdrýgindi sigraðu í Músíktil- Bent og 7berg eru meöal þeirra fjölmörgu sem gáfu út plötur í rappgeiranum í ár. Alger sprengja varð í þeim heimi og um 10 plótur voru gefnar út, hver annarri frambærilegri. íyrir endann á rappbylgjunni og enn er von á plötum frá nýjum listamönnum. Það sannaðist ágætlega á tveimur safn- plötum með rapptónlist sem komu út á árinu. Ekki var heldur nein ládeyða í raftón- listargeiranum. múm gaf út plötuna Loksins erum viö engin og fjölmargar aðrar frambærilegar plötur voru gefnar út. Ber þar helst að nefna plötur frá Ampop, Kippi Kaninus, Worm Is Green, Ozy, Yagya og Exos. Ein af bestu plötum ársins þykir vera frumraun Apparat Organ Quartet sem er skemmtileg samsuöa fjögurra orgel- leikara og trommuleikara. Þá gaf fyrr- um fjöllistahópurinn Gus Gus út plöt- una Attention sem hefur fengið ágæta dóma. raunum og gerðu svo stórskemmti- lega plötu, án efa bjartasta vonin í rokkinu þar á ferð. Langþráð skifa Sigur Rósar er auðvitað plata árs- ins eins og kemur fram annars staðar á síðunni og þarf ekki að eyða frekari orð- um í þá snilld. Ein af fáum vel heppnuð- um rokkplötum var skífa Ensími en aðr- ir áttu sæmilega spretti eins og Sign með tribute sitt til glysrokks níunda áratugarins og Singapore Sling sem hef- ur víða verið hælt. Það er þó útlit fyrir bjartari tima á næsta ári. Maus frestaði útgáfu sinni fyrir jólin og ætlar að gefa út snemma á næsta ári og Botnleðja er farin að hugsa sér til hreyfmgs. Það er mikið tilhlökkunarefni enda voru tón- leikar þeirra á Airwaves með því besta sem sést hefur í íslensku rokki í langan tíma. Plötur ársins Að vanda stóð Fókus fyrir vali á plötum ársins meðal nokkurra helstu poppspekinga landsins. Alls skiluðu 17 spekingar inn niöur- stöðum sín- um og hlýtur það að gefa ágæta mynd af tónlistarár- inu. Bestu plötur ársins voru Sigur Rós - (), Apparat Org- an Quartet - Apparat Organ Quar- tet, Móri - Móri, múm - Loksins erum við engin og Ensími - Ensími. íslenskir tónlistarmenn gerðu góða hluti á erlend- um vettvangi á árinu. Sigur Rós var hvað mest áber- andi en plata þeirra, ( ), hefur selst afar vel úti í heimi. Platan kom út í lok október og nú þegar hafa selst um 300.000 eintök. Það verður að teljast afar gott en platan Ágætis byrjun hefur selst í tæpum 500.000 eintökum á þeim þrem árum frá því hún kom út. Mikið var fjallað um sveitina í erlendum miðlum þegar platan kom út og fékk hún víðast hvar fína dóma. Tónlist þeirra var notuð í stór- myndinni Vanilla Sky. Annað band sem gerði flna hluti var Quarashi en það gaf út plötuna Jinx í Bandaríkjunum, Ástralíu og Asíu í apríl. Jinx seldist í um 300.000 eintökum og fóru íslensku rapparamir víða til að kynna plöt- una, fóru í tónleikaferðir um öll Bandaríkin og spil- uðu á stórri hátíð í Japan, svo eitthvað sé nefnt. Lagið Stick’em up var notað í myndinni Orange Coimty. Aðrir gerðu fína hluti. Rafsveitin múm gaf út sína aðra plötu og var á fleygiferð um heiminn að kynna hana. Leaves urðu til og voru komnir með stóran samning við undirfyrirtæki Dreamworks áður en þeir gáfu nokkuð út. Frumburðinum Breathe hefur verið hampað víða og var til að mynda á lista tón- listartímaritsins Q yfir plötur ársins. Það verður gaman aö fylgjast með i.i næstu skrefum Leaves. Rokk- aramir i Botn- leðju hafa ekki gefið upp vonina um að meika það og í ár fóru þeir á tónleikaferðalag um Evrópu með banda- rísku rokksveitinni Spörtu. Mínus og Apparat Organ Quar- tet spiluðu á Hróarskelduhátíðinni, Gus Gus gaf út fyrstu skífu sína í langan tíma, Svala er að vinna að nýrri plötu úti í London og Emílönu Torrini hlotnað- ist sá heiður að fá að flytja titillag stórmyndarinnar Lord of the Rings - The Two Towers. Barði Jóhanns- son gerði samning við EMI Publishing France sem felur í sér samstarf um höfundarverk Barða næstu fjögur árin. Og söngkonan Þórunn Antonia skrifaði und- ir þriggja plötu samn- ing við hið stóra út- gáfufyrirtæki BMG í Englandi með þar- lendri hljómsveit sem hún ætlar að vinna með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.