Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Fréttir DV Kosningaþátttaka snarminnkar: Áróðursmeistarar kæfa lýðræðið A upplýsingaöld, þegar menntun er almennari og umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr, ber svo við að í því ríki sem telst vera í fararbroddi lýðræðis og mannréttinda, sem og mennta og upp- lýsingaflæðis, fer áhugi á stjómmálum og kjörsókn hratt minnkandi. Kosn- ingabarátta einkennist af persónulegu skítkasti frambjóðenda og lagt er meira upp úr rándýrri auglýsingatækni en að koma stefhumálum og pólitískum skoð- unum á framfæri. í könnun sem gerð var á vegum Harvardháskóla voru tekin viðtöl við 100 þúsund Bandaríkjamenn og þeir spurðir hvers vegna þeir heíðu svo lít- inn áhuga á kosningunum 2000 og raun ber vitni. Útkoma var skýr. 81 af hundraði töldu að stjórnmálamenn svifúst einskis í málflutningi til þess eins að veiða atkvæði. 75 af hundraði töldu að stjómmálamenn heíðu meiri áhuga á að rífast hver við annan en að leysa úr vandamálum þjóðfélagsins. Atkvæðisbæru fólki fmnst auðveld- ara að láta atvinnumennina sjá um lýð- ræðið og mörgum fmnst ekki taka því að kjósa aðeins vegna þess að einhver segir þeim hvem á að velja til stjórn- málaframa. í könnuninni kom í ljós að aðeins þrir af hverjum tíu fylgdust með kosningabaráttu forsetaefnanna 2000 í fjölmiðlum. Tímabilið 1960 til 2000 ein- kennist af langvarandi kosningafælni. í forsetakosningunum 1960 var kosn- ingaþátttaka 65 af hundraði, en var 51 af hundraði árið 2000. í þingkosningun- um í ár kusu aðeins 39 af hundraði at- kvæðisbærra Bandaríkjamanna. 1960 fylgdust 60 af hundraði þeirra sem höfðu aðgang að sjónvarpi með þegar forsetaframbjóðendur leiddu Oddur Oiafsson blaðamaöur saman hesta sína í sjónvarpinu. Þegar þeir Gore og Bush háðu sjónvarpsein- vigi sitt árið 2000 fylgdust innan við 30 af hundraði með þeirri orðasennu. Fjöldi háskólamenntaðra hefur þre- faldast síðan 1960 og skráning til kosn- ingaþátttöku er einfaldari og auðveld- ari en áður var. Samt sitja æ fleiri heima á kosningadögum. Hvað veldur þessari öfugþróun er efni greinar sem bandaríski prófessor- inn Thomas E. Patterson gerir að um- ræðuefni í gein sem hann skrifar í Dag- ens Nyheter. En í Svíþjóð hefur kosn- ingaþátttaka minnkað um 10 af hundraði síðustu áratugi og svipað er að segja um stjómmálaáhugann í mörgum öðram Evrópulöndum. Hluti skýringanna á minnkandi kosningaáhuga í BNA er að úrslitin eru oft fyrirsjáanleg og að biiið milli stefnumála stóru flokkanna er ekki meira en svo að margir telja að það skipti litlu máli hvor flokkurinn ber sigurorð af hinum. Tii fulltrúadeildar- innar er kosið í einmenningskjördæm- um. Af 435 fulltrúum eiga stóru flokk- amir 400 þingmenn vísa. Aðeins 35 þingmenn eru af öðru sauðahúsi. ISNIflHSnB Umfjöllun um fylliríisakstur Bush fyrir 30 árum fékk meiri fjölmiblaumfjöllun en öll utanríkismál í kosningabaráttu hans og Gore. Úrslitin í einstökum kjördæmum er yfirleitt ljós fyrir kosningamar. Það telst til undantekninga ef tekst að feha sitjandi þingmann. í síðustu kosning- um áttu sitjandi þingmenn víst í 98 af hundraði tilvika að ná endurkjöri. Kjörsókn í kosningum til fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings er lélegri en í nokkru öðru lýðræðisríki í veröldinni þegar kosið er til þjóðþinga. Skoðanakannanir og kosningafælni Þegar flokkamir útnefna þing- mannsefni sín til fulltrúadeildarinnar hafa þeir sem fyrir sitja gott forskot til að ná endurkosningu. Fyrirtæki og hagsmunasamtök eru óspör á framlög til kosningabaráttunnar og gífurlegu fjármagni er varið til að auglýsa fram- bjóðendur. En þeir sem borga vilja fá nokkuð fyrir sinn snúð og vilja ráða gjörðum og atkvæðum þingmanna sem sjáhir em fúsir til að endurgjalda greiðann með með þvi að gæta hags- muna þeirra sem borga kosningabar- áttuna á þingi. Þegar þingmaður er bú- inn að sýna að hann er þess verðugur að fá framlög til að komast að aftur er leiðin greið til áfranhaldandi stjóm- málaframa. Hver þingmaður í fulltrúadeildinni hefur 25 til 30 manna starfslið. Megin- hlutverk hópsins er að fylgjast með að þingmanninum verði ekki á í mess- unni og að hagsmunir þeirra sem borga kosningabaráttuna og starfsemi flokksfélaganna séu tryggðir í löggjaf- arsamkundunni. Allir þessir aðstoðar- menn gæta fyrst og fremst hagsmuna atvinnuveitanda síns, þingmannsins, með því að ráðleggja honum og vara við að þingstörf hans stuði ekki þá sem í rauninni borga þingsæti hans. Eitt af því sem veldur minnkandi stjómmálaáhuga og kosningaþátttöku era kynslóðaskipti. Eldra fólkið er dug- legra að kjósa en hinir yngri. Það man þá tíð þegar stjórnmál skiptu máli í lífs- baráttunni. En þeim kjósendum fjölgar stöðugt sem aldrei hafa þurft að hafa áhyggjur af afkomu sinni eða treysta á að þessi flokkurinn eða hinn hafi nein bein áhrif á hana. Kynslóðimar sem aldar eru upp við ótakmarkað val á sjónvarpsrásum og tölvur era að kom- ast til ára sinna. Áður voru fréttir það mönnum 1 auglýsingum og almanna- tengslum. Árangurinn er sá að almenn- ingur kærir sig ekkert um að hafa skoðun á málum og kemur lítið við hvað auglýsingaskrumarar eru að bera á borð fyrir væntanlega kjósendur. Beinar auglýsingaherferðir fyrir kosningar era orðnar helmingi um- svifameiri en á sjöunda áratug aldar- innar sem leið. Frambjóðendur kynna hvorki sjálfa sig né stefnumál sín held- ur eru þeir matreiddir eftir þeim kúnstarinnar reglum sem sérfræðingar í almannatengslum telja vænlegastar. Andstæðingar í stjórnmálum beita slíkum röksemdum í orðaskaki hver við annan að þær væru ekki annað en kjánalegt orðagjálfur ef þær væru bornar á borð á öðram sviðum en í pólitík. Leiðtogahlutverk era orðin svo sjaldséð að stjómmálamenn reyna varla að láta brydda á að þeir séu í far- arbroddi eins eða neins. Fyrir kosning- Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eiga víst endurkjör ef þeir fara aö vilja hagsmunahópa sem borga kosningabaráttu þeirra. DUH3165 Sjónuarpsmiðstöðin RAFTÆKJAUERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 TTT’ffl "H l'» Atkvœðisbceru fólki finnst auðveldara að láta atvinnu- mennina sjá um lýðrœðið og mörgum finnst ekki taka því að kjósa aðeins vegna þess að einhver segir þeim hvem á að velja til stjóm- málaframa. í könnuninni kom í Ijós að aðeins þrír af hverjum tíu fylgdust með kosningabaráttu forsetaefn- anna 2000 í fjölmiðlum. Tímabilið 1960 til 2000 ein- kennist af langvarandi kosningafœlni. í forseta- kosningunum 1960 var kosningaþátttaka 65 af hundraði en var 51 af hundraði árið 2000. í þing- kosningunum í ár kusu að- eins 39 af hundraði atkvœð- isbœrra Bandaríkjamanna. fjölmiðlaefni sem fólk fylgdist daglega með en nú skipa þær sífellt minna rúm í öllu fjölmiðlunarfárinu. Öfgamar eru miklar í bandarísku þjóðlífi. Helmingur unga fólksins veitir fréttum fjölmiðlanna yflrleitt ekki neina athygli og innan við fjórðungur fylgist daglega með fréttunum. Þetta þýðir að unga fólkið er utanveltu í þjóðfélagsmálum og hefur lítinn áhuga á pólitískum málefhum og þar með kosningum. Með samanburði við sömu aldursflokka er hvergi minni áhugi á þjóðfélagsmálum í neinu öðra landi, sem rannsóknir ná til. Árið 1972 var kosningaþátttaka Bandaríkjamanna undir þrítugu 50 af hundraði. Árið 2000 kusu tæplega 30 af hundraði í sama aldursflokki. Stjórnmálaflokkar í Evrópu eru famir að draga dám af bandarískri kosningabaráttu. Þar snýst slagurinn um persónur og er rekinn af atvinnu- ar hafa þeir engar skoðanir og varast að segja neitt annað en það sem sér- fræðingar í skoðanakönnunum hafa lagt þeim í munn. Neikvæð umfjöllun Fréttamiðlar ættu að geta virkað sem mótvægi gegn einhliða auglýs- ingapólitík, en gera það ekki. Þeir reyna helst að draga fram neikvæðar hliðar stjómmálanna. í kosningabar- áttu þeirra Bush og Gore árið 2000 drógu 60 af hundraði frétta fram nei- kvæðar hliðar á frambjóðendum en 40 af hundraði umfjöllunar þeirra vora já- kvæðar. Frambjóðendur leggja mesta áherslu á að sverta andstæðinga sína og auglýs- ingaskrumið og fréttinar endurspegla það. Síðustu daga íyrir forsetakosning- amar 2000 fékk fréttin um að Bush hafi ekið bil fullur árið 1970 meiri umíjöllun en samanlögð umíjöllun hans og Gore varðandi utanríkismál alla kosninga- baráttuna. Umfjöllun fréttamiðla í BNA um kosningar er helmingi minni nú en fyr- ir 15 árum. Hún er líka meiri i formi rokuffétta og alls kyns ávirðinga um frambjóðendur en um raunveruleg stjómmál. Óhætt mun að fullyrða að gjáin milli stjómmálamanna og hins almenna borgara hefur aldrei verið breiðari en nú þrátt fyrir að andlit og boðskapur pólitíkusanna sé inni í stofu hjá þeim sem það vilja sjá. Kosningabærir menn kæra sig kollótta og nenna ekki einu sinni að hafa skoðun á kosningadegi. Beinar auglýsingar og fagmennska sérffæðinga í almannatengslum ein- angra stjómmálin og þá sem þau stunda frá almenningi og hans áhuga- málum. Miðlunartæknin hefur hér þveröfúg áhrif en til er ætlast. í stað þess að auka tengsl milli frambjóðenda og kjósenda fælir hún almenning ffá öllum áhuga á stjómmálum og þar með kosningum. Auglýsingaskrum og sérhannaðar skoðanakannanir stjórna orðum og gjörðum frambjóðenda og hefur áhrif á allt stjómmálastarf og er nú kominn tími til að menn biðji guð að hjálpa lýð- ræðinu. (Aðalheimild: Dagens Nyheter) 1—*■' . Frambjóðandi í háskaleik Rolandas Paksas, leiðtogi hins hægrisinnaða Frjálslynda demókrata- flokks i Litháen, reyndi hvað hann gat til að vekja athygli kjósenda á sér fyr- ir fyrri umferð forsetakosning- anna þar í landi um daginn. Paksas naut að- eins stuðnings tólf prósenta kjós- enda, samkvæmt skoðanakönnunum, en fráfarandi for- seti, Valdas Adamkus, var með þrjá- tíu prósenta fylgi, eða þar um bil. Paksas greip því tU þess ráðs að sýna landsmönnum hvað hann væri flinkur flugmaður. Hann þeyttist um landið þvert og endUangt i þyrlu og stóð einnig fyrir háskaatriði þar sem hann flaug lítUli flugvél undir brú. Svo virðist sem glannaskapurinn í Pctksas hafl borgað sig því hann fékk um 20 prósent atkvæðanna þegar upp var staðið en Adamkus tókst ekki að tryggja sér meira en 50 prósent. Það er því ljóst að þessir tveir menn keppa um forsetaembættið í síðari umferð- inni daginn fyrir þrettándann. Hóruhús lokuð um jólin Vændiskonur í nokkrum hóruhús- um í Slóvakíu fengu kærkomið frí yfir jólahátíðina vegna þess að eigendur húsanna eru hjátrúarfuUir. Forstjóri hórukassa eins í bænum Hrasne sagði í viðtali við dagblaðið Novy Cas að ekkert hefði verið að gera á jólunum í fyrra þótt opið væri, og það sem verra er, í marga mánuði á eftir hefði verið mikU lægð í viðskiptunum. „Ég er búinn að vera hjátrúarfuUur aUar götur síðan,“ sagði þessi ágæti hðrusflóri. Ýmsir starfsbræður hans ákváðu að fylgja fordæminu og loka sjopp- unni. Sumir fyrir hjátrúar sakir en aðrir af þeirri einfóldu ástæðu að hefðbundnir viðskiptavinir, kaup- sýslumenn á ferðalagi, eru heima hjá eiginkonum sínum yfir jólin. Fæðing en ekki glæpur Lögregluþjónar í Berlín áttu von á hinu versta þegar þeir komu tU íbúðar nokkurrar í borginni á dögunum. Þeim hafði borist kaU um að þar væri konu að blæða út. En íbúðin var ekki vett- vangur einhvers fólskuglæps, eins og laganna verðir höfðu búið sig undir, heldur var þar kona að eiga bam og blæddi henni mikið. Bamið kom i heiminn skömmu síð- ar, fjórða bam konunnar. Hún sagði lögreglu að hún hefði ekki hafl hug- mynd um að hún væri bamshafandi. Eiginmaður hennar var ekki heima þegar bamið ákvað að koma í heiminn. „Hvað skyldi hann nú segja þegar hann kemur heim og er búinn að eign- ast enn eitt bamið?“ sagði blessuð kon- an við lögregluna. Risastórt afmæliskort Indverski forsætisráðherrann Atal Behari Vajpayee fékk heldur betur af- mæliskort í lagi þegar hann varð 78 ára á jóladag. Kortið var hvorki meira né minna en eins kflómetra langt. Rúmlega eitt þúsund aðdá- endur forsætisráð- herrans, sem jafn- framt er skáld, settu kortið sam- an úr ljósmyndum og ýmsu öðru þar sem greint er frá helstu atburðum í lífl mikilmennisins. „Höfuðtilgangurinn með þessu er að gefa Atal Behari Vajpayee forsætis- ráðherra eitthvað sem hæflr persónu- leika hans og sýnir hversu mikils við metum hann,“ sagði Subhash Bhalla sem stóð að gerð kortsins langa. Hann er jafnframt hæstráðandi í verðlauna- nefnd Lucknow, heimaborgar forsæt- isráðherrans. Rúmlega 750 pennar voru notaðir til að skrifa kortið og í það fóru tvö hundruð blekbyttur. Gerð kortsins tók heila átján mánuði. Forsætisráðherrann hefur staðið í eldlínu stjórnmálanna í hálfa öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.