Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 46
 50 Heígorblaö DV LAUCARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Lucky Bam- boo Sú planta sem þótti ómissandi á hvert heimili á ár- inu var Lucky Bam- boo. Tískublóm þetta er ekki bara auðvelt í umhirðu heldur veitir það einnig hamingju og velgengni sam- kvæmt kínverskri þjóðtrú, þannig að hægt er að slá margar flugur í einu með því að fá sér slíkan heillagrip á heimilið. Planta þessi minnir á bambus og getur lifað í mörg ár sé bara reglulega skipt um vatn á ^ henni en hún þarfnast einungis vökva, ekki moldar. Bloggið í fyrra þótti nóg að menn kæmu sér upp eigin heima- síðu en í ár var það bloggið sem var málið. Nú þykir enginn lengur maður með mönnum nema hann „bloggi" sem þýðir á mannamáli að halda úti dagbók á Netinu. Einn af bloggurum ársáns, Elísabet Ólafs- dóttir, betur þekkt sem Beta rokk, trompaði svo bloggæðið í lok árs- ■»«. ins með því að gefa út á prent fyrstu bloggbókina, „Vaknað í Brussel". Bacardi Breezer Heitustu drykkir árs- ins voru án efa Vodka Ice og Bacardi Breezer, ekki síst hjá kvenþjóð- inni. Þessir drykkir eru drukknir beint af stút og sparaðist þar með mikill glasaþvott- ur á börum landsins. Kengúrustöng Leiktæki sumars- ins var kengúrustöng- in, en á henni meiddu vist ófá börn sig. Slík- ar stangir var hægt að kaupa í leikfanga- verslunum en einnig voru þær vinningar í sumarleik Coke. F ullnægingar- ltrem á snípinn Fullnægingarkrem ollu töluverðum usla hjá konum á árinu. Á markaðinn komu þrjár tegundir fullnægingar- krema, Viacream, Vigel og Plea- sure-cream, sem eiga að sögn fram- leiðanda að virka álíka og vi- agrataflan á karlmenn. Krem þessi eru borin á snípinn og segjast þær kon- ur sem prófað hafa þessi krem hafa náð dýpri fullnægjngu en ella og jafnvel raðfullnægingum. Nóg er að fara út í næsta apótek og kaupa sér fullnægingar á færibandi. Svört döinubindi Eftir að hafa gengið með skjanna- hvít dömubindi í mörg ár fannt mörg- um konum skemmtileg tilbreyt- ing í því að geta prófað svört dömu- bindi, enda margar konur farnar að ganga í svörtum nærbuxum. I lok ársins komu einnig fréttir af því að Libresse væri að setja á markað dömubindi með glærum vængjum, þannig að ekki skiptir lengur máli hvernig litum nærbuxum konur eru í þegar þær eru á túr en vilja ekki að vængirnir sjáist. Tískan og tíðarandinn árið 2002: Sílikon, háreyðingar og brúnkukrem Það var ýmislegt sem íslenskar kon- ur gerðu fyrir útlitið á árinu 2002. Síli- konbijóstin héldu sínum sessi en að meðaltali gangast 100 íslenskar konur undir slíka aðgerð ár hvert. Sólbrún húð átti einnig upp á pallborðið en í kjölfar aukinnar umræðu um húð- krabba virðist fólk hafa kolfallið fyrir brúnkukremunum, og það bæði kynin. Sólbaðsstofumar létu þó engan bifbug á sér flnna og sem dæmi um það tók Lindarsól í Kópavogi í notkun brúnku- klefa þar sem brúnkukremi er sprautað á viðskiptavini á 6 sekúndum en slíkir klefar hafa átt miklum vinsældum að fagna í Hollywood. Ófáar konur fóru svo í næturmegr- un en það var ein af töfra- lausnum ársins, að ógleymdu kremi sem lofaði stærri vörum. Bann við píkurakstri íslenskar konur tóku einnig fegins hendi á móti Veet háreyðingar- froðunni þegar hún kom 1 á markaðinn á árinu enda átti að vera nóg að sprauta henni á leggina og hárin áttu þá að hrynja af. Fréttir frá nágrannalönd- unum um að konur hefðu brunnið í húðinni vegna froðunnar komu sem reiðarslag. Konur héldu þó áfram að snyrta píkuhár sín út um all- an bæ og tóku margar skapahárlitnum fegins hendi þegar hann kom á mark- aðinn á árinu enda alltaf gaman að láta sköpunargleðina njóta sin. Þegar liða tók hins vegar á árið varð Ijóst að æ fleiri líkamsræktarstöðvar höfðu bann- að rakstur í sturtum sínum, flestar af hreinlætisástæðum. Rakstur er einnig bannaður á sundstöðum ÍTR, þó svo banninu hafi ekki verið framfylgt af hörku. í dag virðist World Class vera frjálslyndasta stöðin í þessum málum á höfúðborgarsvæðinu en þar hangir ekki upp bannskilti >>«■>«' ~:g:A trúlofun- ar- hringa á sig í stað þess að kaupa þá hjá gullsmið- um. Önnur tegund af tattúi virtist einnig rakstri. „Okk- ur finnst óþarfl að banna rakstur í sturtum, svo fram- arlega sem fólk sýni öðrum tillits- semi og taki mark á athugasemd- um. Við höfum einungis fengið eina athugasemd þegar ákveðinn popp- söngvari var að raka sig í karlasturtunum og var hann vin- samlegast beðinn um að raka sig heima hjá sér,“ sagði Bjöm Leifs í World Class í við- tali í Fókus á ár- mu. Djanun- ljósniyndarar Á árinu bámst fréttir af því frá tattúgerðar- mönnum að fólk væri i farið að tattúvera A Snæfríður Ingadóttir blaðamaður Dæmi um tattú £ vör eiga auknum vinsældum að fagna á ár- inu, svokallað tattú í vör en það er sett innan í vörina. Svokallaðir djammljósmyndarar spruttu upp á árinu eins og gorkúlur og tóku myndir af léttklæddum snótum á djamminu í gríð og erg. Eins og myndir á heimasíðum eins og djamm.is, nuileinn.is og helgin.is sanna virðist vera lítið mál að fá konur tfl að sýna á sér brjóstin ef myndavél er beint að þeim, ekki síst þær sem hafa fengið sér sflikon í bijóstin. Aðrar teg- undir af ljósmyndum þóttu þó ennþá meira spennandi á árinu sem voru myndir af stelpum í sleik, svo virtist sem eitthvert kossaæði / gripi um sig meðal stelpna á f j. djamminu sem ráku gjam- I an tunguna hver upp í aðra. Fléttur komust svo aft- ur í tísku á árinu og átti líklega söngkonan Birgitta Haukdal í hljómsveitinni Irafári stóran þátt í því að gera þær vinsælar. Leður- reimum var gjarnan stungið með í fléttum- ar sem pössuðu vel við hippaáhrifin sem urðú [ vel sýnileg í fatatísku I ársins. Fléttur aftur í tísku Birgitta Ilaukdal, söiigkona í hljóm- sveitinni Irafári, átti sinn þátt í því að stelpur fóru í auku- um inæfi að flétta á sér hárið á árinu. Flétturnar áttu vel við hippaáhrifin sem komu skýrt fram í fatatísku árs- ins.Fatnaðurinn sem Birgitta klæðist á þessarri mynd er nijög lýsandi fyrir fatatískuna 2002. Hermenn, hippar oú senjórítur Rómantískt hefðarkonulúkk með púffi og pífum var allsráðandi í byrjun árs með pönkuðu ívafi. Mik- ið var um svart en litirnir mýktust þegar leið á vorið. Bolirnir urðu suðrænir og seiðandi í hóru/kúrekastil og einnig kom hippastíllinn sterkur inn með út- víðum buxum, smárósótt- um skyrtum og bættum pilsum. Stór mjaðmabelti og támjóir skór voru málið, auk gallaefnis sem átti miklum vin- sældum að fagna. Gallakjólar, gallaskór, gallapils, gallajakkar gallatöskur - það var hreinlega hægt að dressa sig upp frá toppi til táar úr gallaefni í vor. Rúskinnið kom svo sterkt inn í haust, sem og gerviskinn af ýmsum toga, helst með dálítið hippalega villtri loðnu. Siðar prjónaðar peys- ur voru af hippatískunni sem komu sér vel fyrir þær stelp- ur sem fela vildu rassinn og bolir með alls konar áprentun- um sáust víða. Eins og hjá s um voru litirnir sand og beis líka mjög vinsælir hjá strák- unum og flauelsjakkaföt sáust víða, bæði slétt og riffluð. Gallabuxurnar voru eins og þær væru hálfskítugar með svokölluðu „bootscut". Margir karlmenn tóku svo krumpuð- um skyrtum fegins hendi þegar þær komu í fataverslanir og þeim mun meiri krumpur því betra Eitt af því sem bæði kynin féllu fyrir voru Burberry’s- treflar en þá mátti sjá á öðrum hverj- um manni á tíma- bili. Hermannaföt fengu uppreisn æru á árinu og það hjá báðum kynjum. Stelpur dressuðu sig í víðar hermannabuxur við þrönga djammboli og háa hæla og urðu pönkaðar fyrir vikið og strákararnir kunnu vel við þau þægilegheit sem her- mannabuxunum Fyrir bæði kynin Hermannabuxur og Burberry’streflar voru nokkuð sem bæði ltynin féllu kylliplöt fvrir á árinu. fylgdu. Það var því dálítið úr takt að Sala varnarliðseigna á Grensás- vegi tilkynnti að hún myndi leggja upp laupana, einmitt þegar her- mannaföt voru hvað vinsælust hjá yngstu kynslóðinni. Annars voru helstu breytingar í tískubransan- um þær að Spútnik opnaði útibú í Kringlunni og það var loks hægt að fá fatalínur erlendra tónlistar- manna á íslandi með tilkomu Vokal í Smáralindinni. Retro, fótboltakappans Bjarka Arnars, var svo vel tekið í Kringlunni og útibú var opnað í miðbænum og Noi og Dýrið hættu starfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.