Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 30
30 H<3l<garhlacf H>"V LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Minnisverður dagur í lífi fréttaritara árið 2002: Einn á móti átta í sumar lenti hann Bragi í Eden í útistöðum við átta kraftakarla. Til- drögin voru þau að kraftakarlarnir mættu hálftíma of seint og missti Bragi af viðskipt- um. Fólk sem kom til að sjá karlana lyfta svokallaðri „Húsavíkurhellu“ fór leiðar sinnar eftir langa bið. Eva Þegar kraftakarl- Hreinsdóttir, arnir loks mættu Hverageröi. var þejm vjsaQ af svæðinu. Kom nær til handalög- mála og var meira en lítið fyndið að sjá átta þéttvaxna og stóra karla eiga í útistöðum við Braga. Sjálfur sagðist Bragi hafa viljað hafa fyrir- sögnina í DV: „Einn á móti átta eða Einn og átta“. Á einni myndinni steytir Bragi hnefann framan í einn þessara átta, hvergi banginn. Smalað í vestfirsku hálendi Dagstund í vestfirskri háijallavíð- lendu, í fylgd reyndra smala, varð mér gagnlegri kennslustund en marg- ur háskólafyrirlest- urinn. Ljónstyggri fjallafálunni er margt geflð. Þar á meðal er að hún veit upp á hár hvert erindi smal- inn, hinn óboðni gestur, á í ríki hennar að hausti til. Hún er jafn- ákveðin í því að láta ekki hrekja sig til byggða. Þess- ari tilteknu orrustu síðastliðið haust lauk með sigri mannsins sem beitti hægð og íhygli. Nokkrir tugir lagð- prúðra kinda stóðu með lömb sín í heimatúni Hrafnabjarga að kvöldi. Þó var stríðið ailt ekki unnið að sinni. Mörg sauðkindin slapp aftur i frelsið á heiðum uppi. Þær voru sóttar síðar, enda smalinn jafn þeim að þrjósku eins og vera ber. í huganum situr eft- ir minning um menn, dýr og fagurt land og sýn á samspil þeirra um ald- Loksins hringveginn Ferð með Kirkjukór Ólafsvíkur til Færeyja i júní verður ógleyman- leg og ég hvet alla sem ekki hafa komið þangað að fara að hitta frændur okkar og góða vini, Færey- inga. Móttökur voru stórbrotnar. Meira um ferðalög á þessu góða ári. Ég og konan mín létum loksins verða af því að fara „hringinn" með fellihýsið, ég segi ekki á hvað mörgum dögum. Veðrið var nú svona og svona. Á heimaslóðum var og er mannlífið í góöum gír og haustið sannkölluð listahátíð. Eitt að lokum: Mér finnst bara að hann Árni dýralæknir (og sjávarútvegs- ráðherra) eigi að lofa sjómönnunum okkar að fara að veiða aðeins meira af flski. Þá breytist svo margt til enn betri vegar í sjávarplássum eins og okkar góða Snæfellsbæ. Ár mikilla öfga Ár talsverðra öfga er senn á enda. I upphafl flóð. Vatnavextir í janúar. Vanalega eru fréttir af snjó og ófærð frekar sagðar þann mánuðinn. Öfgar í pólitík þegar á vor- ið leið. Þó ekki flæddi út af var víöa tekist á. Meirihlutar féllu og nýir myndaðir á rústunum. Pólitísk slagsíða til miðju og vinstri á Suður- landi, ekki öfgar en þó talsverðar breytingar. Sumarið rann ljúft og gott fram að júlí. Síðan fór hann að rigna, og rigna. Öfgar en þó stytti upp að lokum. Gott haust að baki. Nú er að renna inn í vetur; ekki farinn að sjást snjór eða safnast í skafla. Fjöflin snjólaus og jörðin frostlaus. Öfgar - en árið hefur verið gott engu að síður. Pétur S. Jóhannsson, Ólafsvík. Fréttaritarar DV á rigningar- og flóðaári 2002: Héldu að nýtt Nóaflóð væri hafið Nútíma rafeindatækni gerir fréttarit- urum DV kleift að fá birtar fréttir og myndir sem koma prentaðar á götumar aðeins tæpum tveim tímum eftir að þær voru teknar. Lesendur blaðsins njóta því glóðvolgra DV-frétta, sama hvar á landinu atburðurinn hefur gerst. Þetta hefur gerst æ oftar á síðustu misserum og myndir og frásagnir fréttaritara okk- ar rötuðu margoft inn á forsíðu blaðsins á þessu ári. Slfkt er auðvitað keppikefli allra góðra fréttamanna. DV er með víð- feðmt net fréttaritara um landið allt, nær 50 afburða fréttamenn sem kunna vel til verka. Allir fréttaritarar DV eru „vopnaðir" stafrænum myndavélum og senda myndir og texta frá tölvum sínum til tölva fréttamanna á ritstjórninni við Skaftahlíð og Miklubraut í Reykjavík. Á árinu sem nú er að líða hafa fréttaritar- ar DV sent blaðinu nokkuð á annað þús- und fréttir og myndir úr sínum byggð- arlögum. Rafræna galdraverkið Það er gaman að minnast á þetta ein- stæða ferli, þetta rafræna galdraverk, og bera saman við það sem fréttamenn fyr- ir ekki svo löngu síðan þurftu að kljást við. Þá eins og nú var barist við að koma fréttum og myndum sem ferskust- um í blaðið. Gallinn var bara sá að erfltt var að koma afurðunum frá sér til blaðs- ins. Textinn var stundum settur á blað og í umslag sem síðan var sett í póst ásamt filmunni eða komið á rútubílinn. Ef mikið lá við var síminn notaður en talsamband oft og einatt svo bágborið að varla heyrðist orða skil. Eina leiðin fyr- ir filmuna var þjóðvegurinn eða flugvél- in. Það gefur augaleið að hin nýja tækni hraðar fréttamiðlun utan af landsbyggð- inni til muna. Auk þess eru stafrænar myndir tilbúnar til skoðunar strax eftir myndatöku og þá má sjá hvort um heppnaða mynd er að ræða eða ónýta. Það verður að segjast eins og er að myndir fréttaritara áður fyrr voru oft afar slakar. í dag skera þær sig ekki úr öðrum myndum að neinu leyti. Góðar fréttir, slæmar fréttir... Árið 2002 var fjörlegt á innlendum vettvangi og þar komu fréttaritarar í dreifðum byggðum landsins mikið við sögu meðan fréttamenn í Reykjavík og á Akureyri önnuðust um stærstu þéttbýl- DV-MYND NJORÐUR HELGASON, SELFOSSI Syndafallió Það var hávetur, áriö 2002 rétt rtýhafiö og samt stórflóð víöa um land. Hér skoöa menn flauminn í Markarfljóti. nema vikugamalt þegar Skjálfandafljót 25-faldaðist að vatnsmagni vegna úr- komu á hálendinu. Þótt hávetur væri voru ár víða um land 1 foráttuvexti. Njörður Heigason, DV-maður frá Sel- fossi, var mættur og sýndi mikið sjónar- spil sunnlensku ánna í myndum sínum. Nú í haust hefur rignt meira en góðu hófl gegnir, einkum á Austurlandi. Á Seyðisfirði hafa fjölskyldur oftsinnis þurft að yfirgefa hús sin vegna hættu sem stafað hefur af aurskriðum úr fjall- inu fyrir ofan kaupstaðinn. Mikil flóð urðu fyrir nokkrum vikum á Egilsstöð- um og var flugvöllurinn tvívegis umflot- inn vatni. Menn héldu hreinlega að nýtt Nóaflóð væri hafið. Austan af fjörðum bárust fréttir af vegarskemmdum í kjölfar flóðanna. Talandi um vegi þá birtist frétt að aust- an um að Alcoa-álrisinn í Bandaríkjun- um væri strax í ágúst farinn að hafa skoðanir á íslenskri vegagerð og óskaði eftir að vegurinn milli Reyðarftarðar og Eskifjarðar yrði færður burtu frá vænt- anlegu athafnasvæði álversins sem þama á að risa. Vegir og brúargerð voru mikið í umræðunni, ailt er að batna í þeim efnum og DV greindi frá Jón Birgir Pétursson blaöamaöur iskjamana. Fréttir af landsbyggðinni eru auðvitað keimlíkar fréttum úr þétt- býlinu, þar verða til góðar fréttir og slæmar, harðar fréttir og mjúkar eins og gerist og gengur. Allt sem maðurinn aðhefst er fréttnæmt í sjálfu sér og at- burðimir gerast á ólíklegustu stöðum. Og hvarvetna er stutt í fréttamann DV, sem greinir lesendum frá staðreyndum. Árið 2002 var kosningavor, lands- menn drifu sig á kjörstaði og kusu til sveitarstjóma. Fyrri hluta ársins gat að líta talsvert af pólitiskum hjaðningavíg- um, síðan af myndun meirihluta, bæjar- stjóraskiptum og fleim. Víða var harka í pólitíkinni og um ýmsar væringar mátti lesa í DV. Það rigndi einhver ósköp 2002 var ár stórflóða. Árið var ekki því fyrst blaða að senn fengi Þjórsá breiða og virðulega brú. Norður á Ströndum reyndist þó nýr vegur ófær venjulegum fólksbílum, en það var lag- fært. Snjóflóð féllu í Mýrdal seinni part vetrar en allt fór vel, DV-maðurinn Sig- urður Hjálmarsson mætti á staðinn og sendi glóðheitar fréttir og myndir af flóði og fólki undir fyrirsögninni Mátti ekki tæpara standa. Júiía Imsland, fréttaritari blaðsins í Homaflrði, komst í feitt - hvalreka sem Skaftfellingar nýttu sér til hins ýtrasta og flensuðu flikkið. Undir vor var greint frá því á forsíðu að grjóthrun hefði ógnað bæ í Mýrdal. Er kirkjan næst? Áberandi í fréttum ársins var vax- andi óánægja með sameiningar sumra sveitarfélaga. Mörgum hinum minni þótti að sinn hagur væri fyrir borð bor- inn. Þannig varð Ijóst að á fomum versl- unarstöðum eins og Eyrarbakka og Stokkseyri er nánast horfin bráðnauð- synleg þjónusta af ýmsu tagi. Bankinn hætti að mestu, póstútibú stytti af- greiðslutíma og loks var síðustu mat- vörubúðinni lokað. „Næst loka þeir kirkjunni,“ sögðu menn. íbúar þessara byggða snúa sér til Selfoss eftir lifsbjörg- inni en kaupa mjólk á bensínstöð. Eldra fólki á þessum stöðum er ekið í rútubíl- um í Bónusbúð Selfyssinga. Fréttaritari DV á Breiðdalsvík, Hanna Ingólfsdóttir, var á bryggjunni og myndaði lukkulega heimkomu sjó- manns sem rétt áður var bjargað af kili báts síns um borð í skemmtiferðabátinn Áka í besta sumarveðri. Hanna fylgdist líka grannt með storkinum Styrmi sem flæktist í sunnanblænum norður til Is- lands, skemmtilegar fréttir hafa birst fram undir þetta í DV. En því miður komu fréttamenn okk- ar lika að voveiflegum atburðum, meðal annars þegar kínversk flölskylda lét líf- ið við Kolkuós í sumar. Jóhann Öm Amarson á Blönduósi annaðist um það mál af nærfæmi. í sumar barst líka mynd af endalokum flugferðar - flug- maður magalenti vél sinni i kartöflu- garði án þess að meiðast. Óhugur var í fólki á Suðurlandi þegar kveikt var í flmm bílum og flórir aðrir skemmdir á Hvolsvelli. Hornfirðingar og Bond-myndin Julia Imsland, frettaritari DV, Hornafirði: DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Kvikmyndaveriö við Jökulsárlón Græni bletturinn ergolfvöllur sem var búinn til rétt viö þjóöveginn og átti aö vera golfvöllur viö íshöll en var ekki notaöur í myndina þegar til kom. Þegar Homfirðingar fara að rifja upp helstu atburði ársins 2002 í hér- aðinu eru tökur á hinni æsispenn- andi James Bond-mynd Die Another Day það eftirminnilegasta. Bond- kvikmyndaliðið, um hundrað Bret- ar, mætti á staðinn seinni hluta febrúar og var í flmm vikur við myndatökur við Jökulsárlón og ná- grenni. Mikil leynd var yflr því sem fram fór við myndatökuna og fílefldir verðir sáu um að enginn óviðkomandi kæmi inn á svæðið án leyfis og þeir sem þar unnu skyldu gæta tungu sinnar. Fjallajeppar og færanlegur skógur Frétt barst út um að fá þyrfti yflr 30 fjallajeppa í kvikmyndatökuna og menn fóru að hressa upp á vagna sína svo þeir yrðu boðlegir. Því mið- ur voru þessar fréttir stórlega ýktar og þegar til kom var ekki þörf fyrir nema sjö jeppa. Þó svona fáir jeppaeigendur væru ráðnir fengu um fimmtíu heima- menn ýmis þjónustustörf. Kokkarn- ir í kvikmyndaverinu þurftu aðstoð- armenn í eldhúsið við eldamennsku, uppvörtun, uppþvott og sitthvað fleira. Starfsfólki á gisti- og veitinga- stöðum fjölgaði einnig þennan tíma. Þar sem enginn skógur er við Jök- ulsárlón, en slíkur þurfti að vera í myndinni, var gripið til þess ráðs að sækja bilfarm af rauðgrenitrjám í Hallormsstað og á örskömmum tíma var kominn myndarlegur skógur við lónið þar sem leikurinn gat með til- heyrandi tilþrifum haldið áfram. Bílanna gætt dag og nótt Kvikmyndatökumenn ásamt starfsliði byrjuðu á að koma upp búðum við Jökulsárlón þar sem meðal annars var sett upp fullkomið bifreiðaverkstæði og skýli fyrir Bond-bílana sem voru fjórir Aston Martin og Vanquish glæsivagnar og flórir Jagúar XKR. Verðir gættu bíl- anna dag og nótt. Aðeins sérhæflr ökumenn fengu að aka gæðingunum og örfáir útvaldir meðal heima- manna urðu þeirrar hamingju að- njótandi að sifja í smáspöl um töku- svæðið en aðeins sem farþegar. Það er ekki ónýtt að geta sagt frá því að hafa ekið í Bond-bílnum búnum byssu á þaki, á vélarhlífinni og með eldflaugar í stuðaranum ásamt öðr- um tilheyrandi tæknibúnaði. Sautján vaskir björgunarsveitar- menn úr Björgunarfélagi Horna- flarðar gættu öryggis við Jökulsár- lón og var farið í könnunarleiðang- ur hvern morgun áður en upptökur hófust og gengið úr skugga um að is- inn á lóninu væri öruggur. Eina óhappið sem varð var að einn Aston Martin-bíllinn „klesstist" í myndatöku úti á ísnum og staðgengill Brosnans vankaðist litillega. Bæði bíllinn og ökumaður- inn voru komnir í lag næsta morg- un. Hornfirðingum boöiö á frumsýningu Öllum Hornfirðingum sem unnu á einhvem hátt við kvikmyndatökuna var boðið á frumsýningu myndarinn- ar í Reykjavík og eru þeir sem DV hefur haft samband við mjög ánægð- ir með útkomuna. Bond-myndatakan var stór vinningur fyrir homflrskt atvinnulíf og myndin Die Another Day frábær auglýsing fyrir Horna- flörð sem er orðinn vinsæfl staður fyrir kvikmyndatökur og hver veit nema Bond komi aftur. -JI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.