Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 54
58 Helqarblciáf X>'V' LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Jonina Bjartmarz alþingismaður varð 50 áraa Þorláksmessu Jónína Bjartmarz alþingismaður varð fimmtug á Þorláksmessu. Starfsferill Jónína fæddist í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá KHÍ 1974, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1981 og öðlaðist hdl.-réttindi 1984. Jónína var skrifstofustjóri Lögmannafélags íslands samhliða laganámi 1978-81, fulltrúi hjá bæjarfógetan- um i Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnamesi og sýslumanninum í Kjósarsýslu 1981, fulltrúi hjá yfir- borgarfógetanum í Reykjavik 1982 og hjá bæjarfógetan- um á ísafirði og sýslumanni ísafjarðarsýslu 1982-84, fulltrúi á lögfræðiskrifstofu Páls Arnórs Pálssonar hrl. og Stefáns Pálssonar hrl. í Reykjavík 1984-85 og hefur, ásamt manni sínum, starfrækt Lögfræðistofuna sf. í Reykjavík frá 1985. Jónína er formaður Landssamtakanna Heimilis og skóla frá 1996 og formaður Nordisk kommite sem er samstarfsvettvangur systursamtaka Heimilis og skóla á Norðurlöndunum. Hún er einn af stofnendum og fyrrv. formaður FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, hefur verið þingmaður Reykvíkinga fyrir Framsóknar- flokkinn frá ársbyrjun 2000, er formaður heilbrigðis- nefndar Alþingis og varaformaður allsherjarnefndar Alþingis, hefur setið í ýmsum opinberum nefndum og var m.a. formaður nefndar ríkisstjórnar um átak í fíkniefnamálum 1999 og er formaður verkefnastjómar um heilsufar kvenna frá 2001. Fjölsltylda Jónína giftist 16.10. 1976 Pétri Þór Sigurðssyni, f. 29.3. 1954, hrl. Hann er kjörsonur Sigurðar Sigfússon- ar, f. 7.8. 1918, húsasmíðameistara og fasteignasala í Reykjavík,, og k.h., Báru Björnsdóttur, f. 19.2. 1930, húsmóður. Synir Jónínu og Péturs Þórs eru Birnir Orri, f. 25.6. 1985, Ernir Skorri, f. 27.2. 1989. Bræður Jónínu: Óskar Bjartmarz, f. 14.3. 1956, lög- reglumaður í Reykjavík og formaður Lögreglufélags Reykjavíkur; Jón Friðrik Bjartmarz, f. 27.8. 1957, yfir- lögregluþjónn Ríkislögreglustjóra; Björn Bjartmarz, f. 23.4. 1962, lögreglumaður í Reykjavík. Foreldrar Jónínu eru Björn Stefán Óskarsson Bjart- marz, f. 17.5. 1930, fyrrv. fulltrúi hjá íslenskri endur- tryggingu hf. í Reykjavík, og k.h., Helga Elsa Jónsdótt- ir, f. 16.8.1931, fyrrv. fulltrúi á skrifstofu lögreglustjór- ans í Reykjavík. Ætt Björn Stefán er sonur Óskars Bjartmarz, forstöðu- manns Löggildingarstofunnar í Reykjavík, bróður Guðlaugar, móður Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka, rithöfundar og kennara, föður Ómars, framkvæmda- Jón Vigfósson fyrrv. forstöðumaður í Víðinesi Jón Vigfússon, fyrrv. forstöðumaður, Dalatanga 6, Mosfellsbæ, verður áttræður á morgun. StarfsferiU Jón fæddist að Ljótarstöðum í Skaftártungu og ólst upp í Skaftártungu í Vestur- Skaftafellssýslu. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1944. Jón flutti að Hjallanesi í Landsveit 1944. Hann stundaði ýmis störf á árunum 1944-61, vann við landbúnað, var starfsmaður Búnaðarsambands Suðurlands við jarðarbótamælingar og skýrslugerð 1946, var á vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum og stundaði bifreiðaakstur. Jón var verkstjóri og aðstoðarforstöðumaður við Gæsluvistarhælið í Gunnarsholti (Akurholt) 1961-72, var forstöðumaður Vistheimilis Bláa bandsins í Víðinesi á Kjalarnesi 1972-88, var landpóstur i Mosfellsbæ 1989-92 er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Jón var búsettur í Víðinesi til 1983 en flutti þá í Mosfellsbæ og hefur búið þar síðan. Fjölskylda Jón kvæntist 4.11. 1961 Guðrúnu Karlsdóttur, f. 8.3. 1929, fyrrv. matráðskonu. Hún er dóttir Karls Ólafssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, bænda síðast í Hala í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu. Börn Jóns: Edda Melax, f. 16.12. 1951, MA í norrænu og þýsku, búsett í Grundstadt í Þýskalandi en maður hennar er Gunter Schmid og eru synir þeirra Stefán Karl og Andreas Helgi; Stefán Már Jónsson, f. 2.5. 1963, framkvæmdastjóri í Reykjavík og eru dætur hans Kristín Birna, Katrín Ósk og Elsa Rún en kona hans er Hrefna Lind Bergþórsdóttir; Kolbrún Jónsdóttir, f. 21.7. 1966, bóndi á Stóra-Hofi á Rangárvöllum en sambýlismaður hennar er Bæring Sigurbjörnsson og eru börn þeirra Gróa Herdís og Jón Bæring. Bræður Jóns eru Ámi Vigfússon, f. 11.6. 1925, byggingameistari í Reykjavík; Þórður Kjartan Jónsson, f. 10.4.1927, bifreiðastjóri á Selfossi; Sigurður Vigfússon, f. 30.6.1931, bifreiðastjóri og múrari í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Vigfús Gestsson, f. 4.3.1896, d. 1.5. 1981, bóndi að Ljótarstöðum, og Kristín Árnadóttir, f. 25.4. 1895, d. 1.5. 1988, húsfreyja. Jón tekur á móti gestum í Hlégarði í Mosfellsbæ sunnudaginn 29.12. kl. 16.00-19.00. Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri í Reykjanesbæ Hjördis Ámadóttir, félags- málastjóri Reykjanesbæjar, Freyjuvöllum 1, Reykjanesbæ, er fimmtug í dag. Starfsferill Hjördís fæddist í Reykja- vík en ólst upp hjá móður sinni og fósturfóður í Keflavík og var flest sumur hjá foöur sinum og konu hans á Höfn í Homafirði. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1969, útskrifaðist frá Endurmenntunardeild HÍ í opinberri stjómsýslu og stjómun 1999 og hefur sótt fjölda nám- skeiða í rekstri, starfsmannastjórnun og mannlegum samskiptum. Hjördís starfaði hjá Ljósmyndastofu Suðumesja 1969-71, hjá Keflavikurbæ, síðast sem innheimtustjóri 1971-82, hjá Fasteignaþjónustu Suðurnesja 1982-83, var rekstrarstjóri Þroskahjálpar á Suðumesjum 1983-85, félagsmálastjóri hjá Njarðvíkurbæ 1985-94, og hefur frá 1994 verið félagsmálastjóri Reykjanesbæjar. Hjördís starfaði í fjölda nefnda og ráða fyrir Kefla- víkurbæ 1977-94 og gegndi formennsku í nokkrum þeirra og var varabæjarfulltrúi í Keflavík 1986-90. Hún hefur starfað i Leikfélagi Keflavíkur frá 1976, sat í stjórn þar í tíu ár, þar af formaður í fimm ár, sat í stjóm starfsmannafélags Keflavíkurbæjar 1976-79, þar af formaður í eitt ár og hefur verið formaður í stjóm Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ frá 2001. Fjölskylda Hjördís giftist 17.5. 1975 Jóhannesi Kjartanssyni, f. 17.11. 1955, rafvirkja hjá Vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Hann er sonur Kjartans Eiðssonar sem er bú- settur í Keflavík og Soffiu Hóseasdóttur sem er látin. Böm Hjördísar og Jóhannesar era Þór Jóhannesson, f. 22.2. 1975, nemi í bókmenntafræði við HÍ en kona hans er Dögg Guðnadóttir; Rúnar Jóhannesson, f. 5.8. 1979 myndlistamemi; Ósk Jóhannesdóttir, f. 10.10.1990 nemi. Hjördís er elst ellefu háflsystkina en hún á sex hálf- bræður, sammæðra, og fimm hálfsystkini, samfeðra. Foreldrar Hjördísar: Guðrún Emilsdóttur, f. 30.7. 1930 og Ámi Stefánsson, f. 10.7.1927. Fósturfaðir Hjördísar: Hermann Sigurðsson, f. 19.6. 1930. Eiginkona Áma: Svava Sverrisdóttir, f. 30.1.1933. Hjördís og Jóhannes taka á móti ættingjum og vin- um í Selinu, Vallarbraut 6, Njarðvík, kl. 17.00-21.00 á afmælisdaginn. stjóra hjá SKYRR. Óskar var sonur Bjartmars, b. á Neðri-Brunná Kristjánssonar, og Ingibjargar Guð- munsdóttur. Móðir Björns Stefáns var Guðrún Bjartmarz, dóttir Björns, ritstjóra í Kaupmannahöfn, stofnanda hins þekkta danska tímarits Hjemmet, stofnanda Listasafns íslands og alþm. og sýslumanns í Dalasýslu Stefáns- sonar, sýslumanns á ísafirði og í Árnessýslu Björns- sonar, b. á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð Sigurðssonar. Móðir Stefáns var Þorbjörg Stefánsdóttir. Móðir Björns ritstjóra var Karen Emilie Bjarnarson, f. Jörg- ensen, óðalsb. á Fjóni og gósseiganda í Kaupmanna- höfn. Móðir Guðrúnar Bjartmarz var Guðný, systir Klemensar, landritara og ráðherra, og Finns prófess- ors. Guðný var dóttir Jóns Borgfirðings, bókbindara, lögregluþjóns og fræðimanns Jónssonar, og Önnu Guð- rúnar Eiríksdóttur. Helga Elsa er systir Jóhannesar Helga rithöfundar. Helga Elsa er dóttir Jóns Friöriks, loftskeytamanns í Reykjavík, bróður Ingólfs, stöðvarstjóra Fjarskipta- stöðvarinnar í Gufunesi, föður Matthísar, forstöðu- manns hafnarþjónustu Reykjavíkurhafnar. Jón Frið- rik var sonur Matthíasar, útgerðarmanns og kaup- manns í Haukadal í Dýrafirði og síðar alþm. í Reykja- vík, bróður Jóhannesar, alþm. og hreppstjóra á Þing- eyri, langafa Einars Kárasonar rithöfundar. Matthías var sonur Ólafs, b. í Haukadal Jónssonar og Ingibjarg- ar Jónsdóttur. Móðir Jóns Friðriks var Marsibil Ólafs- dóttir, Péturssonar, og Þórdísar Ólafsdóttur. Móðir Helgu Elsu var Jónina Jóhannesdóttir, tré- smiðs i Reykjavík Jónssonar, og Helgu Vigfúsdóttur. Laugard. 28. desember 85ÁRA Snorri Dalmar, Meðalholti 8, Reykjavík. 80 ÁRA___________________ Óskar Lúðvík Grímsson, Kársnesbraut 27, Kópavogi. 70 ÁRA ___________________ Hallfreður Örn Eiríksson, Háaleitisbraut 56, Reykjavik. Oddur Ármann Pálsson, Álfhólsvegi 96, Kópavogi. 60 ÁRA ; Arnaldur Mar Bjarnason, Huldubraut 27, Kópavogi. Magnea Guðrún Magnúsdóttir, Sóleyjargötu 7, Vestmeyjum. 50 ÁRA Albert Jónsson, Laugateigi 52, Reykjavík. Bragi Sigurður Baldursson, Vættaborgum 119, Reykjavík. Ewa Maria Bury, Bjarmalandi, Tálknafirði. Ingibjörg Jónasdóttir, Túngötu 9, Hvanneyri. Karl Magnús Tómasson, Löngufit 10, Garöabæ. ; Marteinn Óli Reimarsson, Mánagötu 8, Hvammstanga. Sigurbjörg Ósk Friðriksdóttir, Vallengi 11, Reykjavík. 40 ÁRA Brynhildur Sigmundsdóttir, Brattholti 4c, Mosfellsbæ. | Erna Haraldsdóttlr, Árkvörn 2, Reykjavík. Guðrún Edda Haraldsdóttir, Furugrund 30, Selfossi. Ingólfur Gauti Ingvarsson, Lækjarhvammi 15, Hafnarfirði. Júlíus Sigurðsson, Norðurvöllum 30, Keflavík. ' Margrét Ásmundsdóttir, Álfaskeiði 80, Hafnarfirði. Páll Þór Kristjánsson, Fjarðarseli 18, Reykjavík. Sveinn Baldursson, Kambsvegi 30, Reykjavík. Vilborg Hannesdóttir, Logafold 119, Reykjavík. Sunnud. 29. desember 95 ÁRA___________________ ; Jóna J. Jónsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. 90 ÁRA Helgi Pálsson, Hólmgarði 56, Reykjavík. 85ÁRA Björg Jónína Kristjánsdóttir, Böðvarsgötu 2, Borgarnesi. SOlára Grétar Hinriksson, Grýtubakka 14, Reykjavík. Hann verður í óvissuferð meö sínu fólki. 75 ÁRA____________________ Einar Bjömsson, Byggöavegi 149, Akureyri. Hafsteinn Þorsteinsson, Björtuhlíð 5, Mosfellsbæ. 70ÁRA Garðar Finnbogason, Sólvangi, Hafnarfirði. Magnús Helgason, Funalind 7, Kópavogi. 60 ÁRA Guðbjörg Jónsdóttir, Barðastööum 21, Reykjavík. Hólmfríður Pétursdóttir, Vesturhólum 5, Reykjavlk. Ingibjörg Ólafsdóttir, Krossi, Hofsósi. Lars-Erik Bromell, Brattholti 1, Hafnarfiröi. Níels Unnar Hauksson, Helgafelli 3, Mosfellsbæ. Sunna Emanúelsdóttir, Krummahólum 9, Reykjavík. 50ÁRA_____________________ Guðrún Jósteinsdóttir, Vættagili 29, Akureyri. Kristinn Jónsson, Hjaröarhaga 26, Reykjavík. Salvar Júlíusson, Noröurhjáleigu, Kirkjubæjarkl. Stefán Rafnar Jóhannsson, Jörfalind 21, Kópavogi. Svava Jónína Níelsdóttir, Skógarseli 15, Reykjavík. 40 ÁRA Einar Jón Sigmarsson, Vesturbergi 78, Reykjavlk. Gísli Þór Guðmundsson, Austurvegi 29, Selfossi. Hafdís Stefánsdóttir, Álfaskeiði 18, Hafnarfiröi. Hörður Ríkharðsson, Brekkubyggð 4, Blönduósi. Kjartan Gústavsson, Krókamýri 78, Garðabæ. Linda Björk Halldórsdóttir, Hafnagötu 27, Höfnum. Pétur Gunnar Sigurðsson, Heimavöllum 5, Keflavlk. Þorlákur Björnsson, Dalhúsum 49, Reykjavlk. Þóra Olsen, Munaðarhóli 6, Hellissandi. Þórhildur fda Þórarinsdóttir, Hofteigi 20, Reykjavlk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.