Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 52
VT 56 / / e / c) a r b / a ö DV LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Egill Helgason. Utþensla ríkisins „Mál Ingibjargar Sólrúnar eru efst á baugi í lok árs. Ég held að það sé bara ánægjuefni að hún dembi sér í lands- málin, sérstaklega ef hún gerir það af fullum krafti," seg- ir Egill Helgason blaðamaður. „í lok ársins verður mér annars helst hugs- að til ákveðinna vonbrigða með að ekki skuli ætla að verða meiri endur- nýjun í pólitíkinni hér. Ég held við þurfum meira af nýju blóði, nýtt fólk, nýjar hugmyndir, færri flokkshesta. Mér finnst gæta verulegrar þreytu með stjórnmálaflokkana og óvissu um hvað þeir standa í raun fyrir. Annað sem sætir furðu er hin stórkostlega útþensla ríkisins. Að sumu leyti er þetta vegna þess að ákveðnar stéttir sem gera út á ríkiskassann eru orðn- ar trylltar af græðgi og engin leið að hemja þær - ég nefni lækna - en önn- ur skýring er að makráðir stjórnmála- menn virðast hafa gjörsamlega týnt sér í fínimennsku." Hrakspár reyndustrangar „Á árinu sem er að líða stendur það helst upp úr að all- ar hrakspár stjórn- arandstöðunnar um að efnahagslífið væri að fara úr böndunum reynd- ust rangar," segir lllugi Illugi Gunnarsson, Gunnarsson. aðstoðarmaður for- sætisráðherra. „Efnahagsstefna ríkis- stjómarinnar gekk eftir, verðbólgan er nú innan viðmiðunarmarka Seðla- bankans, vextir lækka jafnt og þétt, spáö er auknum hagvexti og kaup- máttur eykst áttunda árið í röð. Verið er að ganga frá sölu ríkisbankanna og nú standa yfir lokaviðræður vegna byggingar álvers á Austurlandi. Það er því rík ástæða til að vera bjartsýnn á gang efnahagsmála á næstunni. Af öðrum málum á innlendum vettvangi langar mig sérstaklega að nefna sam- komulagið sem náðist á milli ríkisins og samtaka eldri borgara um aukið fjármagn til eldri borgara." Evrópustefna mótuð „Það hefur sett lit á lífið að ég dreif mig í háskóla og tók þá ákvörðun að fara ekki í framboð í vor,“ segir Svan- fríður Jónasdóttir alþingismaður. „Evrópukynning Svanfríður Samfylkingarinnar Jonasdottir. og m5tun gvrópu- stefnu var líka spennandi verkefni. Auk þess að halda utan um kynning- una tók ég sjálf þátt í á fjórða tug funda um allt land. Niðurstaða flokks- ins hefur mikil áhrif á þróun Evrópu- umræðunnar. Þó ég væri ósátt við út- færslu ríkisstjórnarinnar á veiðigjald- inu skiptir miklu að gamalt baráttu- mál um að greiða skuli fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda fékkst viöur- kennt. Samfylkingin er hins vegar að treysta sig - innkoma Ingibjargar Sól- rúnar undirstrikar það - og þar með okkar áherslur í stærstu málum.“ Styrkur og staðfesta „Árið fyrir kosn- ingar er yfirleitt átakamesta ár kjör- tímabilsms," segir Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS og ráðherra, á fyrstu mánuðum kjörtímabilsins. Fl""ur „Þetta er að öllu Ingolfsson. jöfnu árið sem ríkisstjóm er hvað verkaminnst. í ár hefur rikisstjómin hins vegar tekist á við hvert stórmálið á fæt- ur öðru og leyst með farsælum hætti. Ég nefni deilur í heilbrigð- iskerfmu, átök um Kárahnjúka- virkjun og einkavæðingu og áherslumun í Evrópumálum. Til að ráða við þetta þarf fyrst og fremst trausta og samheldna for- ystu fyrir ríkisstjóm þar sem traust og trúnaður rikir milli for- ystumannanna sem enn virðist vera nóg af og er það gott vega- nesti inn í komandi ár.“ Stjórnmálin á árinu 2002: Rokið á undan logninu Einkavæðing, Evropa og jólabomba borgarstjóra Einkavæðing bankanna og þróun Evrópuumræðunnar skipta senni- lega mestu þegar til lengri tíma er litið," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. „Hvorutveggja er partur af löngu og mikilvægu ferli. Einka- væðing bankanna er enn eitt skref- ið í þeirri uppstokkun íslenska hag- og stjórnkerfisins sem átt hef- ur sér stað undanfarin tuttugu ár: þróun í átt til samfélagsgerðar þar sem markaösbúskapur gegnir svip- uðu hlutverki og í nágrannalöndun- um. Evrópuumræðan hvesstist við það að innan flokkakerfisins bar meira á talsmönnum þess að ESB-að- ild sé æskileg (eða kannski óumflýjan- leg): Samfylkingin ákvað að stefna að aðild og utanríkisráðherrann hélt áfram að daöra við aðild, augljóslega við litla hrifningu forsætisráðherr- ans, sem talaði afar ákveðið gegn að- ild. Þó enn sé alls ekki ljóst hvaða vægi Evrópumálin fá í kosningabar- áttunni í vor má búast við harðnandi átökum um þetta mál næstu árin, ekki síst vegna stækkunar ESB til austurs, sem eru augljóslega mikil tíð- indi. Af öðrum mikilvægum málum má nefna efnahagsstjórn og virkjanamál. Mjúk lending í efnahagsmálum skipt- ir þjóðina miklu og styrkir stöðu stjórnarflokkanna í komandi þing- kosningum. Líkurnar á virkjunar- framkvæmdum á Austurlandi jukust og bæði stuðningsmenn og andstæð- ingar telja þar mikið í húfi. Stjómarflokkarnir héldu sínu í sveitarstjórnarkosningum en sjálf- stæðismönnum tókst ekki að fella R- listann í Reykjavik og innviðir Sam- fylkingarinnar styrktust. Ljóst varð í haust að borgarstjóri hugsaði sér til hreyfings í landsmál og rétt fyrir jólin ákvað hún þingframboð. Þaö eru tíð- indi - og ef hún verður sett af sem borgarstjóri í framhaldinu geta leitt af þvi miklar sprengingar. Davíð Oddsson braust með miklum hvelli inn í landsmál vorið 1991 og felldi sitjandi flokksformann rétt fyrir kosningar. Hvað gerir Ingibjörg Sól- rún á miðju sprengjusvæði vorið 2003?" Það vill svo einkennilega til að það lítur út fyrir að nokkur af helstu stór- tíðindum ársins 2002 á vettvangi stjóm- mála verði ekki endanlega staðfest fyrr en á næsta ári, hvort sem litið er til manna eða málefna. Það mætti því kalla þetta „undirbúningsárið". En það er þannig með flest þessara mála að að- dragandinn er æsilegri en sjálfur at- burðurinn. Af þvi leiðir auðvitað að árið var líflegt. Bankarnir Einhver mestu tíðindi sem komið hafa úr Stjómarráðinu á árinu er sam- komulag um sölu á kjölfestuhlut í báð- um ríkisbönkunum. í október náðist samkomulag við Samson, eignarhalds- félag Björgólfs Guðmundssonar, Björg- ólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, um sölu á 45,8% hlut i Landsbankanum fyrir 12,3 milljarða. í nóvember var samið við VÍS, Ker (Esso), Samvinnulífeyrissjóðinn og fleiri um sölu á jafhstómm hlut í Bún- aðarbankanum fyrir 11,9 milljarða. Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingamefnd vegna Lands- bankasölunnar en Ríkisendurskoðun blessaði framkvæmdina. Kaupsamn- ingar hafa hins vegar ekki enn verið undirritaðir þegar þetta er skrifað. Hugsanlega verða það meðal fyrstu stórtiðinda næsta árs. Landssíma-mambó Hvað einkavæðingu varðar fór árið hins vegar illa af stað. I lok febrúar var viðræðum slitið við danska símafyrir- tækið TDC um kaup á kjölfestuhlut í Landssímanum. Fáir áttu erfiðari mán- uð í pólitík á árinu en Sturla Böðvars- son. Gengið hafði verið frá 37 milljóna króna starfslokasamningi (!) við Þórar- in V. Þórarinsson, fyrrverandi for- stjóra Símans. Hreinn Loftsson, for- maður einkavæðingamefhdar, hafði sagt af sér. I ljós hafði komið að Friðrik Pálsson stjómarformaður fékk nokkrar milljónir í laun fyrir ráðgjafastörf án vitundar annarra stjómarmanna. Loks fór einkavæðingin út um þúfur. Ingibjörg Sólrún umkringd Margir hafa beðið þess í mörg ár aö Ingibjörg Sólrún hellti sér út í landsmálin en það virðist ætla að kosta hana borgarstjórastólinn. Ingibjörg fram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setti allt á annan endann í lok ársins með ákvörðun um að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosn- ingum. Hún hafði i haust ákveðið eftir talsverða umhugsun að fara ekki fram, m.a. í ljósi yfirlýsinga sinna ög skuld- bindinga fyrir borgarstjómarkosning- amar. Framsókn og Vinstri-grænir bmgðust mjög harkalega við; sögðu óhugsandi að leiðtogi R-listans keppti við þá í þingkosningum. Þegar þetta er skrifað standa samn- ingaviðræður yfir, en allt eins virðist líklegt að dagar R-listans séu taldir vegna ákvörðunar Ingibjargar Sólrún- ar. Niðurstaðan verður líklega - eins og bankasal- an - meðal fyrstu stórtíð- inda næsta Framboðsraunir Ný og gjörbreytt kjördæmaskipan veldur því að val á framboðslista hefur verið óvenjulega snúið. Af helstu tíð- indum má nefna: Sögulegan ósigur Páls Péturssonar í Norðvesturkjör- dæmi; fluming Halldórs Ásgrímssonar til Reykjavíkur; ósigur Vilhjálms Egils- sonar og makalausa framkvæmd próf- kjörsins í Norðvesturkjördæmi; ákvörðun kjömefndar í Suðurkjör- dæmi um að hafha Kristjáni Pálssyni; frábæran árangur ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík; furðuslappa kosn- ingu össurar Skarphéðinssonar í fyrsta sæti i Reykjavík og algjöran ósig- ur Jakobs Frímanns Magnússonar eft- ir mikið auglýsingaflóð - og svo mætti raunar lengi telja. Álver / Þjórsárver Virkjanir, stóriðja og umhverfismál þeim tengd hafa orðið tilefni hungur- verkfalla og mótmælasöngva á Austur- velli enda mikið í farvaminu. Norsk- Hydro rauk raunar á dyr snemma á ár- inu en ekki leið á löngu áður en álris- inn Alcoa hljóp í skarðið og tók við verkefninu um álver i Reyðarfiröi. Framkvæmdir við virkjun em hafnar og ekkert eftir nema endanlegir og bmdandi samnmgar við Alcoa. Þeir eru fyrirhugaðir í mars - enn ein yfir- vofandi tíðindi. Norðlingaölduveita, sem á að sjá stækkuðu álveri á Grundartanga fyrir orku, var samþykkt af Skipulagsstom- un í ágúst. Margir aðdáendur Þjórsár- vera mótmæltu oft og lengi og ákaflega; ráðherra úrskurðar um kærur á nýju ári. Samfylking eflist Af skoðanakönnunum að dæma hef- ur fylgi Samfylkmgarinnar verið að aukast umtalsvert á ármu og er nú vel ríflega 30%. Framan af virtist það eink- um vera á kostnað Vinstri-grænná, sem hafa snarlækkað, en nú síðast einnig á kosmað Framsóknar, sem er í kreppu í Reykjavík samkvæmt könn- unum. Sjálfstæðisflokkurmn hefur haldið smu, nema samkvæmt síðustu könnun í Reykjavík eftir ákvörðun borgarstjóra um þmgframboð. Sveitarstjórnarkosningar Bjöm Bjamason stóð upp úr stól ildarviðræður við sambandið á stefhu- skrá sma. Sprengjur Fyrirhuguð ríkisábyrgð á allt að 20 milljarða láni deCODE varð óskaplega umdeild, en málið hefur fjarað út og niðurstöðu frá Eftirlitsstomun EFTA ekki að vænta fyrr en í vor. Þá varð allt vitlaust þegar meðlim- um Falun Gong var memað að koma til landsms til að sýna forseta Kma mót- mælaspjöld og þeir eltir á röndum sem hleypt var mn. Þorfinni Ómarssyni var vikið tíma- bundið úr starfi framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs í júlí eftir að Ríkis- endurskoðun haföi ítrekað gert alvar- legar athugasemdir við bókhald hans, en nefhd um réttmdi ríkisstarfsmanna komst nú samt að því að brottviknmg- m hefði verið óréttmæt. Málið varð Hallgrími Helgasyni til- efni til að skrifa fræga blaðagrein, „Baugur og bláa höndin“, um meint of- ríki forsætisráöherra. Davíð bauð Hall- grimi í spjall í Stjómarráðinu í kjölfar- ið og þótti sumum skrýtið. Mafía og leiftur Ýmis ummæli vöktu feiknaathygli á árinu. Össur Skarphéðinsson kallaði forsvarsmenn Baugs „hreinræktaða drullusokka" og „nýja mafiu" í trúnað- arbréfi snemma á árinu eftir að bróður hans var sagt upp störfum hjá fyrirtæk- inu. Jón Ásgeir Jóhannesson sagðist í kjölfarið óttast þá tilhugsun að Össur yrði í framtiðinni forsætisráðherra. Ámi Mathiesen var dæmdur í hér- aðsdómi fyrir að halda því fram að fréttamyndir af brottkasti afla væru sviðsettar og Einar Oddur Kristjánsson fullyrti að skoðanakúgun og fasismi væm stunduð á Hafrannsóknastofhun. Davíð Oddsson olli hins vegar mestu fjaðrafoki þegar hann riijaði upp í við- tali við DV hvemig hann hefði haldið uppi aga i Verzlunarskólanum á sínum tíma með því að lemja nemendur sína „leiftursnöggt í hausinn". Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands- ins, var einn þeirra sem ekki hafði húmor fyrir frásagnarstíl forsætisráð- herra og taldi málið grafalvarlegt! Það sést þó hugsanlega i réttu ljósi í síðustu stórfrétt ársins: Skaupinu. menntamálaráðherra og lagði til atlögu við Reykjavikurlistann, en hafði ekki erindi sem erfiði. Fylgið reyndist óvenjulítið og uppskeran aðeins 6 borg- arfulltrúar. R-listinn dalaði um 1% en F-listi kom óvænt að manni. Á landsvísu máttu stjómarflokkam- ir mjög vel við una með um 40% (D) og 20% (B), Samfylkingin sömuleiðis með um 32% þar sem hún bauð fram sér, en Vinstri-grænir fengu víðast hvar að- eins um 6%. D-listi vann sína helstu sigra í Reykjanesbæ og Mosfellsbæ, hreinan meirihluta á báðum stöðum. Samfylk- ingin vann stórsigur og hreinan meiri- hluta í Hafnarfirði og stórsigur í Ár- borg með tæpt 41%. Framsóknarmenn náðu óvenjugóðum árangri í Kópavogi og Garðabæ og Vinstri-grænir í Skaga- firði. Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður Verst vom úrslitin fyrir Fjarðalist- ann í Fjarðabyggð, D-lista í Vestmann- eyjum og Framsókn í Hafnarfirði, að ógleymdum ósigri D-listans í Reykja- vík. ESB Davíð Oddsson blés eftirminnilega til sóknar í Evrópuumræðunni í sum- ar. Hagfræðistofnun reiknaði út fyrir hann að árlegur kostnaður af aðild ís- lands að ESB eftir stækkun yrði allt að 10 milljarðar og skoðanakönnun sýndi aö aðeins 3,3% þjóðarinnar væra ein- dregið hlynnt aðild þegar kosmaðurinn var nefndur sem forsenda. í kjölfarið uröu hvössustu opinbera skoðana- skipti Davíðs og Halldórs Ásgrímsson- ar á árinu. Halldór boðaði nýja útreikn- inga og eru þeir væntanlegir á næstu vikum. Andstæðingar ESB stofnuðu með sér samtökin Heimssýn á árinu en Sam- fýlkingin ákvað í kosningu að setja að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.