Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Helqarhlacf H>V 27 Þjóðin er ráðvillt „Áriö 2002 er árið sem íslenska þjóöin hefur veriö svolítiö ráð- villt. Efnahagslif og atvinnu- ástand er ekki enn komið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í. Deilurnar um virkjun eða ekki virkjun virðast engan enda ætla að taka,“ segir Dúi Landmark kvikmyndagerð- armaður. „Mér sýnist við vera að gera sömu mistök í innflytjenda- málum og Evrópuþjóðir gerðu fyr- ir 10-15 árum. Umræða um þau er oft byggð á misskilningi og rang- hugmyndum og fer því miður oft í neikvæðan og einhæfan farveg. Sama mætti kannski segja um ESB. Ég fagna einnig tímabærri umræðu um viðskiptasiðferði á ís- landi.“ Græða klukkutíma í viðbót „Ég flutti heim á árinu eftir tveggja ára búsetu erlendis. Þaö sem ég tók strax eftir var hve við- skiptalífið og ýmsar hliðar þess eru orðnar áber- andi,“ segir Bene- dikt Karl Valdi- marsson, ráðgjafi í almannatengsl- um hjá Athygli. „Viðskiptaskólar eru yfirfullir, fréttum úr við- skiptalífi er gert hátt undir höfði og menn ræða um að breyta klukkunni til samræmis við Evróputíma til að græða klukkutíma í viðbót. Þá erum við Islendingar nú að eignast okkar fyrstu milljarðamæringa - og þeir eru á forsíðum slúðurpressunnar. Þeim eiga allir að líkjast. Þetta er athyglisvert. Sýnir hvemig fyrir- myndirnar í þjóðfélaginu breytast á hverjum tíma og eftir höfðinu dansa limirnir. Einnig var virkjunar- og stóriðjuumræða áberandi á árinu en engu að síður var hún í ákveðinni kyrrstöðu. Menn tala án þess að umræðan skili neinu nýju, heldur eru allir í sömu förunum áfram.“ Firrt og fjar- læg raunveru- leikanum „íslenskt þjóð- félag er á fleygi- ferð og við finn- um öll fyrir því. í spjallþáttum og sjálfshjálparbók- xun er mikið tal- að, meðal annars um nauðsyn þess að hægja á i persónulegu lífi,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. „Á sama tíma er ekkert talað um djúpstæðari þjóð- félagsbreytingar, þær sem fjöl- miðlarnir fatta ekki. Breytingar á eignarhaldi fyrirtækja, á mörkuð- um, á háskólastiginu á Islandi, á þjóðkirkjunni, á bókmenntum, á fjölmiðlum, á stöðu íslands í heiminum - um þetta er ekki far- ið að fjalla af viti. Fyrir vikið verður hin svonefnda þjóðarsál næstum firrt og fjarlæg raunveru- leikanum. Það verður óbærilega létt að vera íslendingur og bláa höndin virkar sakleysisleg, næst- um eins og samkvæmisleikur." Þverrákóttir vöðvar „Eins og fyrri daginn í stað rök- ræðna þá fara Is- lendingar í álflog. Beita þá mest þverrákóttum vöðvum líkt og við höfum erft okkar genagerð frá Gretti, Gunn- laugi ormstungu eða Skarphéðni - nema hvað þeir voru allir niðjalausir," segir Val- garöur Egilsson læknir og rithöf- undur. „Þetta fannst mér áberandi á árinu; að rökræðum nenna menn ekki. íslendingar eru enn á þessu stigi. Öll stóru málin sem komu upp á árinu fengu þessa meðhöndlun." Valgarö Egilsson. Kristrún Heimisdóttir. Dúi Landmark. Þjóðarsál og mannlíf á árinu 2002 Handfrjáls þjóð í hátíðarskapi Að morgni nýársdags 2002, þegar síðustu glæður í áramótabrennum voru að slökkna, voru aðrir eldar jafnframt að brenna út á íslandi. Bál þenslu og eyðslu sem einkennt hafði árin á undan. Tímabil nýja hagkerfisins. Við slíkar kringum- stæður - þegar einhvers konar kaflaskil verða - koma gjaman fram á sjónarsviðið í þjóðfélaginu ný gildi ýmiss konar. Þá er veður til að skapa, eins og skáldið Tómas kvað. I stað þess að gleypa hálfan heiminn og leggjast í landvinninga fór fólk að hugsa inn á við og huga að sér sjálfu. Engu að síður gat hin undar- lega íslenska þjóð ekki á árinu sem nú er að líða í skaut alda - frekar en í annan tima - leynt því hvert eðli hennar er. Alltaf komu upp á árinu dægurflugur sem settu sterkan svip á mannlífið. Voru eins og krydd á krásir og þjóðarrétti. Heima að bía börnunum Eitt skýrasta dæmið um breytt hugarfar þjóðarinnar og iimhverfa hugsun er að nýbakaðir pabbar tóku því fagnandi að geta komist í fæöingarorlof með nýfæddum ung- unum sínum. Nýleg lög opna mögu- leika á slíku. Velflestum pöbbum þótti þetta mikil sæla og skapa nán- ari tengsl milli sín og unganna sinna að geta verið heima að bía þeim. Fást við bleiuskiptingar og fleira í þeim dúr. Þá varð mikil og almenn þátttaka í viðbótarlífeyrissparnaði og það meðal fólks í öllum starfstéttum. Al- gengt er að fólk sé að leggja fáein prósent af launum sínum fyrir til þess að geta átt sældarlíf í ellinni og þá leggur vinnuveitandi í púkkið sömu tölu. Þetta hefur þótt kostaboð og almenn búhyggindi að leggja til elliáranna með þeim hætti Kínaforseti raskar rónni I pólitíkinni var stórtíðindalaust. Ingibjörg Sólrún og Reykjavíkurlist- inn héldu áfram völdum í Reykja- vík, .þrátt fyrir harða keppni frá Birni Bjarnasyni og Sjálfstæðis- flokknum. Og sitjandi meirihlutar vitt og breitt um landið héldu gjarn- an áfram völdum sínum, styrk og stöðu. Kínaforseti, Jang Zemin, kom til landsins í júní. Heimsókn kappans úr austrinu varð heldur betur til þess að þjóðin hrökk upp af standin- um. Til þess að raska ekki hugarró forsetans voru settar ákveðnar skorður gagnvart liðsmönnum kín- versku hreyftngarinnar Falun Gong en þeir komu hingað gagngert til að mótmæla forsetanum og stjórnar- háttum í landi hans. íslendingar Sr. Hjálmar Jónsson „Hvar er vitundin um aö öll séum viö á sama báti, hvar er samvit- undin - ööru nafni samviskan?“ DV-MYND: GVA vinsælda. I nýjum smelli spurðu Stuðmenn hvort þú myndir ekki eft- ir mér. írafár var einnig hljómsveit sem sló í gegn og seldi öðrum betur í jólaplötuflóðinu. Söngkona sveitar- innar, Birgitta Haukdal, var með hárið í íðilfógrum fléttum sem skyndilega fór aftur að þykja smart. Hafið var kvikmynd ársins. Þjóð- in flykktist í bíó og í framhaldinu fóru allir, ungir sem aldnir, að hafa skoðanir á efni myndarinnar. Kvik- myndaleikstjórinn Baltasar gekk í framhaldsskóla og talaði um órétt- læti kvótakerfisins og þá var út- gerðarmönnum svo gott sem nóg boðið. Forsetinn og flár heimur Árið 2002 var af Sameinuðu þjóð- Meö heyrnartól á eyranu Nú má enginn aka og tala í farsíma um leiö nema nota handfrjálsan búnaö. Handfrjáls búnaöur seldist eins og heitar lummur á árinu. Mótmælt Mótmælendunum í Falun Gong voru settar þröngar skoröur þegar þeir komu til aö mótmæla heimsókn Kínaforseta hingað til lands i sumar. Því ráöslagi var með táknrænum hætti harölega mótmælt af íslendingum sem töldu þetta vega aö tjáningarfrelsinu. sjálfir létu heldur ekki sitt eftir liggja í mótmælaaðgerðum. Kári undir smásjánni Ríkisábyrgð upp á 200 milljarða króna, sem deCode fékk á vordögum til að koma á laggirnar lyfjaþróun- armiðstöð hérlendis, vakti mikla at- hygli. Þar þótti mörgum sem „hið mikla fyrirtæki", eins og forsætis- ráðherra komst að orði, fengi óeðli- lega forgjöf frá opinberum aðilum. Þessar óánægjuraddir fengu síð- an nýtt líf og þeim sem ráðstöfunina höfðu gagnrýnt töldu allar sínar röksemdir hafa gengið upp þegar Kári Stefánsson og forkólfar lE sögðu upp hundruðum starfsmanna í haust. Hér að framan voru hörðu málin reifuð en sitthvað var auðvitað í mjúka pakkanum. Eitt af því skemmtilegra á árinu voru byggða- hátíðir sem víða var efnt til sl. sum- ar. Þar var byggt á sögu byggðanna og skemmtilegheitin fléttuð inn í. Þarna má nefna Humarhátíð á Höfn, Ljósanótt í Keflavík, Sælu- viku í Skagafirði, Fiskidaginn mikla á Dalvík og fleira. I Reykjavík var haldin Menningamótt í ágúst, sem raunar endaði með syngjandi fylliríi og gauragangi þegar komið var fram undir morgun. Ómenning- amótt sögðu sumir - og hristu höf- uðið yfir drukknum unglingum, glerbrotum og ælu á götunum. Handfrjálsir símar og fléttur í hári I desember var löggan áberandi á götum borgarinnar að athuga um- ferðarmenninguna; það er fólk sem margt hvað var væntanlega á heim- leið frá jólahlaðborðunum sem nú eru það vinsælasta sem býðst á að- ventunni. Þúsundir ökumanna hafa verið stöðvaðar. Bæði var athugað hvort þeir væru með bjórglóð í blóði eða handfrjálsan búnað tengdan við farsímann. Vegna nýrra laga- ákvæða um að enginn megi keyra með símann í hendinni seldist handfrjálsi búnaðurinn í haúst eins og heitar lummur, rétt eins og fóta- nuddtækin um árið. Sem fyrr höfðu popparar landsins mikil áhrif á tísku og tíðaranda. I svörtum fötum og Land og synir voru hljómsveitir sem nutu mikilla unum nefnt Ár fjalla. Islendingar tóku virkan þátt í þessum leik. Um- fjöllun um fjöll varð áberandi og margir brugðu undir sig betri fætin- um og héldu til fjalla. Þá var á veg- um DV og Landvemdar efnt til kosningar á íslenska þjóðarfjallinu. Meira en helmingur þátttakenda sagði það vera Herðubreið sem hef- ur verið nefnd drottning íslenskra fialla. „Val á þjóðarfjallinu finnst mér snjöll hugmynd. Þetta hefur greini- lega snert strengi í brjóstum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson við DV, for- seti hinnar undarlegu þjóðar sem tók sér fjöllin í hjartastað, mótmælti Kínaforseta og gerði handfrjálsan far- símabúnað að þarfaþingi. Fyrir svo utan margt annað sem að stórmálum varð - en verður hins vegar næsta smátt i sniðum í samanburði við stór- tíðindi ársins í hinum fláa heimi. Göfgin ekki áberandi „Utan frá séð eru hin göfugu markmið ekki mjög áberandi í stjómun og ráðstjórn peninga- manna á þessu sumri, þeirra sem fara með stóra hluti fjármagns í okkar landi," sagði sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur í Reykjavík, í messu síðasta sunnu- dag í júlí sl. sumar. Þar gerði hann að umtalsefni mál í viðskiptalífinu sem bar hátt um þær mundir. Nefndi Hjálmar gjaldþrot Nanoq, eignarhaldið á Spron, viðskiptaferli og stefnumið hjá Baugi - og slag um eignarhald á fjölmiðlum. Frumskógarlögmál „Hver er fyrst og fremst að hugsa um almannahagsmuni? Hvar er vit- undin um að öll séum við á sama báti, hvar er samvitundin - öðru nafni samviskan? Er það efst í huga að styrkja og efla gott þjóðfélag í landinu þar sem allir skuli metnir jafnir? Eða er þjóðræknin, vináttan við fólkið í landinu, þjóðina, svo grunn að frum- skógarlögmálin ein verði að ráða,“ sagði sr. Hjálmar í ræðu sinni. Hann vitnaði til þess að stórbokkar Sturlungaaldar á íslandi hefðu ekki sést fyrir þegar þeir hefðu lagt allt í sölurnar fyrir auð. Þá hefði þjóðin misst sjálfstæði sitt. Þessu mættu þeir ekki heldur gleyma sem nú um stund- ir tækjust á um stóra hagsmuni. Um- gjörð mannlífsins, bragurinn á þjóðar- heimilinu þyrfti að vera friðsamur og ábyrgur. Verðugri hugsjónir „Miklu verðugri hugsjónir eru til en þær að leggja alla stund á verald- arumsvif. Margt er dýrmætara að berjast fyrir,“ sagði sr. Hjálmar. Er óhætt að segja að þessi ræða hans hafi vakið meiri athygli en marga annarra presta sem stigu í stólinn á því herrans ári 2002. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.