Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 HelQorblaö I>V 29 Nætursjónaukarnir auðvelda björgun „Þyrluútköll vegna leitar og björgunar eða vegna slysa og veik- inda bæði á sjó og landi voru held- ur færri á árinu 2002 en undanfar- in ár. Útköll voru 112 en þau leiddu til 81 flugs með 71 mann. Alvarlegt sjóslys átti sér stað í febrúar en þá fórst Bjarmi VE vestan við Þrí- dranga og bjarg- aði þyrla Landhelgisgæslunnar tveimur mönnum af fjórum í áhöfninni. Útköll sem þyrluáhafn- ir sinna eru af margvíslegum toga. Mörg eru vegna alvarlegra umferðarslysa á þjóðvegum en einnig voru útköll vegna köfunar- slyss, snjóbrettaslyss, brotlending- ar svifdreka og falls úr klettum, svo dæmi séu tekin, segir Dagmar Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hún segir Gæsluna fagna þeirri velvild sem stofnuninni hefur verið sýnd með jákvæðum viðbrögðum við söfnun fyrir nætursjónaukum. Þjálfun flug- áhafna í notkun sjónaukanna er nú lokið og beðið eftir grænu ljósi frá Flugmálastjórn. „Nætur- sjónaukamir margfalda mögu- leika þyrluáhafna til björgunar- starfa að nóttu til og þegar skyggni er slæmt,“ segir Dagmar Sigurðardóttir. Dagmar Sigurðardóttir. Of mikill umferðarhraði „Mér er auðvitað ofarlega í huga sá mikli fjöldi banaslysa sem orðið hefur í umferðinni á árinu en sá fjöldi er langt yfir meðal- tali. Þá vekur það ugg hversu mannmörg slysin eru orðin en á þessu ári hafa orðið mörg um- ferðarslys þar sem fleiri en einn hefur látist í sama slysinu. Mikill meirihluti banaslysa, og annarra alvarlegra umferðarslysa á þessu ári, átti sér stað utan þéttbýlis, þ.e. á þjóðveg- um landsins. Það bendir til þess að umferðarhraðinn sé orðinn allt of mikill á þjóðvegunum og þar með verður alvarleiki slysanna mun meiri, ef eitthvað ber út af. Þessar staöreyndir benda ótvírætt til þess að umferðarlöggæsla sé ekki nægileg á þjóðvegum lands- ins - en reynslan hefur sýnt að sýnileg umferðarlöggæsla dregur verulega úr hraða. Ég vona því svo sannarlega að löggæsla verði aukin á landsbyggðinni svo nýja árið boði ekki enn frekari harm- leiki í umferðinni," segir Ragn- heiður Davíðsdóttir, forvarnafull- trúi VÍS. Þróiin sem verður að snúa við „Fleiri dauðaslys hafa orðið í um- ferðinni á þessu ári en oftast áður. Það er tvennt sem er óvenjulegt við þau. Annars vegar er það hversu margir hafa látist í einstökum slysa- tilvikum, fjórir í einu og þrir í tveimur. Þá hafa óvenju mörg böm látist í umferðar- slysum á árinu, mun fleiri en mörg ár þar á undan. Fjögur þeirra vom farþegar í bílum,“ segir Sigurður Helgason, sviðsstjóri umferðarör- yggissviðs Umferðarstofu. „Þessari þróun þarf að snúa við með öllum tiltækum ráðum. Von- andi tekst með markvissum vinnubrögðum og góðu samstarfi við vegfarendur að snúa ástand- inu til betri vegar á nýju ári. Við vitum að langflest slysin verða vegna þess að mannlegi þátturinn bregst. Við þurfum að beina at- hyglinni að hegðun og ástandi vegfarenda og þar að auki að tryggja að aliir noti þann öryggis- búnað sem er fyrir hendi.“ Sigurður Helgason. Ragnheiður Davíðsdóttir. Dauðaslysum í umferðinni fjölgaði frá fyrra ári: Leitin að ítalska ferða- manninum umfangsmest Árið sem er að líða var því miður ekki slysalaust en útköllum til björgun- arsveita fækkaði þó nokkuð frá fyrra ári og telja menn hagstætt veðurlag eina meginástæðu þess. Umferðarslys voru allt of mörg á ár- inu og létust 29 manns í umferðarslys- um - þar af fimm böm. Gera má ráð fyrir að á þriðja hundrað manns hafi slasast í umferðinni. Eldsvoöi á Þingeyri Árið var rétt gengið í garð þegar sá hörmulegi atburður varð að ung hjón fómst ásamt bami sínu í eldsvoða á Þingeyri. Eldsvoðinn varð aðfaranótt 5. janúar en þegar slökkviliði ísafjarðai' barst tilkynning um eldinn hafði tekist að bjarga eldra bami hjónanna, þriggja ára dreng, úr brennandi húsinu. For- eldrar ungu hjónanna bjuggu á efri hæð hússins og komust þau út af eigin rammleik. Mikil sorg ríkti meðal Þing- eyringa í kjölfar brunans. Tveir fórust meö Bjarma Tveir menn fórust þegar Bjarmi VE sökk um tíu mílur undan Þrídröngum að morgni laugardagsins 23. febrúar. Þyrla Landhelgisgæslunnar hifði þrjá menn úr sjónum þegar Bjarmi sökk. Þegar þyrluna bar að slysstað héngu tveir mannanna í hálfuppblásnum gúmbáti og gekk sjórinn yfir þá. Þriðji maðurinn fannst látinn skammt frá. „Mayday, mayday, við erum sökkva,“ voru skilaboðin sem áhöfn varðskipsins Týs heyrði óljóst skömmu fyrir klukkan ellefu um morguninn. Var í kjölfarið kannað hvort önnur skip í grenndinni hefðu heyrt neyðarkallið en svo virtist ekki vera. Um hádegisbil laugardagsins kom fram að Bjarmi VE hafði dottið út hjá Tilkynningarskyldunni og var þá kallað eftir aðstoð þyrlu. Jakob Ólafsson, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni, var í áhöfn TF- SIF umræddan dag. Jakob lýsti sjálfur aðkomunni sem nöturlegri og sagði í viðtali við DV aö mennirnir hefðu verið mjög þrekaðir og varla hefði mátt tæpara standa að bjarga þeim. í kjölfar slyssins spratt mikil um- ræða um sjálfvirka tilkynninga- skyldukerfið en við rannsókn kom m.a. í ljós að Bjarmi VE hafði ítrekað dottið inn og út úr sjálfvirku sam- bandi hinn örlagaríka morgun. Um klukkustund leið frá því Týr heyrði neyðarkall þar til staðfesting barst frá Tilkynningaskyldunni. í lok júní varð sjóslys af öðrum toga þegar 35 ára Akureyringur fórst á kajak á Skjálfandaflóa, skammt undan Flateyjardal. Þá mátti litlu muna í apríl þegar fjórir menn lentu í sjónum við Elliða- ey eftir að tuðru sem þeir voru á hvolfdi. Tveir komust upp í fjöru en hinir tveir í sjónum og gátu sér enga björg veitt. Björgunarbáturinn Þór bjargaði mönnunum. Hvar getur hann veriö? Umfangsmesta leit ársins var aö ítalska feröamanninum, Davide Paita, sem hvarf í byrjun ágúst. Mörg hundruö björgunarsveitarmenn leituöu vikum saman en allt kom fyr- ir ekki; afdrif feröamannsins eru mönnum ráögáta. Guðrún sekkur „Allt síðan strandið varð hefúr sjálfsásökunin kvalið mig. Af hverju gerði maður ekki hitt eða þetta? En það er sama hvemig ég fer yfir þetta mál i huga mínum, það var ekkert sem gaf mér til kynna að hætta leyndist á sigl- ingarleiðinni,“ sagði Sturla Einarsson, skipstjóri á Guðrúnu Gísladóttur KE- 15, í viðtali við DV í sumar. Sturla upp- liföi þá martröð skipstjórnarmanna að sjá skip sitt, fiölveiðiskipið Guðrúnu Gísladóttur, sökkva skammt frá Lófót- Arndís Þorgeirsdóttir blaðamaður en í Norður-Noregi i júní. Skipið var á leið til hafnar eftir mettúr, með tæp 900 tonn af síldarflökum, þegar það hafnaði á hafsbotni. Vísbendingar em um að skipið hafi farið spölkom frá viður- kenndri siglingarleið vegna ónákvæmra siglingarkorta en áhöfiiin fór strax frá borði í björgunarbáta þar sem skipið tók brátt að halla. Að undanfomu hafa staðið yfir að- gerðir til að reyna að ná Guðrúnu á flot og vinna 20 norskir kafarar og 14 ís- lendingar að björgun skipsins. Algjör ráðgáta Italskur ferðamaður, Davide Paita, Guðrún Gísladóttir KE 15 Eitt glæsilegasta skip íslenska flotans sökk skammt undan Lofoten í Noröur-Noregi í júní. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir árið hafa verið í rólegri kantinum: Gott veður skipti sköpum á árinu Gleðilegu augnablikin eru aðgerðir þar sem okkur tekst að koma fólki til að- stoðar - en þær að- gerðir þar sem böm eiga í hlut snerta okkur alltaf mest - þótt sem betur fer sé afar sjaldgæft að böm týn- ist,“ segir Valgeir Elí- asson. DVJHYND E.ÓL Valgeir Elíasson Leitin aö ítalska feröa- manninurh Dav- ide Paita var afar umfangsmik- il en því miöur er hvarf mannsins enn hulin ráögáta. „Þetta ár hefur verið með rólegra móti og útköll færri en á síðasta ári. Ein ástæðan er að veður hefur verið með besta móti og færri útköll til björg- unarsveita af þeim sökum, einkum á siðari hluta ársins," segir Valgeir Elí- asson, upplýsingastjóri Landsbjargar, um árið sem er að líða. Valgeir segir að það sem standi helst upp úr í leitar- og björgunaraðgerðum á árinu sé leitin að ítalanum Davide Paita sem hvarf á Norðurlandi í ágúst. „Leitin tók rúmar tvær vikur og um 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í henni. Leitin bar ekki árangur og enn er hvarf mannsins óútskýrt." Að sögn Valgeirs hefur slysavama- starf félagsins vaxið mikið. „Þar ber hæst ráðningu sex umferðarfulltrúa sem störfuðu um allt land síðastliðið sumar. Umferðarfúlltrúarnir vinna að forvömum og leiðbeina almenningi þar sem það á við. Við emm ánægð með þetta starf það sem af er og höfum séð bæjarfélög og Vegagerðina vinna að úr- hótum þar sem áður hafa verið slysa- gildrur. Valgeir segir þá breytingu hafa orð- ið á starfi björgunarsveita hin síðari ár að aðgerðum, sem flokkaðar eru alvar- legar, hefur fiölgað en þá er átt við að fólk sé mikið eða illa slasað. „Ástæður þessa em væntanlega þær að almenningur og erlendir ferðamenn eru famir að fara mun meira um hálendi og óbyggðir íslands. Þegar fólk lendir svo í vandræð- um er orð- ið mun erf- iðara að komast til þess og slysin eru oft á tíðum alvarlegri. byrjun verslunarmannahelgarinnar og kona á sextugsaldri þegar bíll sem hún var farþegi í hafnaði úti í Finnafiarð- ará sama dag og Kínverjamir létust, á þjóðhátíðardaginn. í tveimur öðrum slysum létust þrír; það fyrra varð á mótum Suðurlandsvegar og Landvegar í ágúst en þá skullu fólksbifreið og langferðabíll saman. Ökumaður og tveir farþegar fólksbílsins, sem allt vom Ijósmæður og vinkonur, létust við áreksturinn. Hið síðara varð í október þegar jeppabifreið valt á veginum viö Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði. Móðir og tvær ungar dætur hennar létust vegna áverka sem þær hlutu í slysinu. Þrátt fyrir fækkun útkalla björgun- arsveita frá fyrra ári voru verkefhi sveitanna ærin en aðgerðimar reynd- ust rúmlega 1300. Um 3100 manns skipa björgunarsveitir landsins og ef miðað er við fiölda aðgerða má með sanni segja að daglega séu björgunarsveitir að störfum, með allt frá 2-3 mönnum upp i stærstu leitir sem 300 til 400 manns taka þátt í. hvarf nánast sporlaust norðanlands í ágúst. Paita hafði þá dvalið hérlendis um skeið en þegar hvarf hans varð ljóst kom í ljós að hann hafði skilið eftir far- angur í Grenivík og á umferöarmið- stöðinni á Akureyri. Síðasta áþreifan- lega sönnun þess að Paita hafi verið á ferli er áritun hans í gestabók slysa- vamarskýlis við Látraströnd, utanvert í Eyjafirði. í kjölfarið hófst einhver um- fangsmesta leit sem gerð hefúr verið að ferðamanninum. Mörg hundmð björg- unarsveitarmenn af öllu landinu leit- uðu á svæðmu frá Grenvík og út að Látraströnd og nágrenni. Leitin bar ekki árangur og enn er ekki vitað um afdrif Davide Paita. Banaslysin mörg Banaslysin í umferðinni voru alls 22 og urðu öll fyrir utan skilgreint þétt- býli og sjaldan eða aldrei hafa orðið eins mörg slys þar sem fleiri en einn lætur lífið. í þremur slysum létust sam- tals tíu manns, þar af þrjú böm. Sjald- an ef nokkum tíma hafa jafnmargir drukknað eftir að ökutæki hafiiar vatni en alls drukknuðu sex manns í þremur bílslysum. Þetta voru fiórir Kínverjar við Blöndulón í júni, ung- ur maður við Brúarhlöð í Hvítá í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.