Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Síða 46
 50 Heígorblaö DV LAUCARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Lucky Bam- boo Sú planta sem þótti ómissandi á hvert heimili á ár- inu var Lucky Bam- boo. Tískublóm þetta er ekki bara auðvelt í umhirðu heldur veitir það einnig hamingju og velgengni sam- kvæmt kínverskri þjóðtrú, þannig að hægt er að slá margar flugur í einu með því að fá sér slíkan heillagrip á heimilið. Planta þessi minnir á bambus og getur lifað í mörg ár sé bara reglulega skipt um vatn á ^ henni en hún þarfnast einungis vökva, ekki moldar. Bloggið í fyrra þótti nóg að menn kæmu sér upp eigin heima- síðu en í ár var það bloggið sem var málið. Nú þykir enginn lengur maður með mönnum nema hann „bloggi" sem þýðir á mannamáli að halda úti dagbók á Netinu. Einn af bloggurum ársáns, Elísabet Ólafs- dóttir, betur þekkt sem Beta rokk, trompaði svo bloggæðið í lok árs- ■»«. ins með því að gefa út á prent fyrstu bloggbókina, „Vaknað í Brussel". Bacardi Breezer Heitustu drykkir árs- ins voru án efa Vodka Ice og Bacardi Breezer, ekki síst hjá kvenþjóð- inni. Þessir drykkir eru drukknir beint af stút og sparaðist þar með mikill glasaþvott- ur á börum landsins. Kengúrustöng Leiktæki sumars- ins var kengúrustöng- in, en á henni meiddu vist ófá börn sig. Slík- ar stangir var hægt að kaupa í leikfanga- verslunum en einnig voru þær vinningar í sumarleik Coke. F ullnægingar- ltrem á snípinn Fullnægingarkrem ollu töluverðum usla hjá konum á árinu. Á markaðinn komu þrjár tegundir fullnægingar- krema, Viacream, Vigel og Plea- sure-cream, sem eiga að sögn fram- leiðanda að virka álíka og vi- agrataflan á karlmenn. Krem þessi eru borin á snípinn og segjast þær kon- ur sem prófað hafa þessi krem hafa náð dýpri fullnægjngu en ella og jafnvel raðfullnægingum. Nóg er að fara út í næsta apótek og kaupa sér fullnægingar á færibandi. Svört döinubindi Eftir að hafa gengið með skjanna- hvít dömubindi í mörg ár fannt mörg- um konum skemmtileg tilbreyt- ing í því að geta prófað svört dömu- bindi, enda margar konur farnar að ganga í svörtum nærbuxum. I lok ársins komu einnig fréttir af því að Libresse væri að setja á markað dömubindi með glærum vængjum, þannig að ekki skiptir lengur máli hvernig litum nærbuxum konur eru í þegar þær eru á túr en vilja ekki að vængirnir sjáist. Tískan og tíðarandinn árið 2002: Sílikon, háreyðingar og brúnkukrem Það var ýmislegt sem íslenskar kon- ur gerðu fyrir útlitið á árinu 2002. Síli- konbijóstin héldu sínum sessi en að meðaltali gangast 100 íslenskar konur undir slíka aðgerð ár hvert. Sólbrún húð átti einnig upp á pallborðið en í kjölfar aukinnar umræðu um húð- krabba virðist fólk hafa kolfallið fyrir brúnkukremunum, og það bæði kynin. Sólbaðsstofumar létu þó engan bifbug á sér flnna og sem dæmi um það tók Lindarsól í Kópavogi í notkun brúnku- klefa þar sem brúnkukremi er sprautað á viðskiptavini á 6 sekúndum en slíkir klefar hafa átt miklum vinsældum að fagna í Hollywood. Ófáar konur fóru svo í næturmegr- un en það var ein af töfra- lausnum ársins, að ógleymdu kremi sem lofaði stærri vörum. Bann við píkurakstri íslenskar konur tóku einnig fegins hendi á móti Veet háreyðingar- froðunni þegar hún kom 1 á markaðinn á árinu enda átti að vera nóg að sprauta henni á leggina og hárin áttu þá að hrynja af. Fréttir frá nágrannalönd- unum um að konur hefðu brunnið í húðinni vegna froðunnar komu sem reiðarslag. Konur héldu þó áfram að snyrta píkuhár sín út um all- an bæ og tóku margar skapahárlitnum fegins hendi þegar hann kom á mark- aðinn á árinu enda alltaf gaman að láta sköpunargleðina njóta sin. Þegar liða tók hins vegar á árið varð Ijóst að æ fleiri líkamsræktarstöðvar höfðu bann- að rakstur í sturtum sínum, flestar af hreinlætisástæðum. Rakstur er einnig bannaður á sundstöðum ÍTR, þó svo banninu hafi ekki verið framfylgt af hörku. í dag virðist World Class vera frjálslyndasta stöðin í þessum málum á höfúðborgarsvæðinu en þar hangir ekki upp bannskilti >>«■>«' ~:g:A trúlofun- ar- hringa á sig í stað þess að kaupa þá hjá gullsmið- um. Önnur tegund af tattúi virtist einnig rakstri. „Okk- ur finnst óþarfl að banna rakstur í sturtum, svo fram- arlega sem fólk sýni öðrum tillits- semi og taki mark á athugasemd- um. Við höfum einungis fengið eina athugasemd þegar ákveðinn popp- söngvari var að raka sig í karlasturtunum og var hann vin- samlegast beðinn um að raka sig heima hjá sér,“ sagði Bjöm Leifs í World Class í við- tali í Fókus á ár- mu. Djanun- ljósniyndarar Á árinu bámst fréttir af því frá tattúgerðar- mönnum að fólk væri i farið að tattúvera A Snæfríður Ingadóttir blaðamaður Dæmi um tattú £ vör eiga auknum vinsældum að fagna á ár- inu, svokallað tattú í vör en það er sett innan í vörina. Svokallaðir djammljósmyndarar spruttu upp á árinu eins og gorkúlur og tóku myndir af léttklæddum snótum á djamminu í gríð og erg. Eins og myndir á heimasíðum eins og djamm.is, nuileinn.is og helgin.is sanna virðist vera lítið mál að fá konur tfl að sýna á sér brjóstin ef myndavél er beint að þeim, ekki síst þær sem hafa fengið sér sflikon í bijóstin. Aðrar teg- undir af ljósmyndum þóttu þó ennþá meira spennandi á árinu sem voru myndir af stelpum í sleik, svo virtist sem eitthvert kossaæði / gripi um sig meðal stelpna á f j. djamminu sem ráku gjam- I an tunguna hver upp í aðra. Fléttur komust svo aft- ur í tísku á árinu og átti líklega söngkonan Birgitta Haukdal í hljómsveitinni Irafári stóran þátt í því að gera þær vinsælar. Leður- reimum var gjarnan stungið með í fléttum- ar sem pössuðu vel við hippaáhrifin sem urðú [ vel sýnileg í fatatísku I ársins. Fléttur aftur í tísku Birgitta Ilaukdal, söiigkona í hljóm- sveitinni Irafári, átti sinn þátt í því að stelpur fóru í auku- um inæfi að flétta á sér hárið á árinu. Flétturnar áttu vel við hippaáhrifin sem komu skýrt fram í fatatísku árs- ins.Fatnaðurinn sem Birgitta klæðist á þessarri mynd er nijög lýsandi fyrir fatatískuna 2002. Hermenn, hippar oú senjórítur Rómantískt hefðarkonulúkk með púffi og pífum var allsráðandi í byrjun árs með pönkuðu ívafi. Mik- ið var um svart en litirnir mýktust þegar leið á vorið. Bolirnir urðu suðrænir og seiðandi í hóru/kúrekastil og einnig kom hippastíllinn sterkur inn með út- víðum buxum, smárósótt- um skyrtum og bættum pilsum. Stór mjaðmabelti og támjóir skór voru málið, auk gallaefnis sem átti miklum vin- sældum að fagna. Gallakjólar, gallaskór, gallapils, gallajakkar gallatöskur - það var hreinlega hægt að dressa sig upp frá toppi til táar úr gallaefni í vor. Rúskinnið kom svo sterkt inn í haust, sem og gerviskinn af ýmsum toga, helst með dálítið hippalega villtri loðnu. Siðar prjónaðar peys- ur voru af hippatískunni sem komu sér vel fyrir þær stelp- ur sem fela vildu rassinn og bolir með alls konar áprentun- um sáust víða. Eins og hjá s um voru litirnir sand og beis líka mjög vinsælir hjá strák- unum og flauelsjakkaföt sáust víða, bæði slétt og riffluð. Gallabuxurnar voru eins og þær væru hálfskítugar með svokölluðu „bootscut". Margir karlmenn tóku svo krumpuð- um skyrtum fegins hendi þegar þær komu í fataverslanir og þeim mun meiri krumpur því betra Eitt af því sem bæði kynin féllu fyrir voru Burberry’s- treflar en þá mátti sjá á öðrum hverj- um manni á tíma- bili. Hermannaföt fengu uppreisn æru á árinu og það hjá báðum kynjum. Stelpur dressuðu sig í víðar hermannabuxur við þrönga djammboli og háa hæla og urðu pönkaðar fyrir vikið og strákararnir kunnu vel við þau þægilegheit sem her- mannabuxunum Fyrir bæði kynin Hermannabuxur og Burberry’streflar voru nokkuð sem bæði ltynin féllu kylliplöt fvrir á árinu. fylgdu. Það var því dálítið úr takt að Sala varnarliðseigna á Grensás- vegi tilkynnti að hún myndi leggja upp laupana, einmitt þegar her- mannaföt voru hvað vinsælust hjá yngstu kynslóðinni. Annars voru helstu breytingar í tískubransan- um þær að Spútnik opnaði útibú í Kringlunni og það var loks hægt að fá fatalínur erlendra tónlistar- manna á íslandi með tilkomu Vokal í Smáralindinni. Retro, fótboltakappans Bjarka Arnars, var svo vel tekið í Kringlunni og útibú var opnað í miðbænum og Noi og Dýrið hættu starfsemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.