Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Page 3
FréttirW FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 3 Kjallari Guðrún Eva Mínervudóttir vill fá fleiri pappírskiljur Ég stóð eitt sinn í þrætum við kennara minn í menntaskóla sem sagði að bækur væru svo gott sem úrelt fyrirbæri, innan fárra ára yrðu þær ekkert annað en safngripir heima hjá tilfinningasömu fólki sem sætti sig ekki við framrás tímans. Út af hverju? Náttúrlega út af Netinu. Síðan eru liðin tíu ár og nokkrar misheppnaðar tilraunir hafa verið gerðar til að gefa út inetbækuri, en bara af því að einhverri konu dátt í hug að skrifa blaðsíðubók um gler- augnaglám með galdrastaf stendur hópur fólks reglulega í biðröð snem- ma morguns fýrir utan bókabúðir og reynir að stara niður hurðina. Netið gerir ekki út af við bækurn- ar, þó dagblöðin séu kannski í hættu. En þótt bókin sé fjarri því að vera úrelt er hún í vanda stödd fyrir eintóman vanhugsaðan misskiln- ing. Vandinn er sá að fólk kaupir ekki bækur til að lesa þær. Það var ég rækilega minnt á núna um daginn. Þá sat ég ásamt nokkrum öðrum höfundum í sófanum á skrifstofu út- gefanda míns og við veltum því íyrir okkur hvernig væri hægt að selja fólki bækur en viðurkenndum síðan eitt af öðru að við keyptum þær eig- inlega aldrei, nema þá útlenskar kilj- ur af því að þær væru lang ódýrastar. Útgefandinn fölnaði og úr áhyggjuhrukkunum mátti lesa að útlitið væri ekki gott úr því að fólkið í bransanum stæði sig ekki betur en þetta. En fólk vill lesa nýjar íslenskar bækur. Þess vegna er yfirleitt löng bið eftir þeim á bókasöfnunum. Flestum þykir þær bara of dýrar til að kaupa þær. Nema í desember af því að þá skipta peningar engu máli af því að þá eru jólin og við trúum því alltaf innst inni að heimsendir komi okkur til bjargar fýrsta janúar. í íýrsta lagi þyrfti að leggja niður bókaskattinn, það segir sig sjálft. í öðru lagi yrði lífið miklu skemmti- legra ef kiljur væru stærri hluti af bókaútgáfunni. Það er bara verst að við skulum fyrirlíta kiljur, þær séu ágætar utan- um óæðri bókmenntir á borð við glæpasögur, en alvöru bækur eigi að skarta alvöru hnausþykkum spjöld- um og best ef hægt væri að kaupa þær innpakkaðar í jólapappír með slaufu. Þetta er misskilningur. Það er mikil upphefð fyrir bók að hún sé höfð ódýr og aðgengileg, alveg eins og maður sýnir henni virðingu með þvf koma fram við hana þannig að það sjáist að hún hafi verið lesin. Það er kominn tími til að Trölli steli hluta af jólunum og dreifi sam- viskusamlega yfir á vanræktu mán- uðina. Eins og er er málið í algerum hnút. Fólk kaupir ekki bækur til að lesa þær af því að þær eru dýrar eins og erfðasyndin og útgefendur gera lítið af því að gefa út ódýrar kiljur af því að bækur eru jólapakkar og kiljur eru ekki nógu jólalegar. Hvað er hægt að gera? Kannski ættu útgefendur að gefa bækur út samtímis í kilju og minna upplag í viðhafnarútgáfu. Þá gæti fólk ákveð- ið hvort það vildi búa til úr bókinni harðan jólapakka eða kaupa sér hana til að lesa í baði. Enginn á pottinn "Ég heflagt peninga í Herbalife en það er pýramídafyrirtæki heldur fjölþrepa mark- aðsfyrirtæki þar sem engin á pottinn og allir hafa jafna möguleika. fslendingar hafa misskilið þetta með pýramídafyrirtækin og sett Herþali- fe undir sama hattog mörg önnur sem lúta allt öðrum lögmálum. Ég er ánægð með það fé sem ég hef sett í Herbalife. þeir fóru ekki í neina pýramída." Karl Óskar Guðmundsson iandsbókavörður "Nei, slíkt hefég aldrei gert. Og ég hefekkert kynnt mérsvona við- skipti og veit í rauninni ekkert út á hvað þetta eig- inlega gengur. I grunninn eru pýramídafyrirtæki þó þannig að sá sem byrjar eða fyrstur fer verður ríkastur en hinirsem á eftir koma tapa - og slíkt viðskipti eru auðvitað einsog hvert annað rugl." "Fyrir nokkrum árum gerðist ég þátttakandi í merkilegri pýramí- dakeðju sem bar yfirskriftina Viskík- eðjan.Ég fór í ríkið og keypti sex flösk- ur, fór með þær i hús íeinu afúthverfum borgarinnar og afhenti o'g vonaðist til þess að fá marg- falt fleiri til baka. En síðan gufaði keðjan upp einsog vínandinn - og ég hefekki endurheimt svo mikið sem tappann. Komdu að stela Jélunum! Spurning dagsins Hefur þú lagt peninga í pýramídafyrirtæki? Lesendur Árna vil ég aftur Kristinn Bjarnason, skrifar: Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með skeleggri framgöngu Árna Sigfús- sonar sem ^ er ^ans t[mj komjnn bæjarstjóra í íborgarmálunum. Reykjanesbæ. ÞarstendurÁrni svo sannarlega í stykkinu - en heldur jafnframt sinni geðþekku framkomu sem er honum eðlislæg. Síðasta árið hafa verið viðsjár í borgarmálunum. Ingibjörg Sól- rún hrökklaðist úr embætti borgarstjóra og Þórólfi Árnasyni hefur ekki tekist að festa sig í sessi, meðal annars vegna olíu- málsins. Hjá Sjálfstæðisflokkn- um hafa einnig verið vandamál. Bjöm Bjamason gekk haltur á báðum fótum eftir síðustu kosningar - og tókst loks að bjarga sér fyrir horn með því að fá ráðherrasæti. Ljóst er enn- fremur að Vilhjálmur Þ. VU- hjálmsson er ekki framtíðar- leiðtogi Sjálfstæðisfiokksins í Reykjavík. Nú leitumvið sjáifstæðismenn í Reykjavik að ljósinu og það sjá- um við suður með sjó. Égþykist vita áð mælt sé fyrir margra munn þegar ég skora á Áma að snúa aftur og hella sér að nýju í borgarmálin. Nú er hans tími þar Ioks að renna upp. Vonum seinna Halldór er hræddur Evrópusinni hringdi: Mér þótti áhugavert að heyra Halldór Ás- grímsson flytja tölu sína um ut- anríkismál á Alþingi. Ég met mikils frumkvæði hans hvað varðar framboð til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Greini- legt er af ráðherrans hálfu að þar fylgir hugur svo sannarlega máli. Hins- vegar var undarlegt að HaUdór minnist ekki stöku orði á Evrópumálin, rétt einsog þau hafa verið í brennidepU og raunar eitt af helstu átakamál- um samfélagsins undanfarin ár. Alkunna er að meðal stjórnar- flokkanna hafa verið mjög skiptar skoðanir um afstöðuna tíl ESB - og hafa HaUdór og Davíð þar talað hvor í sína átt- ina. En nú er utanrUdsráðherr- ann hinsvegar sem mús undir fjalaketti þess síðamefnda og víkur ekki stöku orði að Evrópu- málum. Hversvegna í ósköpun- um er HaUdór svona hræddur - og af hverju má ekki ræða sam- einaða Evrópu. Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föUum vér. PENINGARHÖLLIN Gróðinn stjarnfræðilegur og orkið heldur áfram sem aldrei fyrr Sólon skuldar skýringar Stefán Gíslason skrifar: Helstu rökin fyrir sameiningu banka hefur verið að ná fram hagræð- ingu. Síðan hafa stjórnendur þessara fyrirtækja látið í veðri vaka að viðskiptavinir muni þess njóta, meðal annars í hag- stæðari vöxtum, lægri þjónustu- gjöldum og fleiru slíku. Þessi sjónarmið hefur almenningur keypt - og í einfeldni trúað. Og fólidð bíður eftir betri tíð. Hagnaður Kaupþings Búnaðar- banka fyrstu níu mánuði þessa árs var 5,1 mUljarðar kr. saman- borið við nær 3,9 miUjarða kr. eftir sama tímabUi í fyrra. Þegar sameining þessara ijár- málastofnana var kynnt sl. vor sagði Sólon Sigurðsson banka- stjóri að hugsanlega gætu sam- legðaráhrif lækkað vexti. En þrátt fyrir stjamfræðUegan hagnað það sem af er ári er Kaupþing-Búnaðarbanki ekkert á því að lækka vexti. Orkið held- ur áfram - og Sólon skuldar þjóðinni skýringar á því. Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur "Nei, ég hefekki farið út íslíkævin- týri. Raunar grun- ar mig að mikið af þessu fólki sem nú er að brenna sig á pýramídaviðskipt- um séu einhvers konar spennufíkl- ar; fólkið sem einnig fór flatt á til dæmis viðskiptum í DeCode. Þessa dagana er keðjan SprinkleNetwork mjög til um- ræðu, en hafa ber í huga að margar ámóta keðjur hafa verið starfandi síð- ustu misserin. .“ Jóna Hilmarsdóttir, læknaritari Hilmar Hólmgeirsson, bílasali Nei, mér hefur skort hugarflug til þess að gera slíkt. Ég þjáist af samúð með því fólki sem hefur hætt fé sínu og jafnvel aleigu í þessa steypu. Fyrr mundi ég taka líf- eyrissparnaðinn minn og kaupa lottó fyrir hann allan. Bubbi Morthens, tónlistarmaður: Árni bæjarstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.