Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 23
DV Sport „Að sjálfsögðu er það mjög freistandi að leika með KR-ingunum næsta sumar. Ég hefmetnað til þess að leika i efstu deild og er á þeim aldri þar sem ég þarfað leika með þeim bestu efég á að halda áfram að taka framförum." væntanlega svara KR-ingum í næstu viku. Svo er heldur ekki ólíklegt að gamla brýnið Sigursteinn Gíslason leiki eitt ár í viðbót með KR-ingum en Vesturbæingar hafa boðið Sigursteini nýjan eins árs samning sem Sigursteinn er að skoða þessa dagana en hann hefur nokkra kosti í stöðunni enda hafa fjölmörg félög áhuga á því að fá þennan reynslumikla leikmann í sínar raðir. henry@dv.is Ray og Guðmundur verða áfram Grindvíkingar safna liði Grindvíkingar sitja ekki auðum höndum þessa dagana því þeir hafa gert samning við þrjá leikmenn undanfarna daga og sá fjórði mun væntanlega skrifa undir samning á næstu dögum. Orri Freyr Hjaltalín gerði samning við Grindvíkinga, um daginn og nú hafa tveir leik- menn fylgt í kjölfarið og skrifað undir þriggja ára samning. Þetta eru þeir Ray Anthony Jónsson og Guðmundur Andri Bjarnason en þeir voru báðir samningslausir. „Þessir strákar hafa verið lykilmenn hjá okkur og ég er mjög ánægður með að þeir skuli vera hjá okkur áfram,“ sagði Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Einnig hefur ungur og efnilegur strákur að nafni Hafsteinn Helgason frá Sandgerði verið að æfa með okkur og við von- umst til þess að gera samning við hann fljótlega," sagði Jónas en Hafsteinn er 18 ára og getur leikið bæði í vörn sem og á miðju. ‘KJkssís^ujóíafögin fieyrirþú á Létt 96,7 93,3 ájífureyn fcU 06,7 wunv.fett.is Tímbur og Stál hefur hafið framleiðslu á loftræstum veggklæðningum úr: • Áli • Aiuzinki • Galvaniseruðu stáli • Máluðu stáli • Títanzinki og • Kopar Klæðningarnar bjóðast: • f sérlengdum, • eru auðveldar í uppsetningu, • henta innan húss sem utan, • lóðréttar sem láréttar. Klæðningarnar auka: • verðgildi hússins • og minnka viðhald. Álstoðir, festingar og aðrir fylgihlutir ávallt fyrirliggjandi. 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.