Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Page 12
12 FÚSfUmmH-14r.NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Bogi tekur Spegilinn Sú breyting hefur orðið á skipuriti stjómenda Ríkis- útvarpsins að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs stofnunar- innar, hefur verið settur yfir útvarps- þáttinn Spegilinn. Þátturinn hefur sem kunnugt er Iegið undir ámæli fyrir vinstri slagsíðu og hefur útvarpsstjóri tekið undir í þeim efnum. Er litið á tilfærslu á valdssviði Boga sem merki um að breyting verði á. Nýr 5000 kall Seðlabankinn mun í dag kynna nýja útgáfu af flmm þúsund króna seðlinum. í nýja seðilinn verða inn- byggðir ör- yggisþættir sem áður hafa ekki verið í pen- ingaseðlum hér á landi. Gamli fimm þúsund króna seðill- inn mun í framhaldinu hverfa úr umferð en hann hefur verið í notkun um árabil. Ró í Dölum Gengið hefur verið frá sölu hitaveitu Dalabyggðar til RARIK eftir átök sem staðið hafa í ár eða frá því salan var ákveðin. Með söl- unni bætir sveitarstjórn Dalabyggðar stöðu sína um allt að 150 miUjónir króna. Deilan vegna sölunnar stóð um hvort selja ætti RARIK hitaveituna eða Orkubúi Vestíjarða. 23 án vinnu Atvinnulausum á Höfn í Hornafirði hefur fækkað um nær helming á einu ári. Atvinnulausir eru nú 23 talsins en voru 40 í fyrra. Atvinnulaus- um á Djúpavogi, Breiðdalsvfk og á Stöðvar- firði hefur lítið fækk- að. Paul Bremer, landstjóri íraks, snýr aftur til Bagdad með það verkefni í farteskinu að flýta uppbyggingu stjórnkerfis í írak. Talsmenn bandaríska hersins viðurkenna að stríðsástand ríki enn í landinu. Brugðist við stríðsástand Paul Bremer, landstjóri fraks, flaug aftur til Bagdad í gær eftir að hafa setið á fundum með ráðamönnum í Washington sfðustu tvo daga. Bremer fer til baka með það verk- efni að flýta því að Irakar taki við stjórn landsins. Á sama tíma hefur bandaríski herinn hert aðgerðir gegn uppreisnar- mönnum. Niðurstaða stífra fundahalda í Was- hington um málefni Iraks sl. daga er að írak- ar taki að mestu við stjórn landsins næstkom- andi sumar og stefnt skuli að því að bandaríska hernámsliðið muni láta öll völd af hendi fyrir for- setakosningarnar í Bandaríkjunum sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Á sama tíma kveð- ur við nýjan tón hjá talsmönnum bandaríska hersins. í íýrsta sinn í vikunni var ástandinu í írak eftir fall Saddams Husseins lýst sem stríðástandi og því heitið að beitt yrði enn meiri hörku gegn uppreisnarmönnum. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, átti fund með Dick Cheney, varaforseta, í gær. Straw sagði eftir íúndinn að ástandið í írak væri erfitt en þrátt fyrir það hefði líf almennings f landinu batnað. Kosningabaráttan hefur áhrif Fyrirmælin frá Washington sem Bremer fer með til Bagdad eru ekki eingöngu til þess að bregðast við auknu ofbeldi í írak. Stjórnin er að hefja undirbúning fyrir forsetakosningarnar og telja stjórnmálaskýrendur að tvennt geti orðið forsetanum að falli í kosningabaráttunni. f fyrsta lagi kraftlítill efnahagur heima fyrir og í öðru lagi frekara mannfall bandarískra hermanna í stríðinu í írak. Bush hefur treyst á að umdeildar skatta- lækkanir tryggi honum traustan efnahag. Nú treystir hann á að áætlunin um framsal valds til íraka að ári muni verða rós í hnappagat utanríkis- stefnu forsetans. Til eru þeir stjórnmálaskýrendur sem efast um að þetta nái fram að ganga og óttast sumir þeirra að Bandaríkin muni draga lið sitt frá írak mun fyrr en ráðlegt væri. Ef það myndi gerast þá væri mikil hætta á að andlýðræðisleg öfl næðu tökum á stjórn landsins með tilheyrandi óstöðug- leika. Eykst harkan? Til þess að tryggja að endurreisnar- og upp- byggingarstarf í írak ljúki fyrir árið 2004 hafa tals- menn bandaríska hersins lýst því yfir að barist verði gegn uppreisnar- mönnum og öðrum skæruliðum af enn meiri hörku en áður. Dæmi framkvæmd þessarar stefnu sáust í viðbrögðum hersins við árásinni á ítölsku herlögregluna bænum Nasiriyah. Ljóst er að umfang uppreisnarinn- ar er mun meira en talið var í fyrstu og telja ýmsir sérfræðingar að sú upp- reisn sem nú fer fram sé það stríð sem hershöfðingjar Saddam Husseins ætluðu sér alltaf að heyja. Þeir hafi ályktað af viðbrögðum Bandaríkjanna við mannfalli í Líbanon 1983 og í Sómalíu tíu árum síðar að þeir myndu ekki þola skæruhernað til lengdar og yfirgefa landið. Ráðamenn í Was- hington eru án efa meðvitaðir um þetta og eru því einbeittari en ella að ná markmiðum stríðsins í írak. En tíminn er naumur ef það markmið á að nást fyrir næstu forsetakosn- ingar. í ljósi þess er ekki ólíklegt að hernaðar- yfirvöld í Bandaríkjunum þurfi að fjölga enn á ný hersveitum í Irak og það muni leiða til enn harðari átaka á milli hernámsliðsins og uppreisnarmanna. Sérfræðingar telja að sú uppreisn sem nú fer fram i írak sé það stríð sem hershöfðingjar Saddam Husseins ætluðu sér alltafað heyja. Staöið í ströngu: George Bush þarfíauknum mæli að taka tillit til yfítvofandi forsetakosninga við stefnumótun i utanrikismálum. Hvernig hefur þú það Siv Friðleifsdóttir? „Ég hefþað mjög fínt/'segir um- hverfisráðherra.„Okkur gengur vel í Framsóknarflokknum og ríkis- stjórninni. Ég er að leggja fram þingsályktunartillögu um náttúru- verndaráætlun til fimm ára sem er tímamótaplagg í íslenskri náttúru- vernd. Prívat gengur mér vel. Það eina sem ber skugga á er að ég sleit krossband í hné fyrir ekki svo löngu síðan. Það er það eina þessa dagana sem ég hefði alveg getað verið án. En ég er komin í sjúkra- þjálfun, tek miklum framförum og erbúin að henda hækjunum." Utanríkisráðherra: Spurning um áræði og metnað Framboð íslendinga til öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna er spurn- ing um áræði og metnað fyrir hönd Islands á alþjóðlegum vettvangi. Þetta sagði Halldór Ásgrfmsson ut- anríkisráðherra þegar hann flutti haustræðu sína urn utanríkismál á Alþingi í gær. Athygli vekur að ráð- herrann nefndi Evrópumál hvergi í ræðu sinni. „íslendingar hafa síðustu ár stig- ið stór skref í átt til virkari þátttöku í alþjóðlegu samstarfi", sagði Halldór, og nefndi þar friðargæslu, þróunar- samvinnu og fleiri atriði. Að mati ráðherrans hefur þetta skilað ár- Ráðherrann á Alþingi í gær Gerbreytt ásýnd Isamfétagiþjóðanna angri og framlag okkar er mikils metið. Um stefnumál íslands í öryggis- ráðinu leggur utanríkisráðherra áherslu á afvopnunarmál, að mann- réttindi verði virt, lýðræði eflt, bar- áttu gegn fátækt og virðing borin fyrir þjóðréttarlegum reglum. Þá gerði utanríkisráðherra þróunarað- stoð að umtalsefni. Hann nefndi að 1997 hefði ríkisstjómin sett það markmið að verja 0,15% af lands- framleiðslu til þessa málaflokks. Síð- an þá hefðu framlögin tvöfaldast og væm nú komin upp f 0,17%. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um framboð Islands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna markar tíma- mót í íslenskri utanríkisstefnu," sagði Halldór Ásgrímsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.