Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 25
DV Sport FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 25 ; : : Eiður Smári Guðjohnsen 12 Eeikir 11 sigrar 1 jafntefli Otöp Hernan Crespo 9 leikir 5 sigrar 2 jafntefli 2töp um, Á nóg ii: i íi segir Arnór Guðjohnsen um son sinn Smá samkeppni - ekkert mál fyr- ir okkar mann. Eiður Smári Guðjohnsen horfir upp á harðari samkeppni hjá Chelsea með hverj- um deginum sem líður, enda keypti Rússinn Roman Abramovich hverja stórstjörnuna á fætur ann- arri til liðsins á haustmánuðum. Rúmeninn Adrian Mutu var keypt- ur á rúma tvo milljarða um miðjan ágúst og Argentínumaðurinn Hernan Crespo bættist í hópinn tveimur vikum síðar þegar Rússinn skellti öðrum tveimur milljörðum, og rúmlega það, á borðið. Það var því ljóst að það yrði allt annað en auðvelt fyrir okkar mann að vinna sér sæti í liði Chelsea í vetur og margir voru farnir að spá því að ís- lenski landsliðsfyrirliðinn færi að leita nýrra og betri tækifæra hjá öðru liði þegar félagsskiptaglugg- inn opnaðist eftir áramót. En viti menn; Eiður Smári hefur staðið sig og gott betur því þegar tölfræðin yf- ir árangur framherjanna fjögurra er skoðuð ofan í kjölinn er það ís- lenska stjarnan sem skín skærast á Stamford Bridge og slær við stór- stjörnunum Hernan Crespo, Adri- an Mutu og Jimmy-Floyd Hassel- baink. Ekki í hóp í tapleikjunum Það er ekki nóg með að aðdáend- ur Chelsea þuríi að bíða skemmst- an tíma eftir mörkum Eiðs Srnára, heldur gengur Chelsea-liðinu líka best með Eið Smára innanborðs. Chéisea hefur unnið alla sjö leikina þegar Eiður Smári hefur byrjað inni á og liðið er taplaust í þeim tólf þar sem íslenski framherjinn hefur komið við sögu. Enn sterkara dæmi er að Eiður Smári var ekki einu sinni í hópnum í þeim tveimur leikjum sem Lundúnaliðið hefur tapað í vetur. Þetta sáum við íslendingar reyndar strax (Ekki satt?) enda fáir betri í að brjóta upp leikinn og opna varnir mótherjanna heldur en Eiður Smári. Úttekt DV Sport í dag ætti því að vera skyldulesning fyrir „fiktarann" frá Ítalíu sem hefur gef- ið Eiði Smára minnstu tækifærin af framherjunum fjórum. Claudio Ranieri ætti svo sannarlega að fá að Adrian Mutu 13 leiklr lOsigrar 1 jafntefli 2 töp „Ég get ekki sagt að það komi mér neitt sérstaklega á óvart að Eiður Smári skuli koma vel út í saman- burði við félaga sína í framlínu Chelsea. Mér finnst hann hafa nýtt tækifæri sín vel en að mínu mati hefur hann ekki fengið nægilega mikið af tækifærum. Ég er sannfærður um að hann ánóg inni því ef hann fær að spila nokkra leiki í röð frá byrjun kemst hann í enn betra form,“ sagði Arnór Guðjohnsen um son sinn, Eið Smára. Eiður bestur af þeim Aðspurður sagði Arnór að honum fyndist Eiður vera besti knattspyrnumaðurinn af þeim félögum en hinir hefðu sínar sterku hliðar. „Mér finnst Crespo vera bestur af þeim inni í teignum, Hasselbaink er mesti náttúrulegi marka- skorarinn en Mutu er dug- leg-astur af þeim. Mér finnst Eiður Smári hins vegar vera besti alhliða leik- maðurinn af þeim öllum. Þetta segi ég ekki af því að hann er sonur minn, heldur tel ég þetta vera stáðreynd," sagði Arnór. oskar@dv.is Mínútur milli marka hjá framherjum Chelsea - síðan Crespo bættist í hópinn Eiður Smári Guðjohnsen 81,8 Hernan Crespo 86,2 Jimmy-Floyd Hasselbaink 132,8 Adrian Mutu 153,0 5 mörk á 409 mínútum 6 mörk á 517 mínútum 6 mörk á 797 mínútum 5 mörká 765 mín vita að Chelsea gengur best með ís- lenska víkinginn innanborðs - hinn sama og hefur skorað nánast jafn- mörg mörk og þeir Hasselbaink, Mutu og Crespo þótt hann hafi spilað mun færri mínútur. Eiður Smári var keyptur til Chel- sea á 5 milljónir punda sumarið 2000 og er langódýrastur a,f fram- herjunum fjórum; Jimmy-Floyd Hasselbaink kostaði 15 milljónir punda sama sumar, Mutu kostaði 15,8 milljónir punda og Hernan Crespo var síðastur inn í liðið og einnig dýrastur því hann kostaði Chelsea 16,8 milljónir punda. Fá tækifæri í rúman mánuð Eftir komu Hernans Crespo urðu tækifæri Eiðs Smára af skornum skammti. Frá því að Crespo spilaði sinn fyrsta leik gegn Blackburn 30. ágúst og allt fram til 5. október fékk Eiður Smári aðeins að spila einn leik; spUaði allar 90 mínúturnar í 5-0 sigri á Wolves. Chelsea spilað á þessum tíma sex leiki. Hasselbaink var með í þeim öllum, Mutu lék fimm af sex og Crespo var með í fjórum af leikjunum sex. Á þessum tímapunkti var framtíð Eiðs Smára ekki alltof björt og hann vissi að næsta tækifæri gæti orðið það allra mikilvægasta í tíð hans hjá Lundúnaliðinu. Eiður lét því ekki sitt eftir gf Jimmy-Floy& ^ HasselbainkNg, 15 leikir 11 sigrar 2 jafntefli 2 töp Samvinnanávellinum - síðan Crespo bættist í hópinn Mín. Mörk Hasselbaink/ Mutu 392 8 Mutu / Crespo 289 5 Eiður/Hasselbaink 203 5 Hasselbaink/Crespo 105 0 Eiður/Mutu 78 1 Eiður / Crespo 71 2 mörk liggja þegar næsta tækifæri bauðst. Hann skoraði gott mark í næsta leik gegn Middlesbrough og hefur ávallt minnt vel á sig í þeim leikjum sem hann hefur spilað síðan þá. Mörkin eru orðin fimm frá því í byrjun októrber, tveimur fleiri en tækifæri hans í byrjunarliðinu, og það er að sjá á formi Eiðs Smára þegar hann hefur komið inn á í síð- ustu leikjum - sem unnist hafa með samtals níu marka mun - að Eiður Smári nýtir harða samkeppni til að efla sig sem leikmann. Fjögur mörk í 4 leikjum Næsti leikur Chelsea er gegn Southampton í ensku úrvalsdeild- inni 22. nóvember næstkomandi og flestum finnst nú komið að Eiði Smára að fá tækifæri í bryjunarlið- inu en Mutu og Crespo hafa byrjað síðustu leiki. Eiður Smári hefur skorað 4 mörk í síðustu fjórum leikjum þótt hann hafi aðeins spil- að 48 mfnútur í þremur þeim síð- ustu. Eiður og Crespo leiða listann yfir flest mörk miðað við spilaðar mín- útur en hafa aldrei fengið að byrja leik saman og eiga reyndar aðeins 71 mínútu saman inni á vellinum. Hvaða ástæðu Ranieri sér fyrir þeirri ráðstöfun veit enginn fyrir víst en hver veit nema harðar og hreinar staðreyndir um það hver stendur sig best berist ftalanum og að gegn Southampton sjáum við ís- lending og Argentínumann saman í fremstu víglínu Chelsea í fyrsta sinn í vetur. ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.