Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Krónprins til Siglufjarðar Hákon krónprins Noregs og Mette-Marit krónprinsessa verða að líkindum meðal gesta sem fagna 100 ára affnæli síld- veiða á Sigluflrði næsta sumar. Skrifstofa forseta íslands mun annast boðið fyrir hönd Sigl- firðinga en Mette á von á bami í janúar og því verður ekkert af heimsókn fyrr en í júní. Fleiri á bálið Auglýsingar kirkjugarða um bálfarir hafa skilað árangri að sögn Þorsteins Ragnarsson- ar, forstöðu- manns Kirkjugarða Reykjavíkur. „Viðbrögðin hafa verið framar von- um og þegar hafa vel á annað hundrað manns fyllt út umsókn um eigin bálför," segir Þorsteinn. Of mikið pláss Rúnar Geirmundsson f Útfararþjónustu Rúnars segir að dauðinn sé enn mikið feimnismál. „Þetta er í sjálfu sér skrítið þar sem dauðinn er stór hiuti af líflnu." Rúnar telur að það þurfi að fækka hefð- bundnum jarðarförum. „Það fer of mikið pláss í þetta og flestir eru þeirrar skoðunar að flýta eigi feriinu og gera á klukkutíma það sem annars tekur 40 ár.“ Ógna frísku landnámsfé Fjáreigandi í Vest- mannaeyjum neitar að hafa flutt tvo hrúta í óleyfi ofan af fastalandinu. Meintir seljendur neita sömuleiðis. Sigurður Sigurðsson, dýra- læknir á Keld- um, kærði málið. Hann telur óyggj- andi að hrútarnir séu úr Árnes- og Rangárvalla- sýslu. Þar sé þekkt sjúk- dæmasvæði. Aðkomuhrút- arnir ógni því sjúkdóma- lausu landnámsfé. Á annan tug fyrrum starfsmanna áltæknifyrirtækisins Altech undirbúa málsókn á hendur fyrirtækinu vegna vangoldinna launa. Fyrirtækið hefur sagt upp flestum starfsmönnum sínum og forstjórinn, Jón Hjaltalín Magnússon, sem kjörinn var frumkvöðull ársins í fyrra, leitar íjárfesta til að halda fyrirtækinu á floti. Verðlaunaöur forstjori rær rifróður Jón Hjaltah'n Magnússon, forstjóri ál- tæknifyrirtækisins Altech, leitar dyrum og dyngjum að nýjum fjárfestum til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Á sama tíma undirbúa fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins lögsókn á hendur því vegna vangoldinna launa. Jón Hjaltalín var verðlaunaður sem frumkvöðull ársins í fyrra af Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra. Hann er einn af þeim fáu sem tekist hefur að koma á fót iðnaði sem tengist með bein- um hætti íslenskri stóriðju. Valgerður sagði við veitingu viður- kenningarinnar að Jón Hjaltalín væri sóknharður maður, og vísaði til fortíðar hans sem margrómaðrar handknatt- leiksskyttu: „Ég gæti trúað að þetta sókn- arskap og eldmóður hans hafi dugað honum vel í gegnum tíðina því aldrei hefur hann látið deigan síga.“ Vendipunktur varð í starfsemi Altech þegar ástralskt fyrirtæki rifti þriggja milljarða króna samningi í júní. Þá störf- uðu 25 manns hjá fyrirtækinu en nú eru starfsmennirnir fimm, að sögn Jóns. Hann segir mannfæðina ekki hamla starfsemi fyrirtækisins. „Við vorum hérna áður bara tveir, ég og sonur minn.“ Á annan tug fyrrum starfsmanna hafa nú lögfræðing á sínum snærum vegna vangoldinna launa og innheimtubréf hefur verið sent á Altech. „Við gátum ekki greitt laun og skuld- um allflestum starfsmönnum og sjáifum mér líka,“ segir Jón Hjaltalín. Spurður um hættuna á því að fyrir- tækið verði óstarfhæft vegna fjárhags- vandræða segist hann hafa áhyggjur af því en vill berjast áfram. „Ég er búinn að vera að byggja upp þetta fyrirtæki í 15 ár og hef eðlilega áhyggjur." „Við gátum ekki greitt laun og skuldum aHflestum starfs- mönnum og sjálfum mérlíka," segirJón Hjaltalín Magnússon, forstjóri Altech. Jón Hjaltalín segir alla starfs- menn leggja hönd á plóg til að halda fyrirtækinu gangandi. Spurður hvort þeir fengju borg- að sagðist hann vonast til að peningar kæmu í kassann fljótlega. Hann vildi ekki svara því hvenær þess mætti vænta. „Það mun dragast eitthvað en launin verða borguð. Starfsmenn okkar hafa biðlund." Auk þess að hafa hlotið verðlaun sem frumkvöðull ársins voru Jóni Hjaltalín veitt Nýsköpunar- verðlaun útflutn- ingsráðs í júní og hann sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót í Guanzhou í Kína fyrir framúrskar- andi afrek á sviði áliðnaðar. „Þótt maður sé undir í hálfleik er leikurinn ekki búinn," segir Jón Hjaltalín, fyrr- um handboltá- skytta. jontrausti@dv.is 'S ííW ' Jón Hjaltalín Magnússon Var kjörinn frumkvöðull ársins í fyrra af Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra og hlaut Nýsköpunarverðlaunin ijúní. Nú vírðist þó vera að síga á ógæfuhliðina. Fyrrum starfsfólk undirbýr málssókn. Hvað liggur á Hallgrímur Helgason? „Mér liggur á að koma bókinni minni út,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur sem situr nú sveittur við skriftir en bókin heitir Hr. Alheimur. „Ég hefum það bil 40 mínútur til að klára þetta." Ásgerður hættir í Mæðrastyrksnefnd: Stofnar Fjölskylduhjálp Ásgerður Jóna Flosadóttir er hætt í Mæðrastyrksnefnd. Hún sagði af sér formennsku í samtökunum á dögunum: „Þetta var orðið ágætt eftir 8 ár og tími til kominn að hleypa að nýjum og ferskum konum.“ En Ásgerður er síður en svo hætt í góðgerðarmálunum. Hún hefur stofnað Fjölskylduhjálp íslands ásamt öðrum konum úr Mæðra- styrksnefnd sem einnig sögðu af sér: „Við ætlum að gefa fatnað, leik- föng og annað sem iila staddar fjöl- skyldur þurfa á að halda," segir Ás- gerður sem ætlar að vinna sitt starf í sjálfboðavinnu en hjá Mæðrastyrks- nefnd var hún með 80 þúsund krón- ur á mánuði undir það síðasta: „Nú er ég að leita mér að vinnu með þessu en annars er ég í mastersnámi í opin- berri stjómsýslu í Háskóla íslands." Ásgerður segir að allir íslending- ar geti leitað til Fjölskylduhjálpar- innar, ekki einvörðungu Reykviking- ar eins og hjá Mæðrastyrksnefnd. Jafnvel geti karlmenn fengið þar að- stoð. Ásgerður Jóna: Allir velkomnir sem hjálparþurfi eru - líka karlmenn. „Við verðum til húsa í gamla „fjósinu“ við Miklatorg þar sem Pálmi í Hagkaup hóf verslunarrekst- ur sinn. Hagkaup greiðir húsaleigu fyrir okkur næstu þrjú árin og fyrir það emm við afar þakklát."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.