Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 fókus DV Meteli • Eldsmiðjan er einn best faldi gullmolinn í veitinga- húsaflóru miðborgarinnar. Eins og nafnið gefur til kynna býður staðurinn upp á eldbakaðar pítsur (einn fárra svoleiðis staða hér- lendis, ef ekki sá eini) og er óhætt að fullyrða að þær eru einar þær bestu í bæn- um. Hiklaust má mæla með að fólk panti sér Chef s special... * Hljómsveitin 200.000 naglbítar sendi á dögunum frá sér þriðju breiðskífu sína sem ber nafnið Hjartágull. Ekkert hefur heyrst frá drengjunum í þrjú og hálft ár þannig að þessi út- gáfa ætti að vera aðdáend- um sveitarinnar kærkomin. Ein af betri rokkplötum ársins hjá Villa og félög- • Gönguferð um slippinn vestur í bæ er alltaf klass- ísk. Skemmtilegt umhverfi og sérstakt svo ekki sé meira sagt og alltaf má rekast á eitthvað nýtt á ferð sinni þarna um. Sérstaklega ánægjulegt á góðviðrisdög- • Sunnudagseftirmiðdegi vilja gjarnan fara nálægt því að slá mánudögum við í leiðindum. Því er um að gera að lyfta sér upp og kvikmyndasýningarnar í MÍR á Vatnsstíg eru pott- þéttar til þess. Góð lókal stemning og kaffið er frftt - sem skemmir alls ekki fyrir. Þar sem áður var súludansstaðurinn Maxims í Hafnarstræti er nú hollenski barinn De Boomkikker sem sérhæfir sig í öflugri rokktónlist. Eigendur staðarins, þau Ein- ar og Thalithia, hafa upplifað ýmislegt, en Thalithia, sem kom fyrst til íslands fyrir 7 árum, hefur áður starfað sem snákatemjari, salernisvörður og nektardansmær. Snákatemjari „Eg flutti til Islands þegar hægristjórn Jörg Heiders komst til valda, en uppúrþví varð óþægilegra fyrir dökkt fólkað búa þar." „Hollendingar eru hundlélegir í leikfimi," segir hin 24 ára Thalithia Overvliet, þegar hún er spurð hvern- ig það hafi komið til að hún gerðist snákatemjari, en hana hafði áður dreymt um að verða leikfimistjarna. „Það eru því litlir möguleikar á að fást við leikfimi í Hollandi. En svo kynntist ég rússneskri sirkuskonu sem sagði að ég hefði „mjúkt bak,“ og ætti að nýta mér það, en slíkt er nauðsynlegur eiginleiki fyrir slöngu- temjara. Svo það varð úr að ég gekk til liðs við búlgarskan sirkus." Thalithia á ættir að rekja til Asíu og Afríku, en var snemma ættleidd tO Hollands, og er ekki í nokkrum vafa um að þjóðerni hennar sé hollenskt. Salernisvörður með hærra kaup en framkvæmdastjórinn Thalithia bjó einnig í Austurríki um skeið. „Starfs míns vegna ferðast ég mikið, og endaði síðan í Austurríki, þar sem ég varð framkvæmdastjóri á cabaret klúbbi," en svo undarlega vill til að staðurinn sem hún vann á hét einmitt Maxims. „En þegar hon- um var breytt í drykkjuklúbb var ég gerð að salernisverði." Hvernigfannst þér þau umskipti? „Ég var reyndar á betra kaupi en framkvæmdastjórinn. Það kostaði 5 schillinga að fara á klósettið, en menn borguðu gjarnan með 10 schillingamynt og gáfu afganginn í þjórfé. Þar sem um 3000 manns fóru þarna um á kvöldi hverju þénaði maður vel. En þetta var ekki skemmtileg vinna." Gera sjálfkrafa ráð fýrir að ég sé vændiskona En hvers vegna flutti hún síðan til fslands? „Ég flutti til fslands þegar hægri- stjórn Jörg Heiders komst til valda, en upp úr því varð óþægilegra fyrir dökkt fólk að búa þar.“ Tóku íslendingar betur á móti þér? Thalithia Vann fyrir sér sem snákatemjari og nektardansmær áður en hún keypti gömlu Hafnarkrána I Hafnarstræti og opnaði hollenska barinn De Boomklkker. „Já, þeir voru mjög vingjarnlegir og opnir og ég kunni vel við mig hér, enda hafði ég komið hingað áður með sirkusnum. En þó verð ég að segja að hin síðari ár hefur meira borið á fordómum, og það er eins og það sé sjálfkrafa gert ráð fyrir að maður stundi vændi sé maþur dökkur á hörund. Einnig finnur maður stundum fyrir vantrausti, til dæmis hefur stundum verið erfitt fyrir mig að stunda bankavið- skipti." Á íslandi var ekki mikil eftir- spurn eftir snákatemjurum, svo að Thalithia starfaði við nektardans um skeið, en þó ekki á Maxims. Síð- an kynntist hún Einari Marteins- syni, sem nú er meðeigandi staðar- ins. Hann er lærður vélvirki og vél- stjóri, en hefur löngum starfað við öryggisgæslu. Hann varð fyrst dyra- vörður 17 ára gamall, en rekur nú sitt eigið öryggisfyrirtæki. Hana hafði lengi langað til að reka eigin stað, og svo varð úr.að þau keyptu Maxims, lokuðu honum daginn eft- ir og opnuðu hollenska staðinn Boomkikker. Ekki lengur sveittir menn í síðum frökkum Að hvaða leyti er staðurinn hol- lenskur?" „Veggirnir eru appelsínugulir, sem er þjóðarlitur Hollands, og við bjóð- um upp á bjór frá Hollandi og fleiri löndum," segir Einar. „Upprunalega voru hér hollenskar klukkur og skór á veggjunum, og fánar fyrir utan, en þetta hefur ýmist fokið af eða verið stolið. Eitt sinn stóð ég mann að því að stela klukku, og ákvað þá að gefa honum hana, í von um að hann myndi læra að skammast sín.“ Gerði hann það? „Hann hefur að minnsta kosti ver- ið gestur hér aftur." En hvernig fólk stundar annars staðinn? „Til að byrja með komu hingað enn eitthvað af sveittum mönnum í síðum ffökkum, en þegar þeir sáu að hér var ekki lengur súludans hafa þeir hætt að koma. Nú er hér alveg nýr hópur, og sérstaklega eru tón- leikakvöldin á flmmtudögum vinsæl. Við þurftum reyndar að færa þau yfir á föstudaga vegna þess að nágrann- inn upp á lofti gat ekki heyrt í sjón- varpinu vegna hávaða. En þó að við Thalithia deilum stundum erum við sammála um að rokkið muni lifa áffam á de Boomkikker." valur@dv.is Konungar Spaghettifrumskógarins Hljómsveitin Kamaforghestar var stofnuð í Hveragerði í hippa- kommúnunni Skúnknum um miðj- an 8. áratuginn. BenónýÆgisson var helsti forsprakki hljómsveitarinnar, og árið 1984 gáfu þeir út plötuna Konungar frumskógarins undir nafninu Orghestar. „Hljómsveitin hét upprunalega Hin hvalráða meginuppistaða kamarorghesta Jónasar Verts, en styttist smám saman niður. Jónas Verts var heimsmaður og ævintýra- maður og mentor hijómsveitarinnar. Hann var reyndar aldrei til nema í myndasögu sem ég og Örn Karlsson gáflim út árið 1984, og er líklega ein fyrsta íslenska myndasagan," segir Benóný Ægisson. Aðrir meðlimir voru Sigurður Hannesson á tromm- um, Gestur Guðnason á gítar og Brynjólfur Billi, sem spilaði á bassa. Benóný segir að Brynjólfur sé nú bú- settur í Svíþjóð, og hafi þar fengist við tónlist ásamt því að vinna á leikskóla, eftir því sem hann best veit, en hann Benóný Ægisson varforsprakki Kamarorghestanna um miðjan áttunda áratuginn en nafnið breyttist síðan ÍOrg- hestana. Hann veit ekkerthvað hefur orðið um hina meðlimina. veit ekki hvað hefur orðið af öðrum með- limum. Sjálf- ur hefur Benóný fengist við ritstörf ásamt því að skipuleggja viðburði og tónleika ýmiss konar, og hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir leikritin Vatn lífsins og Töfrasprot- inn. Þetta var þó ekki eina hljóm- sveitin sem hann hefur átt þátt í að stofna, því um tíma var önnur hljómsveit starfandi undir Kamar- orghestanafninu, og gáfu meðal annars út plötuna Bísar í banastuði. Hann spilaði þó ekki með þeirri út- gáfu af bandinu, en var þá á ieið- inni í Orghestana. Hvað, nákvœmlega, var Slcúnk- urinn? „Þetta var gamalt timburhús sem bóndinn í Gljúfrasteini leigði út, og við bjuggum þarna um 8 manns. Við lifðum þar af að búa til handverksmuni og feng- umst við listsköpun." Hefur nafnið éinhverja vísun í kannabisefni? „Nei, þetta var líklega nefnt eftir manni sem hét Einar Skúnkur, og hefur ekkert með það að gera. Ann- ars hét húsið þetta þegar við fluttum inn. Við hliðina á var svo hús sem nefndist Einsi, vegna þess að það var alveg eins." Hverjir eru Konungar Spag- ettífrumskógarins? „Það erum við. Spagettífrum- skógurinn er sviðið, þar sem snúrur liggja í flækjum út um allt." Horfnar hljómsveitir Kamarorghestarnir árið 1988 Áttuein- nig rætur sinar að rekja til Benónýs, en voru þó ekki þeir sömu og Orghestarnir. Er einhver von á endurkomu Orghestanna? „Ég reikna ekki með því. Ég er voðalega iítið nostalgískur maður." valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.