Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 •f Sport J3V Fjórir nýir inn Landsliðsþjálfaramir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið fjóra leik- menn til viðbótar í átján manna hópinn sem mætir Mexíkó í Bandaríkjunum næstkomandi miðvikudag. Leikmennirnir sem um er að ræða em Guðmundur Viðar Mete, leikmaður með sænska liðinu Norrkoping og fyrirliði U-21 árs iandsliðs íslands, Þróttarinn Björg- ólfur Takefusa, sem spilar í Bandarikjunum í vetur, Jóhannes Harðarson írá hol- lenska liðinu Groningen og Ólafur Stígsson frá Molde í Noregi. Þeir þrír fyrstnefndu eru allir nýliðar en Ólafur hefur leikið átta leiki. Fjór- menningarnir koma inn fyrir þá Marel Baldvinsson, Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kistinsson frá Lokeren og Indriða Sigurðsson frá Genk en þeir gáfu ekki kost á sér vegna pressu frá þjálfurum liða sinna. Allirspá ÍRB sigri Allir þjálfarar, formenn og fyrirliðar sem tóku þátt í spá sundsambandsins fyrir bikarkeppnina í sundi sem fram fer um helgina settu ÍRB í fyrsta sæti í 1. deild og A-lið ÍA í fyrsta sæti í 2. deild. í 1. deild er A-liði Ægis spáð öðru sæti en fast á hæla þeirra kemur A-lið SH. A-fiði KR er svo spáð 4. sæti en mun þó lenda í hörkukeppni við Breiðablik. Sundfélaginu Vestra er hins vegar spáð falli. Nýr lands- liðsþjálfari Sigurður Ingimundarson var í gær ráðinn landsliðs- þjálfari karla í körfubolta en hann er einn af sigursælustu þjálfurum íslenska körfu- boltans frá upphafi og hefúr meðal annst gert lið Kefla- víkur sjö sinnum að íslands- meisturum. Sigurður stjórn- aði Keflvfldngum meðal annars til þrefalds sigur á síðasta tímabili. Valsmenn þurfa væntanlega að endurskipuleggja hina gríðarsterku vörn sína frá grunni þar sem Ármann Smári er horfinn á braut og Guðni Rúnar er hugsanlega einnig á förum. Á förum? Húsvíkingurinn Guðni Runar Helgason er hugsanlega aftur á leið i VOesturbæinn DV mytid Éggen Einn besti varnarmaður Landsbanka- deildarinnar í sumar, Guðni Rúnar Helgason, mun hugsanlega leika með íslandsmeisturum KR á næstu leiktíð en hann hefur leikið með Valsmönnum undanfarin ár. KR-ingar koma þö ekki til með að kaupa Guðna Rúnar því ef af því verður að hann fari í Vesturbæinn þá verður það væntanlega að láni í eitt ár hið minnsta. Það er ljóst að Valsmenn verða að styrkja vörn sína verulega ef þeir missa Guðna því þeir eru nýbúnir að missaÁrmann Smára Björnssonyfir til FH en hann og Guðni hafa verið algjörir lykil- menn í Valsliðinu undanfarin ár. Á móti kemur reyndar að Valsmenn fengu Þórhall Örn Hinriksson frá KR fyrr í vikunni ög má fastlega búast við því að Njáll Eiðsson, þjálfari Vals, komi til með að stilla Þórhalli upp í míðri vörn Valsmanna naesta sumar. Guðni hefur fengið samningstilboð frá KR- ingum og átti hann fund með forráðamönnum félagsins í gær. „Ég hef fengið samning frá KR-ingunum en það er ekkert fast í hendi enn sem komið er,“ sagði Guðni Rúnar í samtali við DV í gær. „Að sjálfsögðu er mjög freistandi að leika með KR-ingunum næsta sumar. Ég hef metnað til þess að leika í efstu deild og er á þeim aldri þar sem ég þarf að leika með þeim bestu ef ég á að halda áfram að taka framförum. Það er mjög spennandi ár fram undan hjá KR þar sem þeir þurfa að verja titilinn ástunt því sem þeir taka þátt í Evrópukeppni." Ekki áhugi á að selja Eins og áður segir verður Guðni væntanlega leigður í Vesturbæinn en það er hlutafélagíð Valsmenn sem á Guðna og þeir hafa samkvæmt heimildum blaðsins ekki áhuga á því að selja hann til félags á íslandi. Lfkumar á því að þeir geti selt hann til útlanda ættu að aukast talsvert við að Guðni leiki með KR þar sem fastlega má búast við fleiri útsendumm erlendra liða á leikjum KR næsta sumar en hjá Val. Kristinn Kjærnested, stjórnarmaður í KR Sporti, staðfesti við DV í gær að þeir hefðu fengið leyfi hjá Valsmönnum tfl þess að ræða við Guðna Rúnar. Hann sagði að KR-ingar væm hrifnir af Guðna sem leikmanni en viðræður væm engu að síður á algjöm byrjunarstigi. Bjarni á leið heim? Það ætti ekki að vera neinn skortur á vamar- mönnum í Vesturbænum næsta sumar því KR- ingar hafa einnig áhuga á því að fá sinn gamla leik- mann, Bjarna Þorsteinsson, heim aftur en hann hefur Ieikið með Molde í Noregi undanfarin ár en er með lausan samning hjá félaginu. íslandsmeis- tararnir hafa boðið Bjarna samning og hann mun ÍA vill fá hann aftur í gulu treyjuna Ellert á leið heim frá Hlíðarenda? Skagamaðurinn Ellert Jón Bjömsson gæti verið á leið aftur í sitt gamla félag, ÍA, eftir skamma viðdvöl hjá Valsmönnum en hann gekk til liðs við Hlíðarendapilta frá ÍA síðasta sumar. Ellert getur sagt upp samningi sínum við Valsmenn í desember og samkvæmt heimfldum DV er ekki ólíklegt að hann nýti sér þann rétt. „Það hefur ekkert gerst í þessum málum enn þá,“ sagði EOert Jón í gær. „Ég er að hugsa minn gang þessa dagana og þar að auki get ég ekki gert neitt fyrr en í desember. Mér líkaði vel hjá Valsmönnum og væri alveg tO í að vera áfram en ég er náttúrulega Skagamaður að upplagi og því togar það að leika aftur með félaginu," sagði EUert Jón en íjölskylduaðstæður gætu haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans í desember. „Ég er nýbúinn að eignast mitt fyrsta bam og við erum búin að koma okkur upp heimOi á Akranesi þannig að það er svolítið erfitt að vera sffeUt að keyra tU Reykjavíkur á æfingar. Ég veit af því að ÍA viU fá mig aftur og það er mjög jákvætt." Það er ljóst að endurkoma EUerts Jóns kæmi Skagamönnum vel því þeir misstu nýlega Baldur Aðalsteinsson yfir tfl Valsmanna og því gæti Ellert fyllt það skarð sem Baldur skOdi eftir sig. EUert lék 16 leiki í LandsbankadeOdinni síðasta sumar og skoraði eitt mark. hemy@dv.is Á leið heim? EllertJón Björnsson íhugar aö fara heim og spila með ÍA næsta sumar. v- I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.