Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 Fréttir ÐV Samkyn- hneigðir í Færeyjum Stofnað hefur verið Félag samkynhneigðra í Færeyj- um. Er það fyrsta félag þeirr- ar gerðar í landinu. í frétt í Dimmalætting segir að markmið félagsins sé að varða veginn og eyða for- dómum þess efnis að sam- kynhneigðir séu ekki eins og annað fólk. Segir í fréttinni að samkynhneigðum þyki tími til kominn að efla bönd- in og snúa bökum saman í samfélagi sem allt of lengi hafi verið þeim andsnúið. Hertá tölvupósti Gera á úttekt á tölvumál- um hjá Kópavogsbæ eftir að Persónuvernd gerði athuga- semdir við vinnulag hjá Fé- lagsþjónustu bæjarins. Skoða á öryggisstefnu, gerð áhættumats og öryggis- ráðstafana vegna meðferðar persónuupplýsinga. Þá á að innleiða hertar starfsreglur um notkun töivupósts og notkun tölvubúnaðar sem atvinnu- og upplýsingamála- nefnd bæjarins lagði til fyrir átta mánuðum. Sandgerði skoraráríkis- stjórnina Bæjarstjórnin í Sand- gerði skorar á ríkisstjórn ís- lands að viðurkenna sér- stöðu Suðurnesja í atvinnu- málum og að hún bregðist við hópuppsögnum varnar- liðsins með afgerandi hætti. Segir bæjarstjórnin að sam- félagið verði fyrir slæmum áhrifum, sem og einstak- lingamir sem hlut eiga að máli. Þá segja Sandgerðing- ar að breytingar séu hafnar í atvinnulffmu á Suðurnesj- um sem taki væntanlega nokkur ár. Lögreglan rannsakar Qölda ofbeldisbrota gegn eldri borgurum. Þrjár konur á áttræðisaldri kærðu nauðgun til lögreglu. Ungur maður ákærður fyrir að ganga ítrekað í skrokk á aldraðri konu: Þrjár konur á áttræðisaldri hafa kært nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári. Rannsókn lögreglu á einu málanna er þegar lokið. Lögreglan rannsakar enn tvö málanna. Aldrei hafa jafn mörg mál af þessum toga kom- ið til kasta lögreglunnar og á undanförnum mánuðum. Ofbeldismálum þar sem aldrað fólk er í hópi fórnarlamba virðist fara fjölgandi hér á landi og hefur lögreglan kallað eftir því að mál af þessu tagi verði skráð sérstaklega. í öllum tilvikum em árásarmennirnir mun yngri en fórnarlömbin og nýta sér bágindi háaldraðs fólks sem hefur litla sem enga möguleika á að verja sig. Ungur karlmaður var nýlega ákærður fyrir að ganga ítrekað í skrokk á aldraðri konu. Lögregla telur brot mannsins afar gróf og að þau hafi stað- ið yfir í langan tíma. Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum innan skamms. Viðkvæm mál Gunnleifur Kjartansson, lögreglufulltrúi of- beldisbrotadeildar, dregur enga dul á að í seinni tíð hafi gætt vaxandi ofbeldis í garð aldraðra. Gunnleifur hélt nýlega erindi um málið á ráð- stefnunni Ofbeldi gegn öldruðum sem haldin var á vegum Öldrunarfræðafélags íslands og Endurmenntunar HÍ. Þar fjallaði hann um sýn lögreglunnar á mál af þessu tagi. „Við sjáum alltof mörg dæmi þess að aldrað fólk sé beitt ofbeldi og mín tilfinning er sú að málin séu fleiri en koma inn á borð til okkar. Aldraðir eru tregari til að leggja fram kæru í við- kvæmum málum sem þessum heldur en þeir sem yngri eru,“ segir Gunnleifur. Hann segir mál af þessum toga mjög við- kvæm og oftar en ekki verði þau að miklum Ofheldismálum þarsem aldr- að fólk er í hópi fórnarlamba fer fjölgandi hér á landi. harmleik; ekki bara hjá fórnarlambinu og árás- armanninum heldur hjá heilu fjölskyldunum. „Það er löngu tíma- bært að taka upp sérstaka skráningu mála af þessu tagi hjá lögreglu og kanna hversu mörg mál hafa verið kærð síðustu fimm til tíu árin. Umræða um þessi mál er tímabær og ég sé fyrir mér að til dæmis heilbrigðis- eða félagsmálaráðuneytið taki þátt í þessu verkefni með því að koma á fræðslu hjá starfsmönnum og íbúum á dval- ar- og hjúkrunarheimilum," segir Gunnleifur Kjartansson, lögreglu- fulltrúi ofbeldisbrotadeildar lög- reglunnar í Reykjavík. Manndráp og fjársvik Eitt alvarlegasta málið sem upp hefur komið hin síðustu ár þar sem aldraðir eiga í hlut er manndráp sem framið var í desember árið 1999. Þá var áttræð kona myrt á hrottalegan hátt á heimili sínu í Reykjavík. Karl- maður á þrítugsaldri bankaði upp á hjá konunni með það í hyggju að ræna hana. Ránsferðin endaði með manndrápi. Annað mál sem vakti mikla athygli var þegar 65 ára kona hafði rúmar fimmtíu milljónir króna af öldruðum karlmönnum víðs vegar um land. Konan blekkti karlana til að láta sig fá peninga og náði umtalsverðum fjár- hæðum frá mörgum þeirra. Hún var dæmd til fangelsisvistar. arndis@dv.is JónasR.Jónsson Fyrst og fremst góðgjarn og velvilj- aður. Sælkeri, fagurkeri og heims- maður sem lætur sér annt um útlit og ytra byrði. Samt hugar hann einnig verulega að sínum innra manni og hefur verið upptekinn af óhefðbundnum lækningum. Hann er góður viðræðu, vel heima í flestu og gæti sem best orðið fyrir- mynd allra diplómata utanrfkis- þjónustunnar. Kostir & Galla: Tildur og pjatt fara stundum alger- lega yfir sttikið og birtingarformin geta orðið vandræðaleg. Hann á það til að skreyta skrifstofur sínar þannig að helst líkist aðsetri tlsku- kóngs í miiljaröaklassanum. Þá get- ur hann verið smámunasamur svo eftir er tekið. Undir yfirborði sjálfe- öryggis leynist óöruggur drengur sem vill og verður að njóta lífeins. Hörkuna vantar. íslenskir lögfræðingar á Kúbu Gott fyrir lýöræðið að hafa bara einn stjórnmálaflokk. Víkkuðu sjóndeildarhringinn: Lögfræðingar í tugatali til Kúbu Fjölmennur hópur íslenskra lög- fræðinga er nýkominn úr ferð til Kúbu þar sem menn freistuðu þess að ná fundi Kastrós, leiðtoga eyjunn- ar. Ferðin var farin á vegum Lögfræð- ingafélags íslands og voru lögfræð- ingarnir alls 82 talsins: „Þetta var mjög fróðleg ferð þó við hefðum ekki hitt Kastró," segir Krist- ján Gunnar Valdimarsson, formaður Lögfræðingafélags íslands. „Við sát- um þarna námskeið með kúbönskum starfsbræðrum okkar og ræddum við- skiptabann Bandaríkjanna á Kúbu, kosninga- og refsilöggjöf og réttar- kerfið almennt. Allt var þetta athyglis- vert og margt öðruvísi en við eigum að venjast." Margir lögfræðinganna voru með maka sína með í ferð og taldi hópur- inn því hátt í 140 manns þegar allt var talið.. Þó þeir hafi ekki hitt Kastró sjálfan ávörpuðu bæði að- stoðardómsmálaráðherra og að- stoðarutanríkisráðherra Kúbu hóp- inn. „Svona ferð víkkar sjóndeildar- hringinn þó ég viti ekki hvort við getum notað eitthvað af því sem þarna tíðkast. Til dæmis sögðu kúbönsku lögfræðingarnir að það væri mjög gott fyrir lýðræðið að hafa bara einn flokk því lýðræðið innan hans væri svo mikið. Þetta þótti mér sjálfum umhugsunarvert," segir for- maður Lögfræðingafélagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.