Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2003, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAQUR 14. NÚVEMBER 2003 Fréttir W Deilt um myndbönd Túttugu myndbandsspól- ur þar sem Díana prinsessa heitin ræðir samband sitt við Karl prins á nærgönguian hátt valda nú miklum titringi á Englandi. Mál- ið er komið fyrir dómstóla og þar deila annars vegar fjölskylda Díönu og hins vegar fyrrum tal- þjálfari hennar, Peter Settélen, um eignarrétt á spólunum. Smith tók frá- sögn Díönu upp á sínum tíma og telur sig því eiga myndböndin.Breskir fjöl- miðlar leiða að því getum að frásögn Díönu á ntyndbönd- unum beinist meðal annars að meintu kynferðissam- bandi Karls prins við karl- mann, sambandi sem ekki má segja frá á Bredandi. RauðiKen tekinn í sátt Hinn umdeildi borgar- stjóri Lundúna, Ken Livingstone, hefur verið leyft að ganga aftur í breska Verkamannaflokkinn. Livingstone var vikið úr flokknum fyrir þrem árum eftir að hann bauð sig fram gegn frambjóðanda Verka- mannaflokksins í borgar- stjórakosningum. Michael Howard þing- maður ársins Bresku tímaritin Specta- tor og Zurich UK héldu á dögunum verðlaunaaf- hendingu fyrir breska þing- menn á Claridge’s hótelinu í Lundúnum. Var meðal annars valinn ræðumaður ársins, efnilegasti þingmað- urinn og þingmaður ársins sem að þessu sinni var hinn nýkjörni formaður íhaldsflokksins Michael Howard. í fyrra hreppti Tony Blair sömu verðlaun og kvaðst Howard ætla að hafa af honum fleiri titla. Japan frestar því að senda hermenn Japönsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni fresta því að senda hermenn til Iraks sökum ótryggs ástands í landinu. Til hafði staðið að senda hersveitir til friðargæslu fyrir næstu ára- mót. Akvörðunin var tekin eftir mikið mannfall í bíl- sprengju sem sprengd var í bænum Nasiriya. Tannlæknideyfilyfið Xylocaine í rannsókn hjá framleiðanda: Tannlæknideyfilyfið Xylocaine í rannsókn hjá framleiðanda: Tannlæknideyfilyfið Xylocaine í rannsókn hjá framleiðanda: Tannlæknideyfilyfið Xylocaine í rannsókn hjá framleiðanda: Sjúklingar fengu gallað deyíilvf hjá Aðvaranir gengu á milli tann- lækna vegna þess að fram- leiðslulota lyfsins Xylocaine virkaði ekkisem skyldi. Fjölmargir sjúklingar tannlækna hafa orðið fyrir óeðlilegum eftirköstum af deyfilyfinu Xylocaine. Aðvaranir gengu á milli lækna í haust og hefur hluti af lyfínu verið innkallaður af inn- flytjanda þess. Hjá tannlæknadeild Háskóla íslands veiktust þrír fyrir rúmum tveimur vikum síðan, þar af fór einn á slysadeild. Lyfið er flutt til landsins af PharmaNor og er notað í um 90 prósentum tilfella í deyfingum tannlækna. Sævar Pétursson, for- maður Lyfjanefndar Tannlæknafélagsins, varð fyrst var við galla í deyfilyfinu í vor. Þegar hann lenti oftar í því að lyfið virkaði ekki sem skyldi skrifaði hann tannlæknum bréf þár sem hann gerði þeim grein fyrir vandamálinu. Auk þess til- kynnti hann PharmaNor, sem flytur inn lyfið, um alvarleika málsins og krafðist svara. Ásgeir Hallgrímsson, markaðsstjóri PharmaNor, segir sölu hafa verið hætt á þeirri framleiðslulotu Xylocaine sem innihélt gölluð lyf. „Hingað fóru að koma kvartanir í september og við íylgdum því eftir með því að senda fyrir- spurn til tannlækna um hvort þeir hefðu orðið varir þess sama. í kjölfarið höfðu tveir tugir tann- lækna samband. Síðan þá hefur framleiðandinn verið með málið í skoðun, en það er ekki kominn botn í það ennþá," segir hann. Að sögn Ásgeirs virðist sem svo að lyfið hafi ekki virkað nægilega vel til deyfingar og þvf hafl fólk verið illa haldið af sársauka. Hann segir að einn sjúklingur hafl haft samband við PharmaNor og kvartað undan því að hafa misst úr vinnu vegna veikinda. Ný lota af Iyfinu er nú í umferð, en PharmaNor bíður viðbragða frá framleiðandanum. Gallaða framleiðslulotan kom skömmu eftir að sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca seldi markaðsleyfi lyf- sins til bandaríska fyrirtækisins Dentsply og síð- arnefnda fyrirtækið hóf framleiðslu. PharmaNor er eina fyrirtækið sem flytur inn deyfilyf á íslandi. Tilraunir annarra fyrirtækja til að flytja inn lyfin hafa brugðist vegna þess hve ferlið við að flytja inn lyfin er kosmaðarsamt. Xylocaine er af mörgum tannlæknum talið ör- uggasta deyfilyfið, en er þó ekki laust við eftirköst. Einstaka maður sem notar lyfið verður fyrir hjart- sláttartruflunum, en þá hafa tannlæknar þann vanann á að skrá í skýrslu sjúklingsins 'að lyfið henti honum ekki og leita annarra leiða. Einar Ragnarsson, forseti tannlæknadeildar Háskólans, hefur aldrei áður orðið var við galla í deyfilyfi á þriggja áratuga ferli sínum. „Það er mjög óvenjulegt að fólk fái svona sterk eftirköst. Ég hef aldrei heyrt áður að notuð séu gölluð deyfi- lyfiv" Deyfilyf eru ekki einungis notuð af tillitssemi við sjúklinginn, heldur gera þau vinnu tannlækna vandaðri. Sé deyfilyf ekki notað eykst munnvatns- framleiðsla sjúklingsins verulega og gerir tann- læknum erfiðara um vik að gera við. Sævar Pétursson segir málið grafalvarlegt, en hann reiknar með að vandræðin séu fyrir bí. „Ég vonast tfl að við fáum einhver svör við því hvað gerðist þarna. Fólk er nógu hrætt við að fara til tannlæknis nú þegar." PharmaNor sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í gær, f kjölfar eftirgrennslan DV. Þar kemur fram að PharmaNor hafi krafist skýringa á þeim vandkvæðum sem upp hafa komið á íslandi. Auk þess segir að dregist hafi að fá úrlausn mála hjá markaðsleyfishafanum og viðbrögð við kvörtun- um hafi verið ófullnægjandi af hálfu Dentsply. „Fáist ekki skýring... innan skamms, eða verði vart við þessar vanverkanir að nýju, mun PharmaNor leita annarra leiða til að tryggja tannlæknum og þeim sem þurfa á lyfinu að halda örugga þjón- ustu," segir í fréttatilkynningunni. jontrausti@dv.is Landsíminn „Það eru hérna rúmlega þrjátíu strákar í með- ferð eða alveg fullt hús/'segir Ólafur Stefánsson forstöðumaður meðferðarstöðvar StnAnrfelli í Dölum.„Þeir sem hingað koma líkn æ verr farnir, þá eftir neyslu ým- harðra efna; til dæmis kóakíns, hass og amfetamíns en afar margir ná góðum tökum á tilveru sinni eftir meðferð hér." Lögsögustríð við Bláfjallafleggj ara: Sprengiefni á átakasvæði Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær mótmæla málsmeðferð Reykjavíkur vegna áformaðrar sprengiefnageymslu. Reykjavíkurborg vill reisa sprengiefna- geymsluna vestan Bláfjallavegar í stað geymslu á Hólmsheiði. Deilur um lögsögumörk á þessum slóð- um eru áratuga gamlar. Kópavogur og Seltjranarnes gera bæði tilkall til svæðisins: „Bæjaryfirvöld hafa byggt á því að um- rætt svæði sé innan lögsögu Kópavogs- bæjar," segir Þórður Þórðarson bæjarlög- maður Kópavogs. Það sama segja Seltirn- ingar fyrir sitt leyti. „Þetta er grundvallaratriði. Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur hefur ekki lögsögu um mannvirkja- gerð í Kópavogi," segir Þórður. Borgarverkfræðingi hefur verið falið að ræða við skipulagsfulltrúa í Kópavogi og á Seltjarnarnesi: „Ágreiningurinn um lögsögu er mjög gamalt og ílókið mál sem ég vildi fresta. Það er ekki heitt mál á meðan ekki er tekin ákvörðun," segir Þórólfur Árnason borgarstjóri. Borgarstjóri Vildi staðsetja sprengiefnageymslu án þess að taka upp ágreining um lögsögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.