Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Page 40
40 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Fókus DV Jenna Baldwin var fimmtán ára þegar hún hvarf. Grunur féll á stjúpföður hennar. Hann neitaði sök og sagði stúlkuna uppreisnargjarna og líklegast væri að hún hefði stungið af. Stafsetningin knm upp um monðingiann „Mamma, ég elska þig og sakna þín mikiö." Þannig hljóðuðu sms- skilaboðin. En voru þau sönn? Voru þau frá Jennu Baldwin, 15 ára, sem var horfin? Sérstæð sakamál Jenna Baldwin bjó í Abersychan í Gwent í Englandi. Ekkert hafði spurst til hennar síðan 10. septem- ber 2002. Eftir því sem dagar og vik- ur liðu bárust móður hennar öðru hverju sms-skilaboð frá hinni týndu dóttur. Þegar fjölmiðlar greindu svo frá því að hvarf Jennu hefði verið falið morðdeild lögreglunnar fékk móðir hennar enn ein skilaboðin. „Lögreglan hegðar sér ekki vel. Ekki hafa áhyggjur, það er allt í lagi með mig. Ég sá í sjónvarpi að lögreglan leitar mín. Segðu þeim að láta mig í f'riði," sagði í skilaboðum merktum Jennu til móður sinnar. Rannsóknarlögreglumenn voru tortryggnir vegna skilaboðanna. Þau voru uppfull af stafsetningarvillum sem lögreglumenn áttu bágt með að trúa að fyrirmyndarnemandinn Jenna myndi gera. Stjúpfaðir Jennu, Michael Bald- win, taldi víst að Jenna hefði stungið af. Michael var nauðrakaður júdó- Michael lét ekki sitt eftir liggja í leitinni að stúlkunni. Hannvar duglegur að hengja upp plaköt með mynd og lýsingu á Jennu. kappi sem hafði gegnt hermennsku á yngri árum. Þegar Jenna hvarf starfaði Michael á kjúklingabúi. Michael lét ekki sitt eftir liggja í leit- inni að stúlkunni. Hann var dugleg- ur að hengja upp plaköt með mynd og lýsingu á Jennu. Hann kom einnig fram í sjónvarpi ásamt eigin- konu sinni og saman báðu þau fólk að aðstoða við leitina. Farsíminn kom lögreglu á sporið Michael Baldwin lá undir grun hjá lögreglunni og var fylgst grannt með ferðum hans. í eitt skiptið sáu lögreglumenn hvar hann festi kaup á farsíma. Þeir komust að því að hann hafði skráð símann á upplogið nafn og seinna voru lagðar sönnur á að Michael hafði sent konu sinni sms-skilaboð í nafni Jennu. Lögreglumenn létu til skarar skríða og handtóku Michael. Hann var með farsímann á sér en gerði sér lítið fyrir og át símakortið en á því var að finna upplýsingar um notkun símans. Michael var ákærður fyrir morð en hann lýsti yfir sakleysi sínu. Ellefu vikum eftir að morðrann- sóknin hófst viðurkenndi Michael loks fyrir konu sinni að hafa banað Jennu. Hann sagði atvikið hafa verið slys í kjölfar deilna þeirra í milli. Þann 19. nóvember 2002 fannst lík Jennu Baldwin. Hún var grafin á fáförnum stað í um 15 kílómetra fjarlægð frá heimili sínu. Rotnun var of mikil til að réttarlæknum tækist að greina dánarorsök. Lygar og blekkingar Réttarhöld yfir Michael Baldwin hófust í júní á þessu ári. Hann neit- aði sök í málinu. Fyrir réttinum kom hins vegar fram að Michael haffði lagt mikla fæð á stjúpdóttur sína og oft átt í illdeilum við hana. Blaða- maður bar fyrir réttinum að Michael hefði lýst stjúpdóttur sinni með þessum orðum: „Þessi andsk. ung- lingur. Hún er alltaf að lenda í vand- ræðum. Eftir að hún fór er allt rólegt og gott." Jenna hafði átt í ástarsambandi við karlmann á þrítugsaldri og varð það að miklu deiluefni milli hennar og stjúðföðurins. Henni var lýst sem uppreisnargjörnum unglingi sem naut þess að stríða stjúpföður sín- um. Michael átti við hármissi að stríða og kallaði Jenna hann gjama Skalla. Saksóknari fór hörðum orðurn um hegðun Michaels Baldwins fyrir réttinum. Hann sagði Michael hafa sýnt af sér mikla grimmd og blekk- ingarleikur hans hefði verið til þess fallinn að auka enn á sorg móður Jennu. Auk þess að senda fölsk sms- skeyti kom í ljós að Michael hafði reynt að stæla rithönd Jennu. Hann hafði hug á að skrifa bréf í nafni Jennu. „Michael sýndi af sér samvisku- leysi og grimmilega framkomu með því að dvelja á heimilinu og láta eins Lögreglumenn létu til skararskríða og handtóku Michael. Hann var með farsím- ann á sér en gerði sér lítið fyrir og át síma- kortið en á því var að finna upplýsingar um notkun símans. og hann tæki þátt í harmi konu sinn- ar,“ sagði saksóknari. Michael hafði auk þess logið því að konu sinni að Jenna hefði hringt. Rannsókn á heimilissíma fjölskyldunnar leiddi í ljós að slfkt samtal hafði aldrei átt sér stað. Ótrúverðug frásögn Michael lýsti dauðdaga Jennu með eftirfarandi hætti. Hann sagði stúpdóttur sína hafa ráðist á sig með miklum orðaflaumi. Hann hafi hald- ið upp stigann og hún á eftir. Hann hafi síðan slegið til hennar og hún fallið niður stigann. Því næst segist Baldwin hafa vafið Jennu inn í teppi og komið henni fyrir í bíl sínum. Förinni hafi verið heitið á sjúkrahús en á leiðinni þangað hafi hann áttað sig á að hún var látin. í örvilnan hafi hann brugðið á það ráð að grafa hana á fáfömum stað. Saksóknari tók þessa frásögn ekki mjög trúanlega. Ef stúlkan hefði lát- ist af sfysfömm hefðu allir eðlilegir menn haft samband við lögreglu og sjúkralið. Michael hafi kosið að gera það ekki. Saksóknari spurði ákærða því næst hvort hann hefði átt í kyn- ferðislegu sambandi við stjúpdóttur sína. „Ertu að grínast? Við þoldum ekki hvort annað," svaraði Michael. Michael Baldwin var fundinn sekur um morð. Hann hlaut lífstíð- arfangelsi. Dómarinn, John Griffith Williams, sagði ákærða vera lyginn og hrokafullan. „Það eru miklar lfkur á að þú hafir misst stjórn á skapi þínu og kyrkt Jennu," sagði dómar- inn meðaJ annars í lokaávarpi sínu. Móðir Jennu hefur sagt skilið við Michael Baldwin. „Ekkert getur ver- ið skelfilegra en að missa barn. Ljós- ið í myrkrinu er hins vegar að þessi maður mun ekki oftar hafa áhrif á líf okkar," sagði móðir Jennu að lokn- um réttarhöldunum. arndis@dv.is Kaldrifjaður og grimmur Michael Baldwin missti stjórn á skapi sinu. Afleiðingarnar voru skelfilegar. Hann gfplánar nú tifstiðardóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.