Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 1
L I ) 4. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. - 66. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI27022. Færeyska skipið sem strandaði við Ólafsfjöið: Erað grafast í sandinn minnkandi líkurá björgun Líkur eru nú taldar á að færeyska skipið Hólmur, sem strandaði skammt frá Ólafsfirði á miðvikudagskvöld með fimm manna áhöfn, muni „bera bein sin” í sendinni fjörunni þar sem það er þegar farið að grafast niður á sömu slóðum og brezkt skip grófst niður á stríðsárunum. Áhöfnin er enn um borð, en mun nú orðin vonlítil um björgun skipsins. Gerðar hafa verið nokkrar árangurs- lausar tilraunir til að draga Hólm út, en skipið er með 100 tonna saltfarm um borð. Þar sem skipið er nálægt fimmtugu hefur reynzt erfitt að finna nægilega sterka staði til að binda í og í fyrstu til- raun sópuðust t.d. allir dekkpollar og rekkverk af er átak kom á. 1 nótt reyndi varðskip enn að toga i skipið en öflugar dráttartaugarnar létu þá undan og er óljóst um áframhald björgunaraðgerða. Skipverjar eru ekki í neinni hættu um borð og er skipið stöðugt vaktað úr landi. Hafa skipverjar enn Ijós og yl frá Ijósavél, en nú er orðið erfitt að halda henni gangandi. . G.S. Aldrei á sunnudögum, segja verkakonur í Eyjum: LOKS KOM AFLINN „MEÐ SIGURBROS A VOR. ■ ■ EN ÞA MA í sólskininu á miðvikudaginn voru að minnsta kosti tveir lögreglumenn í því starfi að leita uppi bíla sem taka átti úr umferð í höfuðborginni. Á alllöngum lista voru skráð númer bíla sem leitað var að vegna þess aö ekki hafði verið mætt með þá til skoðunar fyrir árið 1977 eða þeir höfðu ekki verið umskráðir samkvæmt lögum. A Flókagötunni fundu þeir einn óskoðaðan 1977. Voru engin umsvif höfð en númer bílsins skrúfuð eða klippt af. Jafnframt var til- kynning um atburðinn sett undir fram- rúðuþurrku. Hér er annar lögreglu- mannanna, fulltrúi kerfisins, með sigur- bros á vör. Einn trassi hefur verið fund- inn og stöðvaður. Sjálfsagt hefur honum brugðið er hann kom næst að bilnum — nema hann sé svo forhertur að honum bregði ekki við eitt eða neitt og gefi skít í allar reglur og lög. -ASt/DB-mynd Bjarnleifur EKKIVINNA HANN naHfia/e/f í ~ Það sem af er vetri hefur verið um frá þessu þvi annars er hætta á að fiskur- M MV M ■ ■ Ví ■ undirbúningi Það sem af er vetri hefur verið um vandræðaástand að ræða í Eyjum vegna aflabrests bátanna. Nú síðustu daga hefur hins vegar brugðið til hins betra og afli verið með ágætum, en þá hefur bara skapazt nýr vandi með vinnslu á hinum mikla afia af ýsu og þorski.sem borizt hefur undanfarna daga. 1 haust var sam- þykkt I verkakvennafélaginu Snót að ekki skyldi unnið á sunnudögum. Er nú verið að vinna að þvi að fá undanþágu frá þessu því annars er hætta á að fiskur- inn skemmist. í morgun var bræla á miðum Eyja- báta, en þeir voru að koma inn með afia eftir nóttina. Þá bárust þær fréttir að Fiskiðjan hygðist leysa sinn vanda með því að skipa 60—70 tonnum af fiski út í Heimaey, sem ætlar að sigla með fiskinn á erlendan markað. - A.BjJ-G.S. — er hin „týnda” var í páskapartfí Fjórði hver bíll í árekstri í Reykjavík er utan af landi — bls.4 Freeport og íslendingan 300 hafa farið —150 sneru frá flöskunni _ bls. 5 1 gær fannst fertug kona, sem „týnzt” hafði í Hafnarfirði á 2. páskadag. Stóð til í gær að auglýsa hvarf hennar, en þá höfðu tilraunir fólks og lögreglu til að grennslast um hana ekki borið árangur. En rétt áður en leitað skyldi af alvöru kom konan i leitirnar. Hún hafði komið til Hafnarfjarðar um páskana ásamt manni sínum og farið á dansleik i Skiphól á 2. í páskum. Síðar um nóttina fór hún frá dvalarstað sínum og til hennar spurðist ekki. Gaf hún þá skýringu í gær að hún hefði á göngu sinni um nóttina hitt mann og þegið heimboð hans. Partíið stóð frá mánudegi til fimmtudags. Ihaldssamir kommar — Sjá föstudagskjallara Vilmundar Gylfasonará bls. 10-11 BJÖRN FÆR HÆGAN BATA Lítil von mun vera til þess að Björn Jónsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, komist til þeirrar heilsu á næstunni að hann geti aftur tekið við störfum sínum hjá ASÍ. Björn fékk heilablóðfall skyndi- lega 18. febrúar sl. og hefur verið á sjúkrahúsi síðan. Hann hefur á þessum tíma fengið nokkurn bata en þó hvergi nægan til þess að hann geti aftur hafið störf. Snorri Jónsson, varaforseti Al- þýðusambandsins, gegnir störfum Björns Jónssonar í forföllum hans. ÓV A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.