Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. mm/uiœ frjálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaflið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjónsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir. Hallur Simonarson. Aflstoflarfréttastjórí: Atii Steinarsson. Handrit Ásgrímur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, Gissur Sigurfls- son, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir Ámi Póll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurfls son, Sveinn Pormóflsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þróinn ÞoríeHsson. DreHingarstjóri: Mór E.M. Halldórs- son. Ritstjóm Síflumúla 12. Afgreiflsla ÞverhoKi 2. ÁskrHtir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflal- simi blaflsins 27022 (10 línur). Áskríft 1700 kr. ó mónufli innanlands. í lausasöki 90 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunní 19. Óstjóm og ofstjóm „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir sparnaði í fjármálakerf- inu.” Þannig er upphafið að þingsálykt- unartillögu tveggja stjórnarþingmanna, sjálfstæðismannanna Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Péturs Sigurðssonar. Þessi tillöguflutningur er harla merkilegur. „Alþjóð er ljóst, að nú er þörf aðhaldsaðgerða í fjár- málum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir þó við, að fjármálastofnanir hafa þanizt einna mest út allra ríkis- fyrirtækja, á sama tíma sem sparifjármyndun minnkar. Leiðir hér sem oftar óstjórn af ofstjórn. Við þetta verður ekki unað,” segja þingmennirnir í greinargerð mpð tillög- unni. Simone Veil heilbrigðisráðherra Frakklands: Skærasta stjaman í f rönskum stjómmálum —Jafnvel talað um hana sem næsta forsætis- ráðherra landsins Fimmtug að aldri er Simone Veil heilbrigðisráðherra Frakka eftirlæti þeirra og uppáhald. Gert er ráð fyrir því að hún taki að sér mikilvægt emb- ætti t hinni nýju stjórn sem mynduð verður í Frakklandi innan tiðar og jafnvel hefur komið til tals að hún yrði forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar. Ef af þvi yrði væri hún fyrst franskra kvenna til þess að gegna þvi embætti. Simone Veil, sem er lágvaxin, græn- eygð og amma þriggja barna, hefur þótt standa sig mjög vel sem heil- brigðisráðherra fráfarandi stjórnar. Hvert sem hlutverk hennar verður í hinni nýju stjórn er ljóst að hún mun taka þátt i tilraunum Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseta til þess að koma á samstarfi stjórnar og stjórnar- andstöðu, a.m.k. að því marki sem gerist I Bretlandi, Bandaríkjunum og V-Þýzkalandi. \áJJ7 Verður Veil tengiliður stjórnar og stjórnar- andstöðu? Giscard d’Estaing Frakklandsfor- seti, sem átti mestan þátt í sigri stjórnarflokkanna í nýafstöðnum kosningum, hefur boðað alla stjórn- málaleiðtoga til fundar við sig til um- ræðna um stjórnarmyndum. Og hið merkilega hefur gerzt: Allir leiðtog- arnir hafa reynzt fúsir til viðræðna við forsetann, allt frá leiðtoga gaullista, Jacques Chirac, til leiðtoga kommún- ista, Georges Marchais. Fram að þessu hafa leiðtogar stjórnarandstöð- Vissulega er einnig kaldhæðnislegt, þegar tveir tryggir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar ætla að láta Alþingi „fela henni að beita sér fyrir sparnaði í fjármálakerfinu”. Slíkur sparnaður hefur frá upphafi verið boðaður sem þáttur í stefnu ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra hefur einkum lagt áherzlu á þetta í margendurteknum yfirlýsingum. Það er tvímælalaust hlutverk hverrar ríkis- stjórnar að láta ofvöxt ekki hlaupa í kerfið. Alþingi gæti með sama hætti búizt við tillögu frá stjórnarliðum þess efnis, að ályktað yrði að „fela ríkisstjórninni að beita sér gegn verðbólgu í landinu.” Þingmennirnir krefja ríkisstjórnina um tillögur um fækkun starfsmanna ríkisbankanna, Framkvæmda- stofnunar ríkisins og opinberra sjóða um allt að tíunda hluta og samræmdar aðgerðir til sparnaðar og hag- kvæmni rekstrar, þar á meðal um sameiningu lánastofn- ana, skorður við óhóflegum byggingum og fækkun af- greiðslustöðva, eins og þar segir. AFBR0T 0G AFREKASKRÁR Sifelldur lofsöngur framsóknar- manna í Tímanum um ágæti og fram- takssemi dómsmálaráðherra i meðferð dómsmála minnir helzt á þær aðferðir sem viðhafðar eru við persónudýrkun austan járntjalds. Hins vegar er það staðreynd að oftast er svona lofsöngur notaður til að hylma yfir athafna- og getuleysi manna á pólitiskum vett- vangi. Aðrir fréttamiðlar hafa ekki komið auga á kraftaverkaaðgerðir /"--------- dómsmálaráðherra, enda ólíklegt að aðrir sjái þær en flokkspennar Timans. Það er vissulega hægt að sár- vorkenna lesendum blaðsins að þurfa sífellt að vera að lesa sömu þuluna um imyndað ágæti flokksforingjans. Af hverju má hann ekki vera bara „venjulegur” framsóknarmaður? Aðaltilefni þessarar stuttu greinar er að benda á þær augljósu staðreyndir að þrátt fyrir nokkrar breytingar ráð- herra á ákveðnum réttarfarslögum hefur framkvæmd og meðferð dóms- mála lítið sem ekkert breytzt. Hin al- mennu lögbrotamisferli varðandi gjaldeyris- og tollalög, áfengis- og fíkniefnamál, skatta- og fjársvikamál fara stöðugt vaxandi. Meginorsakir þessarar þróunar eru að viðkomandi lögum hefur ekki verið breytt til sam- ræmis við þarfir tímans þannig að í þingsályktunartillögunni felst harður áfellisdómur á ríkisstjórnina. Beinlínis er sagt, að hún hafi ekki sinnt þeim mikilvægu skyldum, sem hún ber við stjórnun fjár- mála. Þess vegna sé þörf á að fela henni sérstaklega að sinna þessum skyldustörfum sínum. í framsöguræðu sinni fyrir tillögunni forðaðist Eyjólfur Konráð hins vegar að beina spjótum að ríkisstjórninni, heldur bar hann stjórnendur banka, Framkvæmdastofnunar og sjóða sökum um óstjórn og ofstjórn. Eftir stendur, að það er hlutverk ríkisstjórnar að stjórna þessum málum. Hún ber ábyrgð á hinum minni stjórnendum, enda sést það á orðalagi tillögunnar. Auðvitað er það rétt hjá þessum stjórnarþingmönnum,. að ríkisstjórnin hefur brugðizt skyldum sínum á þessu sviði. Vafalaust hafa þeir haft ótal tækifæri til að minna ráðherra á það á fundum í þingílokki sjálfstæðismanna, en greinilega í engu verið sinnt. Eyjólfur Konráð gerir ennfremur harðahríðað flokks- bróður sínum, þingmanninum Sverri Hermannssyni, ein- um stjórnanda Framkvæmdastofnunar. „Samt lesum við í blöðum um það hneyksli, að Framkvæmdastofnun- in hyggi á stórfelldar byggingarframkvæmdir í trássi við Alþingi og ríkisstjórn,” sagði hann í framsöguræðu sinni. „En það mun verða stöðvað. Nú er mælirinn fullur.” Greinilega hafa þessir annars áköfu stuðningsmenn rikisstjórnarinnar verið gripnir meiriháttar örvæntingu yfir framferði hinna ráðandi flokksbræðra sinna, þegar þeir sjá ekki annan kost en að reyna að fá Alþingi sem heild til að „fela” stjórninni að annast skyldur sínar. Ihaldssamir og þreyttir kommar Kommar eru engu likir. Alvörukommar þykjast hafa öðlazt vísindalegan skilning á þjóðfélaginu, á sama hátt og spiritistar þykjast hafa vísindalegan skilning á framhalds- lífinu. Kommar þykjast hafa visinda- legan rétt, og það einkarétt, til þess að vera róttækir. Kommar þykjast hafa einkarétt á því að vera frjálslyndir og umburðarlyndir. Það er svona sams konar frjálslyndi og umburðarlyndi og þegar spiritistar leyfa umræður um það í sinn hóp hvort astralplönin séu sex eða sjö. Lengra nær frjálslyndið ekki. Kommar hafa einkarétt á þvi að berjast fyrir visindalegu málfrelsi og tjáningafrelsi. En málfrelsið er frelsi handa Kjartani Ólafssyni til þess að mega finnast Alþýðubandalagið vera algóður stjórnmálaflokkur. Tjáninga- frelsið er frelsi handa listafólki til þess að mega syngja á baráttusamkomum þegar vondir drepa góða í Víctnam og Kambódiu; skylda til að halda sér saman þegar góðir drepa vonda. Og hverjir eru svo góðir og hverjir vondir? Svörin við því er að finna i fræðiritum hins visindalega sósialisma. Árum og áratugum saman hefur þessum trúarsöfnuði tekizt að telja of mörgum trú um, að hjá sér sé að finna vitsmuni og móralska yfirburði um- fram það sem gerist og gengur annars staðar í samfélaginu. En á bak við trúarvinglið, sjálfsánægjuna og efa- semdaleysið býr samt önnur mann- gerð. Sú manngerð er full af vanmeta- kennd, íhaldssöm og einatt þröngsýn. Sú manngerð, þrátt fyrir allt, leyfir sér öðru hvoru þann munað að efast. Margir yfirgefa skútuna. Það gerðu Steinn Steinarr, Halldór Laxness og miklu fleiri. Það hafa Frakkar verið að gera í stórum síl undanfarin ár. En aðrir bíta aðeins í vörina og sökkva sér á ný niður í visindin. Það er jafn sárs- aukafullt fyrir alvörukomma að hætta að vera kommi og það hlýtur að vera fyrir konuna sem sótt hefur miðils- fundi i þrjátíu ár að komast að þvi að miðillinn hennar var bara ótíndur loddari. Og mörgum reyndist það auð- veldara að gera það sem margir hafa svo sem gert: að heyra ekki og sjá ekki. Kristallast í Þjóðviljanum Sem krati hef ég oft og mörgum sinnum öfundazt út í kommaflokkinn. Það er staðreynd, eins og það var til skamms tima staöreynd í Frakklandi, að á vegum kommanna hefur iðulega verið þróttmeira menningarlif en hjá öðrum hliðstæðum samtökum. Það er lika staðreynd að kommar hafa iðulega viðkunnanlegri afstöðu til peninga en margir aðrir: láta sig veraldleg efni minna skipta. Stjórn- málaflokki, sem hefur Guðrúnu Helgadóttur, deildarstjóra og rithöfund innan sinna vébanda er ekki alls varnaö. Ámi Bergmann er að minni hyggju einhver ágætasti blaðamaður sem hér skrifar jafnaðarlega i blöð. En á bak við þetta meinleysislega yfirborð er eins konar undirlag. Og það undirlag á ekkert skylt við Guðrúnu Helgadóttur eða ríkt og auð- ugt menningarlíf yfir höfuð að tala. Þetta undirlag er til dæmis sam-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.